Skutull

Volume

Skutull - 08.02.1947, Page 7

Skutull - 08.02.1947, Page 7
S K U T U L L 7 ,r— -----------—■— —— "— Handan um höf. Kreppa í Páfagarði. — Pýzkaland. — Krím. — Potsdam. — Framkvæmdin. Páfagaröur er eitt sérkennileg- asta ríki veraldarinnar. Þar er páfr inn, sem jafnframt er æðsti inaður kathólsku kirkjunnar, þjóðhöfðing- inn. Hann er talinn óskeikull í öll- um kirkjulegum málum, eftirmað- ur Péturs postula og umhoðsmaður guðs á jörðunni. Núverandi páfi er Píus tólfti með því nafni. Páfagarður er einasla ríkið á jörðunni, sem ekki leggur neina skatta eða tolla á þegna sína. Mætti því ætla, að þar væri gott að vera. Píus ólfti er mikill fjármálamað- ur. Á morgni hverjum er lögð fyr- ir hann nákvæm fjárliagsáætlun, og fylgist hans heilagleiki vand- lega með öllum útgjöldum ríkisins. Þessarar nákvæmni var líka full þörf á stríðsárunum, því að þá hættu liftir svonefndu Péturs-pen- ingar að streyma í fjárhirzluna vegna samgangnatregðu og ein- öngrunar. Þessir Péturs-peningar eru gjafir frá sanntrúuðu kathólsku fólki hvarvetna um heim, og liafa þeir lengstum verið aðaltekjustofn páfaríkisins. Nú er sagt, að peningakreppan í páfagarði sé í rénun, því að Péturs- peningarnir séu ftirnir að streyma að úr austri og vestri — suðri og norðri í ríkisfjárhirzlu hans lieil- agleika. Þýzkalandi er nú stjómað af fjórum herveldum. Bandaríkjunum, Englandi, Frakklandi og Sovétríkj- unum. Um þetta var samið á ráð- stefnunum á Krím í febrúar 1945 og í Potsdam i júlí og ágúst sama ár. Frakldandi var til hvorugrar þeirrar ráðstefnu lioðið. Áfyrriráð- stefnunni réðu lögum og lofum að- alleiðtogar stríðsins, þéir Churc- hill, Roosevelt og Stalin. Svo dó Roosevelt rétt eftir Kríinráðstefn- una og Trumann settist i sæti hans í Potsdam. Og þegar Churchill varð að láta af störfum sem for- sætisráðherra meðan á Potsdam- ráðstefnunni stóð, kom Atlee í hans stað. Stalin var fulltrúi Sovétríkj- anna í Potsdam. — Þessir herrar voru það því, sem ákváðu örlög Þýzkalands. Krim. Á Krím-ráðstefnunni var það ákveðið, að Þýzkalandi skyldi skipt í fjögur umráðasvæði. Ber- línarsvæðinu skyldi þó stjórnað af öllum stórveldunum í sameiningu. Þurka skyldi út þýzka herinn og hergagnaiðnaðinn. Dómstóll allra stórveldanna skyldi dæma þýzku stríðsglæpamennina, og kom það til framkvæmda í Niirnberg, eins og kunnugt er. Á Krímráðstefn- unni var líka samþykkt, að Þýzka- land yrði að greiða stórkostlegar ■ stríðsskaðabætur. Potsdam. Á ráðstefnunni í Pots- dam var æðsta valdið í Þýzkalandi fengið í hendur eftirlitsnefnd, skipaðri fulltrúum allra hernáms- rikjanna. öllum hernaðarsamtökum og nazistasamtökum skyldi útrýmt gersamlega. Allir embættismenn, er við nazisma voru kenndir skyldu sviptir opinberum störfum. öll lier- gögn og vopn skyldu afhent banda- mönnum. Samþykkt Var að íbúar ailra hernámssvæðanna skyldu hlíta samskonar meðferð. Þeim skyldi kennd lýðræðisleg félags- liyggja og allri þýzkri löggjöf skyldi umsteypt til samræmis við lýðræð- islegar meginreglur. Sjálfstjórn skyldi heimil innan þröngra takmarka. Demókratiskir flokkar yrðu leyfðir. Málfrelsi, prentfrelsi og trúarbragðafrelsi skyldi innleitt á ný. Þýzkaland skyldi skoðast sem fjárhagsleg lieild, en þó fyrst um sinn án heildarstjórnar. Iðnaðinn átti að setja undir eftirlit og félagsbinda verkalýðinn í frjálsum stéttarsam- tökum. Friðsamleg iðja skyldi efld, landbúnaðurinn styrktur, en lier- gagnaiðnaður í hverskonar mynd bannaður. Heimilað var banda- mönnum að flytja til iðjuver eða leggja þau niður, þó þannig, að ekki væri gengið of nærri iðnaðar- vörum handa Þjóðverjum sjálfum. Aftur á móti skyldu Bandamenn sjá fyrir nægum vörum lil mann- eldis. Samþykkt var, að afhenda Rúss- um hluta af Austur-Prússlandi á- samt borginni Königsberg (Kalin- ingrad), en Pólland fékk land- svæðið austan árinnar Oder og norðan Neisse. Framkvæmdin. Mikið hefir verið um það deilt, hvort staðið hafi verið við Potsdamsamþykktirnar í framkvæmdinni. Til þessa hafa ýmsar þeirra a. m. k. ekki komið til framkvæmda. Má þar til nefna samþykktina um Þýzkaland sem fjárliagslega heild, og samskonar meðferð íbúanna á öllum hernað- arsvæðunum. Ýmsar stofnanir hers- ins og liergagnaiðnaðarins liafa ekki verið lagðar niður, nema að nokkru leyti. Fyrir skömmu var nefnd frá öllum hernámsþjóðun- um sett til eftirlits afvopnunar framkvæmdanna á öllum hernáms- svæðunum. Þá er ekki þess að dyljast, að hernámsyfirvöldin hafa gert marg- víslegar ráðstafanir, sitt með hverj- um liætti, hver á sínu hernáins- svæði, þó að ekkert sé á þær miiinst í Potsdainsamþykktunum. Þar til mætti nefna skiptingu Júnkara- setrana í smábýli, en það liefir verið gert í mjög stórum stíl á her- námssvæði Rússa. Þá hafa ráðstaf- anir verið gerðar af Bandaríkja- inönrium og Bretum í þá átl að tryggja fjárhagslega einingu Þýzka- lands. Hafa Rússar tekið allvel ulidir þetta í orði, en á borði hefir minna orðið úr þyrir þeim á því sviði. Hinsvegar hafa Frakkar neit- að að styðja að fjárhagslegri ein- ingu Þýzkalands, fyr en Rúhr- vandamálið hafi fengizt leyst á þann hátt, að þeir geti við unað. MUNIÐ Björgunarskúfusjóð Vest- íjarða. öllum fjárstuðningi veitt móttaka hjá Kristjáni Krist iánssijni, Sólgötu 2. lsafirði. Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, fjær og nær, sem með heimsóknum, símskegtum og á ýmsan annan hátt heiðruðu mig og sgndu mér vinsemd á áttræðisafmæli mínu þ. 18. þ. m. Isafirði, 21. jan. 19k7. Karl Olgeirsson. --------------------------------------------------------------------------------T iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiáiiiiiiiiiiiiiiBiiiiiiiiBiiiiiiiiiiii jiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiBiiiniiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiuniiiiiiiniiiir Enginn getur betur tryggt, að þér | fáið neyzluvörur yðar fyrir sann- virði, en þér sjálfir. | Þessvegna gangið þér í kaupfélag | | og tryggið yður vöruna við sönnu | | verði. SAMBAND ISL. SAMVINNUFÉLAGA | tlillliliillllliliiiiiliiilillllllliiiiiilillilliliiiiilliliiiiiiiiiiilliliiliiiiilliiiiilliiiiiiiilliiliiiiiiiiiillj'iiiiliiiiiliiliiiiiiiiliiiiiiilliiliiliiiii Tilkynning. frá umboðsmanni Tryggingarstofnunar ríkisins á Isafirði. Afliending tryggingasldrteina og móttaka iðgj aldagreiðslu hófst í skrifstofu hæjarfógeta þriðjudaginn 28. jan. s. 1. kl. 10 —12 f. h. og 1—3 e. h. og fer síðan fram alla virka daga á sarna tírna. Ellilífeyrir og aðrar bætur verða útltorgaðar í skrifstofu al- mannatrygginga, Tangagötu 8, frá og með miðvikudegi 29. jan- úar. Umsækjendum hafa verið sendar tilkynningar í pósti og eru menn beðnir að vitja hóta sinna á þeim tíma, sem þar er til greindur. Iðgjaldsskyldir bótaþegar verða að sýna sldrteini, þegar þeir vitja lífeyrs eða bóta. Bæjarfógetinn á Isafirði, 30. jan. 1947. Jóh. Gunnar Ölafsson. Um allan heim á samvinnustefnan vaxandi fylgi að fagna. Einnig hér á landi eykst skilningur manna á gildi þeirra hugsjóna, sem samvinnustefn- an byggist á. ATHUGIÐ : Skiptið við samvinnufélögin og gef- ið gaum að, hvern hag þér hafið af því. Verkin saman vinnum fleiri við það skapast auður meiri. SAMBAND ISL. SAMVINNUFÉLAGA

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.