Skutull - 11.03.1949, Síða 1
I'
XXVII. árg. ísafjörður, 11. mai'z 1949.
10. tölublað.
SKUTULL
VIKUBLAÐ
Otgefandi:
Alþýðuflokkurinn á Isafirði.
Innheimtumaður:
Haraldur Jónsson
Þvergötu 3, Isafirði.
rrnt*m*«umm*^>*MrsR3TK!KBa2aaaSlSlltMlR3£a3mÆS3ttESSttiStrWBSx
9 9
Oryggi
öryggismál landsins hafa
mjög verið til umræðu i sam-
bandi við hinn fyrirhugaða At-
lantshafssáttmála. Til glöggvun
ar almenningi birtir blaðið eft-
irfarandi samþykktir :
I heiminum eru nú harðari
átök en nokkru sinni fyrr á
milli þeirra stj órnmálastefna
og floklca annarsvega^, sem að-
hyllast hugmyndakerfi einræð-
is, ofbeldis og yfirgangs, og
hinsvegar liinna, sem hafa að
leiðarljósi lýðræði, mannrétt-
indi og umbætur. Allsstaðar
hér í álfu eru jafnaðarmenn
— sósíaldemókratar — í fylk-
ingarbrjósti þeirra samtaka og
þeirrar stefnu, er af alefli
berst fyrir verndun og eflingu
lýðræðisins, bæði i stjórnmál-
um atvinnumálum og halda
hæst á lofti og með mestum ár-
angri merki mannréttinda og
félagslegra umbóta.
Alþýðuflokkurinn á Islandi,
sem er og yerður flokkur
þeirra manna, er byggja stefnu
sína og starfsaðferðir á hug-
myndakerfi sósíalismans á veg
um óskoraðs lýðræðis og
manniféttinda, hefur nú sem
áður miklu og vandasömu
hlutverki að gegna í íslenzkum
stjórnmálum og dægurmálum.
Einmitt á þeim umbrotatímum,
sem yfir standa, er það ís-
lenzkri alþjóð brýn nauðsyn
að vernda lýðréttindi sín og
spyrna gegn hverskonar of-
beldi og ágengni, bæði innan
þjóðfélagsins og eins og eigi
síður, að tryggja þjóðina efir
því sem frekast er unnt gegn
árásum og undirokun utan að
frá. Það er hið mikla hlutverk
Alþýðuflokksins að berjast fyr
ir öryggi og sjálfstæði Islands.
fullkomnu lýðræði, góðum og
varaniegum lífskjörum alþýðu
manna og félagslegu öryggi.
^feð þetta fyrir augiim álykt-
"ar 21. þing Alþýðuflokksins,
haldið 19.—23. nóv. 1948, eft-
irfarandi :
Utanríkismál.
Markmið alþjóðasamstarfa
er og verður að tryggja frið og
íslands.
frelsi og leggja grundvöll að
varanlegum, frjálsum samtök-
um þjóðanna, er keppi að þvi
að byggja nýjan heim og út-
rýma ánauð, öryggisleysi og
neyð. Hinar fögru yfirlýsingar
og fyrirheit, er gefin voru á
stríðsárunum, hafa því miður
ekki enn verið framkvæmd. Á
sama hátt má og segj a, að sam
tökum Sameinuðu þjóðanna
hafi til þessa ekki tekizt að
leggja grundvöll að varanleg-
um friði og réttlæti í samskipt-
um þjóðanna.
En þrátt fyrir þessi vonbrigði
telur flokksþingið, að Island
eigi liér eftir sem hingað til
að taka virkan þátt i starfi
Sameinuðu þjóðanna og eftir
mætti að styrkja og styðja all-
ar einlægar tilraunir, er miða
að þvi að skapa varanlegan
frið og öryggi. Smárikjunum
er ekki hvað sízt nauðsynlegt
að gera sér ljóst, að frelsi
þeirra, öryggi og hagsæld er
undir því komið, að heilbrigt
alþjóðasamstarf geti aukizt og
eflzt.
Þingið telur og rétt og eðli-
legt, að innan Sámeinuðu þjóð-
anna og í samræmi við reglur
þeirra og skipulag, séu mynd-
uð samtök vinveittra þjóða og
þá einkum þeir, sem aðliyllast
svipuð eða skyld hugmynda-
kerfi sérstaklega varðandi lýð-
ræði og mannréttindi. Þingið
fagnar þvi hinu aulcna sám-
starfi Norðurlanda í fjárhags-
atvinnu- og menningarmálum,
sem komið liefur ekki hvað
sizt í ljós í gagnkvæmum
skilningi og sameiginlegum
ráðagerðum á fundum for-
sætis- utanrikis- og við-
skiptamálaráðherra þessara
landa. Telur þingið rétt, að á-
fram verði haldið þessu sam-
starfi og það aukið eftir því
sem aðstæður frekast leyfa. Þá
lýsir þingið og ánægju sinni
yfir þáttöku Islands í efnahags
legu samstarfi hinna Vestur-
Evrópu ríkjanna og yfir stór-
merkum tilraunum, sem þar
eru gerðar á grundvelli Mars-
halláætlunarinnar, með ómet-
anlegum stuðningi Bandarikj-
anna.
Þá telur þingið og rétt og
sjálísagt, að athugað sé gaum-
gæfilega af Islands hálfu, á
hvern hátt öryggi, frelsi og
sjálfstæði landsins verði bezt
tryggt með samstarfi við aðr-
ar þjóðir.
Samþykktir F. U. J.
Á mjög fjölmennum fundi i
F.U.J. í Reykjavik, er haldinn
var 22. febr. s.l. var eftirfar-
andi ályktun gerð mótatkvæða-
laust:
Félag ungra j afnaðarmanna
í Reykjavik telur brýna nauð-
syn bera til þess, að stjórnar-
völd Islands á hverjum tíma
atliugi gaumgæfilega hvernig
tryggj a megi sem bezt öryggi
og sjálfstæði landsins og skir-
skotar í því sambandi til álykt-
unar flokksþings Alþýðuflokks
ins siðast liðið haust um þetta
efni.
Félagið telur nauðsyn á vin-
samlegri og friðsamlegri sam-
vinnu Islands við hin vestrænu
og engilsaxnesku lýðræðisriki
sökum sameiginlegra stjómar-
hátta þessara þjóða, en lýsir
yfir andstöðu sinni við erlend-
an her og herstöðvar hér á frið
artimum og álitur, að Islend-
ingar geti elcki tekið upp her-
skyldu.
Hins vegar lýsir félagið yfir
því, að það telur óskynsamlegt
og ótímabært að taka afstöðu
með eða móti hinu fyrirhugaða
Nörður - Atlantshafsbandalagi,
fyrr en vitað er um efni vænt-
anlegs sáthnála þess.
Jafnframt fordæmir félagið
tvöfeldni og blekkingar komm-
únista í þessum málum og
bendir á nauðsyn þess, að þjóð
in sé jafnan vel á verði gegn
afskiptum þeirra af öryggis-
málum og utanríkisstefnu Is-
lendinga.
-------o———
Togari tekinn i Tandhe'lgi.
■ Var8báturmn-’Öðmá: tók 1. þ.m.
belgiskan togara í-fáhdhelgi. Tog-
arinn var að veiðum austur aí Ing-
ólfshöfða. Togarinn ber nafnið
„Wandenleyden“ frá Ostende. Óð-
inn fór með togarann til Eskifjarð-
ar og var þar kveðinn uppdómur
yfir skipstjóranum. Hlaut hann kr.
29.500,00 sekt og afli og veiðarfæri
gerð upptæk.
Smátt oy stórt.
Beitusíld.
Beitusíld sú, sem kaupa átti frá
Noregi, er nú öll komin til lands-
ins. Eru það 15 þús. tunnur. Kost-
aði hver tunna úli í Noregi 70 krón
ur eða um 1% miljón krónur alls.
Eitthvað af þessari sild fá Fær-
eyingar.
Norska síldin, sem komin er nú í
verstöðvarnar, hvað líka ágætlega
í beitu. 30—40 þúsund tunnur voru
til af beitusild i landinu og dálitið
hefir undanfarið veiðst af síld við
Akureyri, sem öll er nú lofuð til
beitu. Það sem fryst var.
Ekki er talið líldegt að nóg beita
verði til í landinu, ef vel geíur og
því þörf á að veiða meiri síld, ef
hægt verður.
Kjöibirgóir.
Þann 1. febrúar voru til 2306
tonn af kindakjöti í öllu landinu. Á
sama tíma í fyrra voru til 2913
tonn. En í sambandi ber þess að
geta ^að í fyrra voru flutt út 500
tonn af kjöti eftir 1. febrúar, en
ekkert á þessu ári.
Þjóöleikhússtjóri.
Menntamálaráðuneytið hefir skip
að Guðlaug Rósinkranz Þjóðleik-
hússtjóra frá 1. marz 1949 að telja
og jafnframt leyst hann frá störf-
um í Þjóðleikhúsráði.
l'i prostaköll auglýst taus.
1 nýkomnu Kirkjublaði eru aug-
lýst laus til umsóknar 14 presta-
köll víðs vegar á landinu. Umsókn-
arfrestur er til 15. apríl n. k. Presta
köllin eru þessi : Hofteigspresta-
kall, N.-Múl., MjóafjarðarpreStakall,
S.-Múl., Kálfafellsstaðaprestakall, A-
Skapt., Breiðabólsstaðaprestakall,
Snæf., Staðarhólsþing, Dal., Staðar-
prestakall, Barð., Hrafnseyrar-
prestakall, V.-ls., Staðarprestakall í
Aðalvik, N.-ls., ögurþingapresta-
kall, N.-Is. Árnespr. kall, Strand.,
og Staðarpr.kall í Steingrímsfirði.
KartöfluverS.
Nýlega hefir verið lækkað til
muna verð á kartöflum.
Er nú heildsöluverð á kartöflum
þetta : Úrvalsflokkur kr. 80,00 100
kg., 1. flokkur 64 kr. pr. 100 kg. og
2. flokkur kr. 56.00 pr. 100 kg.
, Smásöluverð er nú þetta : "Ún'als
flokkur 1 kr. kg. 1. fl. 80 aura kg.
og 2. flokkur 70. aura kg.
Þ’að, er aðálíega 1. flokkur sem
keyptur er, enda lítið af hinum
flokkunuin á markaðnum. Mun
mjög mikið lægra verð á þeim
kartöflum, sem keyptar eru frá út-
löndum lieldur en það verð sem
íslenzkum framleiðendum er borg-
að fyrir sína framleiðslu.
........O---------