Skutull

Volume

Skutull - 11.03.1949, Page 2

Skutull - 11.03.1949, Page 2
2 S K U T U L L Sigurður E. Breiðfjörð : Svaz laimastéttanna. Þegar lögin um dýrtíðarráðstaf- anir vegna atvinnuveganna voru sett og áttu ótvírætt •— að dómi iöggjafans — að vera öruggur þátt- ur til þess að skapa tímamót, til góðs fyrir íslenzkt þjóðfélag, stóð kaupgjaldsvísitalan, gjaldþolspunt- urinn sem verkgmannastéttin mændi til, í 319 stigum. Launastéttin var lögð á blótstall- inn, hennar tekjum mátti fórna, vísitalan var með lögum skorin nið- ur í 300 stig. Reykelsisylmur fórnarinnar voru góð orð um, að dýrtíðin yrði nú stöðvuð, betri dagar biðu framund- an. Hver hefur reyndin orðið, hef- ur dýrtiðin stöðvast ? Hefir mjókk- að bilið milli kauplags og verð- lags ? Þessum tveimur spurningum svara staðreyndirnar neitandi. Dýrtíðin hefur vaxið, vísitalan hef- ir hækkað á rúmu ári úr 319 stig- um upp í 320 stig. Launastéttin var látin fórna af sínu kaupi ca. 10%, og það er ekkert leyndarmál, að hækkun söluskattsins um 100% kom ílla við kaugetu fjöidans. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar, til þess að ráða bót á dýrtíðinni hafa algerlega verkað öfugt, séð frá sjónarhóli daglaunamanns, enda orðið til þess eins, að breikka óhugnanlega mikið bilið milli kauplags og verðlags. Launastéttin hefir ævinlega reynst sem deigt járn i hendi þess, sem hefir haft aðstöðu til þess að kúga hana, en spurningin er um það, liversu lengi á að brýna unz bítur ? Ég tel að nú sé orðið full brýnt, rööin sé því komin að launa stéttinni, að gera sínar ráðstafanir, þar sem sannanlegt er að núver- andi ríkisstjórn er ófáanleg ■—■ eft- ir ítrekaðar tilraunir stjórnar A.S.l. — að breyta lögunum um festingu vísitölunar þann veg, að á hverjum tíma nemi mismunur útreiknaðrar greiddrar vísitölu aldrei meir en 19 stigum eins og var þegar lögin voru sett og vísi- talan mótuð í deiglu kærleikans í 300 stig ! Svar launastéttarinnar er aðeins eitt og það er, að hækka grunnlaun sín svo, að vísitölulækkunin verki ekkert í kaupgetuna, og samræina svo um leið - með heildarátökum —- grunnkaup lrinna ýmsu stéttar- félaga. Fyrsta sporið er að verða fullstigið hér á Vestfjörðum. Sum verkalýðsfélögin bíða síðan í haust með uppsagða kaupsamninga, til- búin í réttláta orustu ef með þarf. önnur félög eru nú þegar búin að segja upp kaupgjaldssamningum hjá sér, og hin síðustu munu bæt- ast í hópinn eftir að núverandi kaupsamningar falla úr gildi. Þar sem að yfirlýstur vilji 10. þings A. S. Vestfjarða og sömuleið- is 21. þings A.S. Islands liggur fyrir er sú leið sem farin verður til þess að ná rétti sínum — grunnkaups- hækkun — og stofna ef til vill, til harðvjtugrar kaupdeilu, er afsakan- leg, af því að hún er alger nauð- vörn. Fulltrúum á 10. þingi A.S.V. var þetta fyllilega ljóst, þeir vissu hvert stefndi, enda tóku þeir skelegga af- stöðu til dýrtíðarlaganna og lögðu grunn undir hagsmunabaráttuna. Þeir samjrykktu að unnið yrði að fullri samræmingu kaupgjaldsins á Vestfjörðum og betri jöfnunar kraf- ist á kvennakaupið, enda er mis-f munur á kaupi kvenna og karla við ýmis störf, t.d. hraðfrystihúsunum óeðl'ilega mikill miðað við afköst. Hvaða réttlæti er það, að greiða ekki sama kaup fyrir sömu vinnu hvar sem hún er unnin og hver sem vinnur hana. Fjórðungssambandsþingið sam- þykkti ennfremur, að virkasta leið- in til þess að ná samræmingu kaup- gjalds á sambandssvæðinu væri sú, að öll félögin innan fjórðungsins kysu sér einn fulltrúa hvert í sam- vinnunefnd kaupgjaldsmála, nefnd- in vnni svo að samningu sameigin- legs kaups- og kjarasamnings Vest- fjarða. Félögin sem mynda A.S.V. munu öll verða við því að tilnefna full- trúa í samvinnunefndina, fjórð- ungsstjórn boði svo nefndarmenn til fyrstu sameiginlega fundarins, en nefndin sjálf lcýs sér formann úr sínum hóp, og starfar svo sjálfstætt að samræmingunni í samráði við fjórðungsstjórn. Þannig horfir þetta mál við í dag. Við skulum vona hið bezta, við skírlum öll sameiginlega stuðla að réttlátari og friðsamlegri lausn þessa vandamáls, og vænta gagn- kvæms skilnings beggja samnings- aðila, enda er engum bót að því, að atvinnugrundvöllurinn — útgerð og fiskiðnaður — brysti, svo að liækkað tímakaup leiddi ekki til hækkaðra árstekna verkafólks eða aukinnar kaupgetu. --------O------- Sagði upp staríi sínu í haust. Agnar Jónsson, bústjóri hefur undanfarið skrifað í Vesturland um búmál Isfirðinga. 1 lok greinar sinnar segir hann svo : „Nú vita það flestir ísfirðingar að ég sagði starfi mínu lausu í lraust s.I., með sex mánaða fyrir- vara, eða frá 31. marz n.k.“ Skal það ekki dregið í efa að rétt sé frá sagt. Fullum 4 mán., eftir að þessi uppsögn er send bæjarstjóra er fyrst um það getið a§ þessi upp- sögn hafi verið send og þó að því ynnt á mjög óljósan hátt. Það fyrsta sem bæjarstjórn fær um málið að vita er 5 dögum áður en tilfærð ummæli birtast í Vesturlandi, eða er bæjarfulltrúunum bárust fund- argerðir er leggja átti fyrir bæjar- stjórnarfund 19. febrúar s. 1., er þar að finna þessa bókun um mál- ið : Fundargerð búnefndar 31. janúar 1949. Fyrir tekið : 1. Rætt var um búmálin fram og aftur. Á fundinum mætti bústjóri Agnar Jónsson. Agnar Jónsson setta fram þá ósk sína að losna við bústjórn á Kirkju- bóli og hvað það beint skilyrði fyr- ir því að hann gegndi áfram bú- stjórastörfum á Seljalandi, að bæj- arstjórn yrði við þeim tilmælum. Bæjarráð leggur til að orðið verði við tilmælum bústjóra, og jafnframt verði óskað eftir því við Pétur Pálsson að hann tæki að sér bústjórn á Kirkjubóli til eins árs. Vélar og áhöld, sem notuð hafa verið jöfnum höndum á báðum bú- unum að undanförnu, komi áfram báðum búunum að notum, þar til hægt verður að útvega nýjar vélar og áhöld að Kirkjubóli. Núverandi bæjarstjóri lieldur því áfram hætti fyrirrennara síns að leyna málum fyrir bæjarstjórn og „safna í skúffurnar." ———O---------- Orðsending til fsirðinga frá héraðslækni. Sá orðrómur, sem gengið hefir hér i bænum, að neyzlu- vatn bæjarbúa væri óhæft til neyzlu, er algerlega tilhæfu- laus. Rannsóknum þeim, sem fram hafa farið á vatninu til að ganga úr skugga um gæði þess er nú lokið, með þvi að rannsökuð hafa verið sýnis- horn úr öllum vatnsbólum, nú siðast úr Seljalandsá, Buná og Tunguá, áður hafði vatnið ver- ið rannsakað i innanbæjar- leiðslunum. Þessar rannsóknir hafa leitt í ljós, að vatnið, sem bæjar- búar taka úr vatnskrönum sín- um, er í aðalatriðum eins og vatnið í fjallalindinni Bunuá, þar sem hún skoppar á stein- um i öræfunum fram með Sandfellinu, i um 500 metra hæð yfir sjó. Þannig eru engin líkindi til þess að vatnið mengist óhrein- indum á leiðinni frá vatnsbóli til húsanna í bænum, og mun þetta vatn ekki lakara til neyzlu en annað yfirborðs- vatn af hálendi Islands, sem landsmenn nota í dag víða um land og hafa notað um langan tíma, og orðið gott af. Það skal ennfremur tekið fram eins og áður hefur verið bent á, að ekkert bendir til þess, að mænuveikis „virus“ berist með neyzluvatninu, og ætti því að vera óþarfi að sjóða það. Hinsvegar mætti telja það góða varúðarráðstöfun að sjóða þá mjólk, sem ekki hefir verið gerilsneydd, þar til yfir- ferð mænuveikinnar er lokið í bænum og nágrenninu. Isafirði, 8. marz 1949 Baldur Johnsen Athugasemd Skutuls. Þær upplýsingar héraðslæknis um neyzluvatn bæjarins, sem fram koma í ofanritaðri orðsendingu, hljóta að vera bæjarbúum fagnað- arefni, og er vonandi að héraðs- læknirinn styðjist nú við svo ná- kvæmar athuganir á vatninu, að ástæðulaust sé að efast um, að hann dragi af þeiin réttar ályktanir. Læknirinn telur orðróminn um vatnið hafa verið algerlega tilhæfu- lausan. Skutull er eina bæjarblaðið, sem rætt hefur þetta mál, og þykir þvi rétt í tilefni af þessum um- mælum héréaðslæknis, að minna á það, að umræður um gæði vatnsins hófust eftir að bæjarstjóri hafði skýrt frá því á bæjarstjórnarfundi, að samkvæmt rannsókn á sýnis- hornum héðan, væri vatnið ekki aðeins talið óhæft til neyzlu, heldur væri líka álitið hættulegt að baða sig éir því. Þessi dómur var felld- ur af Rannsóknarstofu Háskólans og las bæjarstjóri álit rannsóknar- stofunnar fyrir bæjarfulltrúunum. Hvort telur þá héraðslæknirinn upplýsingar bæjarstjóra vera rang- ar, eða fyrri niðurstöður rann- sóknarstofunnar skakkar, þegar hann segir orðróminn um vatnið tilhæfulausan ? Það er erfitt að trúa því, að bæjarstjóri liafi fund- ið livöt hjá sér til að falsa álits- gerð um valnið, >og væri því æski- legt að fá á þessu frekari skýring- ar. ......O------- Faxandi vandræði. 1 síðasta Skutli var innt að vand- ræðum systrablaðanna með skýr- ingar á fjárreiðum bæjarins. Getið var lítillega ósamræinis i frásögn- um þeirra. Bæði systrablöðin hafa brugðizt illa við og er annað með útúrsnúning en hitt á flótta. Fjár- spekingur Vesturlands, sá er skrif- aði i blaðið í gær, hefir hopað frá samauburði sinum á fjárhagsáætl- un áranna 1945 og 1949. Hefur hon- um vonandi skylist að fátt væri fyrir liann að græða á þeim saman- burði. Vill spekingurinn í þess stað bera reikning ársins 1945 við áætlun þessa árs, og tekst sem til var stofnað um samanburð ósam- bærilega hluti. Fjármálaspekingi Vesturlands er það erfið þraut að finna hvert hafi verið framlag bæjarins til atvinnu- mála eftir áætlun ársins 1945. Ekki er nema von að á ýmsu hafi gengið um fjárstjórn þessa bæjarfélags yfirstandandi kjörtímabil, þegar hinum æðsta fjármálaspeking í- lialdskomma er jafn ósýnt um talna léstur. Til þess að auðvelda spek- ingnum störfin skal þessa getið : 1 fjárhagsáætlun yfirstandandi árs er í heildargjöldunum til at- vinnumála sein eru kr. 881.500,00, áætlaðar kr. 3.000,00 til byggingar- fulltrúa. 1 fjárhagsáætlun ársins 1945 eru gjöldin vegna byggingar- fulltrúans kr. 6.000,00, færð á sér- stakan gjaldalið (XV.) og verður því að bæta þeirri upphæð við hin áætluðu atvinnumál kr. 522.000,00, til þess að fá sambærilega tölu við áætlunarupphæð ársins 1949. Eft- ir því sem sagt hefur verið eru 522 og 6 samanlagt 528, en kannske veit Vesturlandsspekingurinn aðra réttari útkomu. Nei, tala sú sem Skutull nefndi var á engan liátt dularfull eða fölsuð, þó Vestur- landsspekingnum gangi illa að skylja þá tölu og reyni að dylja fávizku sína með gífuryrðum. E. J. )

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.