Skutull

Árgangur

Skutull - 01.04.1949, Blaðsíða 3

Skutull - 01.04.1949, Blaðsíða 3
S K U T U L L S Skýrsla ráðherranna. „Þar seni Alþingi mun bráðlega taga til meðferðar þátttöku Islands í hinu fyrirhugaða Norður-Atlants- hafsbandalagi, þykir okkur hlíða að gefa almenningi nú stutta skýrslu um för okkar til Washington og við ræður okkar við utanríkismálaráð- herra Bandaríkjanna og aðstoðar- menn hans. För okkar var ráðin til þess að við gætum til hlítar kynnt okkur samninginn, atvik öll, er að hon- um liggja, og gert grein fyrir sér- stöðu íslands. Samningurinn hefur nú. verið birtur. Aðalskuldbindingar samningsins eru í 3. og 5. gr., en af báðum þess- um greinum, hvorri um sig og sam- anborið við 9. gr. er ótvírætt, að hvert ríki um sig tekur sjálft um það ákvörðun, hvað það leggur fram skv. samningnum. Ætlunin er að efna til frjálsra samtaka frjálsra þjóða til varðveizlu friðar og auk- innar velmegunar. En þótt samningsákvæðin séu skýr og ótvíræð ræddum við þó ýtarlega hlut Islands í þessum sam- tökum, ef til kæmi, og skýrðum rækilega sérstöðu landsins. Við tókum fram, að Island hvorki hefði né gæti liaft eigin her og mundi þess vegna hvorki geta né vilja fara með liernaði gegn nokk- urri þjóð, jafnvel þótt á það yrði ráðizt. Ekki kæmi heldur til mála, að útlendur her fengi að hafa aðset- ur á Islandi á friðartímum né yrðu þar Ieyfðar erlendar herstöðvar. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna Dean Acheson, tók berum orðum fram, að ríki, sem aldrei liefði haft her, myndi ekki þurfa að mynda hann skv. samningum. Hann sagði og, að ljóst væri, að ekki kæmi til mála, að neitt samningsríki óskað/ að hafa her í öðru þátttökuríki á friðartímum eða herstöðvar. Enn- fremur lýsti hann yfir því, að ó- tvírætt væri, að hver aðili mundi endanlega ákveða sjálfur hvaða ráð- stafanir hann vildi gera, ef vopn- uð árás væri gerð á einhvern þeirra og yrði slíkar ákvarðanir auðvitað að vera gerðar í góðri trú. Loks var um þetta atriði afdráttarlaust tekið fram af fulltrúum Bandaríkja- manna, að hernaðaraðgerðir inyndu ekki koina til greina af hálfu ríkis, sem engan her hefði, enda hefði hvert ríki um sig og fullnaðará- kvörðunarrétt um það, hvenær það teldi þörf aðgerða skv. 5. grein samningsins:1 Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna sagði, að hann vildi taka skýrt fram, að Bandaríkjastjórn myndi ekki reyna að hafa nein á- hrif á íslenzku ríkisstjórnina varð- andi þátttöku í samningunum, og væri það mál, sem Islendingar sjálf ir yrðu algerlega að ákveða. Á hitt lagði hann áherzlu, að ef lslending- ar tækju þátt í handalagi þessu sýndu þeir þar með á sama veg og aðrir samningsaðilar, að þeir vildu ekki, að land þeirra yrði til afnota fyrir árásarþjóð.... 1 viðræðunum kom glögglega fram það, sem þegar er vitað og síðasta styrjöld sýndi, að Island hefur mikla liernaðarþýðingu og getur því ekki húizt við að haldast utan við meiri háttar hernaðaráíök ef svo illa fer, að til þeirra komi. Því var lýst, að stofnendur banda- lagsins teldu, að með stofnun þess mundi hættan á ófriði og árás á hvert ríki um sig stórlega minnka og líkurnar fyrir því, að hægt væri að standa gegn árás, vaxa, þar sem m.a. væri hægt að liafa samráð og samvinnu fyrirfram um varnir landanna, ef til kæmi. Utanfíkisráðherra Bandaríkj- anna lagði á það megináherzlu að samtök þessi væru gerð til efling- ar heimsfriðinum, til að draga úr árásarliættu og ætti að öllu leyti að starfa í samræmi við tilgang og reglur Sameinuðu þjóðanna. I lok viðræðnanna var því lýst yfir að hálfu Bandaríkjanna: 1. að ef til ófriðar kæmi mundu bandalagsþjóðirnar óska svipaðrar aðstöðu á Islandi og var í síðasta striði og að það myndi algerlega vera á valdi Islands sjálfs hvenær sú aðstaða yrði látin í té. 2. að allir aðrir samningaðilar hefðu fullan skilning á sérstöðu Islands; 3. að viðurkennt væri, að Island hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her; 4. að ekki kæmi til mála, að er- lendur lier eða herstöðvar yrði á Islandi á fnðartimum. Reykjavík, 26. marz 1949. (sign) Bjarni Benediktsson (sign) Emil Jónsson. (sign) Eysteinn Jónsson -------o------- Rafveitumál Vest- fjarða. Framhald af 2. síðu. urinn 1946 um Dynjandisvirkjun, var að niðurstöðutöluin á þessa leið: 1. Orkuverið allt, þ.e. byggingar allar, vél ar og virki ásamt vaxtakostnaði á byggingartíma kr. 16,5 milj. 2. Háspennulínur — 8,4 milj. 3. Aðalspennustöðvar — 1,2 inilj. Samtals kr. 26,1 milj. Sé nú gert ráð fyrir 25% liækkun síðan á- ætlunin var gerð, nemur hún kr. 6,5 milj. Og væri þá heildar- kostnaður nú kr. 32,6 milj. Innanbæjarkerfin voru þá áætl- uð tæpar 4 miljónir en héðan af er óþarft að taka þau með, þar eð þau liafa nú þegar verið endur- byggð og þeim komið í það horf, að þau geti tekið við orku frá sam- eiginlegri Vestfjarðavirkjun, þegar liún verður að veruleika. Þetta er mikilsvert byrjunarskref, en þá er að stíga það næsta. Það er vafalaust rétt, að ef við ætlum að bíða eftir því, að 30—40 miljónir króna liggi í handraða hjá Raforkumálasjóði til Vestfjarða- virkjunar, þá gæti biðin orðið nokk uð löng hjá okkur Vestfirðingum eftir lausn málsins. Ég fæ ekki þetur séð, en að það væru mjög eðlileg og skynsamleg vinnubrögð, að (aka virkjunarmál- ið fyrir í áföngum. Teldi ég þá eðlilegt, að fyrst væri byggð toppstöð (díeselstöð) við Engidalsstöðina, þannig að frá henni fengist saina orka að vetrar- lagi eins og liún getur framleitt með vatnsafli á sumrin. Næsl teldi ég eðlilegt, að byggð Slgsfarir. Það slys vildi til í fyrradag er Daníel Sigmundsson, húsasmíða- meistari, var við vinnu sina í Fjarðarstrætisbyggingunum að hann féll úr vinnustiga og skrúf- járn, sem hann var að vinna með stakkst í auga honum. Daníel flaug suður til lækninga samdægurs. 1 gær var það slys, að tveir menn brenndust á andliti í vélsmiðjunni Þór. Slysið varð með þeim hætti að járnsmiðanemarnir Tryggvi Jónasson og Valdemar Jónsson voru að bræða málm úr legu með mótorlampa. Voru þeir rétt byrj- aðir á verkinu er lampinn hætti að „blússa“ en spúði í þess stað olíu og varð umhverfi þeirra á svip- stundu eldhaf og brenndust þeir báðir á þeim vanganum er að eld- inum snéri. Ekki eru brunasár þeirra talin hættuleg. Engar skemmdir urðu í vélsmiðjunni af völdum eldsins. Sjúkraflutningar Þrír mænuveikissjúklingar, tvær konur og piltur, fóru héðan í gær flugleiðis til Reykjavíkur og þaðan munu þeir fara flugleiðis til Dan- merkur næsta þriðjudag. Sjúkling- ar þessir munu ætla að leita sér lækninga á sjúkraliæli því, er áður hefir verið leitað til af inænuveik- yrði liáspennulínan frá Engidals- stöð til Flateyrar og Þingeyrar, svo að þau kauptún kæmust þannig strax inn á heildarkerfið. ' Að því loknu bæri að ljúka há- spennulögninni allt til orkuversins og hefja byggingu þess. Gæfist þann ig kostur þess að nota raforku við framkvæmd verksins. Vesturálma háspennukerfisins og háspennulagnirnar til Suðureyrar, Bolungarvíkur og Súðavíkur þyrfti svo að verða fullgerðar um líkt leyti og orkuverið sjálft gæti tekið til starfa. Til þess að greiða fyrir þessari lausn málsins, fynndist inér alls ekki fráleitt, að gefin væru út rík- isskuldabréf, sem sveitafélögin á Vestfjörðum og önnur félagasamtök svo og einstaklingar, sem áhuga hefðu fyrir málinu, ættu kost á að kaupa. Þá væri ekki nema sjálf- sagt, að nokkrum miljónum af Marshall-fé, gr&i variö til að leysa raforkumál Vestfirðinga. Stöndum nú sarnan Vesfirðingar! Gullnáma okkar má ekki vera ó- notuð lengur. k því höfum við eng- in efni. Vatnsaflið i þjónustu heim- ilanna og framleiðslustarfsins er okkar stærsta sameiginlega áhuga- mál, sem við nú hefjumst hcuida um að hrinda i framkvæmd. Hannibal Valdinrarsson. --------O----- Skoffín og Skuggabaldur Við síðustu kosningar tókst svo til, að kommúnistar komust hér í oddaaðstöðu í bæjarstjórn.oghöfðu þeir fyrirfram gert samning um isjúklingum annarsstaðar af land- inu. Afmæli Baldurs. I dag er afmæli verkalýðsfélags- ins Baldur, og er það nú 23 ára. Baldur hefir venjulega minnst af- mælis síns með myndarlegum skemmtunum, en að þessu sinni getur ekki orðið af slíku, vegna samkomubannsins. Skutull óskar félögum Baldurs til hamingju með afmælið. Megi sam- tök hins vinnandi fólks eflast og dafna til hagsbóta fyrir alþýðuna. Fimmlugsafmæli. Sig. J. Dahlmann símstjóri og póstmeistari varð fimmtugur í gær Sigurður hefur verið starfsmaður landssímans í 30 ár, fyrst á Borð- eyri og síðan 1932 hér á Isafirði. Andlát. Sigríður Kristmundsdóttir, kona Benjamíns Jónssonar frá Súðavík, andaðist í morgun á Sjúkrahúsi tsa- fjarðar. Skiðamót Vestfjarða. liefst á morgun kl. 4 og fer þá fram brunkeppni í öllum flokkum. Á sunnudag verður keppt í svigi í öllum flokkum. Ekki er afráðið hvenær göngukeppnin fer fram. samstarf við íhaldið, ef svo kynni að fara. Bæjarbúar hafa nú í full 3 ár kynnst ávöxtum þessa samstarfs, sem hefir verið svo náið, að inenn hafa tekið upp nafnið íhaldskomm- ar, sem samheiti fyrir flokksbrot hins íslenzka Sjálfstæðisflokks liér á tsafirði og útibúið frá kommún- istaflokki Sovétríkjanna liér í höf- uðstað Vestfjarða. Þennan kynlega samruna liöfum við hér í blaðinu leyft okkur að kalla „pólitíska ó- freskju,“ og þykir Baldurtetri það vera dónalegt orðbragð. Svo er þó ekki, heldur er það skapnaðurinn, sem lýst er með þessum orðum, sem er soralegur, álíka og afkvæmi tófu og kattar, sem þjóðsögurnar kalla skoffín eða skuggabaldra, og færi vel á því, að blöð íhalds- komma yrðu skírð upp, og héti þá Vesturland eftirleiðis Skoffín, en Baldur hlyti nafnið Skuggabald- ur. Sumarbústaður til sölu. Tilboð óskast í sumarbústað á Tungudal (Innréttaður að nokkru leyti). Tilboðum sé skilað til undir- ritaðs fyrir 15. apríl n.k. Áskilið að taka hvaðá tilboði sem er eða hafna öllum.: Sigurl Þ. Sigurlaugsson Tangagötu 15 A Isafirði. Birgir Finnsson, Neðstakaupstað, Isafirði, hefur séð um útgáfu þessa tölublaðs.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.