Skutull


Skutull - 27.05.1949, Blaðsíða 1

Skutull - 27.05.1949, Blaðsíða 1
Isafjörður, 27. maí 1949 XXVII. arg. usnæoismai Kommiuus Það kemur stöðugt betur í Ijós, að kommúnistinn, sem við síðustu kosningar slysaðist inn í bæjarstjórn, beitir þar úrslitaatkvæði sínu ekki til annars en að hygla stöð- um að flokksbræðrum sínum, og nú bendir allt til þess, að einnig eigi að sjá kommahjörðinni fyrir húsnæði. 17. tölublað. Lausasöluverð Skuiuls er 50 aurar Stöðurnar. Fáir flokkar hafa deilt jafnmikið á aðra fyrir stöðuveitingar og komm- únistaflokkurinn, og sérstaklega hefir af hans hálfu verið hart deilt á Alþýðuflokkinn, sem hann telur vera sinn erki óvin. Vegna gamall- ar og nýrrar vandlætingar rússa- dindlanna í þessu efhi, skyldu menn œtla, að þegar þeir hafa sjálf- ir aðstöðu til stöðuveitinga, þá veiti þeir þær eingöngu eftir verðleik- um, án tiJlits til flokkssjónarrhiða. En þessu er á annan veg farið, og er skemmst að minnast þess, þegar BrynjóJfur Bjarnason var kennslu- málaráðherra og tilnefndi flokks- menn sína eða handbendi í for- mannstöður í flestum skólanefnd- um landsins og lét kommúnista sitja fyrir kennarastöðum. Nærtæk eru líka dæmin hér í bæ. Ágætlega starfhæfum manni var vikið úr stöðu á hæjarskrifstofunni, til að koma kommúnista þar að. Sjálf- stæðismaðurinn Haraldur Leósson varð að víkja úr bókavarðarstöð- unni fyrir Halldóri frá Gjögri, og loks voru Sjálfslæðismenn látnir tvísvíkja Ólaf Guðjónsson um hafn- arvarðarstöðuna, til að koma skjól- stæðing kommanna í hana. Fyrir undanlátssemi sína við kommúnista í stöðuveitingum hafa íhaldsmenn unpskorið fullt og óskorað vald yf- ir úrslitaatkvæðinu í bæjarsljórn í öllum öðrum málum. Þeir af kjós- endum kommúnista, sem hafa fylgt þeirn af því, að þeir álitu, að þeir væru á móti íhaldinu, hafa því ver- ið sárlega blekktir, og munu varla láta glepjast öðru sinni. Húsvilltar flokksverur. Það, sem bendir í þá átt, að nú eigi einnig að veita kommunum húsnæði fyrir dyggja þjónustu við íhaldið, eru skrif Baldurs í tveim síðustu tölublöðum hans, um Fjarð- arstrætishúsið og raunar hefir ör- lað á þessu fyrr. Það er vitað, að ungir kommúnistar, nýfluttir í bæ- inn, eru í húsnæðisvandræðum, og það er í sjálfu sér ekki tiltökumál, þótt þessir menn reyni að ráða fram úr þeim vandræðum sínum á einhvern hátt. En er það ekki nokk uð langt gengið, jafnvel af harðs- víruðum flokksverum, að ætla sér að nota aðstöðu sina í flokknum til að troða sér inn í þær ibúðir, sem ¦— eins og Baldur segir — „skiilu IfiigSar þeim, er i heilsuspillandi ibúSum búa," og þar sem þeir skulu ganga fyrir ,,sem búa vi® lakasl húswefii og erfiSaslar heimilis- ástæður. Það er vitað um kommapiltana, að þeir hafa litlar fjölskyldur, og búa þrátt fyrir húsnæðisvandræði sín ekki í heilsuspillandi húsnæði. Aftur á móli eru fjölskyhlur flestra þeirra, sem búa í lökustu húsnæði hér í bæ, og hafa hug á að komast í Fjarðarstrætisbygginguna, rajög stórar, eða 5—11 manns. Flokksverurnar eru þessvegna að aðhafasl nokkuð, sem á prestamáli mundi vera kallað að slátra lambi fátæka mannsins. Heilræði f yrir kommúnista. Út frá því sjónarmiði, að enguin sé alls varnað, vill Skutull benda hinum húsvilltu flokksverum á eft- irfarandi: Blað þeirra, Baldur, fer villur vegar, þegar það telur, að Byggingasjóður verkamannabústaða hafi mikil fjárráð, af því að bærinn hafi að undanförnu greitt stórar fúlgur til sjóðsins. Þessar fúlgur eru ógreiddar, og gengur þar af leiðandi erfiðlega að fá framlög úr ríkissjóði á móti. Reynið þess- vegna, piltar góðir, að sjá svo um, að úrslitaatkvæði flokks ykkar í bæjarstjórn verði notað til að tryggja það, að bærinn greiði van- goldin framl. til Byggingasjóðs verkamannabústaða fyrir s.l. 2 ár, en sú upphæð mun nema um 110 þús- undum króna. Látið ennfremur greiða framlag þessa árs hið fyrsta, en það mun eiga að vera um 55 þúsund krónur. Mætti þá vel svo fara að Bygg- ingafélag verkamanna á- Isafirði, undir formennsku Jóns Guðjóns- sonar, yrði þess umkomið að hefja byggingu allt að 12 íbúða, og við það muridi ástandið í húsnæðismál- um bæjarins e.t.v. batna svo mjög, að hæstvirtar flokksverur gætu sparað sér að slátra lambi fátæk- asta mannsins. Vilji viðkomandi taka þetta heil- ræði til athugunar og framkvæma það, þá mun ekki standa á bæjar- fulltrúum Alþýðuflokksins, að hafa samvinnu við úrslitaatkvæðið í bæjarstjórn um að úthluta Fjarðar- strætisíbúðunum lögum samkvæmt, hvað sem „eigin vilja" íhaldsins líður. Með þessu móti geta umræddir I Sigurður Sigurðsson kennari. Ég var drengur um fermingu, þegar þau tíðindi spurðust norður á Strandir, að kominn væri nýr kennari að Látrum í Aðalvík. Vita- skuld var það engin nýlunda, að kennaraskipti yrðu við þann skóla, en fréttir af þessum nýja manni voru óvenjulegar og urðu til þess að sveipa hann nokkrum ævintýra- blæ í imyndun minni og einnig þeirra, sem eldri voru og hlustuðu á fréltirnar. Hinn nýi kennari var sagður margfróður og kunnáttusamur. Hann talaði og skrifaði erlendar tungur af leikni og kunnáltu og hafði vald á mörgum erlendum málum, sem ekki var vitað að aðrir kynnu en þeir, sem allra lærðastir voru. Á Látrum hóf hann þegar að kenna ungu fólki enska tungu og bárust fregnir af, hversu fljótt hon- um tækist að ná góðum árangri. Þá var þessi nýi kennari sagður söngv- i'nn vel. Hann spilaði á hljóðfæri og kenndi söng og í öllu var hann sagður hinn bezti kennari. í sögum verða hæfileikamenn títt fyrir þungbærri reynslu og svo ber einnig við í lífinu sjálfu. Það var sagt um kennarann að Látrum að ungur að aldri hefði hann verið sleginn miskunnarlausum sjúk- dómi, sem yfirgaf hann ekki, fyrr en hann var orðinn bæklaður mað- ur. Þau voru örlög hans. Þessi nýi kennari hét Sigurður Sigurðsson, en hann heyrðist sjald- an nefndur því hversdagslega nafni. Hann var nær alltaf kallaður Súddi. Og það var eins og það óvenjulega nafn yrði í einhverri einkennilegri samhljóðan við hinn sérstæða mann. Sigurður Sigurðsson, / kennari fæddist á ísafirði 7. marz 1889. Foreldrar hans voru Sigurður Guð- mundsson, kaupmaður og kona hans Guðbjörg Ólafsdóttir. Sigurð- ur Guðmundsson rak verzlun í mörg ár á Isafirði og mun hafa verið traustur og gætinn og farnað- Framhald á 3. síðu. Helzlu fréttir erlendis frá upp á síðkastið eru þær, að Rússar afléttu samgöngubanninu við Berlín fyrir hálfum mánuði síðan, og þótti þá mörgum friðarhorfur hafa breytzt til hins betra, og var talið, að stofn- un Atlantskafsbandalagsins hafi orðið þess valdandi, að Rússar end- urskoðuðu afstöðu sína í þessu máli. Lausn deilunnar þýddi svo það, að slórveldin 4 gátu hafið við- ræður um Þýzkalandsmálin í heild, og standa þær viðræður nú yfir i París. Aður en fundur utan- ríkismálaráðherranna hófst, létu vesturveldin sérstaka fulltrúa und- irbúa fundinn til þess að samræma sjónarmið sín, og ákveða stefnuna gagnvart hinum ágengu Rússum. Gert er ráð fyrir, að á þessari Parísarráðstefnu verði rætt um sameiningu alls Þýzkalands, en ný- lega hefir verið stofnað vestur- þýzkt lýðveldi á hernámssvæðum kommúnistar áreiðanlega gert flokki sínum mest gagn. Hverfi þeir hinsvegar ekki að þessu ráði, láta þeir flokk sinn þar með fremja pólitískt sjálfsmorð fyrir sérhags- muni þeirra. Hvorn kostinn velja piltarnir? Ætla þeir að gefa flokki sínum líf? vesturveldanna, og var stjórnlaga- þing þess haldið í borginni Bonn. Sögulegt verkfall. Járnbrautarstarfsmenn í Þýzka- landi voru búnir að boða, að þeir mundu hefja verkfall til þess að fá kjör sín bætt, um leið og starf- ræksla járnbrautanna hæfist á ný. Þetta verkfall stendur nú yfir, og hefur vakið geypi mikla athygli, ekki sízt vegna þess, að Rússar hafa beitt vopnaðri lögreglu gegn verk- fallsmönnum, og þýzkir kommún- istar hafa tekið virka afstöðu gegn landsmönnum sínum í deilunni. Aðalkrafa járnbrautarstarfsmanna er sú, að þeir fái kaup sitt greitt í vesturmörkum, því gjaldmiðillinn á hernámssvæði Rússa hefir fallið mjög í verði. Framkoma Rússa i þessu verk- falli talar skýru máli um tvennt: 1 fyrsta lagi sannar hún ótvírætt, að þeir einskisvirða verkfallsréttinn, enda eru verkföll ekki leyfð í Rúss- landi, og ef reynt yrði að stofna til kaupdeilna og verkfalla þar, mundi allt slikt barið niður með voþna- valdi. 1 öðru lagi sannar hún, hvernig þeir nota handbendi sín í kommúnistaflokkum annarra landa til þess að berja á samlöndum sín- um, sem eiga í kaupdeilum við drottinn allsherjar, Rússann. — Það sem þarna er að ske þessa dagana, getur skeð hvar sem er í heimin- um, þar sem Rússar hafa útibú.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.