Skutull

Árgangur

Skutull - 27.05.1949, Blaðsíða 3

Skutull - 27.05.1949, Blaðsíða 3
S K U T U L L 3 Sigurðxor Sigurðsson Framhald af 1. síðu. ist lengi vel, þótt að lokum skyllu yfir þær öldur, sem ekki var við ráðið. Sigurður Sigurðsson ólst upp hjá foreidrum sínum á Isafirði. Á barnsaldri er liann sagður hafa ver- ið bráðþroska, fjormikill til leikja og líklegur til að ná líkainlegu at- gerfi. En skyndilega þyrmdi yfir. Barn að aldri varð hann fyrir lang- varandi og þjáningafullum sjúlc- dómi, sem.hann yfirbugaði að lok- um bæklaður maður með veikburða líkama. Slík áföll verða mörgum að meira eða minna sálartjóni. Hætt er við, að menn fyllist beiskri lífs- gremju og minnimáttarkennd, sem gerir lífið að þrotlausum ömur- Jeika, fullu af ókindum og fjand- skap gegn þeim sjálfum. En svo fór ekki fyrir Sigurði. Einn mesti sigur hans i lífinu mun liafa verið sá, að honum tókst að liefja andann yfir ólán sitt. Óefað hefur það kost- að langa baráttu — og ef til vill einhver misstigin spor, sem annars liefðu ekki verið gengin. En honum tókst að öðlast þá lífssýn, sem horfði yfir l)öl hans. Hann var já- kvæður í lífsviðhorfum sínum — unni lífinu og gróanda þess og var andstæðingur alls þess, er hnekkti þá þróun, er ménnirnir biðu eftir. Hann var einlægur lýðræðissinni unni jafnræði og frelsi mannanna — var prúð.menni í umgengni og hvers manns hugljúfi. Sigurður Sigurðsson gekk ungur í Flensborg- arskólann og síðan í kennaraskól- ann og útslcrifaðist þaðan 1910. Að loknu kennaraprófi fékkst hann ýmist við kennslu eða verzlunar- störf. Hann mun snemma hafa ver- ið hneigður til tungumálanáms og auk þess rýninn á margar nýung- ar samtíðarinnar. Tungumálaþekk- ing hans og leikni varð óvenjuleg. Hann hafði fullt vald á Norður- landainálunum og auk þess ensku, þýzku og frönsku og mun hafa lært nokkuð í fleiri rómönskum máhim. Nær alltaf var hann að kenna ein- hverjum tungumál, og margir leit- uðu til hans um þýðingar og hréfa- skriftir á erlenduin ínálum. Leysti Jiann það allt af þendi af sérstakri kunnáttu og færni. Á síðustu árum cyddi Sigurður oft tómstundum sínum til þess að Jilusta á erlendar útvarpsstöðvar og naut þar lil málakunnáttu sinnar. Hann varð sérlega vel að sér um gang heimsmálanna og gat þar frá mörgu sagt. Á stríðsárunum kunni hann oft frá merkum tíðindum að segja, áður en íslenzka útvarpið flutti þau. Sigurður Sigurðsson fór oft utan og tíðast til þess að kynna sér ný- ungar í kennslumálum, enda fór svo, að kennslan varð lians aðal- starf. Það er athyglisvert, að hann velur sér það starfssvið, en ekki verzlun og viðskipti, sem hann liafði mikil kynni af og næga þekk- ingu á, til þess að stunda. Viðskipti / og verzlun hafa þó liossað mörgum hátt — jafnvel óverðugum til auðs og þeirrar tímanlegu velgengni, sem vissum þorra manna og ekki sízt hégómlegum glysbarónum þyk- ir mest í varið, án þess, að þeir geri sér grein fyrir á livaða grund- velli upphafningin stendur. En í staðinn fyrir fyrirheit viðskipt- anna kaus Sigurður sér kennara- stöðu — illa launað starf -— lílils- virt og vanþakklátt og auk þess kröfuhart um starfsorku eigi nokk- ur að endast í því svo áratugum skipti. Hann hóf snemma að kenna — börnum og fullorðnum — var kennari á Isafirði — norður í Aðal- vík — í Arnardal og Skutulsfirði og loks fastur kenna.ri við barna- skóíánn á Ísafirði frá 1930. Lengst af nægði honum ekki að kenna hinn ákveðna starfsdag. Vetur eftir vetur varð hann að taka að sér aukakennslu, oft marga tíma á dag, til þess að afla sér og sínum ein- földustu nauðþurfta. Á sumrin fékkst hann framan af við ýmis störf. Og það mátti undrum sæta, hvað þrek hans og seigla entist lengi. Það hefur verið vikið að því áður, að Sigurður dvaldist oft er- lendis lil þess að kynna sér ýmsar greinar kennslumála. Sótti hann oflast til Norðurlanda og Englands. En um 1930 fór hann til Þýzka- lands, lil jiess að kynnast þar lestrarkennslu yngri barna. Stóðu Þjóðverjar þá mjög framarlega í þeirri kennslu. Eftir heimkomuna sneri Sigurður sér aðallega að kennslu yngri barna — bjó sér til kerfi í lestrarkennslu á grundvelli þess, sem hann liafði lært, og sneið það fyrir íslenzk börn. liann hélt námsskeið með kennurum og kenndi þeirn aðferðir sínar. Og allt frá því var hann síliugsandi uin þessi mál. Ég liygg að kerfi hans í lestrarkennslu hafi verið eitt það bezta, sem við höfum eignast á því sviði, en hann hafði vart, nógu góð- ar aðstæður til þess að fylgja því nægilega fast eftir, þegar fram liðu stundir. Heilsu hans tók að hnigna líkamskraftar entust lionum ekki til jafns við andlegan áhuga lians. Seinustu árin liygg ég, að hann hafi oft gengið sár lasinn til starfs og einungis ákveðinn vilji til þess að starfa ineðan sTætt var, hafi haldið honum uppi. Sigurður Sigurðsson kvæntist 1922 Hildi Matthíasdóttur. Þau eignuðust sjö börn, sein öll eru á lífi og eru tvö þeirra enn innan fermingu. Fjölskyldan varð stór og framfærslan erfið láglaunuðum, héilsuveilum kennara, sem ekki gat lengur lagt á sig mikil aukastörf. Veikindi herjuðu á, en a)lt blessað- ist. Og enginn skyldi hafa heyrt Iiusbóndann kvarta. Með þeirri ró sem sá einn öðlast, er sigrast hefur á miklu mótlæti, lók hann öllum erfiðleikum. Og þrátt fyrir erfið- leikana var heimilislífið farsælt. Hjónabandið var ástúðlegt, og munu fá hjón liafa deilt kjörum af meiri trúskap og innileik, en Hild- ur og Sigurður. Framan áð síðastliðnum vetri dvaldist Sigurður lil rannsóknar á Landspítalanum í Reykjavík. Hann kom heim aftur, með góða batavon. En í byrjun maímánaðar veiktist hann skyndilega og var fluttur eft- ir nokkra daga í sjúkrahúsið hér á ísafirði. Þar andaðist hann hinn 6. maí Sigurður Sigurðsson var ungur að aldri sleginn þungum álögum, sem hann sigraði, eftir því sem mennsk- um manni var fært. Hann var mikill hæfileikamaður, naut þeirra sjálf- ur til líknar í mótlæti og tókst einn- ig að láta aðra njóta þeirra eins og fremst var hægt undir þeim ör- lögum, sem hann lifði. Við hóf- sama glaðværð hans, lipurð í um- gengni, heilbrigð lífsviðhorf og ó- venjulega fjölþætta þekkingu, gleymdu menn líkamsveikleika Skipakomur. Allmikið hefir verið hér um skipakomur undanfarna daga. Á uppstigningardag voru hér þessi skip: Isborg, sem var að koma úr söluferð frá Þýzkalandi, Speedwell, hollenzkt flutningaskip, sem losaði liér 160 tonn af salti, norskur línu- veiðari og færeyskir togbátar og einn togari færeyskur, er áður var í eigu Islendinga og hét þá Sindri, og loks dieseltogarinn Islendingur er setti hér á land 27 tonn af ís- fiski. Togarinn Haukanes kom hér í fyrrakvöld með fótbrotinn mann, sem lagður var hér á sjúkrahúsið. Vorhreinsun á öllum lóðum og lendum hér í Samræming kaupgjaldk- og kjarasamninga. Fulltrúar frá átta félögum á Vest- fjörðuni sátu, ásamt stjórn A.S.V., fund hér á Isafirði dagana 18.—21. maí s.l. Á fundinum var samið upp- kast að kaup- og kjarasamningum fyrir alla Vestfirði. Er upp- kastið hafði verið rætt og samþykkt var kosin þriggja manna samninga- nefnd lil samninga við atvinnurek- endur. 1 nefndina voru kosnir: Hannibal Valdimarsson, Isafirði, Sig. E. Rreiðfjörö, Þingeyri og Jó- hannes Gíslason, Patreksfirði, sem aðalmenn og til vara: Guðm. G. Kristjánsson, ísafirði, Gunnar Bjarnason, Isaf. og Helgi Björns- •son, Hnífsdal. t samningunum er farið fram á að grunnkaup verði svo sem hér segir: Kaup karla: Almenn vinna kr. 3,05, skipa- og steypuvinna kr. 3,15, kola- og sementsvinna o.s.frv. kr. 3,45, sorphreinsun kr. 4,15, vinna við ísun fiskjar i fisktöku- skipum kr. 4,90, alla tíma jafnt. Kaup kvenna og unglinga 14— 10 ára: Almenn vinna kr. 2,20, hreingerning og þvottar kr. 2,50. Kaup mánaðarmanna: Kr. 580,00 og kvenna kr. 420,00. Bifreiðastjór- ar, olíu- og afgreiðslumenn krónur 600,00 á mánuði. Eftirvinna greið- ist með 50% álagi og næturvinna með 100% álagi á dagvinnukaup í hverjum launaflokki. Kjaráákvæði samninganna eru einnig samræmd og tekin upp í heildarsamninganna eins og þau eru bezt í samningum hinna ein- stöku félaga. -------0 ----- Sundmót Í.B.Í. Ákveðið hefur verið að sundmót Í.B.Í. verði haldið dagana 9. og 10. lians — ef til vill stundum um of — En hann var .Súddi, sem gleymdist ekki þeim, er kynntust lioiium. Þórleifur Bjarnason. bæ, á að vera lokið hinn 4. júní n.k. samkv. aulýsingu heilbrigðisnefnd- ar. Útsvarsskráin var lögð fram í morgun. lítsvars- upphæðin er kr. 2 456 000,00 og gjaldendur 957 talsins. Þessa plaggs mun nánar getið í Skutli. Skaita- og úisvarsskrá fijrir áriS Í9Í9 kemur út á sunnudaginn og verð- ur þá seld á götum bæjarins. 1 skránni eru skráðar brúttó tekjur, skuldlaus eign, skattur, útsvar, stríðsgróðaskattur og tekjuskatts- viðauki. júní og kcppt verði í Sundhöll Isa- fjarðar. Keppt verður í eftirtöldum greinum: Stúllcur. 50 m. frjáls aðferð. 50 m. baksund. 100 m. bringusund. Drengir: 50 in. flugsund. 50 m. baksund 50 m. frjáls aðferð 100 m. bringusund. 4x33% m. boðsund frjáls aðferð. Karlar: 50 m. flugsund 100 m. baksund 200 m. bringusund 100 m. frjáls aðferð 3 X 100 m. þrísund. 4 X100 m. boðsund I 4 X100 m. boðsundi karla er keppt um bikar, sem gefinn var af Ólafi Guðmundssyni, forstjóra. Nú- verandi handhafi bikarsins er K.s. f. Vestri. Búast iná við mjög skemmtilegri keppni á sundmóti þessu. --------0-------- Fermingarbörn í ísafjarð- arkirkju sunnudaginn 29. maí 1949. Isafjörður: Ásgeir Rögnvaldur Helgason Brynjar Gunnarsson Iíinar Hjörtur Þorsteinsson Elías Gunnar Helgason Guðbjörn Kristmannsson Guðjón Gísli Ebbi Sigtryggsson Guðmundur Ágúst Kristjánsson Guðmundur Maríasson Kristján Guðbjörn Jónsson Óli Norðmann Olsen • Sigurður Jörundur Sigurðsson Svavar Gunnar Sigurðsson Vignir örn Jónsson Ástríður Kristín Arngrímsdóttir Betly Marzelíusdóttir Elsa Guðmundsdóttir Gróa Árnadóttir Guðlaug Brynja Guðjónsdóttir Hansína Ásborg Briet Jónsdóttir Jóhanna Ingibjörg Hermannsd. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Jónasína Þorey Guðnadóttir Sigrún Sigurgeirsdóttir.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.