Skutull

Volume

Skutull - 29.07.1949, Page 2

Skutull - 29.07.1949, Page 2
2 S K U T U L L Hátíðleg athöfn. S K U T U L L VIKUBLAÐ Útgefandi: Alþýðuflokkurinn á Isafirði Ábyrgðarmaður: Birgir Finnsson Neðstakaupstað, Isaf. — Sími 13 Afgreiðslumaður: GuSmundur Bjarnason Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202 Innheimtumaður: Haraldur Jónsson Þvergötu 3. Isafiröi. Reykjavík kvartar. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir nýlega látið birta í blöðum og út- varpi kvörtun yfir því, að ríkis- sjóður skuldi höfuðborginni nokkr- ar miljónir króna af framlögum til skólabygginga. Ekki skal það dregið í efa, að borgin eigi lagalegt tilkall til þess- ara peninga, og að ráðamenn henn- ar séu í fullum rétti sínum, að því leyti, við að rukka ríkissjóðinn með áróðursherferð í blöðum og út- varpi. En í þessu sambandi vaknar sú spurning, hvort réttmætt sé af löggjafanum, að greiða Reykjavík jafnháa styrki til skóla o.s.frv. og greiddir eru öðrum minni bæjum og sveitarfélögum. Mönnum finnsl við athugun á þessu dálítið undar- legt, að bæjarfélag, sem á einu ári skilar 10 miljónum króna í gróða af rekstri sínum, skuli ekki vera ein fært um að byggja sjálft sína skóla, án stuðnings frá ríkinu. Ressi skoðun, að höfuðborgin hljóti að geta verið sjálfbjarga með skólabyggingar sínar, og raunar fleira, sein ríkið styrkir nú , styðst einnig við þá staðreynd, að Reykja- vík hefir inargt, sem önnur bæjar- félög hafa ekki, og sem beinlínis og óbeinlínis er borið uppi af rík- inu og þjóðinni allri. Má þar til- nefna ýmsa skóla, svo sem liáskóla, meiintaskóla, sjómannaskóla, vél- stjóraskóla, kennaraskóla o.s.frv. Þessir skólar hafa áreiðanlega eflt bæjarfélagið Reykjavík til mikilla muna, svo mikilla, að ekki væri goðgá þótt höfuðborgin greiddi að fullu byggingarkostnað við skóla undir barna- unglinga- og hús- mæðrafræðslu. Reykjavík hefir að svo inörgu leyti sérstöðu nú orðið, að það virð ist vera hreinasta fásinna, að mæla hana á sama mælikvarða og minni sveitarfélög. Tökum t.d. fólksfjöldann, sem þar er samansafnaður. Hann gerir það að verkum, að bærinn á auð- velt með að afla sér tekna, enda mun lægsti útsvarsstigi á Iandinu vera notaður í Reykjavík, og samt fær bæjarfélagið í tekjuafgang á einu ári 10 miljónir króna. Svo eru t.d. sjúkrahúsin. Þau eru víðast hvar annarsstaðar baggi á bæjarfé- lögunum, en i Reykjavík eru þau rekin af ríkinu og öðrum aðilum. Þá eru það engin smáræðis fríð- indi, sem höfuðstaðurinn hefir af því, að vera aðsetur ríkisstjórnar- innar, og allra æðstu embættis- manna landsins, og aðsetur ýmsra sameignarfyrirtækja landsbúa, svo sem Eimskipafélagsins, Skipaút- gerðarinnar, Ríkisútvarpsins o.s. frv. Og siðast en ekki sízt skal liér minnst á þau hlunnindi, sem höf- uðborgin hefir af því að um hana Sunnudáginn 24. þ. in. var minnst 80 ára afmælis Holtskirkju í ön- undarfirði, og heimsótti kirkjuna við það tækifæri hópur Isfirðinga, sem flestir höfðu fermst að Holti. Færðu Isfirðingar þessir kirkjunni höfðinglega gjöf, og var hún aflieiit sóknarpresti að messu lokinni. Kirkjan var fagurlega skreytt í tilefni dagsins og sóknarprestur ls- firðinga, séra Sigurður Kristjáns- son, þjónaði fyrir altari við messu, en séréa Jón Ólafsson í Holti pre- dikaði. Að Hatíðamessu lokinni bauð sóknarnefnd staðarins kirkju- gestum til kaffidrykkju í samkomu- tjaldi á prestssetrinu, og sátu það hóf á annað hundrað manns. Meðan setið var undir borðum flutti séra Jón Ólafsson stór fróð- lega ræðu um sögu staðarins, og gat þess m.a., að í Ilolti mundi hafa verið kirkja frá því fyrst að farið var að reisa kirkjur liér á landi eftir kristnitökuna, og vissa væri fyrir því, að kirkja hafði verið á staðnum í a.m.k. 700 ár. Núverandi kirkja væri hinsvegar 80 ára göin- ul. Kristján Kristjánssop, hafnsögu- maður, hafði orð fyrir gestum, og fer ræða hans hér á eftir. Heiðraði sóknarprestur! — Sókn- arnefnd Holtskirkju! — Kæru fermingarbörii og aðrir gestir! Tildrög jiess, að við erum hér saman komin, allmörg fermingar- börn frá Holtskirkju frá ýmsum tímum, eru þau, að ég kom í heim- sókn á bernskustöðvarnar hér í önundarfirði og að Holti fyrir ná- lega tveimur árum síðan. - Flaug mér þá í hug að ná sambandi við samborgara mína á ísafirði, þá, sem fermdir væru frá Holtskirkju eins og ég, ef ske kynni að ein- hverjir þeirra vildu sýna henni ræktar vott í einhverri mynd eftir ]iví sem við kæmum okkur saman uni. — Varð það úr, að ég lireyfði þessari hugmynd við nokkra menn og fékk allstaðar ágætar undirtekt- ir. Kom okkur svo saman um að boða fermingarbörn Holtskirkju, þau, sem búsett væru í Isafjarðar- kaupstað, til sameiginlegs fundar. Var hann haldinn 24. okt. s. 1. í Al- þýðuhúsinu á Isafirði. Þar reifaði ég málið, og var síð- an ákveðið: 1 fyrsta lagi að safna saman fjárupphæð nokkurri, er verja skyldi til aðhlynningar og fer mest öll verzlun landsinanna, og vörum til annarra landshluta er umskipað í Reykjavíkurliöfn. Með hliðsjón af því, sem nú hefir verið talið, finnst oss að áður á- minnst kvörtun Reykjavíkurbæjar sé með öllu'ástæðulaus, og sá bær hafi síður en svo yfir neinu að kvarta. Meirihluti bæjarstjórnarinnar þar, Sjálfstæðismenn, vilja jafnan þakka sér allar framfarir í höfuð- borginni, en þróun málanna þar hefir mótast meira að undanförnu af sérstöðu borgarinnar, heldur en af stjórn eða framtaki Sjálfstæðis- flokksins, og með tilliti til þeirrar sérstöðu finnst oss að löggjafinn eigi ekki lengur að mæla Reykjavík á sama mælistokk og aðra lands- hluta. lagfæringar á fermingarkirkjunni okkar — Holtskirkju —. 1 öðru lagi var ákveðið á fundinum, að allir gefendur og gestir þeirra skyldu efna til kirkjuferðar að Holti, sumarið 1949, annan sunnu- dag eftir að bílfært yrði yfir Breiðadalsheiði. Var nefnd kosin á fundinum til að sjá um framkvæmd þessa, og skipuðu nefndina frúrnar Guðrún Guðmundsdóttir og Helga Margrét Jónsdóttir ásamt þeim Matthíasi Sveinssyni, Guðjóni E. Jónssyni og mér. Nú hefir það, sem nefndinni var falið, komizt í framkvæmd. Hópur fermingarbarna frá Holtskirkju kom yfir Breiðadalsheiði í dag. Og i gömlu kirkjunni okkar liöfum við nú hlýtt á liátíðlega guðsþjónustu- gjörð hjá sóknarprestinum, séra Jóni Ólafssyni. — Verður sú stund — og þessi dagur okkur áreiðan- lega björl og lilý minning, sem verður okkur kær, og við munum orna okkur við á ókomnum árum. Þá hefir mér verið falið að af- lienda presti og sóknarnefnd litla fjárupphæð kr. 11.200,00 frá ferm- ingarbörnum Holtskirkju búsettum í Isafjarðarkaupstað, sem örlítinn rrektarvott af okkar hendi. — Er það tilætlun okkar, að upphæð þess ari verði varið til aðhlynningar og fegrunar á kirkjunni eftir nán- ari ákvörðun prests og sóknar- nefndar. — Hefi ég þegar afhent sóknarprestinum skrá yfir nöfn gefendanna. Einn þeirra, sem skráður er með- al gefendanna er nú látinn. Það er Ingimar Bjarnason, fyrrum oddviti Eyrarhrepps. Hann var, eins og mörgum er kunnugt, önfirðingur — fæddur að Tannanesi og fermdur í Holtskirkju. Hann hafði ákveðið að taka þátt í þessari för, en lésl á síðastliðnu vori. Þar ineð mátti búast við, að hann kæmi ekki við framkvæmd þessa áforms. En þá var það, að nú fyrir nokkrum dög- um var mér aflient fjárupphæð frá lionum til Holtskirkju. Ber að liakka þá hugulsemi aðstandenda að sjá um, að þessum vilja hins látna sæmdarmanns yrði fullnægt. f sambandi við þetta rifjast upp fyrir mér, að við Ingimar Bjarna- son áttum sameiginlegar minningar af hafinu, sem við báðir leituðum til strax á unga aldri. Þá var hann skipstjóri á vélskipinu Ametu frá ísafirði og ég vélstjóri hjá honum. Lentum við þá í sjávarháska í vondu veðri vorið 1929 á leið til Færeyja. Var kominn upp alvarleg- ur leki á skipinu, og leit mjög illa út með það um tíma, að skútunni yrði haldið á floti. En stjórnand- inn var rór og traustur. Hinn ön- firzka skipstjóra brast ekki kjark- inn. Hann fól stýrimanninum skipstjórnarstörfin, og ég vélgæzl- una öðrum vélamanni, og síðan gengum við báðir að verki með liá- setum að dæla skipið og reyna að halda því á floti. Tókst það að lok- um, og náðum við til hafnar lieilu og höldnu i Færeyjum. Kjarkur Ingimars, orðheldni, festa og drengskapur vil ég vona að sé og verði ávallt einkenni ön- firðinga. —- Vil ég biðja viðstadda að votta hinu látna virðingu sína, með því að rísa úr sætum. — Kirkjan í Holti, þar sem ég er fermdur og flestir ferðafélagar mín ir, er talin vera 80 ára gömul á þessu sumri. Hún er því orðin gam- alt hús, sem þarf aðhlynningar og endurnýjunar við. Upphæðin okk- ar hrekkur þar skammt, það vitum við vel. En við vildum sýna lit og leggja fram okkar litla skerf full- viss þess, að þá létu aðrir, sem hér liafa lifað einhver merk timamót ævi sinnar, ekki á sér standa að sýna hinu aldna guðshúsi einn- ig hlýleika vott og ræktarsemi. Og þær upphæðir, sem hlýtt hugarþel hinna mörgu fermingarbarna frá Holti fyrr og síðar —- utan héraðs og innan getur í té látið, án þess að neinn fórni miklu eða taki of nærri sér — megnar áreiðanlega að gera kirkjuna okkar gömlu vistlega og vel útlítandi. — Vanræktar kirkjur eru allt of algeng sjón hér á landi — og síður en svo þjóðarsómi. Sóknarprestur og • sóknarnefnd. Við þökkum alúðlegar og ánægju- legar móttökur og samveru og biðj- um ykkur að taka viljann fyrir verkið, eins og oft er að orði kom- izt. — Biðjum ykkur að líla miklu fremur á hugarfar það, sein er að baki heimsókn okkar að Holti í dag, lieldur en á þá litlu fjárupp- hæð, sem við auruðum saman, sum- ir af litlum efnum. Megi biessun Guðs ávallt fylgja þeirri þjónustu, sem fram fer í kirkjunni okkar í Holti, þar sem við vorum tekin í kristinna manna tölu. Sóknarpresturinn þakkaði heim- sókn og gjöf Isfirðinga, og auk háns tóku til Máls: Kristján Jó- hannesson, hreppstjóri, Halldór Kristjánsson, ritstjóri, séra Sigurð- ur Kristjánsson og séra Eiríkur Eiríksson frá Núpi. Milli ræðanna var söngur og gleðskapur og fór hóf þetta mjög vel fram, enda gerði veðurblíðan þennan dag, sitl til að auka ánægju ferðafólksins. Undirbúningsnefnd f ar a ri n n ar hefir beðið blaðið að færa séra Jóni Ólafssyni, konu hans og sókiiarnefnd Holtssóknar, innilegar þakkir fyrir hinar ógleymanlegu inóttökur á hátið þessari. -------O ------ Ferðasaga. Um síðast liðna lielgi fóru 24 konur úr Kvenfélaginu Hlíf í ferða- lag suður á Akranes. Lagt var af stað héðan á laugar- dagsmorgun kl. 6 í lemjandi rign- ingu. Þegar komið var til Arn- gerðareyrar beið okkar bíll, er flytja átti okkur áfram. Ekið var sem leið liggur inn Langadal og upp Þorskafjarðarheiði, en óhemju rigning liafði verið um nóttina, svo vegurinn var mjög blautur, og þeg- ar fór að lialla niður af heiðinni sökk bíllinn í forarleðju og náðist ekki upp, hvernig sem reynt var. Var nú ekki íum annað að gera, en að halda áfram gang- andi til næsta bæjar, og reyna þar að fá hjálp til að losa bílinn. Sem betur fór, var ekki meira en klukku tíma gangur niður að Kollabúðum, þar sem okkur var tekið ineð opn- uin örmum, og jarðýta þegar send af slað, lil að losa bílinn. Er við höfðum þegið veitingar og annan beina, kom bíllinn brunandi, og var nú ekki til setunnar boðið, en ferðinni haldið áfram um Bjarkar- lund og suður að Hreðavatnsskála,

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.