Skutull

Árgangur

Skutull - 29.07.1949, Blaðsíða 3

Skutull - 29.07.1949, Blaðsíða 3
S K U T U L L 3 þar sem Vigfús vert, bauð okkur allar hjartanlega velkomnar. Var þar síðan drukkið kaffi, og til Akraness koinum við um kl. 11 um kvöldið. Þegar þangað koin, vorum við all- ar drifnar heim til frú Sigríðar Guð mundsdóttur, þar sem hún og dœt- 'ur liennar veittu okkur af mikilli rausn, enda eru þær gamlar Hlífar- konur héðan að vestan. Hafði þeim þá um kvöldið borizt skeyti frá frá Ingigerði Sigurðardóttur, Reykjavík, um að hún og 9 aðrar fyrverandi Hlífarkonur þaðan, mundu koma um hádegi næsta dag til Akraness, til að hitta okkur vesl- ankonurnar. Á sunnudagsmorgun var svo kaupstaðurinn skoðaður, en um há- degið komu sunnankonurnar, og mikill var sá fagnaðarfundur, er við hittum aftur okkar gömlu góðu samherja, sem lögðu á sig erfiði ferðalagsins, aðeins til að hitta okk- ur, og til þess enn á ný að treysta félags- og vináttuböndin. Var síðan sameiginlega snæddur hádegisverður á Hótel Akranes, og er liví var lokið komu nokkrar kon- ur úr Kvenfélagi Akraness og huðu okkur að sýna okkur allt hið inark- verðasta í kaupstaðnum, svo sem Sjúkraliúsið, sem er í smíðum, Sundhöllina og kirkjuna, sem á hinn forkunnar fagra hökul og alt- arisklæði. Er þessu lauk, bauð Kvenfélag Akraness okkur í veizlu á Hótel Báran, þar sem saman voru komnar milli 60 og 70 konur. Þarna sátum við í dýrlegum fagnaði, þar sem fluttar voru ræður og sungið, og skemmtu allir sér yndislega, enda allar í sólskinsskapi. Er þessu liófi lauk, var setzt inn í híla og ekið að Reykholti í ágætu veðri. Fyrsti inaðurinn, sem við hittum þar, var Snorri gamli, sem virðulega bauð okkur allar velkomnar. Var okkur síðan sýndur staðurinn, sem stend- ur í yndislega fallegu umhverfi. Til Akraness komum við svo aft- ur seint um kvöldið, og kl. 10 næsta morgun skyldi lialdið heimleiðis. Heimferðin gekk síðan ágætlega, því veðrið var ágætt, og til Arn- gerðareyrar koraum við kl. 11 um kvöldið, þar sem Fagranesið beið okkar. En áður en lagt var af stað var okkur öllum boöið lieim á heim ili Halldórs bónda og Steinunnar konu hans, og veitt þar endurgjalds laust af mikilli rausn. Síðan var stigið um borð í skipið og lagt frá landi, og má ábyggilega með sanni segja, að Djúpið og miðnætursólin hafi sjaldan skartað fegurri klæð- um, en einmitt þessa nótt. Heim til ísafjarðar komum við svo kl. 3 um nóttina allar ánægðar yfir því, að hafa kannað og komið á áður ó- kunna staði, og með ógleymanlegar endurminningar um þá miklu gest- risni og þann hlýhug, sem við mættum alls staðar. Að lokum, þakka ég svo öllum konunum hér og fyrir sunnan, sem þátt tóku í þessu ferðalagi, fyrir ógleymanlegar samverustundir. Einnig vil ég, fyrir hönd félagsins, þakka öllum, sem greiddu för okk- ar á einn eða annan hátt, og kven- félagskonurnar frá Akranesi bjóð- um við lijartanlega velkomnar liing að á Isafjörð, hvenær sem þær fá tækifæri lil að heimsækja okkur hingað. Isafirði, í júlí 1949. Unnur Gísladóltir. Svo segja hii\ blödiii. Menn gera nú yfirleitt ráð fyrir kosningum í haust, og flokkarnir eru farnir fyrir nokkru að ákveða frambjóðendur sína í einstökum kjördæmum. Framsókn og Sjálf- stæðisflokkurinn keppast við að lialda halelúja-samkomur með trúð- um og töfrainönnum, og blöð stjórnarflokkanna hafa hafið inn- byrðis deilur. Blað Alþýðuflokksins á Siglufirði, Neisti, ræðir þetta við- liorf þ. 22. þ. m. og segir svo m. a.: ,,Já sennilega verða kosningar í haust. Alþýðuflokkurinn mun ganga ótrauður til kosniuganna. Miklar líkur eru til þess, að við þær kosningar geti flokkurinn auk- ið fylgi sitt að mun. Er það fyrst að nefna, að launþegar og verka- menn skilja það í vaxandi mæli, að þátttaka Alþýðuflokksins í núver- andi ríkisstjórn, hefur varið þá liingað til fyrir gengislækkun borg- araflokkanna. Ennfremur er það staðreynd, að Alþýðuflokkurinn hefur komið í veg fyrir, að vísital- an yrði bundin við 280 eða 250 stig eins og forvígismenn borgaraflokk- anna hafa krafizt. f öðru lagi er ár- angur af ýmsum félagslegum um- bótum, sem flokkurinn hefur beitt sér fyrir, sífellt að koma betur og betur í ljós og skýrast fyrir fólki. í þriðja lagi er sól kommúnista tek- in verulega að lækka á lofti liér á landi, svo að frjálslyndir menn láta nú síður blekkjast til fylgis við þá. Loks eru stefnumál Alþýðu- flokksins miklu gleggri en annarra flokka, og fólki því auðveldara að átta sig á, hvað það er að velja, þar sem Alþýðuflokkurinn er.“ Það er áreiðanlegt, að á þeim tímum sem í liönd fara, mun al- þýðu landsins ekki veita af að eiga traustan málsvara á þingi, til að komið verði í veg fyrir skerðingu þeirra kjara- og réttarbóta, sem vinnandi fólk liefir fengið á seinni tímum, og þennan málsvara á al- þýðan í Alþýðuflokknum. Formaður Sjálfstæðisflokksins, ólafur Thors, keppist nú við að af- neita fyrri vinum sínum, komm- únistum, á halelúja-samkomum úti um land, en þessar yfirlýsingar hans eru tæplega takandi alvarleg- ar, að því er blöðum hinna flokk- anna finnst, og minna þau í því sambandi á samstarf íhalds og komma hér á ísafirði. Tíminn seg- ir: „Er ekki eitthvað hogið við þá kjósendur, sem gera sér að góðu, að lesa í Morgunblaðinu á hverjum morgni lýsingu á skaðsemi og svik- um kommúnista en gleyma því, að flestar greinar þessar eru skrifaðar af Sigurði frá Vigur, sem liggur i faðmlögum við kommúnista á Isa- firði til þess að halda meirihlutan- um þar. — Þetta eru heilindi! En fólkið í vissum flokki virðist þann- ig lagað, að það gerir sér þetta víst að góðu!“ Alþýðublaðið hefir íhaldið grun- að uin makk við kommúnista í verkalýðshreyfingunni, og byggir þar á reynslunni frá fyrri tíma. Það segir: „Sjálfstæðisflokkurinn ber á- byrgð á því, að kommúnistar kom- ust til valda í Alþýðusambandi Is- lands á sínum tíma. Hann hefir reynt að bæta nokkuð fyrir þá yfir- sjón, en margt bendir lil þess, að vissir aðilar hans líti enn hina fyrri Verzliinarmannahelgin. Mánudag n.k. er frídagur verzl- unarmanna, og verður því búðum bæjarins lokað frá kl. 12 á hádegi á morgun þar til á þriðjudag. Ekki er vitað um hátíðahöld verzlunar- manna hér í bæ, enda munu marg- ir að vanda nota helgina til ferða- laga. Samkomuhús Þingeyrar hef- ir auglýst skemmtanir á morgun og á sunnudag. Súgfirðingar hafa einn- ig hátíðahöld um helgina og verður dansað þar bæði kvöldin ásamt íþróttakeppni við Bolvíkinga á sunnudag og fleiru. Má gera ráð fyrir að skemmtanir þessar verði fjölsóltar víðsvegar af Vestfjörðum. Sextugsafmæli. Bjarni Sigurðsson bóndi og sýslu- nefndarmaður í Vigur varð sextug- ur 24. þ.m. Björn Björnsson, verkstjóri hjá Smátt og stórt. S. L S. kaupir skip. Samband íslenzkra samvinnufé- laga ráðgerir að kaupa 1000 smá- lesta kæliskip áf sænsku skipa- smíðastöðinni A. B. Oskarsliamns Varv. Á það að rista 14 fet fullhlað- ið, og því er ætlað að komast inn á flest allar smærri hafnir landsins, þar sein S. I. S hefir hraðfrystihús. Skipið á að smíðast samkvæmt ströngustu kröfum Lloyd’s og á farmrými að vera 65 000 tenings- fet innan einangrunar, lengd milli stafna 234 fel, breidd 37 fet og 6 þumlungar, og dýpt frá neðra þil- fari 14 fet. Skipið á að geta haldið 20° frosti í 30° C lofthita. Ganghraði þess verður 13 mílur á klst. með full- fermi. S. 1. S. hefir nú frystihús á 34 stöðum á landinu, og hefir því brýna þörf fyrir slíkt skip. Einnig mundi skipið flytja vörur beint frá útlöndum til smærri hafna, og að því mundi mikill sparnaður fyrir neytendur í kaupfélögunum. Kaupin á þessu skipi eru þó háð því, að nauðsynleg leyfi fáist fyrir sniíði þess hér heima og í Svíþjóð. samherja innan verkalýðshreyfing- arinnar hýru auga. Morgunblaðið þarf að gera það upp við sig, hvort Sjálfstæðisflokkurinn kýs að reyna að koma á innan verkalýðslireyf- ingarinnar sams konar bandalagi við kommúnista og höfundur for- ustugreinar þess í gær stofnaði til í bæjarstjórn Isafjarðar eftir síðustu kosningar. Tækist það, yrði verka- lýðshreyfingin á ný flokkspólitískt verkfæri í höndum kommúnista, og Alþýðusamband' lslands myndi skipa sér í fylkingu með Rússum og leppríkjum þeirra í hinu konnn- únistíska alþjóðasamhandi verka- lýðsfélaganna.“ Kaupfélagi Ísfirðinga, varð sextug- ur 7. þ.m. Skipakomur. Goðafoss lagðist hér að bryggju í morgun og tók nokkra pakka af saltfiski. Skipið var á suðurleið. Lagarfoss hinn nýji er væntanlegur hingað á mánudag á norðurleið. Skjaldreið kom hér við á suður- leið s.l. miðvikudag og þann 31. þ. m. er Herðubreið væntanleg að sunnan. TíSarfar liefir verið óstöðugt þessa viku, oftast norðan eða norðaustan kaldi og skýjað. Nokkuð hefir rignt. Samskonar veðrátta hefir verið við Norðurland, og síldveiðiskipin því lítt getað athafnað sig við veið- arnar. Útvarpsstjórar i Reykjavik. Nýlega komu útvarpsstjórar Norð- urlanda í heimsókn til landsins í hoði íslenzka ríkisútvarpsins. Jón- as Þorbergsson, útvarpsstjóri, tók á móli jieim og ferðaðist með þeim um landið, m.a. til Norðurfandsins. Breiar í heimsókn. Fyrir skömmu kornu tveir brezk- ir þingmenn í heiinsókn til lands- ins í hoði Alþingis. Annar þeirra, Sir Herbert Neven Spence, er þing- maður skozku eyjanna og Kataness, en hinn, Mr. Jolin Andersen, er þingmaður fyrir Motherwell í Lanarkshire. Forsetar Alþingis önnuðust móttökur þessara gesta, og m.a. fóru þeir í ferðalag til Mý- vatns. Þeir töluðu í útvarp áður en þeir liéldu heimleiðis, og létu mjög vel yfir för sinni. BúiS aS selja. Gjaldeyrir sá, sem ætlaður var til ferðalaga, hefir nú allur verið seld- ur, og leyfisveitingar fyrir ferða- gjaldeyri liafa verið stöðvaðar. Ferðapeningarnir voru 3,5 milj. króna og í leyfisgjald voru reikn- uð 75%, þannig að ríkið hefir haft af þessu 2,6 miljónir í tekjur. Leiðrétting. Ólafur Magnússon hefir beðið blaðið að leiðrétta í frásögn um söngför Sunnukórsins í síðasta blaði, að það var ekki Hólasókn, sem kórinn afhenti kr. 1000,00, að gjöf, heldur Hálssókn og þar er ekki fæðingarstaður Jónasar Hall- grímssonar, heldur Jónasar Tómas- sonar, söngstjóra. Prentstofan Isrún h. t.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.