Skutull

Árgangur

Skutull - 16.09.1949, Blaðsíða 2

Skutull - 16.09.1949, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L SKUTULL VIKUBLAÐ Útgefandi: Alþýöuflokkurinn á Isafiröi Ábyrgðarmaður: Birgir Finnsson \ Neðstakaupstað, Isaf. — Sími 13 Afgreiðslumaður: GuVmundur Bjarnason Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202 Innheimtumaður: Haraldur Jónsson | Þvergölu 3. Isafirði. Á rafveiíumóíorinn að ganga í vatni? Svo sem kunnugt er hefur ver- ið keyptur 250 hestafla mótor til aukningar rafveitunni. Yfir þenn an mótor hefir Ragnari Bárðarsyni verið falið að byggja skúr, við end- ann á rafstöðvarhúsinu í Engidal. Ekki hefir þótt fært að hafa sama lag á viðbyggingu þessari eins og stöðvarhúsinu, heldur er þakið með skúralagi og stafn þess í stöll- um eins og skapið í Jóni Gauta. Byrjað var á byggingu þessari fyrir nær ári síðan svo ekki hefir verið lirapað að verkinu. Pó liefur þar illa til tekizt. Gólfið í nýbyggingunni er nokkru lægra en í stöðvarhúsinu og auk þess hefir gleymzt að þétta steypuna í því. Vatn kemur því upp um gólfið og ennfremur hrip- lekur þak hússins. Árangurinn af þessu skeytingar- leysi er nú kominn í ljós. Gróp í gólfinu, sem ætlað er fyrir smurn- ingsolíugeymi og loftþjöppu er fullt af vatni (50—70 cm.). Þar sem raf- alnum er ætlað að standa er einnig vatn í gólfinu og sama gegnir um gróp þá, sem rafleiðslunum er ætl- að að liggja í. Engu er líkara en sérfræðingar meirihluta rafveitustjórnar hafi haldið að mótorinn ásamt rafalnum ættu að ganga í vatni og að raf- leiðslur þyrftu einnig að geymast á sama hátt. Hvað þessi mistök kosta bæjarfé- lagið og hvernig úr þeim verður bætt er ekki enn unnt að segja. Sagt er að Jón Gauti hafi þegar léitað álits annars verkfræðings, Sigurðar Thoroddsen, og fengið hann hingað í flugvél. Hafi hann helzt ráðlagt að hafa vatnspumpur í gangi i stöðvarhúsinu nótt og dag. Þessa síðustu sögu telur Skutull ólíklega. Sagt er að Ragnar Bárðarson og Jón Gauti deili nú um heiðurinn af framkvæmd þessa verks eins og kongurinn og drottningin í sögunni af Grámanni í Garðshorni. En hvað sem því líður er ekki á betra von, þegar saman fer vand- virkni Ragnars Bárðarsonar, verks- vit Jóns Gauta og hið algera stjórn- leysi íhalds og komma stjórnarinn- ar í bæjarmálum kaupstaðarins. -------0-------- Síldaraflinn. Bræðslusíldaraflinn á öllu land- inu nam s.l. laugardag samtals 506 727 hektólítrum. Var í fyrra á sama tíma 447 718 hektólítrar. Síldarsöltunin var 57 688 tunn- ur, en í fyrra á sama tíma var búið að salta í 114 799 tunnur. Raforkan í þjónustu landbúnaðarins. Athuganir fara nú fram, á virkjunarmöguleikum í Norður-lsafjarðarsýslu, að tilhlutan Hannibals Valdi- marssonar. Eitt mesta nauðsynja- og fram- faramál landbúnaðarins er það, á hvern hátt er hægt að tryggja sveit- um landsins, á hagkvæman og sem ódýrastan veg, nægilega raforku, 'og skapa þar með aukna möguleika til betri afkomu sveitafólksins og létta því lífsbaráttuna með auknum möguleikum til hagnýtingu fjöl- breytari vinnuvéla. Um þessar mundir standa yf- ir, í Norður-lsafjarðarsýslu, mæl- ingar á fallhæð og vatnsmagni nokkra vatnsfalla og munu menn fylgjast með þeim mælingum af miklum áhuga. Þegar niðurstöður þessara mælinga Iiggja fyrir er hægt að ganga úr skugga um livort tiltækilegt sé að hefja vatnsvirkjan- ir á viðkomandi stöðum, eða hvort dieselrafstöðvar yrðu hagkvæmari. Til þess að lán fáist úr Raforku- málasjóði þurfa slíkar vatnsmælihg- ar að vera fyrir hendi. Ástæðan fyrir því að hafizt var handa um mælingu vatnsaflsins á þessum stöðum er sú, að 8. febrúar 1949 skrifaði Hannibal Valdimars- son, alþingismaður, atvinnumála- ráðherra (Bjarna Ásgeirssyni), sem fer með raforkumál, eftirfarandi bréf: „Það eru eindregin tilmæli min til yðar, hæstvirtur ráðherra, að sendur verði sérfróður maður til að athuga nokkrar ár í Norður-lsa- fjarðarsýslu með virkjun fyrir ein- staka sveitarbæi fyrir augum. (I sumum tilfelluin, fleiri bæi sam- an). Þætti mér það líkast því að sækja vatn yfir óna, ef komið væri upp dieselraf.stöðvum á þeiin sveit- arbæjum, þar sem ár eða vatnsmikl- ir lækir með góðri fallhæð renna um hlaðið eða við túnfótinn. Tel ég því mikla nauðsyn bera til, að virkj unarmöguleikar verði athugaðir og leiðbeiningar gefnar ura þá, áður en bændur á slíkum jörðum verja tugum þúsunda í dieselrafstöðvar, sem síðan brenna árlega gjaldeyri fyrir of fjár, veita stórum minna rekstursöryggi og verða miklu dýr- ari í rekstri, þegar til lengdar læt- ur. Þær ór; sem ég vil nú fá skoðað- ar, eru þessar: 1. Dvergasteinsá í Súðavíkur- hreppi m. tilliti til virkjunar fyrir Dvergstein og e.t.v. Hlíð- arbæi og Svarthamar. 2. Svarfhólsdalsá í sama hreppi m. tilliti til virkjunar fyrir jarðirnar Svarfhól og Seljaland. 3. Húsá i landareign Minni-Hat'tar- dals í Súðavíkurhreppi m. til- liti til virkjunar fyrir jarðirnar Meiri-Hattardal og Minni-Hatt- ardal. 4. Grjóldalsá, .Uppsalsá í sama hreppi með tilliti til virkjunar fyrir jarðirnar Eyri í Seyðis- firði og Uppsalir. 5. Valnsdalsá í sama hreppi m. til- liti til virkjunar fyrir jörðina Kleifar í Seyðisfirði (eða læk, sem rennur um túnið). 6. Kálfavíkurá í ögurhreppi m. til- liti lil virkjunar fyrir jörðina Kálfavík (Áin rennur um tún- ið). 7. Einarsfoss í Laugardalsá í ögur- hreppi m. tilliti til virkjunar fyrir jarðirnar- Strandsel og Hagakot. 8. Mýravá í Snæfjallahreppi m. til- liti til virkjunar fyrir jarðirnar • Unaösdal, Mýri, Lyngholt og e. I. v. Æðey. 9. Bæjará eSa Traöarlœkur m. til- liti til virkjunar fyrir jörðina Skjaldfönn í Nauteyrarhreppi. 10. Miðnuindagil m. tilliti til virkj- unar fyrir jörðina Laugaland í Nauteyrarhreppi. 11. Blœvardalsá m, tilliti til virkj- unar fyrir jörðina Hamar og e.t.v. Hallsstaði í Nauteyrar- hreppi. 12. Þverá í Nauteyrarhreppi m. til- liti til virkjunar fyrir jarðirn- ar Nauteyri og Rauðamýri í Nauteyrarhreppi — og e.t.v. skólasetrið Reykjanes. 13. Á, sem rennur um túnið í Gjörfi dal í Isafjarðarbotni, Nauteyr- arhreppi. Æskilegt væri, að athugun þessi gæti farið fram í vetur eða vor, og þætti mér vænt um, ef ég ætti þess kost að fylgjast með athugun þess- ari, og þá eigi síður ef ég gæti á einlivern hált greitt fyrir för þessa manns, sein verkið yrði falið“. Atvinnuinálaráðuneytið svaraði þessu bréfi Hannibals Valditnars- sonar ineð eftirfarandi bréfi, dag- settu 11. febrúar 1949: Ráðuneytið hefir í dag ritað raf- orkumálastjóra á þessa leið: „Jafnfraint þvi að ráðuneytið sendir yður, lierra raforkumála- stjóri, afrit af bréfi Hannibals Valdimarss., alþingismanns, dag- sett 8. þ.m., þar sem þess er farið á leit, að sendur verði sérfróður maður til að athuga nokkrar ár í Norður-lsafjarðarsýslu með virkjun fyrir einstaka sveitabæi fyrir aug- um, vill ráðuneytið fela yður að láta athuga virkjunaraðstæður á þessum slóðutn". Þetta tilkynnist yður, herra al- þingismaður, með skírskotum til bréfs yðar, dags. 8. þ.m. F. h. r. e. u. Þorv. K. Þorsteinsson. (sign) Ástæðan fyrir því að mælingarn- ar liófust ekki fyr á árinu er sú, að maður sá, sem mælingarnar hefur með höndum, hefir dvalið í sumar á Austfjörðum, við mælingar, á veg- um raforkuniálastjórnarinnar. En nú nýlega er hann kominn hingað vestur og byrjaður á verkinu. Frægt skáld. Þetta er mynd af hinum heims- þekkta jafnaðarmanni og rithöf- undi Upton Sinclair, en hann er enn eill umdéildasta og stórbrotn- asla skáld Bandaríkjanna. Upton Sinclair er ákafur tals- maður frelsis og friðar. Hann fordæmdi nýlega .einræðis- og ofbeldisstefnu rússneskra komin- únista, sein hann taldi að stefndi heimíifriðnuin og frelsi þjóðanna í hættu. --------O--------- Framboð Hannibals. Hannibal Valdimarsson, skóla- stjóri, verður i kjöri fýrir Aljjýðu- flokkinn í Norður-lsafjarðarsýslu við næstu Alþingiskosningar. Ilann ótti, sem kunnugt er, sæti á Alþingi . siðasta kjörtímabil sem landskjörinn þingmaður. En þar eð Norður-Isfirðingar skil uðu Hannibal inn á þing með at- kvæðum sínum í síðustu kosning- um, enda þótt hann næði þá ekki kosningu sem kjördæmakjörinn, hefur hann fyrst og fremst litið á sig sem þingmann Norður- Isfirð- inga. Kjósendur Hanriibals hafa heldur ekki orðið fyrir vonbrigðum. Flest- ir þeirra þekktu hann rcyndar áð- ur. Iiann var svo löngu orðinn kunnur hér vestra fyrir fógæta ó- sérplægni og ötula baráttú fyrir margvíslegum félags- og umbóta- málum. En þessi þriggja óra þingménnska Hannibals, hefur einnig sannfært aðra sýslubúa um það, að fjölmörg málefni sýslunnar hafa þar átt góð- an hauk i horni, enda þótt þeir hafi e.t.v. ekki gert sér það ljóst við kjörborðið í síðustu kosningum. Sá kjósandi mun nú heldur ekki vera lil í Norður-Isafjarðarsýslu, sern ekki viðurkennir störf Hanni- bals fyrir kjördæmið. Það er glöggt dæmi um fógælar vinsældir, og þess vegna mun Hannibal Valdimarsson ganga glað- ur og reifur til kosninga í Norður- ísafjarðarsýslu í liaust.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.