Skutull

Árgangur

Skutull - 16.09.1949, Blaðsíða 3

Skutull - 16.09.1949, Blaðsíða 3
S K U T U L L 3 Sjötug: Ketilríður Veturliðadóttir. Bæjarkeppni í frjálsum íþróttum milli Siglfirð- inga og fsfirðinga. Dagana 10. og 11. sept. s.l. fór fram liér á Isafirði keppni í frjáls- um íþi’óttum milli Siglfirðinga og lsfirðinga og sigruðu Isfirðingar með 11 320 stigum gegn 10 645 er Siglfirðingar hlutu. Þetta er í þriðja sinn sem slík keppni fer fram milli þessara að- ila og hafa Siglfirðingar borið sig- ur af hólmi þar til nú. Árangur keppninnar er góður og inega lsfirðingar vera mjög ánægð- ir með þann glæsilega árangur, sem ísfirzkir íþróttamenn náðu, en þeir settu m.a. fjögur ný Vestfjarðamet. Þau eru: I liástökki: Albert Karl Sanders 1,70 m. 1 kúluvarpi: Guð- mundur Hermannsson 13,78 m. 1 1500 m. hlaupi: Ingvar Jónasson á 4:31,2 mín. I 4x100 m. boðhl. á 47,9 sek. Sveitina skipuðu Ingvar og Gunnlaugur Jónassynir Haukur. Sigurðsson og Guðmundur Her- mannsson. Siglfirzku íþróttamennirnir voru niu talsins, ank fararstjórans, Þóris Konráðssonar. Bæjarstjórn lsa- fjarðar bauð gestum í ferðalag um nágrenni bæjarins og hélt þeim veizlu á sunnudaginn. Þar tóku til máls þessir menn: Sigurður Hall- dórsson, bæjarstjóri, Sverrir Guð- mundsson, Þórir Konráðsson, Al- bert Sanders, Daníel Sigmundsson og Bjarni Bachmann. Á mánudags- kvöldið 12. þ.m. hélt 1. B. 1. kvöld- vöku að Uppsölum og voru Siglfirð- ingarnir boðnir þangað. Þeir fórn flugleiðis heim á miðvikudag. w 100 metra hlaup: 1. Guðm. Hermannsson 1 11,4 sek. 2. Garðar Arason S 11,8 — 3. Gunnlaugur Jónasson 1 11,8 — 4. Skarphéðinn Guðm. S 12,1 — 400 me'Lra hlaup: 1. Ingvar Jónasson 1 54,4 sek. 2. Ilaukur Sigurðsson 1 56,8 — 3. Haukur Kristjánsson S 57,0 — 4. Jóhannes Egilsson S 59,3 — 1500 metra hlaup: 1. Ingvar Jónasson 1 4:31,2 mín. 2. Haukur Sigurðsson 1 4:32,9 — 3. Haukur Kristjánss. S 4:36,4 — 4. Skarph. Guðm. S 5:13,4 — 4 X100 metra boðhlaup: 1. Sveit Isfirðinga 47,9 sek. 2. Sveit Siglfirðinga 49,8 — 3. Helgi Sveinsson S 31,56 — 4. Alberl Ingibjartsson 1 29,52 — Listamaður heimsækir IsafjörS. Erling Blöndal Bengtson cellósnill- ingur hélt hljómleika siðastliðinn miðvikudag í Alþýðuhúsinu. Hljóm- leikarnir voru á vegum Tónlistar- félags Isafjarðar. Á efnisskrá voru tónverk eftir: Haydn, Beethoven, Brahms, Schu- bert og Sjostakovitsj. Listamanninum var mjög vel tek- ið af áheyrendum, sem klöppuðu honum óspart lof í lófa, og enn- frenuir bárust honum margir blómvendir. Dr. Urbantschitsch aðstoðaði. Sildveiöarnar. Laugardaginn 10. sept. s.l. varð ekkjan Ketilríður Veturliðadóttir, Hlíðarveg 33 hér í bæ 70 ára. Ketilríður er fædd liinn 10. sept. árið 1879 að Dynjanda í Grunna- vikurhreppi. Foreldrar * hennar voru Veturliði Vagnsson bóndi að Dynjanda, og kona hans, Margrét Magnúsdóttir. Átta ára gömul missti Ketilríður föður sinn, en hann drukknaði þá um veturinn í fiskiróðri hér við Djúp. Eftir missi föður síns fluttist Ketilríður með móður sinni að Nesi í sama hreppi, og dvaldi þar samfleytt í 17 ár, en þá fluttist hún að Hesteyri, þá 25 ára gömul. Nítj- án ára að aldri giftist Ketilríður, Guðmundi Theofílussyni, útvegs- bónda að Hesteyri. Mann sinn missti hún árið 1917, er hann drukknaði hér í Djúpinu, eins og faðir hennar. Þau hjónin eignuðust 9 börn, og komust átta þeirra til fullorðins ára, öll liin mannvænlegustu, og eru sjö enn á lífi. Auk barna sinna hefur Ketilríður alið upp tvö barna börn sín. Eftir lát manns síns bjó hún á- fram á Hesteyri ineð börnum sín- um, en þá voru fimm af þeim inn- an við fermingaraldur. Þá fyrst reyndi á hina óbreyttu alþýðulconu, þrek hennar og viljafestu. Þar stóð hún eín uppi, með stóran barnahóp við lítil eða engin efni. Fyrirvinnan var farin, sá er hún unni og treysti, og sem hún liyggði allar sínar fram tiðarvonir á. — Hann hafði lagt út á djúpið, til þess að sækja björg i bú, handa konu sinni og börnuin, en hann kom aldrei aftur úr þeirri ferð. Það hafði orðið hlutskipti lians, eins og svo inargra annara, sem leggja leið sína út á hinn sollna sæ, að gista hina volu gröf. Á þessum árum mun oft liafa verið ærið þröngl í búi hjá Ketil- ríði á Hesteyri, og lítið til þess að seðja með hina inörgu munna, sein leituðu hælis gegn kulda og hungri hjá móður sinni, en hún átti alltaf eitthvað lianda börnuin sínum. Hún var staðráðin í því að gefast ekki upp, heldur berjast og brjótast á- fram, og sigrast á erfiðleikunum í liinni hörðu lífsbaráttu. Nú þegar hún á þessum merku tímamólum æfi sinnar, lítur yfir farin veg, sér hún, að hún hefur ekki barizt til einskis, hún hefur sigrasl á öllum erfiðleikum, og er ánægð með hlutskipti sitt. Hún sagði við mig, sem þessar línur ritar, þegar ég heimsótti hana fyrir nokkrum dögum. — „Það hef- ur veriö mín mesta gæfa að eiga góð börn, já, svo góð börn“, sagði hún, og brosti þá sínu blíða og góðlátlega brosi, „að þau liafa alll viljað fyrir mig gera og helzt aldrei viljað frá mér fara“. Ketilríður Veturliðadóttir, er kona þétt á velli og þétt i lund. Hún ber sinn aldur vel, og er mér nær að halda, að hver sá, er hana sér, og eklci þekkir til, eigi bágt með að trúa því, að hún hafi lagt sjötíu ár að baki sér. Ilún er enn við góða heilsu og gengur að hverju starfi, sem ung væri. Ilún er síkát og glöð og er því hvers manns hugljúfi. I lilefni af þessum merka áfanga í lífi Kelil- ríðar, munu hinir fjölmörgu vinir hennar og ættingjar, senda henni sínar beztu árnaðaróskir, og vona að liennar megi enn um langan tíma njóta við, miðlándi öðrum af nægta brunni góðvildar sinnar og glaðværðar. Ketilríður býr nú að lieimili son- ar síns Guðmundar og tengdadóttur sinnar, Lilju Halldórsdóttur, Hlíð- arvegi 33 hér í bæ. Til Isafjarðar fluttist hún árið 1939 og hér hefur liún búið síðan. Ég sendi þér, Ketilriður, mínar hlýjustu kveðjur og heillaóskir í lil- efni af sjötugsafmælinu. Megi æfi- kvöld þitt verða jafn fagurt og bjart, eins og þú hefur til þess slofnað. Gunnar Bjarnason. -......O Kommúnisminn . . . Framhald af 1. síðu. Daglega heyrizt nú, í blöðum og útvarpi, um Titóisma í Kommún- islaflokknuin. Það er orðið skamm- aryrði eins og Trotskyisminn áður. Það er nafn á þeim mönnum, sein augun liafa opnast á, fyrir svikum kommúnismans rússneska. Það er nafn á þeim mönnum, sem neita að fylgja skilyrðislaust einræðisfyrir- skipunum frá Moskva og neita að meta að engu hag alþýðunnar og síns éigin lands, þegar hagsmunir Rússa og þeirra rekast á. Innan kommúnistaflokksins hér heima eru slór átök þessa dagana. Deilan stendur um hvort hagsmun- ir Rússlands eða hagur íslenzkrar alþýðu skuli sitja í fyrirrúmi. 1 heild er þessi sjálfstæðisbarátta vonlaus því innan flokksins hefir Rússadeildin meirihluta í miðstjórn lians og lætur kné fylgja kviði. Þeir sem ekki hlýða verða að víkja burtu. Hinn fyrsli var Hermann Guð- mundsson í Hafnarfirði, 11. land- kjörinn þingmaður. Hann varð að vikja fyrir öðrum sanntrúuðum Rússakommúnista, Magnúsi Kjart- anssyni, sein nú er boðinn fram í vonlausri baráttu fyrir uppbótar- sæti í Hafnarfirði. Næstur varð Jónas Haralz. Hann var áður í kjöri fyrir kommúnista í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann krafð ist þess að mega bjóða sig fram sem íslenzkur kommúnisti í and- stöðu við einræði, harðstjórn og heiinsveldisstefnu Rússa. Brynjólf- ur sagði nei, og Jónas Haralz verð- ur ekki í kjöri, að þessu sinni. Kjósendur í Suður-Þingeyjar- sýslu höfðu þó öskað eftir honum, en þeir fengu ekki ráðið, sökum ofríkis hinn'a rússnesku agenta. Vegna kosninganna er reynt að breiða yfir þessi álök í kommún- istaflokknum, en það stoðar ekkert. Kommúnistar eru að tapa fylgi i öllum lýðfrjálsum löndum og marg- ir hafa áður glæpzt til þess að kjósa kommúnista í þeirri trú að þar væri frjálslyndur flokkur, sem berðist fyrir hag alþýðu. öllum er nú augljóst að svo er ekki. Hér mun hrynja af kommúnistum fylgið um land allt. Hér mun fjöldi manns liverfa frá þeim og snúa aflur til lýðræðisjafnaðarstefnu Alþýðu- flokksins, sem er sverð og skjöldur liinna vinnandi stétta, hér á landi, sem annars staðar í lýðfrjálsum löndum. ’Finnur Jónsson. Úrslit í keppninni: Þristökk: 1. Magnús Guðjónsson 1 12,70 m. 2. Haraldur Sveinsson S 12,48 — 3. Ingvi Brynjar S 12,32 — 4. Jón Karl Sigurðss. 1 12,13 — Langstökk: 1. Garðar Arason S 6,18 m. 2. Haraldur, Sveinsson S 6,04 — 3. Sigurður B. Jónsson í 5,71 — 4. Gunnlaugur Jónasson I 5,69 — Iláslökk: 1. Albert Karl Sanders 1 1,70 m. 2. Guðm. Guðmundsson 1 1,60 — 3. Ilelgi Sveinsson S 1,55 — 4. Jóhannes Egilsson S 1,45 — Kúluvarp: 1. Bragi Friðriksson S 14,54 m. 2. Guðm. Hermannsson 1 13,78 — 3. Albert Ingibjarlsson 1 11,89 —- 4. Helgi Sveinsson S 11,00 — Spjótkast: 1. Ingvi Brynjar S 50,11 m. 2. Albert Ingibjartsson I 49,90 — 3. Helgi Ilallsson S 46,58 — 4. Þórólfur Egilsson 1 45,24 — Kringlukast: 1. Bragi Friðriksson S 41,96 m. 2. Guðm. Hennannsson 1 37,78 — öll ísfirzku síldveiðiskipin eru hætt veiðum. Flest þeirra eru komin heim, eða væntanleg alveg á næstunni. Hér á eftir fer skrá yfir síldveiði vestfirzkra skipa: Mál og tn. Ásbjörn 2542 Ásúlfur 583 Einar Hálfdáns 2652 Finnbjörn 1212 Flosi 2392 F reydís 1306 Gunnbjörn 2603 Isbjörn 3350 Jón Valgeir 1591 Vébjörn 1128 Ilugrún 2943 Bangsi 584 Sæfari 700 Auðbjörn 514 Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sina ungfrú Arndís Stefánsdóttir, Hnífsdal, og Ásgrímur Benedikts- son, Isafirði. Berjaferö. S. 1. sunnudag efndi Kvenfélag Alþýðuflokksins til berjaferðar. Þátttaka var góð þrátt fyrir leiðin- legt veður. Undanfarna daga hefur veður verið gott. Fjöldi fólks hefur notað

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.