Skutull

Árgangur

Skutull - 30.09.1949, Blaðsíða 2

Skutull - 30.09.1949, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L \ Sundrungin í Sósíalistaflokknum Flokksmenn í forboði Raddir úr sýslunni. Sýslubúar í N.-lsafjarðarsýslu hafa nú mikinn hug á að losa sig við banamann boðorðanna, og koma Hannibal Valdimarssyni á þing, sem kjördæmakjörnum þingmanni. Eftirfarandi greinar, sem Skutli hafa verið sendar, sýna ljóslega þennan áhuga. Hermann Guðmundsson. Það hefir vakið athygli, að einn vinsælasti og dugmesti þingmaður Sósíalistaflokksins, Hermann Guð- mundsson, fyrrverandi forseti Al- þýðusambands Islands, er látinn víkja úr framboði í Hafnarfirði og i hans stað er settur Magnús Kjart- ansson, ritstjóri Þjóðviljans, sem er einn öfgafyllsti Moskvakommún- isti landsins.' Ástæðan til brottvikningar Her- manns Guðmundssonar er augljós. Kosningarnar til síðasta þings A. S. 1. voru óvenju harðsóttar. Bar- izt var um yfirráðin yfir alþýðu- samtökunum. Lýðræðissinnar unnu glæsilegan sigur. Kommúnistarnir, sem voru í miklum minnihluta, ætl uðu sér alls ekki að beygja sig fyr- ir löglegum meirihluta þingfull- trúa. 1 blindri oftrú á beitingu of- beldis ætluðu þeir sér að fram- kvæma valdarán innan A.S.l. og sölsa undir sig, í eitt skipti fyrir öll, yfirráðin yfir verkalýðshreyf- ingunni. Ýmsum liinna varfærnari manna hraus þó hugur við slíku gerræði. Einn þeirra manna var Hermann Guðmundsson. Hann neitaði að hlýða skipunum Brynjólfs Bjarna- sonar um framkvæmd „alþýðu lýð- ræðis“ á þingi verkalýðsins. Að til- hlutan Hermanns fóru þingstörfin fram á lögmætan lýðræðishátt. Afstaða Hermanns Guðmundsson ar var fordæmd af foringjaráði flokksins og honum liótað hörðu fyrir svikin. Síðan hefir hann ver- ið einangraöur innan flokksins og nú lagður til hliðar. Jónas Haralz. Einn efnilegasti ungur maður í Sósíalistaflokknum er — eða var — Jónas Haralz, hagfræðingur. Á tímabili, fyrir síðustu bæjarstjórn- arkosningar, var hann aðal stjarn- an á himni kommúnisla, enda dýrk aður sem hálfguð af samherjum sín um. 1 alþingiskosningunum 1940 var hann frambjóðandi flokksjns í Suður-Þingeyjarsýslu. Þá var höf- uðprestur kommúnista, Kristinn E. Andrésson, látinn víkja fyrir hon- um. Á s.l. vori skoruðu sósíalistar í S-Þingeyjarsýglu á Jónas Haralz að verða í kjöri i sýslunni við væntan- legar kosningar. Nú gerðust váleg- ir hlutir og' athyglisverðir. Jónas Haralz gat ekki fellt sig við hið „austræna lýðræði" og skefjalausa yfirgangsstefnu Rússa og þjónslund Sósíalistaflokksins við þetta allt saman. Jónas Haralz sagðist skyldi fara í framboð fyrir flokkinn með því skilyrði, að miðstjórn flokks- ins viðurkenndi stefnuyfirlýsingu frá honum, þar sem hann afneitaði ofbeldi og einræði og fordæmdi „alþýðu lýðræðið“ og skriðdýrshátt Sósíalistaflokksins fyrir Rússum. Brynjólfur Bjarnason og Moskva- sveit hans sá strax luettuna, sem hér var á ferðum og skyldi nauð- synina á fljótvirkum ráðstöfunum. Jónasi Haralz var þröngvað út í hin yztu myrkur og honum valin þung orð. Kristinn E. Andrésson var settur í sæti Jónasar og kjós- endum í Suður-Þingeyjarsýslu sagt það greinilega, að öll „svik“ við félaga Stalin teldust til þeirra synda, sem ekki eru fyrirgefnar. Sigfús Sigurhjartarson. Veikasti hlekkurinn í foringja- liði Sósíalistaflokksins er efalaust Sigfús Sigurlijartarson. Hann er enginn kommúnisti í hjarta sínu. Bitlingagræðgi samfara brennandi hefndarhug og inetnaði bar hann í raðir kommúnista. Hann hefir átt erfitt með að tileinka sér bardaga- aðferðir og siðalögmál flokksins. Félagi Brynjólfur hefir haft vak- andi auga á þessum „vandræða" manni miðstjórnarinnar, því hann liefir óttazt tækifærissinnað hugar- far hans, vitandi það, að Sigfús Sigurhjartarson er manna líklegast- ur til að svíkja Stalin og taka upp virka andstöðu innan flokksins, því Sigfús skynjar andúð ahnennings á einræðisstefnu Kominform. Ætl- un Moskvaklíkunnar var sú, að flæma þennan „lýðræðissinna“ úr öllum áhrifastöðum og veita hon- um eftirminnanlega hirtingu. Það átli sem sé að reka hann úr tryggu þingsæti í Reykjavík og senda hann í nokkurs konar Síbiríuvist, í framboð í vonlaus kjördæmi, (annaðhvorl í S-Þing. eða Gullbr- ingusýslu). Þessi ráðagerð tókst þó ekki til fulls. Kjarkinn skorti þeg- ar lil átti að laka. Talið var óvil- urlegt, sökum kjörfylgis, að reka Sigfús frá Reykjavjk. Niðurstaðan varð sú, að hann var færður úr öruggu sæli á lista flokks ins í Reykjavík og settur í mjög vonlítið sæti. Sá, er settur var í sæti Sigfúsar var sjálfur hirðstjór- inn, Brynjólfur Bjarnason, sem með þessu sýnir glöggt hvaða öfl það eru, er halda um stjórnvölinn í Sósíalistaflokknum. Það, sem reynt er að dylja. Að sjálfsögðu er reynt að dylja þetta sundurlyndi innan flokksins, ef takast mætti að afstýra alvar- legum árekstrum fyrir kosningar. Nú þegar er farið að hrikta í þeim máttarviðum, sem halda flokknum uppi. Heimilisófriðurinn er hafinn og breiðist óðfluga út og i kjölfar hans kemur rýrnandi kjörfylgi. Eft ir því sem lýðræðisgríman sígur neðar og ásýnd einræðisdraugsins verður gleggri stækkar hópur þeirra kjósenda, sem snýr baki við Sósíalistaflokknum. Feigðin hefir sótl hann heim og ferleg verða fjörbrot hans. Eggert Lárusson, Bolungarvík, skrifar: Eftir er okkar hlutur. Ilvað var það, sem vakti þjóðar- athygli á Skúla Thoroddsen, þing- manni Norður-lsfirðinga, 1908? Það var persónuleg fesla hans og karlmannlegt þrek. — Hann stóð einn uppi í nefndinni — og þorði að standa einn, en í næstu kosninguni og ávalt síðan vottaði þjóðin honuin líka traust sitt og þakklæti, og Norður-lsfirðingar stóðu um hann sem veggur. Hannibal Valdimarsson hefur livað eftir annað sýnl það á Al- þingi, að hann þorir að standa við sannfæringu sína — og þorir að standa einn, livað sem það kostar. Hann hefur þá djörfungu til að bera og skapfestu, sein fágæt er á þessum rótleysistímum. Líklegt þykir mér, að Hannibal hafi fundizt eins og fleirum, þegar ósköpin gengu á með Atlantshafs- sáttmálann, að þeir, sem með um- boðið fóru (ef um nokkurt umboð var þá að ræða) hefðu umfram allt átt að gæla fyllslu varúðar og jafn- framt að sýna þá djörfungu að krefjast einhvers í staðinn fyrir Is- lands hönd, þegar svo mikils var krafizt af því. Mér finnst persónulega, að það heföi kannske dregið eitthvað úr sárasta sviðanum hjá þjóðinni, ef það hefði til dæmis verið gert að ófrávíkjanlegu skilyrði, að viður- kennd yrði stækkun landhelgi okk- ar, segjum í 10 sjómílur út frá hugsuðum hring dregnum utan við eyjar og annes. — Með slíku skil- yrði hefði ])ó verið gerð tilraun til að vernda lífsaðstöðu íslenzku þjóðarinnar í landi sínu. En hvað sem valdið hefur þessu tómlæti, er það ekki vitað, að æðstu valdamenn íslands hafi gert nein- ar kröfur í þessu efni, þegar að- staða okkar var sterkust til að koina þeim frain. Þetta stórmál er óleyst ennþá eins og fleiri, og kallar á menn, sein festu hafa og djörfung til að halda fast á málum, við hvern sem við er að eiga. Nú vill svo vel til, að okkur Norður-lsfirðingum veitist tæki- færi til að sýna í verki, að við kunnum að meta það, sem vel er gert. Hannibal Valdimarsson verður í kjöri við í liönd farandi kosningar, og ætti okkur að vera það melnað- armál, að þátttaka í kosningu hans verði sízl ininni en hún varð um mótmælin gegn bjórfrumvarpinu fræga (illræmda). Að síðustu vil ég benda á, að með framkomu sinni hefur Hannibal á- valt metið meira hag alþjóðar en þrönga og blinda flokksþjónuslu. En slíkra manna tel ég nú mikla þörf á Alþingi. — Mættum við í því sambandi minnast orða Einars Benedlktssonar, að „Nú þarf dáð- rakka menn — ekki blundandi þý“ Og þessvegna segi ég: Eftir er okkar hlutur. Látum hann ekki eft- irjiggja. Eggevt Lúrusson. „Álftfirðingur“ skrifar: Það er auðheyrt á skrifum blað- anna, að kosningar eiga að fara fram á næstunni, og eins og vant er, þegar svo stendur á, þá ein- kennasl margar blaðagreinarnar af sköinmum um pólitíska andstæð- inga. T.d. reynir blaðið Vesturland eftir mætli að hnýta í Hannibal Valdimarsson, enda þótt þau skrif missi algjörlega marks. Það má vel vera, að hægt sé að finna eitthvað að Hannibal, eins og öðrum mönn- um, en livað má þá ekki segja um skriffinna Vesturlands? Svo mikið er víst, að Hannibal hefur unnið miklu betur að vel- ferðarmálum ahnennings, heldur en Vesturlandspostularnir, og í verkalýðsmálum, sem ég veit ekki til, að þeir liafi nærri komið, hefir Hannibal staðið framarlega, og hefi ég fyrir mitt leyti engan þelckt sem haldið hefir jafnvel á málstað okkar verkamanna og sjómanna. Þessvegna hljótum við líka að fylkja okkur um Hannibal og kjósa hann á þing fyrir Norður- ísafjárðarsýslu. Mér hefir alltaf fundizt virðing- arvert, hvað Hannibal fylgir vel eftir sannfæringu sinni, hvort sem öðrum likar það betur eða verr, og jafnvel þólt það brjóti í bága við flokksaga. Nú á tímum gerast svo margir til þess að blekkja þjóðina og láta hana ráfa í myrkri, að við þyrftum helzt að eignast fleiri menn sem segja meiningu sína af- dráttarlaust, en eru þó fúsir til samstarfs um þau mál, sem þjóð- inni geta orðið til heilla. Kjósið Hannibal! N orður-í sf irðingar. Kosningaskrifstoía Alþýðuflokksins er í Alþýðuhúsinu niðri, gengið um norðurdyr. Skrifstofan er opin kl. 10—22 daglega. Sími 187. ALÞYÐUFLOKKSFÖLK! Hafið stöðugt samband við skrifstofuna og látið hana vita um fjarverandi flokksfólk og fólk, sem er á förum úr bænum.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.