Skutull

Árgangur

Skutull - 14.10.1949, Blaðsíða 5

Skutull - 14.10.1949, Blaðsíða 5
S K U T U L L 5 2 000 000 úr ríkissjóði til skólahúsa og sundlaugar á fimm árum. Ríkissjóður styrkir skólabygg- ingar o.fl. samkvæmt lögum. Hús- mæðraskólar í kaupstað greiðast að 3/i hlutum úr ríkissjóði, samkvæmt tillögu, er Finnur Jónsson og Pét- ur heitinn Halldórsson fluttu sam- an á Alþingi. Aðrar skólaliúsabygg- ingar greiðast að Vz úr ríkissjóði. Alltaf eru miklu fleiri hús í bygg- ingu en svo, að fjárlagaupphæðir hrökkvi til greiðslu á liluta ríkis- sjóðs árlega. Þær koma því alllaf eftir á og er algengt, að bankastofn- anir láni skilvísum bæjarfélögum út á hin lögboðnu framlög ríkis- sjóðs. Samkvæmt skýrslu fræðslumála- stjóra standa reikningar Isafjarðar- kaupstaðar og ríkissjóðs um skóla- byggingar og sundhöll, sem hér seg ir: Greitt Kostnaður úr ríkissjóði Eftirstöðvar Ilúsmæðraskóli kr. 2.200.000,00 1.306.970,00 350.030,00 Sundhöll — 550.264,00 220.000,00 0 Gagnfræðaskóli, viðbygg- ing og Vj íþróttahús 868.211,00 425.000,00 9.106,00 Barnaskóli og Vi íþróttahús 376.086,00 48.750,00 139.293,00 Alls kr. 3.994.561,00 2.000.750,00 498.429,00 Alls hefir því lsafjarðarkaupstað- ur fengið tvær miljónir króna úr ríkissjóði á fáum árum til skóla- lnisbygginga og sundliallarinnar. ÍSFIRÐINGAR TRYGGIÐ YfíUR ÖTULAN ÞINGMANN. KJÓSIÐ FINN JÓNSSON. Engin hætta á svíkum við íélaga Staiin. Hlaðið „Baldur“ sem koinmúnist- ar gefa út hér á Isafirði segir frá þeirri staðhæfingu Skutuls, að Jón- as Haralz, Hermann Guðmundsson og Sigfús Sigurlijartarsson hafi „neilað að lilýða skipunum Bryn- jólfs Bjarnasonar um framkvæmd „alþýðulýðræðis", ekki getað „felll“ sig við bið austræna lýðræði og skefjalausa yfirgangsstefnu Rússa og þjónslund Sósíalistaflokks ins við þetta allt saman“ og séu manna líklegasti.r til að svíkja fé- laga Stalin og taka upp virka and- stöðu gegn óhæfu þessari innan flokksins. „Þessi þvveltiiiyur hefir vitanlega vi<5 ekkert aS stgSjast“, segir Gjög- ur-Dóri hróðugur. Þessi leiðtogi kominúnista hér á Isafirði telur þjónslund kommúnista undir skefjalausa yfirgangsstefnu Rússa svo sjálfsagðan hlut að hann álítur það hina mestu rnóðgun, ef ein- hver er grunaður um að vilja sýna ofurlítinn snefil af sjálfstæði. „Þessi þvættingur hefir vitan- lega við ekkert að styðjast", segir liann. Svik við félaga Stalin væru í hans augum landráð, sem ekki koma lil inála hjá forystumönnum kommúnista. Svik við föðurlandið eru hinsveg ar sjálfsögð, svo sem þjónkun við Rússneska landlielgisþjófa sbr. að- stoð einhverra Islendinga við síld- veiðiflota Rússa í suinar. Ofan af þes'su var flett á hiniun sameigin- lega fundi sjómanna og verka- manna s. 1. sunnudag. Formaður sjómannafélagsins sagði frá. því að kommúnisti nokk- ur hafði verið til kvaddur af skip- stjóra á Finnbirni, til aðstoðar við að rniða rússneskt skip sein var að síldveiðum í landhelgi. Þegar verk- inu var lokið kom hann fram i „lúgar“ og fékk þá svohljóðandi á- minningu hjá selluformauninum, Guðmundi Gunnlaugssyni: Hvern andskotann ert þú nð skipta þér af þessu“. Nei, það inuu rétt hjá Gjögur- Dóra, það er engin hætta á að for- sprakkar kommúnista svíki félaga Stalin, þeir svíkja heldur föður- land sitt og allar skyldur sínar við það, svo og umbjóðendur sína, verkamennina, sbr. svikin í úthlut- 11 n Fj a rðarstrætisíbúða n n a. Nýr vegur. Vegurinn uin Óshlíð milli Hnífs- dals og Bolungavíkur er nú orðinn fær bifreiðum og var fyrst ekið milli þessara staða s.l. miðvikudag. Vegamálastjóri kom hingað i til- efni af opnun vegarins og meðal þeirra fyrstu, sem um hann fóru, voru þingmennirnir Hannibal Valdimarsson og Sigurður Bjarna- son, en þeir héldu framboðsfund í Bolungavík á miðvikudagskvöld. Vegur þessi er þó ekki fullgerður, því mikið þarf enn að bera ofan í hann, og víða er eftir að breikka hann, og ganga frá honum að öðru leyli. Mikil samgöngubót mun verða að vegi þessum þegar hann er fullgerður. Næsti áfangi á vega- málum þessa landshluta verður sá, að Súðavík kemst i akvegasamband við Isafjörð, og mun þéss ekki langl að bíða. Verkstjóri við Bolungavíkur- og Súðavíkurveginn hefir verið Charl- es Bjarnason. . ísfirzkur methafi. Nýlega setti Guðlaug Guðjóns- dóttir, dótlir Guðjóns E. Jónssonar, bankastjóra, Islandsmet i liástökki kvenna. Guðlaug keppti fyrir K.s.f. Hörð á innanfélagsmóli hjá K. R. í Reykjavík fyrir sköinmu. Met henn- ar er 1,35 in. Það gamla var 1,32. Guðlaug er mjög ung, fermdist s.l. vor, og er því líkleg til meiri af- reka á sviði íþróttanna. Tóntislarfélag IsafjarSar. Aðalfundur félagins var haldinn 2!). sept. s.l. Tónlistarskólinn var scttur 1. þ.m. Nemendur í vetur í pianoleik verða 23 og i orgelleik (i. Skólastjóri Tónlistarskólans og að- alkennari verður í vetur Ragnar H. Ragnar. Styrktarfélagagjald fyrir nýbyrj- að starfsár verður sama og fyrir s.l. ár kr. 50,00 og eru styrktarfé- lagar beðnir að greiða gjaldið sem fyrst til hr. Páls Jónssonar c/o Kaupfél. Isfirðinga. Stjórn Tónlistarfélags Isafjarðar skipa nú: Halldór Halldórsson, bankastj., formaður, Jón Jónsson frá Hvanná og Kristján Tryggva- son, klæðskeri, en aðstoðarmaður stjórnarinnar er hr. Páll Jónsson. Félagið gekkst nýlega fyrir hljóm leikum, sem sagt er frá á öðrum stað í blaðinu. MatreiSslundmskeiS Fjórðungsstjórn Fiskideildar Vestfjarða gengst fyrir matreiðslu- námskeiði fyrir matsveina í hús- mæðraskólanum Ósk, og hófst það s.l. mánudag. Nemendur eru 8 og stendur námskeiðið um þriggja vikna skeið. Það er inikil nauðsyn fyrir sjó- mannastéttina, að eignast vel færa matreiðslumenn, og hefir að undan förnu verið tilfinnanlegur skortur slíkra manna. Matreiðslumanns- starfið er að vísu fullt eins erfitt og t.d. hásetastörf, en það er betur launað, og því þarna um að ræða tækifæri fyrir unga menn til að undirbúa sig undir þarfa og arð- bæra vinnu. Fyrirspurn. „Sjúkrasamlagsmeðlimur" liefur heðið blaðið að koma á framfæri eftirfarandi fyrirspurn: „Þegar læknar bæjarins dvelja langdvöluin í burtu í eigin erind um, svo sem viS nám eSa annaS, eru þeir þá ekki skyldugir iil aö úlvega fullgilda menn i sinn staö, eSa á t.d. sjúkrasamlagiö aö gera þaS? Eins og mér fiiuist sjálfsagt aö læknar okkar auki þekkingu sína, finnJt mér líka rétt og skylt aö viöskiptamönnum þeirra, okkur i sjúkrasamlaginu, séu tryggöir aSrir læknar iueSau okkar eru fjarverandi. Tel ég þá ekki nóg, aö visaö sé á mann eöa menn, sem eru yfirhlaönir störfum, heldur beri þeim, sem i burtu fer, aö útvega mann i sinn staö. Tilefni þessarar fyrir- spurnar er þaS, aS í S daga i sumar mun uSeins liafii veriö einn tæknir i bænum". Skutuil mun að sjálfsögðu birta svör læknanna eða sjúkrasamlags- stjórnar, sé þess óskað. Týndur frambjóöandi. Frambjóðandi kommúnista i N.- Isafjarðarsýslu hefir týnzt, og mæt- ir Aðalbjörn Pétursson í hans stað á suinum íramboðsfundunum í sýsl unni. Hafa kommar orðið að grípa til frambjóðanda sins hér á ísafirði vegna þess, að stuðningsmenn Jóns Tímótheussonar geta ekki teflt fram neinum úr sínum hópi í hans stað á fundunum. Síðast, þegar spurðist til Jóns Timótheussonar, var hann á útgerð Björgvins Bjarnasonar við Græn- land, og er talið sennilegt, að þeir félagar séu nú við New- Foundland. Metur frambjóðandinn augsýnilega meira liag íhaldsmannsins Björg- vins Bjarnasonar, heldur en um- bjóðenda sinna í sýslunni, og er það jafnan svo á íhaldskomma út- gerð. Kjösið Kannibal Valdimarsson!

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.