Skutull


Skutull - 14.10.1949, Blaðsíða 1

Skutull - 14.10.1949, Blaðsíða 1
 'F 1 ; ¦ ín j « 11 j * 1 , í 1 1 i i Gjalddagi SKUTULS ol II 1 1 1 1 1 J var 1. júlí. Árgangurinn kostar kr. 20.00. JkJM llLl ^^^ JH J M J ¦ . XXVII. árg. Isafjörður, 14. október 1949. 31.-^32. tölublað. Ávarp til Norður-lsfírðinga. Góðir Norður-lsfirðingar! Ég var lengi vel í miklum vafa um það, hvort ég ætti að vera í framboði að þessu sinni eða ekki. Mér var sem sé ljóst, að vera min á þingi næsta kjörtímabil mundi sennilega kosta mig það, að é(? yrði fyrir fullt og allt, að afsala mér því skólastarfi, sem ég hefi haft á hendi nú um röskan áratug og mér er orðið bæði hugljúft og kært. Hinsvegar leit ég sýo á, að ég hefði með framboði mínu 1941) héi í sýslu, tekizt á hendur verulegar skyldur gagnvart því fólki, sem þá veitti mér, óreyndum sem þing- manni, allmyndarlegt brautar- geugi. Mér fannst sem væri það skylda mín að fá úr því skorið, hvort ennþá væri borið traust til mín, og þá eins, hvort það traust hetði minnkað eða vaxið. — Kæmi það í ljós, að það hefði þorrið á þeini þremur árum, sem ég hefi nú átt sæti á þingi, mátti fyrst segja að ég gæti talizt laus allra mála, en leiddu þessar kosningar hinsvegar í ljós, að mér væri sýnt vaxandi traust í kjördæminu, mátti svo telj- ast sem ekki væri með öllu drengi- legl af mér að hlaupast brott frá þvi. Af þessiim sökum ákvað ég að ga.nga undir dóm kjósenda í Norð- ur-ísafjarðarsýslu í þetta sinn. Niðurstaða þessara kosninga leiðir því til annars tveggja — að ég tel mig skyldum bundinn við kjósendur þessa kjördæmis og hika þá ekki við að fórna einhverju fyrir það — eða hins, að ég sé'laus allra mála og geti aftur snúið heils hugar að skólastarfi mínu. Þessi kosning sker úr um allmörg atriði, og tel ég þessi hin helztu: 1. Vill frjálslynt fólk í Norður- Isafjarðarsýslu, að Alþýðuflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn dúsi áfram í stjórnarsamstarfi við íhald ið? Sé það vilji Norður-lsfirðinga, væri ekki óeðlilegt að fylgi mínu hrakaði nokkuð. En sé það hins vegar svo, að á- framhaldandi ihaldssamvinna sé fylgismönnum mínum lítt að skapi, þá þarf sá vilji að koma í ljós á ótvíræðan hátt með traustum stuðn- ingi við mig og vaxandi fylgi. 2. Ef það" er vilji kjósenda í Norður-Isafjarðarsýslu, að almætti flokksræðisins eigi að vera friðheil agt fyrirbæri, sem engum megi haldast uppi að krenkja eða rísa gegn — þá bæri mér að sætta mig við hrakandi fylgi. En sé það hinsvegar svo, að Hannibal Valdimamson. kjósendur í kjördæminu vilji heim ila þingmanni sínum að varðveita einhvern svolítinn snefil af and- legu sjálfstæði, þótt ekki væri nema í þeim málum sem ekki geta talizt flokksleg stefnumál — þá tel ég upp á, að sá dómur kjósendanna ætti að staðfestast og innsiglast með auknu fylgi minu. 3. Ef Norður-lsfirðingar eru æstir hernaðarsinnar og vilja, að Island sé dregið sem lengst inn í alþjóðlegt hernaðarsamstarf stór- velda, þá á ég lítið fylgi að fá í þessum kosningum. En ef alþýðufólk við Djúp gerir þá kröfu til fulltrúa síns á Alþingi, að hann sé vel á verði gegn öllu því, sem dregið gæti Island nær blóðvelli styrjaldanna — vil ég halda því fram, að aukið fylgi mér til handa sé rökrétt afleiðing af- stöðu minnar til utanríkismála á liðnu kjörtímabili. (Keflavíkur- samningur — Atlantshafsbandalag) 4. Ef Norður-Isfirðingar óska eftir auknu áfengisflóði yfir land og þjóð, og telja allt of miklum erf- iðleikum bundið fyrir yngri og eldri — karla og konur, að drekka frá sér vit og manndóm, verður fylgi mitt að sjálfsögðu harla lítið og ekki að efa, hvert það mundi leita halds og trausts. En ef kjósendum þessa kjördæm is kynni hinsvegar að finnast nóg um áfengisneyzlu landsmanna og vildu að Alþingi réði bót á böli hennar, þá væri ekki úr vegi, að alvarlega hugsandi kjósendur, leyfðu sér að gera upp á milli mín og fyrsta flutningsmanns ölfrum- varpsins, sem þjóðin mótmælti kröftuglegar en nokkru öðru ó- heillamáli, sem skotið hefir upp kolli á Alþingi Islendinga — ríkis- lögreglan á sínum tíma ekki undan skilin. 5. Ef alþýðan í Norður-lsafjarð- arsýslu trúir á blessun gengislækk- unar sem Jækningu dýrtíðarmál- anna, á ég lítið fylgi að fá, þar sem ég er í kjöri fyrir flokk, sem heitið hefir að berjast af alefli gegn henni, og er auk þess sjálfur vita- trúlaus á lækningarmátt þeirrar „eitursprautu". Væri svo, ættu frambjóðendur Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins í kjör- dæminu að raka að sér fylgi kjós- endanna, þar sem þeir eru fulltrú- ar gengislækkunarliðsins í landinu. En væri nú alþýða manna and- stæð því, að íslenzk króna verði gerð að fimmeyringi, sparifé ráð- deildarfólksins af því tekið, og ellilaun, örorkubætur, sjúkra- og slysabætur o.s.frv. rýrð að kaup- mætti ásamt launum verkafólks og allra launamanna — þá ætti ég sem eindreginn andstæðingur þess- arar skottulækningatilraunar að fá sterkan meirihluta kjósenda í sýsl- unni. 0. Ef dugnaður Sigurðar Bjarna soAar, raunhæfni hans og ósér- plægni er að dómi kjósendanna miklu sterkari í fari hans, en sams- konar eigindir minar, ber mér ekki að kvarta undan minnihluta- trausti af þeirra hendi — en að öðruni kosti mætti ætla, að dóms- úrskurður kjördagsins yrði mér ekki óhagstæður. Mörgu fleiru mætti hér við bæta. En er hér ekki þegar komið nokk- urt efni sem vert sé að hafa til hliðsjónar, þegar krossinn merkist á kjörseðlum 23. eða 24. október. Mín lokaniðurstaða af þessum hugleiðingum er svo sú, að ef það kemur enn í ljós, að íhaldið og . frambjóðandi þess njóti trausts mikils meirihluta kjósendanna í Norður-lsafjarðarsýslu, þá sé þarf- laust með öllu að senda uppbótar- mann til Alþingis með sliku átrún- aðargoði. Minnist svo þess að síðustu, kjósendur góðir, að ég hefi hvorki fé eða fríðindi að bjóða ykkur fyrir þessar kosningar. Ekki heldur nokk ur gullin kosningaloforð. Ég hefi aðeins eitt að bjóða, síarfsorku mina og stefnu þá sem ég gekk ungur á hönd — LfÐRÆÐISJAFN- AÐARSTEFNUNA. Ég treysti á framtak fylgismanna minna og áhuga fyrir kosningunni, því að launað starfslið hefi ég ekki í þjónustu minni eins og aðalkeppi-

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.