Skutull

Árgangur

Skutull - 31.10.1949, Blaðsíða 2

Skutull - 31.10.1949, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L w Kosningin í Norður-Isaf jarðarsýslu og kosninganiðurstaðan. Ritstjóri Skutuls hitti Hannibal Valdimarsson að máli eftir að úrslit í Norður-sýslunni urðu kunn og spurði hann frétta: S K U T U L L VIKUBLAÐ ; Útgefandi: ; I Alþýðuflokkurinn á Isafirði ; Ábyrgðarmaður: ; Birgir Finnsson !; Neðstakaupstað, Isaf. — Sími 13 Afgreiðslumaður: ; I Gufimundur Bjarnason Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202 Innheimtumaður: Haraldur Jónsson Þvergötu 3. IsafirHi. Kosningaúrslitin á ísafirði. Hér á Isafirði kusu 1450 af 1576 á kjörskrá og féllu atkvæði þannig: Alþýðuflokkur 628 (713) Sjálfstæðisflokkur 616 (574) Kommúnistar 115 (153) Framsókn 67 (35) Auðir seðlar 16 Ógildir 8 Alls: 1450 Tölurnar innan sviga sýna atkv. skiptinguna 1946. Finnur Jónsson, frambjóðandi Alþýðuflokksins, var því rétt kjör- inn þingmaður kaupstaðarins fyrir næsta kjörtímabil með 12 atkvæða meirihluta umfram Kjartan Jó- hannsson, frambjóðanda Sjálfstæð- isflokksins. Alþýðuflokksmenn hér á Isafirði fagna því enn einum sigri yfir í- haldinu, en jafnframt gera þeir sér ljóst, að betur má vinna. Til þess að vera öruggur þarf flokkurinn að fá yfir 50% kjósenda, annars er alltaf hætta á að andstöðuflokkarn- ir myndi með sér samtök um að fella Alþýðuflokkinn, eins og nú var reynt, þótt það ekki tækist. Tákn þessa samstarfs íhalds- komma var það, að á kjördag ók Kristinn D. Guðmundsson um bæ- inn í smalabíluin ihaldsins, og var smölunum innan handar í starfi þeirra. Úrslitatölurnar sína árang- urinn af þessu, því 30—40 atkvæði hafa farið frá kommúnistum yfir til íhaldsins. Þessi hrekkur bar þó ekki tilætlaðan árangur, en hann má vera Alþýðuflokksfólki og öðr- um íhaldsandstæðingum til viðvör- unar um það, sem koma skal í bæjarstjórnarkosningunum: Þar munu íhaldið og kommúnistar vinna saman sem einn flokkur, til þess að viðhalda óstjórninni á bæn um, og til þess að foringjar komm- únista geti haldið áfram að raða sér á bitlingajötuna hjá íhaldinu. Eina ráðið til þess að bæjarbúar geti komið í veg fyrir þessi áform er það, að þeir fylki sér um Alþýðu- flokkinn, og til þess að vekja upp nýja andstöðu-hreyfingu gegn í- haldskommúnismanum í bæjarmál- um, mun flokksstarf Alþýðuflokks- ins verða stórum aukið, og er m.a. hafinn undirbúningur að stofnun F. U. J. hér í bænum. Ungir og gamlir, flokksbundnir og óflokksbundnir andstæðingar í- hahlskommúnista verða að taka liöndum saman, og liefja sókn nú þegar, til þess að leggja hina póli- tísku ófreskju að velli í bæjar- stjórnarkosningunum í janúar n.k. Hvað segirðu um úrslitin? Þau urðu mér nokkur vonbrigði. Ég þóttist hafa unnið sæmilega fyrir sýsluna á liðnum þremur ár- um, ekki hvað sízt fyrir sveitirn- ar, en úr þeim hefi ég samt fengið aðeins örfá atkvæði. Aftur á móti sýnir það sig, að ég hefi allöflugt meirihlutafylgi í Súðavíkurlireppi og Eyrarhreppi, og í Bolungavík hefi ég fengið á annað hundrað atkvæði. Þú ferð þó á þing, sem lands- kjörinn þingmaður? Jú, líklega verður það svo að vera, nema ég láti varamann mæta i minn stað. Annars liarma ég nú, að ég skyldi ekki halda því til streitu við fylgismenn mína, að af- sala mér uppbótarsæti. Ef það hefði komið í ljós í þess- um kosningum, að Sigurður Bjarna- son nyti ekki lengúr trausts meiri- liluta kjósenda í Norður-lsafjarðar- sýslu, mátti að vísu teljast nokkuð eðlilegt, að með honum væri upp- bótarj>ingmaður fyrir kjördæmið. En þegar það sýnir sig, að hann nýtur ennþá stuðnings meirihluta sýslubúa, teldi ég í rauninni rétl- ast, að hann færi einn með umboð kjördæmisins. Sjálfstæðisflokkurinn á svo að segja hvert einasta atkvæði einmitt í þeim hreppum sýslunnar, sem ekkert hefir verið gert fyrir, af hendi hins opinbera allt frá land- námstíð. — Þannig virðast því í- búar þessara sveitafélaga vilja hafa það. — Og hvers vegna skyldi þá ég eða aðrir vera að „fjandskapast“ með framfaraviðleitni við þetta á- gæta og þrekmikla fólk, sem greini- lega kýs sér það hlutskipti að fá að berjast áfram sem hingað til við frumbýlingsleg lífsskilyrði for- feðranna. Það er a.m.k. staðreynd, sem ekki verður móti mælt, að þegar ég kom á þing, var ekki tii akfær þjóðvegarspotli nema í einum — segi og skrifa einum— af niu lirepp um Norður-Isafjarðarsýslu. Á þessum þremur árum hafa ver- ið lagðir Bolungarvíkurvegur, Súðavíkurvegur og Ármúlavegur og vegagerð hafin í ögurhreppi. I hafnarmálum allra sjávarþorp- anna við Djúp hafa verið fram- kvæmdar allstórfelldar umbætur á seinustu þremur árum. Byggðar hafa verið bryggjurnar á Arngerðareyri, Melgraseyri, í Grunnavík og Vatnsfirði og endur- byggð bryggjan í Reykjanesi. Byggðasímar hafa verið lagðir á alla bæi í dölunum upp frá Bol- ungarvíkurkauptúni, á alla bæi i Laugardal, í ögurhreppi og í Mjóa- firði. Auk þess hefir fengizt sími á einstaka sveitabæi á öðrum stöð- um í sýslunni og nokkrar talstöðv- ar, þar sem það þótti betur henta. Munu flestir verða að viður- kenna það, að aldrei fyrr hefir mið að eins til réttrar áttar um mál- efni þessa mjög svo vanrækta kjör- dæmis, eins og á liðnum þremur árum, þó að óleystu verkefnin, sem ekki þola neina bið, blasi enn við hvers manns augum, svo að segja hvert sem litið er. Varst þú sjálfur viðstaddur at- I væðatalninguna á Melgraseyri? Já, ég var það, og verð ég því miður að segja af því tilefni, að mér þykir suinstaðar í sýslunni irjög óvandlega gengið frá kjör- gögnum og atkvæða kössum. Samkvæmt 104. gr. kosningalag- anna mega hin innsigludu kjörgögn og innsigli kjörstjórnar eigi vera i vörzlu sama manns. Á þessu er því miður mikill mis- brestur. Eru þess dæmi, að kjör- kassinn og innsigli kjörstjórnar voru i vörzlu sama manns um lengri tíma og engin önnur innsigli selt á kassann. Viða voru engin innsigli sett á umslag um lykil að kjörkassanum, þó að liann væri með slíkum uin- búnaði, sem að ofan greinir. Þetta setur mannorð þeirra manna, sem að kosningaathöfninni vinna, bókstaflega í hættu og verð- ur að vænta bess, að annað eins og Jietta endurtaki sig ekki. Ut af þessum og þvílíkum mis- fellum á frágangi kjörgagna lét ég bóka athugasemd í gerðabók yfir- kjörstjórnar og viðurkenndu allir viðstaddir að sú bókun væri fylli- lega á rökum reist. Hvað segirðu annars um kosn- ingaúrstlitin í heild? Mér virðist svar kjósendanna vera skírt og skorinort að því leyti, að fylgismenn Alþýðuflokksins óski ekki eftir áfrainhaldandi sam- starfi við íhaldið. Ég tel því víst, að stjórnin muni nú þegar segja af sér, þó að lnin e.t.v. gegni störfum eitt- hvað til bráðabirgða að ósk forseta. Annars er það dálítið skrítið, að bæði íhaldssamvinnupartur Fram- sóknar og íhaldsands/öðupartur sama flokks hafa unnið á í kosn- ingunum, og verður ekki annað séð, en að báðum hafi þeim verið veitt umboð til gengislækkunar. Góð útkoma íhaldsins byggist að vísu fyrst og fremst á þvi feikna fjármagni, sem sá flokkur lagði í kosningarnar að þessu sinni, en.þó fór hann ekki mjög dult með geng- islækkunarplön sin, og getur því með nokkruin rétli talið sig hafa öðlast umboð kjósenda lil þeirrar ,,lækningar“ á dýrtíðarvandamál- inu. Mætti því e.t.v. Iíta svo á, að það væri eðlilegast, að Framsókn og i- lialdiö mgnduön nú sljórn saman meö almenna gengislœkkun gagn- varl slerlingspundi sem siti aöal- múl. Aðrar hugsanlegar leiðir til stjórnamiyndunar eru þær, að Framsóknarflokkurinn sem aðalsig- urvegari kosninganna myndi minnihlutastjórn með lilutleysi annara flokka. Við það fengist ó- skipt stjórnarábgrgö, og lel ég það stórmikils virði. Þriðja leið er svo vinstri stjórn Framsóknar og kommúnista með eða án þátttölui Alþýðuflokksins eftir alvikiun, og er það þó mín skoðun, að lielzt beri Alþýðuflokkn- um nú að biðjast undan allri stjórn arábyrgð, en knýja heldur aðra til að taka á sig þann vanda. Verða menn að viðurkenna, að minnsti flokkurinn, sem þar að auki hefir fengið dóm kjósendanna inóti sér um stjórnarstefnu sína, er ekki að hlaupasl brott frá neinum skyldum, þótt hann skorist undan jiátttöku í ríkisstjórn að sinni. -------O-------- Sólveig Einarsdóttir 75 ára. Sjötíu og fimm ára er í dag ekkj- an Sólveig Einarsdóttir í Fremri- húsum í Arnardal. Hún er fædd í Arnardal 31. okt. árið 1874, og voru foreldrar henn- ar, Guðríður Sveinbjörnsdóttir og Einar Magnússon. Tveggja ára missti hún föður sinn, og fór hún eftir það í fóstur til hjónanna Jó- hönnu Þorleifsdóttur og Jóns Sig- urðssonar í Fremri-húsum. Ólst hún síðan upp hjá þeim lil fullorð- insára. Tvítug að aldri giftisl hún Kata- rínusi Jónssyni, og reistu þau bú í Ytri-húsum í Arnardal, þar sem þau bjuggu um 7 ára skeið. Þaðan fluttu þau að Fremri-húsum og bjuggu þar samfleytt í 23 ár. — Stundaði Katarínus oftast sjó jafn- framt búskapnum. Hann var hið mesta þrekmenni og er látinn fyrir 11 árum síðan. Þau hjónin eignuðust 9 börn og ólu auk þess upp eina fósturdóttur. Eru 6 börn þeirra enn á lífi, og eru þau þessi: Jón bóndi að Stökkum á Rauðasandi, Halldóra húsfreyja í Fremri-húsum, Katrí-n búsett í Pálshúsum í Grindavík, Guðmunda húsfreyja í Engidal í Skutulsfirði, Guðjóna búsett hér í bænuin og Þórdís húsfreyja í Heimabæ í Hnífsdal. Sólveig dvelur nú að heimili Hall dóru dótlur sinnar og tengdasonar, Matthíasar Guðmundssonar í Arn- ardal. Hún er við góða heilsu, nema hvað sjónin er mikið farin að deprast. Sólveig í Arnardal hefir verið hin mesta dugnaðarkona, glaðlynd og vel látin af öllum, sem henni hafa kynnst. Munu líka margir frænda liennar og vina verða til að senda henni hlýjar óskir um bjarta ellidaga í tilefni afmælisins í dag. — Sjálfur sendí ég henni með lín- um þessum mínar beztu óskir og þakka góða viðkynningu allt frá bernskudögum mínum í Arnardal. Iíannibal Valdimarsson. ÍBXJÐ Tveggja til þriggja her- bergja íbúð óskast til leigu hið allra fyrsta. Finnur Finnsson. Prentstofan Isrún h.f.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.