Skutull

Árgangur

Skutull - 18.11.1949, Blaðsíða 2

Skutull - 18.11.1949, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L Samþykktir Fjórðungssambandsþings. Eftirfarandi samþykktir voru gerðar á stofnþingi Fjórðungssambands Yestfirðinga, sem lauslega var frá skýrt í síðasta blaði. | S K U T U L L VIKUBLAÐ ! ÍJtgefandi: ! > AlþýÖuflokkurinn á Isafiröi i i Ábyrgðarmaður: | i Birgir Finnsson ; | Neðstakaupstað, Isaf. — Sími 13 i Afgreiðslumaður: i GuVmundur Bjarnason ! < Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202 S Innheimtumaður: i Haraldur Jónsson i Þvergötu 3. Isafirði. Niðurrifssiefnan í aJgleymingi. Hér í blaðinu hefir athygli hæj- arhúa verið vakin á niðurrifsstarfi íhaldsins, eins og það lýsir sér í Vesturlandi. Þar hefir verið ráðist fruntalega á hvert starfandi fyrir- tækið í bænum á fætur öðru: Fisk- iðjusamlag Otvegsmanna (Fiski- mjöl h.f.) og Vélsmiðjuna þór h.f., Samvinnufélag ísfirðinga, og nú síðast enn á ný á Vélsmiðjuna Þór li.f. Fyrirtækin, starfsmenn þeirra og forstöðumenn, hafa verið rægðir og svívirtir, og það leynir sér ekki, að íhaldið getur ekki þolað, að hér séu starfandi önnur fyrirtæki, en þau, sem gæðingar þess eða leigu- þý ráða yfir. Þessi hofmóður í- haldsmanna hefir, alla tíð verið að skjóta upp kollinum, síðan þeir slysuðust til að fá meirihluta í bæj- arstjórn Isafjarðar með því að fjórði maður þeirra hlaut 1/10 úr atkvæði fram yfir fiinmta mann Alþýðuflokksins, og með því að þeir hengdu kommúnista, sem eins- konar jeppakerru, aftan í vagn sinn. Nú eru bæjarstjórnarkosningarn- ar á næsta leiti, og þessvegna er niðurrifs áróðurinn að komast í al- gleyming. Hann er líka svæsnari en áður á kjörtímabilinu, vegna þess, að nú er óttinn við dóm kjós- endanna byrjaður að grafa um sig meðal íhaldsmanna. Þeir óttast, að þeir missi hinn nauma meirihluta sinn, og geta ekki unnt þeim, sem taka við stjórn bæjarmálanna, að hér í bænum standi steinn yfir steini á neinu sviði. Þeir ætla að skilja eftir sviðna jörð á flótta sín- urn: Bæinn sokkinn í skuldir, og útsvörum næstu ára fyrirfram eytt. Skipin, sem þeir ráða yfir, farin til annarrar heimsálfu, og svo á að vinna skemmdarverk eftir mætti á öðrum fyrirtækjum, sem þeir hafa ekki aðstöðu til að flytja burtu eða leggja í rúst. Þannig er liernaðar- áætlun íhaldsmanna í stuttu máli. Og á nazistiska vísu hafa þeir undirhúið þessa hernaðaráætlun sína rækilega með áróðri. Þeir hafa nefnilega stöðugt verið að saka pólitíska andstæðinga sína í bæjar- stjórn um skemmdarverk, þótt þeir hafi ekki annað gert en reynt að fá bæjarstjórnarmeirihlutan, til að fara að réttum lögum, og starfað á annan hátt, sém lýðræðislegur og frjáls andstöðuflokkur í bæjar- stjórn. Það hefir sífellt verið skrif- að og hrópað: Skemmdarverk, skemmdarverk, alveg af tilefnis- Verzlunar- og viðskiptamál. jFyrsta þing fjórðungsamhands Vestfirðinga gerir svohljóðandi á- lyktanir um viðskiptamál: 1. Þingið lýsir óánægju sinni yfir því fyrirkomulagi að megin- þorra þeirra nauðsynjavara, sem til landsins eru fluttar skuli vera um- skipað í Reykjavík, þar eð slíkt veldur verðhækkun á vörum til allra þeirra, sem utan Reykjavíkur húa. Skorar þingið á stjórnarvöld landsins, að hlutast til um með lagasetningu eða á annan hátt að úr þessu verði bætt. 2. Þingið felur fjórðungsráði að leita samninga við Eimskipafélag Islands og Samb. Isl. Samvinnufé- laga um að þessir aðilar liagi ferð- um skipa sinna á veslfirzkar hafn- ir á þann veg að komizt verði lijá uppskipun í Reykjavík. 1 annan stað leiti fjórðungsráð samstarfs við vestfirzka lcaupsýslu- menn og kaupsýslufyrirtæki um hvað þeir telji vænlegt til úrbóta í viðskiptamáluin þessa landshluta. 3. Þingið telur allt of mikið fjár magn og vinnuafl bundið í inn- flutningsverzlun landsmanna og teldi eðlilegt og æskilegt að ein- staklingar og framleiðendur um land allt mynduðu með sér inn- kaupasamband er nyti sömu að- stöðu og hefði sama hlutverki að gegna fyrir þá, eins og Samb. lsl. Samvinnufélaga fyrir kaupfélögin, enda verði innflutningi til landsins réttlátlega skipt milli þeirra aðila, er annast innflutningsverzlun á hverjum tíma. 4. Þingið hendir á þá stað- reynd, að enginn landsliluti leggur eins miklar gjaldeyristekjur í þjóð- arbúið, miðað við íbúatölu, og Vest- firðir. Af þeim sökum gerir ]>ingið þá kröfu til gjaldeyrisyfirvaldanna að Vestfirðingar séu ekki afskiptir við úthlutun gjaldeyrisleyfa, eins lausu, svijiað og liegar nazistarnir þýzku undirbjuggu ódæðisverk sin gagnvart nágrannaríkjum Þýzka- lands, og báru fórnardýrum sínum á brýn, að þau ætluðu sér að ráð- ast á herraþjóðina. Þessari óþokka iðju hljóta bæjar- búar aðeins að svara á einn veg. Þeir ganga þess ekki duldir lengur, hvað fyrir íhaldinu vakir. Vestur- land hefir svipt áróðurshulunni til hliðar, og niðurrifsstefnan er nú túlkuð þar í hverju blaðinu af öðru. Svar bæjarbúa hlýtur að verða: Við trúum á framtíð bæjar- ins. Þessvegna stöndum við vörð um það, sem hér hefir verið byggt upp, og veljum til forystu í bæjar- málunum þá menn, sem trúlega hafa að þeirri uppbyggingu unnið, og eru líklegastir til að halda því starfi áfram. Það eru Alþýðuflokksmenn og Al- þýðuflokkurinn, sem bezt hafa dug- að við þessa uppbyggingu, og þeim munum við fela aftur forustu bæj- armálanna. Niðurstaðan af dýr- keyptri reynslu okkar af íhaldi og kommúnistum er aðeins ein: Burt með niðurrifsmennina úr bæjar- stjórn. og reynsla undanfarinna ára hefur sýnt. Landhelgismál. Ársþing fjórðungssambands Vest- firðinga skorar á Alþingi og ríkis- stjórn að beita sér af alei'li fyrir stórfelldri stækkun landhelginnar svo fljótt, sem kostur er á. Ennfremur. telur þingið að land- helgisgæzla við Vestfirði hafi und- anfarin ár ekki verið svo góð, sem skyldi, og telur nauðsynlegt, að hún sé aukin að miklum mun, einkum að vor- og haustlagi. Símamál. Ársþing fjórðungssambands Vest- firðinga skorar á póst- og síma- málastjórnina að láta þegar á næsta ári fara fram gagngera endurbót á langlínum um Vestfirði, svo sem með því að leggja jarðstrengi yfir heiðar og fjölga langlínum. Telur þingið það ástand, sem verið lief- ur í símamálum Vestfjarða algjör- lega óviðunandi. Raforkumál. Ársþing fjórðungssambands Vest- firðinga skorar á raforkumála- stjórn ríkisins að hún láti þegar á næsta ári rannsaka til lilítar mögu- leika fyrir vatnsvirkjunum á Vest- fjörðum, og bendir jafnframt á að rafmagnsþörfin á þessu svæði fer slöðugt vaxandi og er því brýn þörf skjótra aðgerða í þessuin málum. Ársþingið lítur svo á að bygging sameiginlegra raforkuvera fyrir Vestfirði sé eitt hið mesta stórmál, sem nú kallar að um framkvæmdir á samhandssvæðinu. Ársþingið vill í sambandi við þessi mál láta það álit sitt í ljósi, að það telur mjög æskilegt, að tek- in yrði upp verðjöfnun á rafmagns gjöldum Lim land allt, og lelur það eitt af fruinskilyrðum fyrir afkomu möguleikum hinna ýmsu lands- liluta. Ársþingið treystir því, að al- þingismenn Vestfjarða liefji nú þegar saineiginlega baráttu fyrir liagkvæmri og skjótri lausn þess- ara mála. Vegamál. Ársþing fjórðungssambands Vest- firðinga skorar á Alþingi og vega- málastjórn að leggja aukna áherzlu á að koma byggðarlögum á Vest- fjörðuin, sein enn skortir vegi í bifvegasamband bæði innbyrðis og við aðalþjóðvegakerfi landsins, svo og að bæta stórum um þá vegi, sem þegar hafa verið lagðir, þar sem þess er mest þörf. Menntamál. I. Tillaga um sjómannafræðslu. Fyrsta þing fjórðungssambands Veslfirðingá skorar á alla þing- menn Vestfirðinga að beita sér nú þegar fyrir lagasetningu um stofn- un sjómannaskóla Vestfirðinga á Isafirði. II. Tillaga um menntaskóla. Fjórðungsþingið lýsir yfir fylgi sínu við þá stefnu í skólamálum að menntaskólar verði reistir í öllum landsfjórðunugm til þess að jöfnuð verði, sem bezt má verða aðstaða ungs fólks til langs skólanáms. Læt- ur þingið það álit sitt í Ijós, að sízt af öllu megi efnaliagur, ætterni né fæðingarstaður ráða því liverjir gerist embættismenn þjóðarinnar eða eigi þess kost að njóta æðri skólamenntunar. St jórnarskrármál. Ársþing fjórðungssambands Vest- firðinga telur það til vansæmdar þingi og þjóð, að ekki hefur enn verið samin fullkomin stjórnarskrá íslenzka lýðveldisins. Þingið samþyklcir að fela milli- þinganefnd þeirri, er samþykkt hef ur verið að kjósa, að móta tillögur til grundvallar nýrra stjórnskipu- unarlaga, er síðan verði lagðar fyr- ir næsta fjórðungsþing til af- greiðslu. 1 milliþinganefnd þá, sem fjalla á um stjórnarskránnálið, voru kosn ir þessir menn: Hannibal Valdimarsson, Isafirði, Hjörtur Hjálmarsson, Flateyri, Sæmundur Guðjónsson, Borðeyri. -------O ■ Athugasemd við rógsbréf. 1 síðasta Vesturlandi birtist rógs- bréf um Vélsmiðjuna Þór h.f., með undirskriftinni „Arnfirðingur í Þór“. Bréf þetta ber greinilega á sér fingraför uppgjafabæjarstjór- ans, sem íhaldsmenn ala nú liér vegna sérstakra hæfileika, sem telja má að hann hafi, til að dreifa út æruineiðandi og álitsspillandi á- róðri um pólitíska andstæðinga. Það er líka svo, að þessi maður leyfir sér flest, síðan hann fann upp það heillaráð að afnema boð- orð Mósesar. Efnið í áminnst bréf.mun Ásberg Sigurðsson liafa fengið hjá nema í vélsmiðjunni Þór h.f., og virðist þessi piltur liafa komið lögfræð- ingnum til að sjá rautt, með því að nefna mitt nafn við hann, og í tilefui af því, hvernig rógdreifai’i íhaldsins notar sér frásögn pilts- ina af okkar viðskiptum, vil ég taka fram: 1. Ég hefi aðeins einu sinni átt tal við nema þennan í síma, og þekki hann ekki í sjón. 2. Ég hefi hvorki fyrr né síðar liaft neitt með úlborganir að gera lijá Vélsmiðjunni Þór h.f., hvorki á or- lofsfé né öðrum launum. Það atriði mun forstjóri vélsmiðjunnar, Ólaf- ur Guðmundsson, svara fyrir, sem og fleiri atriði, er að honum veita í umræddu bréfi. 3. í tilefni af fyrirspurnum í lok bréfsins til stjórnarmanna Vél- smiðjunnar Þór h.f., vil ég aðeins behda heimildarmanninum að um- ræddu bréfi á það, að fyrirtæki eins og Þór h.f., getur svo bezt staðið sig, að starfsmenn þess, há- ir sem lágir, sýni því fulla trú- mennsku í störfum og hegðun, og forðist það að hjálpa niðurrifsöfl- um og rógberum til að grafa und- an fyrirtækinu. Birgir Finnsson.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.