Skutull


Skutull - 18.11.1949, Blaðsíða 1

Skutull - 18.11.1949, Blaðsíða 1
XXVII. árg. Isafjörður, 18. nóvember 1949. 37. tölublað. Næsta viðfangsefni útgerðarinnar. Ég svaraði blaðinu Vesturlandi lítillega í síðasta Skutli, í tilefni af árásum þess á Samvinnufélag Is- firðinga, og hefir svar mitt til blaðs ins orðið til þess, að það vill nú gjarnan láta ósagt sumt það, sem áður var sagt, og er það út af fyr- ir sig vel. Þó reynir blaðiö ennþá, að flíka sumum kenningum sínum, í viðeigandi búningi rógs og mann- orðsskemmda, en ég kann mér ekki geð til að eltast við fyrrur þess að sinni. Þó vil ég aðeins nefna eitt at- riði, sem ég af ásettu ráði lét vera að undirstrika í fyrri grein minni, en það atriði kollvarpar til fulln- uslu þeirri kenningu Veslurlands, að hægt sé að „auka framleiðslu" skipa S. 1. með því að fa þau í hend ur einstakra manna, t.d. skipstjóra eða vélstjóra. Samvinnufélag Isfirð- inga er nefnilega eign þess fólks, sem hjá því vinnur og hefír unnið á liðnum árum. Þar eiga ekki að- eins skipstjórar og vélstjórar hlut að máli, heldur einnig hásetar og verkafólk. Það er þetta fólk, sem á Samvinnufélagsbátana, og keypti þá hingað til bœjarins, eftir að „einkaframlakið" hafði gefizt upp á mestallri útgerð héðan, og skipa- stóll bæjarbúa, sem þá var í ein- stakra manna eigu, hafi verið seldur burt úr bænum fyrir atbeina lánsstofnanna. Stofnun Samvinnufélagsins var nauðvörn vinnandi Isfirðinga til sjós og lands gegn þeim afleiðing-' um af aflaleysi og verðfalli afurð- anna, sem einkaframtak dugmikilla útgerðarmanna gat ekki við ráðið, og það liggur ekkert fyrir um það, að einkaframtakið sé nú færara um, eða fúsara til, að mæta aðsteðjandi örðugleikum vegna aflaleysis og dýrtíðar síðustu ára, en það var á árunum 1925—1927. Þvert á móti hafa þeir einstaklingar, sem hér hafa á undanförnum árum átt skip, ýmist lagt þeim, selt þau úr bæn- um, eða strokið með þau til annarra heimsálfa frá skuldheimtumönnum og veðhöfum. Á sama tíma hefir útgerð Sam- vinnufélagsins verið rekin af full- um krafti, eins og ég sýndi fram á í fyrri grein minni og Vestur- land treystir sér ekki til að mót- mæla. Ég læt þar með lokið í bili þeirri fræðslu, sem ég hefi talið nauðsyn- legt að veita Vesturlandi um þessi mál, en skal nú, eins og ég hét í síðasta Skutli, ræða nokkuð um þau úrræði, er ég lel, að komið geti að haldi í tilhögún útgerðar- innar héðan, með það fyrir augum, að fyrirbyggja taprekstur, eða a. m.k. að draga úr honum. Það breytta fyrirkomulag, sem ég hefi i huga, útheimtir fyrst og fremst samslarf við sjómennina, og því beini ég einkum máli mínu til þeirra. Svo sem kunnugt er, voru eldri bátar S. 1. gerðir út í útilegu fram til haustsins 1945, en síðan hefir þeim verið róið úr landi héðan. Meðan bátarnir voru í útilegu fengu þeir aðalveiði sína á fjar- lægari miðum, og á ég þar við Jök- ulfiskiríið síðari hluta vetrar og á vorin. Fiskiríið við Jökulinn brást svo að segja aldrei, en ástæðurnar til þess, að dró úr sókninni á þau mið, voru þær, að á stríðsárunum var ekki hægt að salta aflann, en hinsvegar voru góð skilyrði til að losna við hann í skip hér á Isafirði, eða í hraðfrystihús hér eða vestur á fjörðum, og eftir að þau ákvæði voru sett í matslög, að ekki mætti koma með eldri afla en tveggja sólarhringa gamlan til ísunar, eða hraðfrystingar, fór að verða ógern- ingur að sækja suður undir Jökul. Jafnframt þessu hélzt fiskverðá árunum 1943—1945 að mestu ó- breytt, á sama tíma sem dýrtíð hækkaði stöðugt, en þetta þýddi fyrir sjómenn á útilegubátum, að tekjur þeirra uxu ekki að sama skapi og fæðiskostnaðurinn, og loks var svo komið; að fjölskyldu- menn töldu sér mun hagkvæmara, að stunda sjó á landróðrabátum héðan, heldur en að vera í útilegu, jafnvel þó brúttó þénusta þeirra væri minni en í útilegunni. Nú er fæðiskostnaðurinn orðinn það hár, að margir sjómenn hafa sagt við mig, að það sé fyrir þá sama og að hafa tvö heimili, að vera í skip- rúmi upp á það, að eiga að greiða fæði sitt sjalfir, og veit ég, að þetta er rétt hjá þeim, ef gert er ráð fyr- ir, að aðeins aflist fyrir kauptrygg- ingu eða þar um bil. Væri aftur á móti hægt að ganga út frá svo miklum afla, að hlutur færi til muna fram úr kauptryggingu, þá mundi þetta breytast, og útilegan borga sig betur fyrir sjómennina. Nú vitum við það, að afli á mið- unum hér heima hefir á síðustu ár- um farið minnkandi, og brugðist hrapalega á síðustu tveim vertíð- um. Hvort hér er um varanlegt á- stand að ræða, skal ósagt látið, en margt bendir til þess, að sívaxandi togveiðar hér út af Vestfjörðum séu þegar búnar að höggva skarð í fiski stofn okkar. A.m.k. er það víst, að fiskigöngurnar komast ekki eins nærri landi og áður var, og fiski- hlaupJUér við Djúpið eru nú orðin óþekkt fyrirbrigði. Skrap togaranna á grynningun- um á vorin er sérsfaklega varhuga- vert, því þá drepa þeir ungviði í stórum stíl, sem ekki er svo hirt, og einnig telja margir, að fiski- stofninum stafi hætta af dragnóta- veiðum, sem mjög hafa aukizt á síð ari árum, en um það eru skiptar skoðanir. — Þessa þróun, sem nú hefir verið stuttlega lýst, getum við ekk- ert ráðið við, en fyrir þá, sem línu- veiðar stunda, er nú orðið tíma- bært að reyna að einhverju leyti að komast á önnur mið, þar sem afla- von er meiri, til þess að útgerð okk- ar sé ekki öll háð hinum stopula afla og gæftaleysinu hér heima við. Og þá er ég kominn að því, sem ég vildi segja: Við eigum að gera nýsköpunarbátana sænskbyggðu út í útilegu, og salta fiskinn um borð. Saltfiskmarkaðurinn hefur nú aft- ur opnast, og er markaðsverðið á saltfiski hærra en á hraðfrysta fisk- inum. ÞaÖ þýðir, að ef .krafan um styrkjalausan atvinnurekstur, sem mjög var höfð á oddinum í nýaf- stöðnum alþingiskosningum, yrði framkvæmd með því að afnema fiskábyrgð ríkissjóðs, þá mundi vera hagstæðara fyrir framleiðend- ur að eiga saltfisk heldur en hrað- frystan fisk. 1 útilegunni á þessum bátum mundi vera meiri aflavon, heldur en á landróðrabátunum hér heima, og aukin vinna sjómannanna við aflann mundi gefa þeim meiri hlut. Fyrir útgerðina er þessi veiðiað- ferð á hinn bóginn koslnaðarminni með því að viðlegugjald sparast, og ekki þarf að kaupa eins mikið af veiðafærum. Ég tel þó, að koma verði til móts við sjómennina, hvað fæðiskostnaðinn snertir, enda þótt útgerðin sé engan veginn fær um að taka þann kostnað á slg til viðbótar þeim gjöldum, sem hún á að greiða, en getur ekki staðið undir. Ég vil fyrir mitt leyti vara sterklega við því, að bæta auknum kvöðum á úlgerðina, meðan hún er í mestum þrengingum, því slíkt get- ur orðið til þess að loka öllum sundum. Fæðiskoslnaðinn verðum við þessvegna að hjálpast að við að fá lækkaðan með öðrum ráðum, t.d. með niðurgreiðslum, eða eftirgjöf á tollum af matvælum eða öðru slíku. Með tilliti til þéss, að togaraflot- inn og verzlunarskipaflotinn hafa þau hlunnindi, að geta birgt sig af ódýrri matvöru erlendis, væri ekki ósanngjarnt, að vélbátaflotinn fengi að njóta svipaðra fríðinda. Þessi tillaga mín, um línuveiðar á útilegubátum, er engin nýjung, heldur set ég hana fram vegna þess að ég tel, að nú séu ýmsar aðstæð- ur orðnar svo breyttar, að þessi út- gerð muni vera, eftir atvikum, eitt það skársta, sem hægt sé að ráðast í. Ýmsir fleiri eru á sömu skoðun, þeirra á meðal hinn duglegi og aflasæli skipstjóri hjá h.f. Nirði, Framhald á 3. síðu. Álit sjómanna: Eftirfarandi ályktun var samþykkt í einu hljóði á sj ómannaf élagsf undi: „Fundur, haldinn í Sjó- mannafélagi Isfirðinga 14. nóv.*1949, vítif harðlega þær tilefnislausu og ómaklegu á- rásir á Samvinnufélag Is- firðinga, sem hvað eftir ann- að haf a birzt í blaðinu Vest- urland. Fundurinn lítur svo á, að þessar árásir á Samvinnufé- lagið séu um leið árásir á ís- firzka sjómannastétt, þar eð Samvinnufélagið hefur allt frá stofnun þess verið stærsti og traustasti grundvöllurinn undiv afkomu ísfirzkra sjó- manna og bæjarbúa yfir- leitt, auk þess sem það hefur ævinlega sýnt góðan skiln- ing á kjaramálum sjómanna stéttarinnar. Fundurinn vill í þessu til- efni þakka Samvinnufélagi Isfirðinga fyrir þann ómet- anlega skerf, sem það hefur fyrr og síðar lagt fram til eflingar atvinnulífsins í bæn um, og fyrir þrautseiga bar- áttu í útgerðarmálum á erf- iðleikatímum, þegar aðrir út gerðaraðilar hafa ýmist gef- izt upp eða flúið af hólmi. Þá lýsir fundurinn því ennfremur yfir, að hann telji, að dylgjur „Vestur- lands" í áðurnefndum skrif- um, um það, að sjómenn vinni sviksamlega, þegar þeir starfa á samvinnu- og félagsútgerð, sé rakalaus rógur um isf irzka sj ómenn". k^——

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.