Skutull

Árgangur

Skutull - 08.01.1952, Blaðsíða 2

Skutull - 08.01.1952, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L SKUTULL Útgefandi: < Alþýðuflokkurinn á Isafirði | Ábyrgðarmaður: ; Birgir Finnsson ! Neðstakaupstað, Isaf. — Sími 13 ! ; Afgreiðslumaður: ; ; GuZmundur Bjarnason ; I Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202 ; Innheimtumaður: ; ; Haraldur Jónsson ; Þvergötu 3. IsafirZi- hafði Alþýðuflokkurinn þar með náð hreinum meirihluta í bæjar- stjórn Isafjarðar. I bæjarstjórn ísafjarðar átti Finnur síðan sæti í rúm 20 ár sam- fleytt. — Er mér ekki kunnugt um, að nokkur maður hafi átt þar sæti jafn langan tíma. í ársbyrjun 1922 voru þeir Vil- mundur Jónsson og Eiríkur Ein- arsson kosnir í bæjarstjórnina af lista Alþýðuflokksins, og hófst nú mikið athafnatímabil í sögu bæj- arins undir forustu þeirra Finns og Vilmundar. Þá voru keyptar Hæstakaupstaðar- og Neðstakaup- staðareignirnar, og eignaðist bæj- arfélagið þar með meirihluta þeirra lóða, sem kaupstaðurinn er byggður á. Síðan rak hver merkis- framkvæmdin aðra: Bæjarbryggj- an var byggð, kúabúinu á Selja- landi komið á fót, elliheimilið, hið fyrsta á landinu tók til starfa, sjúkrahúsið reist, skólarnir efldir, starfsemi bókasafnsins stóraukin og svo framvegis. Þegar bæjarstjórn Isafjarðar kaus sér í fyrsta sinn forseta úr hópi bæjarfulltrúanna, varð Finn- ur fyrir valinu. Einnig átti hann jafnan sæti í þýðingarmestu nefndum bæjarstjórnarinnar svo sem: hafnarnefnd, fjárhagsnefnd, skólanefnd og í byggingarnefnd- inni. Varð baráttan í bæjarmálum Isafjarðar feikna hörð á þessum árum, svo að rómað var um land allt, enda áttu andstæðingar Al- þýðuflokksins í bænum þá ýms- um færum hæfileikamönnum á að skipa, eins og t.d. Sigurjóni Jóns- syni og Sigurði Kristjánssyni, svo að einhverjir þeirra séu nefndir. Þá dró ekki síður til sögulegra atburða í verkalýðsmálunum á ísa- firði, eftir að Finnur var orðinn formaður Baldurs. Fram að þessu hafði verkalýðsfélaginu ekki tek- izt að ná samningum við atvinnu- rekendur. Kváðust þeir mundu hækka eða lækka kaupið eftir eig- in geðþótta, án afskifta óviðkom- andi aðila, en með því orðalagi áttu þeir við verkalýðsfélagið og samninganefnd þess. Brátt tókst Finni þó að ná munnlegum samningum við at- vinnurekendur um kaup og kjör verkamanna. En ekki var við það komandi, að samkomulagið fengist sett á pappír og hlyti staðfestingu með undirskriftum aðila. Neituðu fulitrúar atvinnurek- enda þeim tilmælum verkamanna og töldu óþarft með öllu að tor- tryggja munnleg heit. Var svar þeirra næsta eftirminnilegt, því að það var á þessa leið: „Menn eru menn ,og orð eru orð“. En því miður fór það svo, að þessir menn reyndust ekki þeir, sem ætlað var, og það ber mjög að harma, að orð þeirra voru ekki haldin. Hugðust nú atvinnurek- endur ganga milli bols og höfuðs á félaginu, áður en því yxi frekar fiskur um hrygg. Voru félags- bundnir verkamenn þá settir á svartan lista hjá atvinnurekend- um og fengu ekki atvinnu, nema þeir segðu sig úr félaginu. — Urðu sumir fátækir fjölskyldumenn að sætta sig við þessa afarkosti, en flestir þeirra sendu samt árgjald sitt til félagsins með úrsögninni, þrátt fyrir fátækt sína, og létu þannig ótvírætt í ljós, að þeir vildu styrkja félagið áfram. Voru slíkar úrsagnir að vísu afgreiddar á félagsfundum, en úrsegjendurn • ir jafnframt færðir á sérstaka skrá, og gerðist félagið þannig á tímabili að nokkru leyti neynifé- lag. Með þessu móti tókst Finni og meðstjómendum hans að verja félagið áföllum, og efldist það fremur en hitt við þessar eldraun- ir allar. Er saga verkalýðsbarátt- unnar á ísafirði á þessum árum öll hin merkilegasta. Leið svo fram til ársins 1926, að verkalýðsfélagið Baídur náði ekki viðurkenningu atvinnurek- enda, sem réttur aðili um ákvörð- un kaups og kjara. En þá var lagt til höfuðorustu. Mikið og sögulegt verkfall hófst, og lauk því með al- gerum sigri félagsins. Náði það hagstæðum og skriflegum samn- ingum og varð ekki sniðgengið úr því sem réttur samningsaðili um hagsmunamál verkamanna. Aftur lenti þó í hörðu og lang- vinnu verkfalli á Isafirði á árinu 1931, og aftur bar félagið, undir sterkri forustu Finns Jónssonar, algeran sigur af hólmi og hefur æ síðan reynzt verkamönnum óbil- andi vígi til sóknar og varnar um hagsmuna- og velferðarmál þeirra. Verður ekki um það deilt, að það var öllum öðrum fremur Finn- ur Jónsson, sem braut hina óbil- gjörnu andspyrnu gegn samtökum verkalýðsins á Isafirði á bak aft- ur og gerði Verkalýðsfélagið Bald- ur ósigrandi. En Finnur lét ekki þar við sitja í verkalýðsmálunum. Hann beitti sér fyrir stofnun verkalýðsfélaga víðsvegar um Vestfirði og síðan fyrir stofnun Alþýðusambands Vestfjarða, enda var hann kjörinn fyrsti forseti þess, gegndi því trúnaðarstarfi vestfirzkra verka- lýðssamtaka alla tíð, meðan hann gat því við komið vegna anna. Jafnan var Finnur kosinn full- trúi Baldurs á Alþýðusambands- þing, og í stjórn Alþýðusambands Islands átti hann sæti á annan áratug, eða þar til það, árið 1940, var skipulagslega aðskilið frá Al- þýðuflokknum, en síðan hefur hann ávalt átt sæti í miðstjórn hans. Séra Guðmundur hafði á sínum tíma gefið Alþýðusambandi Vest- fjarða blaðið Skutul, er hann hafði stofnað og haldið lengi úti á eiginn kostnað. Á árunum 1931—1935 var Finn- ur ritstjóri Skutuls, en hafði á- valt skrifað mikið í hann og í Al- þýðublaðið um hugðarefni sín og baráttumál. Er í þessum blöðum báðum að finna fjölda margar greinar eftir Finn Jónsson um hin margvíslegu efni. Eru flestar þess- ara greina skrifaðar að kveldi eða að nóttu til, oft að afloknum löng- um vinnudegi og erilsömum. — Þykir mér og rétt að geta þess, að allt það mikla og ómetanlega starf, sem Finnur Jónsson lagði fram í þjónustu verkalýðssamtak- anna á Isafirði — í bæjarstjórn Isafjarðar og í nefndum bæjar- stjórnar — og vegna útgáfu Skut- uls og annarar félagsmálastarf- semi, — var unnið í tómstundum í viðbót vdð skyldustörfin og án allra launa eða endurgjalds. Finni varð brátt ljóst, að ekki nægði það eitt að tryggja verka- fólkinu hátt kaup fyrir vinnu sína, ef hag þess skyldi örugglega borg- ið. Viðskiptamálunum varð líka að sinna, og þá einnig og ekki síður grundvelli allrar efnahagsafkomu — atvinnulífinu sjálfu. Hann gerðist því strax öflugur stuðningsmaður Kaupfélags ís- firðinga og var í mörg ár í stjórn þess. Hitt mun þó eigi síður tryggja nafni hans veglegt sæti í sam- vinnusögunni, að hann varð aðal- hvatamaður að stofnun Samvinnu- félags ísfirðinga, hins fyrsta og merkasta útgerðarsamvinnufélags, sem starfað hefur hér á landi til þessa. Einstaklingsútgerðinni á ísafirði hafði vegnað mjög illa. Gengu bankarnir að útgerðarmönnlinum svo að segja öllum samtímis, og var nálega allur vélbátafloti ís- firðinga þannig seldur úr bænum á árinu 1926. Þá sýndist mörgum sem vonlegt var mikil vá fyrir dyrum, og hélt ýmsum við örvæntingu. En Finn- ur og Vilmundur og samherjar þeirra létu ekki hugfallast. Þeir beittu sér í ársbyrjun 1927 fyrir stofnun útgerðarfélags á sam- vinnugrundvelli. Þar með skyldi grunnurinn lagður að nýju að at- vinnulífi kaupstaðarins. — Og þetta tókst. — Haraldi Guðmunds- syni, sem á þessu ári hafði verið kjörinn þingmaður Isafjarðar, heppnaðist að fá samþykkta á Al- þingi ríkisábyrgð fyrir láni, er fé- lagið tæki til skipakaupa. Finnur Jónsson var kosinn framkvæmda- stjóri Samvinnufélagsins, og sigldi hann nú til Noregs og Svíþjóðar ásamt Eiríki Einarssyni til samn- ingagerðar um smíði hentugra fiskibáta fyrir félagið. Tókst sú för hið giftusamlegasta, því að á næstu tveimur árum, 1928 og 1929, eignaðist Samvinnufélag ís- firðinga 7 báta, er hver um sig var 40—50 smálestir að stærð. — Allt hin fegurstu og beztu skip, sem á- valt síðan hafa myndað undirstöðu atvinnulífsins í ísafjarðarbæ. — Var Finnur forstjóri Samvinnufé- lagsins til ársins 1945, er Birgir sonur hans tók við forstöðu þess. Hér hefur nú í stuttu máli verið rakin afskifti Finns Jónssonar af verkalýðsmálum, kaupfélagsmál- um, bæjarstjórnarmálum og at- vinnumálum Isfirðinga, og ber þá næst að greina frá afskiptum hans af almennum stjórnmálum, þó að þar verði að fara mjög fljótt yfir sögu. Finnur hafði nokkrum sinnum verið í framboði til Alþingis fyrir Alþýðuflokkinn í Norður- ísa- fjarðarsýslu. Að vísu tókst honum ekki að ná þar kosningu, enda var sýslan rótgróið íhaldskjördæmi. En smátt og smátt tókst honum þó með þrautseigju og lægni að vinna þar upp allverulegt fylgi um stefnu Alþýðuflokksins. Árið 1933 var hann svo í kjöri á ísafirði, náði kosningu með veru- legum atkvæðamun og var ávalt endurkjörinn þingmaður Isfirðinga síðan. Hafði hann alls átt sæti á 24 þingum, er hann lézt. Er það allra manna mál, jafnt andstæðinga sem fylgismanna, að Finnur hafi verið í merkustu þing- mannaröð og haft á Alþingi giftu- samleg áhrif á afgreiðslu mála. Hann aflaði sér jafnan staðgóðrar þekkingar á þeim málum, er hann ræddi eða skrifaði um, og var því rökfastur málflytjandi og „fund- vís á kjarna máls“, eins og forseti sameinaðs þings komst réttilega að orði um hann í minningarorðum um hann látinn nú fyrir nokkrum dögum. Á þingi fylgdi hann fast fram málum kjördæmis síns, en fyrst og fremst var hann þó ávalt óbrigðull fulltrúi sjómannastéttarinnar í heild, í hverju máli er hana snert- ir eða hennar hag varðaði. Af þessu leiddi það óhjákvæmi- lega, að honum voru falin fjölda- mörg þýðingarmikil trúnaðarstörf fyrir íslenzka sjómannastétt. Þannig var hann formaður síldar- útvegsnefndar í 7 ár, í stjórn síld- arverksmiðja ríkisins í 10 ár, þar af formaður í 3 eða 4 ár og síðan varaformaður; átti einnig um skeið sæti í útflutningsnefnd ríkis-

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.