Skutull

Árgangur

Skutull - 01.02.1952, Blaðsíða 2

Skutull - 01.02.1952, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L Forseti Islands látinn, SKUTULL Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn á Isafirði Ábyrgðarmaður: ;! Birgir Finnsson Neðstakaupstað, Isaf. — Sími 13! Afgjreiðslumaður: GuHnmndur Bjarnason ; Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202 I Innheimtumaður: ; Haraldur Jónsson Þvergötu 3. Isafirfii. Onýtir stýrimenn Þegar íhaldsstjórnin tók við völdum í marz 1950, þá birti hún þjóðinni þegar stefnuskrá sína, eins og líka lög gera ráð fyrir. Þessi stefnuskrá er að því leyti merkilegt „plagg“, að það virðist því gimilegra til fróðleiks, um þá er það sömdu, eftir því sem lengra líður frá. Þetta skal rökstutt með örfáum dæmum. í stefnuskrá stjómarinnar segir svo m.a.: Þeir sem lágar tekjur hafa, mega ekki við því að taka á sig auknar byrðar. Nei, það var nú eitthvað annað en að stjórnina skorti skilning á þessu mikilvæga máli fyrir launa- stéttirnar í landinu. Og vissulega var hún boðin og búin til þess að koma í veg fyrir það, að „þeim með lágu tekjumar“ yrði íþyngt um of. Um þetta segir enn fremur í stefnuskránni: „Ríkisstjórnin er því staðráðin í því að gera það, sem í hennar valdi stendur, að þær byrðar, sem almenningur kann að taka á sig vegna leiðréttingar á hinu skráða gengi krónunnar, verði sem minnst ar, og óskar í því sambandi að hafa samráð og samstarf, svo sem vera má, við stéttarsamtök al- mennings og forustumenn þeirra“. Þá má ekki gleyma þessari gullnu setningu: „Að komið skuli áfram í veg fyrir atvinnuleysi“. Af fleiru er að taka en hér skal spymt við fótum í bili. Reynslan hefur sannað, að lítið er „vald“ þessarar háttvirtu ríkis- stjómar, ef hún hefur gert allt „sem í hennar valdi stóð“ til að framkvæma stefnuskrá sína. Vart höfðu hinir nýbökuðu forráðamenn þjóðarinnar fyrr tyllt sér í ráð- herrastólanna, en peningarnir urðu svo til verðlausir og samtímis var atvinnuleysinu sleppt lausu. Og áfram var haldið í sama dúr. Fundið var upp nýtt „patent“ til þjónkunar við láglaunamenn: Báta gjaldeyrisokrinu var hleypt af stokkunum og svartimarkaðurinn þar með í lög leiddur. Verðlags- eftirlitið var afnumið og hinir einu sönnu velgerðarmenn alþýð- unnar, heildsalarnir, tóku náðar- Sveinn Bjömsson, forseti ís- lands, lézt af hjartaslagi aðfara- nótt föstud. 25. f. m. Sveinn Bjömsson var tæplega sjötíu og eins árs að aldri, fæddur í Kaup- mannahöfn 27. febrúar 1881. For- eldrar hans voru Björn Jónsson, ritstjóri Isafoldar og síðar ráð- herra, og Elísabet Guðný Sveins- dóttir. Árið 1900 lauk Sveinn Björnsson stúdentsprófi úr Latínuskólanum, lögfræðiprófi í Höfn 1907 en varð síðar málaflutningsmaður við landsyfirréttinn. Sveinn Bjömsson tók snemma mikinn þátt í opinbemm málum, átti sæti í bæjarstjórn Reykjavík- ur árin 1912—1920 og á alþingi sem þingmaður fyrir Reykjavík árin 1914—1916 og 1919—1920. En jafnframt öllum þessum trún- aðarstörfum gerðist hann athafna- samur forgöngumaður marghátt- aðra framfara og var meðal ann- ars aðalhvatamaður að stofnun Eimskipafélags íslands, enda fyrsti formaður í stjórn þess, og að stofnun Sjóvátryggingafélags Islands; en forstjóri Brunabótafé- lags Islands var hann einnig árin 1916—1920 og 1924—1926. Árið 1920 var Sveinn Björnsson skipaður sendiherra íslands í Kaupmannahöfn, og varð hann fyrstur allra til þess að gegna slíku starfi fyrir land og þjóð á er- lendum vettvangi. Gegndi hann því í hartnær tuttugu ár. í sam- bandi við þetta embætti voru Sveini Bjömssyni falin marghátt- uð trúnaðarstörf fyrir landið er- lendis, svo sem viðskiptasamning- ar við erlend ríki; en auk þess sat samlegast að sér að annast allt verðlagseftirlit í landinu. Ekki þarf að taka því fram, að alveg hefur ríkisstjómin gleymt að spyrja stéttarsamtök alþýðu ráða. Þessi háttvirta ríkisstjórn er svo upptekin við að vinna að velferð almennings í landinu, að. hún hefur engan tíma aflögum til þess að ræða við forráðamenn al- þýðusamtakanna. Oft hefur þjóðarskútu íslend-. inga verið siglt langt af leið, en þó aldrei sem nú. Þeir sem á stjórnpallinum standa virðast ekki vandanum vaxnir. En vonandi ber þjóðin gæfu til að afskrá þessa stýrimenn áður en í algjört óefni er komið, og ráða aðra nýja í þeirra stað; menn, sem eru þess umkomnir að færa skútuna heila í höfn, þótt brotsjóir og dimm- viðri sé fyrir stafni. hann margar ráðstefnur fyrir ís- lenzk stjórnarvöld, bæði norrænar og alþjóðlegar. Þegar Danmörk var hertekin ár- Sveinn Björnsson. ið 1940, hvarf Sveinn Björnsson heim til Reykjavíkur og var þá um eins árs skeið ráðunautur rík- isstjórnarinnar um utanríkismál, sem hún hafði þá orðið að taka í sínar hendur um leið og konungs- valdið, er sambandið milli íslands og Danmerkur rofnaði raunveru- lega vegna styrjaldarinnar. En ár- ið 1941 var Sveinn Björnsson kjör- inn til þess af alþingi að vera rík- isstjóri og fara með konungsvald- ið fyrst um sinn, og gegndi hann því embætti, þar til sambandinu við Danmörku var formlega slitið Hin tíðu dauðaslys, sem orðið hafa á sjó nú upp á síðkastið, munu hafa vakið öllum lands- mönnum ugg í brjósti. Fjórir menn hafa hrakist fyrir borð og drukknað af togaraflotan- um á tæpum mánuði. — M.b. Val- ur frá Akranesi fórst með allri á- höfn í ofviðrinu þann 5. f.m. Sex ungir sjómenn fórust með bátn- um, þar á meðal einn ísfirðingur, Brynjólfur Ö. Kolbeinsson. — Þann 15. f.m. fórst m.b. Bangsi frá Bolungarvík. Tveir menn drukknuðu. — M.b. Grindvíkingur frá Grindavík fórst í aftakaveðri þann 18. f.m. öll áhöfnin, fimm menn, drukknuðu. Sautján ungir vaskleikamenn eru sem í einni svipan horfnir úr tölu lifenda. Þeim voru búin þau grimmu örlög að falla fyrir brim- sköflum í fullu f jöri og löngu fyr- ir aldur fram. og lýðveldið stofnað hér á landi árið 1944. Var hann þá kjörinn forseti lýðveldisins af alþingi til eins árs, á hinum sögulega fundi þess að Lögbergi 17. júní það ár, en árið 1945 fór fram fyrsta þjóð- kjör forseta samkvæmt þeirri stjómarskrárbreytingu, er gerð var, þegar lýðveldið var stofnað, og varð Sveinn Björnsson þá sjálf- kjörinn; enginn annar var í kjöri. Á sömu lund fór, er kjósa skyldi forseta 1949. Sveinn Bjömsson varð þá sjálfkjörinn í annað sinn. Enginn óskaði að skipta um mann í forsetastól, meðan þess væri kost- ur, að njóta hans við, reynslu hans og mannkosta. Sveinn Björnsson var kvæntur danskri konu, Georgíu, fæddri Hoff-Hansen, dóttur Hans Henrik Emil Hansens lyfsala og justits- ráðs í Hobro á Jótlandi, og lifir hún mann sinn. Áttu þau sex börn, sem öll em upp komin. Um það verður ekki deilt, að það hafi verið mikil hamingja fyrir þjóðina, að Sveinn Björnsson skyldi veljast til þess að verða fyrsti forseti lýðveldisins. Fyrir það féll það í hans hlut að móta þetta æðsta embætti þjóðarinnar, en það hlutverk leysti hann þannig af hendi, að betur varð ekki á kos- ið. Með Sveini Bjömssyni er hnig- inn í valinn einn af beztu sonum þjóðarinnar, bæði fyrr og síðar. Alla setur hljóða við hin tíðu sjóslys og allir viðurkenna, að þjóðin rísi ekki undir þeirri blóð- töku sem þessi dauðaslys hafa í för með sér. Og nú er spurt: Er ekkert hægt að gera til þgss að auka frekar öryggi þeirra sem sjóinn sækja? Það virðíst vera fullkomin þörf fyrir strangara eftirlit, en verið hefur, með öllu sem viðkemur ör- yggi á sjó. í þessu sambandi má benda á það, að full þörf mun vera fyrir auknu samstarfi Veðurstof- unnar og sæfarenda. Hér bíður mikið og erfitt vanda- mál úrlausnar þeirra aðila sem á- byrgð bera á öryggismálum sjó- mannastéttarinnar. Framfarimar í þessum málum hafa vissulega verið miklar og örar. En ennþá má herða fastatökin, eins og bezt sézt af ofanrituðu. Aukið öryggi á sjó. Krafa, sem ekki má liggja í þagnargildi.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.