Skutull


Skutull - 01.02.1952, Blaðsíða 1

Skutull - 01.02.1952, Blaðsíða 1
XXX. árgangur. ísafjörður, 1. febrúar 1952. 3. tölublað. Skutull er málgagn alþýðunnar á Vestfjörðum. Nauðsyn þess, að ísfirðingar f ái nýtt hraðfrystihús Fyrir skómmu f óru f ram umræður á alþingi um atvinnu- mál og atvinnuleysi á Isaf irði og Sigluf irði. Tveir ráðherr- ar báru fram þingsályktunartillögu um það að verja af ríkisfé allt að 1,5 millj. kr. til að koma upp hraðfrystihúsi á Siglufirði og ábyrgjast allt að 1,5 millj. kr. til þessara framkvæmda, verðii þess talin þlörf. Strax og þessi tillaga kom fram, bar Hannibal Valdimarsson fram breytingar- tillögu um það að taka inn í tilloguna ákvæði um sams konar aðstoð til að koma upp hraðfrystihúsi á Isafirði. Steingrímur Steinþórsson, for- sætisráðherra og Ólafur Thors, at- vinnumálaráðherra, báru þings- ályktunartillöguna fram. Því var yfir lýst, að þessi tillaga væri fram borin til þess að reyna að bæta úr atvinnuleysinu á Siglufirði. Þingsályktunartillagan orðist svo samkv. breytingartillögu Hanni- bals: „Alþingi ályktar að veita ríkis- stjórninni heimild til þess að verja af ríkisfé allt að 3 millj. kr. í því skyni að koma upp hraðfrystihús- um á Siglufirði og á ísafirði og á- byrgjast allt að 3 millj. kr. til þessara framkvæmda, verði þess talin þörf. Bæði lánsupphæðin og ábyrgðarupphæðin skiptast að jöfnu mílli staðanna". I umræðum þeim, sem fram fóru um þetta mál í sameinuðu þingi, benti Hannibal Valdiarsson á það, að alveg sömu söguna af aflabresti og atvinnuleysi — og engu betri — væri að segja frá ísafirði og Siglufirði. Það væri þörf á því að veita Siglfirðingum aðstoð til að vinna bug á atvinnuleysinu hjá þeim, og alveg sama máli gegndi um ísafjörð. Afkoma ísfirðinga hlyti að byggjast á fiskveiðum og nýtingu sjávarafla, en nú hefði bátaaflinn brugðizt með öíiu'. Og að því leyti væru ísfirðingar verr staddir en Siglfirðingar, að á Siglufirði væri þó alltaf dálítil vinna á sumrin vegna viðbúnaðar til að taka á móti síld, enda þótt svo hörmulega hefði farið, að síld- veiðin sjálf brygðist. Hann gat þess og, að eina leiðin væri sú, að togarar ísfirðinga legðu afla sinn upp heima að stað- aldrdi til fullrar verkunar þar, en ekki væri aðstaða til að verka nema lítið af afla þeirra heima. Á hinn bóginn væru togararnir í eign hlutafélags en ekki bæjarfé- lagsins — líka sá togari, sem rík- isstjórnin afhenti Isfirðingum í fyrra, — og bæjarstjórnin gæti ekkert við það ráðið, ef stjórn hlutafélagsins sæi sér hag í því að láta togarana landa aflanum á öðrum stöðum. Eina ráðið væri því að bæta aðstöðuna til fiskiðnaðar þar heima. Áki Jakobsson tók fremur illa í tillögu Hannibals, lét sem hún gæti fremur orið til að spilla fyrir Sigl- firðingum og vitnaði til þess, að þeir hefðu gert út sendinefnd á fund ríkisstjórnarinnar vegna at- vinnuleysisins. Virtist hann meina, að það skapaði þeim einhverja sér- stöðu. En Hannibal skýrði aftur á móti frá því, að bæjarstjórn Isafjarðar hefði einnig s.l. haust sent nefnd á fund stjórnarinnar vegna sömu ástæðna. Hefði nefndin rætt við atvinnumálaráðherra, fjármála- ráðherra og forsætisráðherra og skilið eftir hjá atvinnumálaráð- herra greinargerð um málið í heild. Að þessu leyti væri enn sama máli að gegna um ísafjörð og Siglu- fjörð. Og kvaðst hann mundu treysta því í lengstu lög, að ísa- fjörður yrði ekki beittur neinni rangsleitni í þessu máli. Hann vildi leggja þörf þessara tveggja staða fyrir fiskiðjuver öldungis að jöfnu, og úr því að ríkisstjórnin sæi þörf Siglfirðinga og vildi bæta úr henni, hlyti hún einnig að sjá þörf Isfirð- inga og vilja gera þeim hina sömu úrlausn. Fiskiðjuver á ísafirði væri þar að auki alls ekkert ný- mæli. Um það hefði nýbyggingar- ráð á sínum tíma f jallað eftir um- sókn að vestan, enda þótt það lyki svo störfurh, að málið væri óaf- greitt. Þess er vert að geta, að forsætis- ráðherra lét svo ummælt er hann reifaði málið af hálfu flutnings- manna, að eðlilegast hefði verið, að frá þessu hefði verið gengið við afgreislu fjárlaga. En í sambandi við fjárlagafrumvarpið flutti Hannibal Valdimarsson tillögu um fjárframlög úr ríkissjóði til fisk- iðjuvera á Isafirði og Siglufirði, en þeirri tillögu sinnti stjórnarliðið ekki þá, fremur en þarfleysa væri. Gísli Jónsson lézt vera undrandi á því, hví bæjarstjórn Isafjarðar léti ekki togaranna leggja upp afla heima eftir þörfum, úr því að bær- inn ætti meirihluta hlutafjárins. En þetta skýrði Haraldur Guð- mundsson eftirminnilega. Bæjar- stjórn Isafjarðar kýs að vísu þrjá menn af fimm í stjórn útgerðar- félagsins, en minnihlutinn — íhaldið — hlýtur að ráða einum þessara þriggja. Sá fulltrúi skipar síðan meirihluta í stjórninni ásamt fulltrúum einstaklinganna og hef- ur þverskallast við að fara eftir fyrirmælum bæjarstjórnarinnar í útgerðarstjórn um það, að togar- arnir yrðu látnir leggja upp afla heima til að bæta úr atvinnu- ástandinu. En ef aukin væru veru- lega skilyrði til að taka á móti togaraafla, t.d. með því að koma upp nýju og myndarlegu hrað- frystihjisi, hefði þessi meirihluti útgerðarstjórnarinnar að minnsta kosti enga afsökun fyrir því að senda skipin á brott með aflann. Um þetta mál spunnust allmikl- ar umræður. Auk tillögu ráðherr- anna tveggja og breytingartillögu Hannibals Valdimarssonar, báru þeir Haraldur Guðmundsson og Gylfi Þ. Gíslason fram aðra breyt- ingartillögu um margháttaðar ráð- stafanir til atvinnuaukningar í Reykjavík, svo og um 4 millj. kr. framlag af ríkisfé til atvinnuaukn- ingar almennt. Allar þessar tillögur komu til at- hugunar í fjárveitingarnefnd, og varð samkomulag um það að fall- ast á fjögurra millj. króna tillög- una, en láta í henni felast væntan- legar fjárveitingar til hraðfrysti- húsa bæði á Siglufirði og ísafirði. Lagði nefndin til, að tillagan orð- aðist svo: „Alþingi ályktar að heimila rík- isstjórninni að verja allt að 4 millj óimin króna til þess að bæta úr at- vinnuörðugleikum í landinu á þann hátt, er hún telur heppilegast. Bíkisstjórnin getur sett þau skil- yrði fyrir aðstoð þessari, um tuól- framlög og annað, sem hún telur nauðsynleg". Nefndin taldi, að engin þörf væri á því að veita stjórninni sér- staka heimild fyrir ábyrgðum í þessu sambandi, þar eð henni væri heimilt samkvæmt f járlögum að á- byrgjast lán allt að 8 milljónum króna til hraðfrystihúsa og fiski- mjölsverksmiðja, og væri sjálfsagt að nota þá heimild í því skyni, ef þörf krefur. Hannibal Valdimarsson lýsti yf- ir því í umræðunum um tillögu þessa í sameinuðu þingi, er fram fóru 23. f.m., að hann tæki aftur breytingartillögu sína í trausti þess, að ísfirðingar fengju nauð- synlegt fjárframlag til hraðfrysti- húss af þeim 4 milljónum, sem til- laga nefndarinnar heimilaði að verja til atvinnuaukningar. Og Haraldur Guðmundsson tók einnig til baka þann hluta breytingartil- lögu sinnar, sem fjallaði um ná- kvæmlega sömu fjárveitingu. Tillaga nefndarinnar var síðan samþykkt mótatkvæðalaust. Eins og þegar hefur verið drep- ið á, þá lögðu hinir tveir ráðherr- ar íhaldsstjórnarinnar einungis til að reynt yrði að bæta úr atvinnu- leysinu á Siglufirði með því að koma þar upp frystihúsi fyrir rík- isfé. Hinsvegar virtist stjórnar- liðið í fyrstu beinlínis andvíkt því Framhald á 3. síðu.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.