Skutull

Árgangur

Skutull - 01.02.1952, Blaðsíða 3

Skutull - 01.02.1952, Blaðsíða 3
SKUTULL 3 ★ ★ ★ I annál setjandi. Guðrún Bjömsdóttir MINNINGARORÐ. Carlsen skipstjóri. Þann 27. des. s.l. var amerískt skip, Flying Enterprise, 6711 smá- lestir, statt um 300 sjómílur suð- vestur af írlandi á leið til Ham- borgar með vörur og nokkra far- þega. En þegar hér var komið skall á óstjómlegt ofviðri og mun öldu- hæðin hafa náð allt að 60 fetum. Þá er fárviðrið var í algleymingi sprakk byrðingur skipsins á móts við yfirbyggingu og sjór féll í lest- ar. Skipstjórinn, Kurt Carlsen, danskur að uppruna en til heimil- is í Ameríku, sendi þegar út neyð- armerki, og tók stefnu suður á bóginn, þar sem annarra skipa var helzt von. Lekinn ágerðist stöðugt. Næsta dag hallaðist skipið um 30 gráður og lét ekki að stýri. En nú voru önnur skip komin á vettvang. Þegar svona horfði tók Carlsen skipstjóri þá ákvörðun (29. des.), að láta farþega og skipshöfn yfir- gefa skipið. Þar sem ekki reyndist unnt að koma við lífbátunum sök- um ofviðrisins, þá stökk fólkið fyr- ir borð í björgunarbeltum. Sumir velktust í sjónum fast að tveim stundarfjórðungum, en öllum varð þó bjargað. Sjálfur kvaðst Carlsen ætla að vera um kyrrt í skipinu, sem hraktist stjómlaust fyrir stórsjó og ofviðri, þar til þá að sýnt þætti að því mundi með engu móti hald- ið ofansjávar. Halli skipsins var nú um 60 gráður. Stórviðrið hélzt svo til óbreytt næstu dægur. Engri hjálp var því við komið. Þann 3. jan. tókst samt áhöfninni á ameríska herskipinu, John W. Weeks, en herskip þetta var komið á vettvang fyrir sólar- hring síðan, að skjóta línu yfir til Carlsens og koma til hans mat- vælum á þann hátt, en síðustu dag- ana hafði hann lifað á stórri jóla- köku einni saman. Forðabúr skips- ins var í kafi í sjó. Næsta dag kom eitt bezt búna björgunarskip brezka flotans á vettvang, Turmoil. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir reyndist ekki auðið að festa dráttartaug í skip- ið, en fyrir sérstakt snarræði og hugprýði lánaðist stýrimanni björgunarskipsins, K.R. Dancy, að stökkva af borðstokk Turmoil yfir á Flying Enterprise, Carlsen skip- stjóra til aðstoðar og bjuggu þeir félagar um sig í káetu skipstjóra. — Heldur var veður skárra næsta dag. Og tókst nú þeim félögum að grípa línu er skotið var frá Turm- oil og festa kaðal í skipinu. Veður fór stöðugt batnandi, og næstu f jóra daga var haldið áfram áleiðis til Falmout, en sú leið var nær 350 sjómílur. Var nú sem allar blikur hefðu ★ ★ ★ horfið af lofti í einni svipan og að hið einstæða ævintýr mundi fá farsælan endi. En þetta fór á ann- an veg en áhorfðist um stund. Að- faranótt 9. janúar — þá var að- eins eftir 47 mílna leið til Falm- outh — gerði óveður á ný. Drátt- arkaðlarnir slitnuðu og Flying Enterprise rak enn stjórnlaust fyrir fárviðri og hafróti. Á skammri stundu óx halli skips- ins upp í 80 gráður. Óveðrið hélt áfram allan næsta sólarhring og skipið nær því fyllti af sjó. Kl. 3,10 e.h. þann 10. janúar lauk bar- áttu þeirra félaga við höfuðskepn- urnar á þá lund, að þeir stukku frá reykháf hins sökkvandi skips í sjóinn og voru innbyrtir í Turm- oil eftir örstutta stund. Næsta dag stigu þeir svo á land, þar sem þúsundir manna biðu til þess að fagna þeim. Heillaóskaskeyti drifu að þeim hvaðanæfa að úr veröldinni, og tilboðum um kaup á frásögn um þennan sérstæða sjó- hrakkning rigndi yfir Carlsen, skipstjóra, frá kvikmyndafyrir- tækjum og ýmsum öðrum stofnun- um og félögum. Vonandi hefur Carlsen, skipstjóri, séð sér fært að taka einhverju af tilboðum kvikmyndafélaganna, því óefað mun það verða eftirminnileg sjón að sjá þetta svipmikla ævintýr hans gætt lífi og litum á hvíta tjaldinu. Frá Ameríkuför Churchills. Ameríkuför Churchills hefur að vonum vakið mikið umtal og blaða skrif heimshomanna á milli. I ræðu sem Churchill flutti í Ottawa, lét hann svo um mælt, að eftir viðræðurnar í Washington og Ottawa væri hann enn sannfærð- ari en áður um sigur Atlantshafs- bandalagsins, ef til styrjaldar kæmi. Einnig drap hann á það, að horfurnar fyrir styrjöld væru minni en þær hefðu verið undan farið ár, og þakkaði það samtök- um Norður-Atlandshafsríkjanna og stefnu þeirra í varnarmálum. Þá sagði Churchill, að Bretar myndu ekki gerast aðilar að Evrópuher, en hins vegar veita honum það lið sem þeir mættu. Að lokum talaði Churehill um innan- ríkismál Breta, og gat þess m.a. að Bretar myndu leitast við að rétta við efnahag þjóðarinnar til þess að þurfa ekki að vera upp á aðrar þjóðir komnir fjárhagslega. Til gamans má geta þess, að á meðan Churchill dvaldist í Was- hington var efnt til veizlu honum til heiðurs í brezka sendiherrabú- staðnum þar í borginni. Truman forseti var meðal gestanna. Þegar fagnaðurinn stóð sem hæst, sett- Enginn mun sá Isfirðingur, sem slitið hefur barnsskónum, að hann ekki kannist við Guðrúnu Björns- dóttur. Og ég efast ekki um að öll- um þeim, sem höfðu af henni ei»- hver kynni, verði óvenju hlýtt um hjartaræturnar þá er þeir minnast hennar. Guðrún var fædd 17. maí árið 1875. Foreldrar hennar voru þau Ingibjörg Jónsdóttir frá Amardal og Bjöm Einarsson frá Sandsnesi í Steingrímsfirði. Guðrún ólst upp með móður sinni og skildi aldrei við hana, en hún lézt árið 1908. Guðrún dvaldist hér til dauðadags, 18. des. 1951. Hún stundaði alla almenna vinnu, bæði hússtörf og útiverk, en hin síðari árin var hún hreingerningarkona einvörðungu. Af þessu stutta yfirliti um ævi- feril Guðrúnar má m.a. sjá, að hún hafði verið það sem kallað er ein- stæðingur og jafnan búið við kröpp xlífskjör. En Guðrún var aldrei einstæðingur í hjarta sínu og auðlegð hennar var stórum meiri en mai’gra þeirra sem ekki vita ,.aura sinna tal“. Hún leitaði ávallt og stöðugt eftir „sólskins- hliðunum í lífinu" og átti reyndar undur auðvelt með að finna þær. Hún var líka ævinlega ánægð og miðlaði öðrum óspart af gleði sinni og hugaryl. Ég kynntist Guðrúnu nokkuð á því tímabili ævi minnar er mað- urinn mótast hvað mest. Og ég ist Truman við flygilinn í veizlu- salnum og lék lög eftir Chopin. Mun Churchill hafa hlustað hrifinn á hljóðfæraslátt forsetans og reykt vindil, sem var allmiklu betri og dýrari en þeir, sem hann reykir venjulega. Meðal viðstaddra voru Dean Acheson, Anthony Eden og Ismay Iávarður. Var góður rómur gerður að hljóðfæraslætti forsetans. verð að segja það, að mér fannst yfirleitt bjartara í kringum mig, þá er ég hafði átt orðastað við Guðrúnu. En enda þótt Guðrún væri gædd nærri einstæðri bjartsýni, þá var hún ei að síður raunsæismann- eskja. Hún var því í bezta máta réttsýn á menn og málefni. Það var sannfæring hennar, að alþýð- an yrði sjálf að leysa sín vanda- mál á grundvelli félagslegra sam- taka. Hún fylgdist vel með þróun- inni í verkalýðsmálum, og hún var Alþýðuflokkskona af lífi og sál. Hún var góð starfskona, góður fé- lagi og mikil gæfumanneskja. Slík- ar manneskjur deyja ávalt fyrir aldur fram, hversu mörg ár sem þær annars eiga að baki sér þeg- ar dauðinn kallar þær. Óskar Aðalsteinn. ——O------------ Nýtt hraðfrystihús. Framhald af 1. síðu. að ísfirðingum yrði látin sams konar aðstoð í té. Málalyktir urðu samt þær, að íhaldið treystist ekki til að standa af sér þunga rök- semdanna, en slíkt er næsta ó- venjulegt þegar þessir herrar eiga hlut að máli. En nú má vonandi vænta þess að bráðlega verði kom- ið hér upp fullkomnu frystihúsi. Ekki þarf að fjölyrða um það hversu mikil lyftistöng slíkt fyrir- tæki yrði fyrir atvinnulífið í bæn- um. Bæjarbúar munu að sjálfsögðu samdóma um það, að svo bezt verði sigrast á atvinnuleysinu, að þetta mál nái fram að ganga og það hið bráðasta. Messað í Isafjarðarkirkju n.k. sunnudag. Almenn messa kl. 2 e.h. Barnamessa kl. 11 f.h. Mínar innilegustu þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu mig á 85 ára afmæli mínu þann 18. þ. m., með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. Karl Olgeirsson. Af alhug þökkum við sýnda samúð við fráfall og jarðarför systur minnar GUÐRÚNAR BJÖRNSDÓTTUR. Ykkur vinkonum hennar þökkum við innilega ómetanlega hjálp í legu hennar, við andlát og jarðarför. Einnig templurum, söngfólki og öllum öðrum er sýndu henni hlýhug. Jón H. Jóhannesson.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.