Skutull

Árgangur

Skutull - 28.05.1952, Blaðsíða 4

Skutull - 28.05.1952, Blaðsíða 4
4 SKUTULL SVIKAKAENIK 1 SJALFSTÆÐISMALINU ... Framhald af 1. síðu. kvæði sínu samþykkt niðurfall sambandslagasamningsins, en greitt atkvæði móti bráðabirgða- stjórnarskránni“. Þama hafa menn þá mína af- stöðu til skilnaðarmálsins. Og svo mega gáfnaljósin við Vesturlandið og Morgunblaðið spreyta sig á því að útskýra fyrir fólki í hverju svikin séu fólgin við sjálfstæði ís- lands. Hitt er svo annað mál, að ég beitti mér af alefli á móti bráða- birgðastjómarskránni, og lýsti því yfir, að ég vildi engin eftirkaup eiga við íslenzka stjórnmálamenn um lýðveldisstjórnarskrána. — Um það mál skal ég fúslega ræða í næsta blaði. Aðeins eitt að lokum: Hvaða tökum hafa þeir verið teknir, mennimir, sem höfðu sömu af- stöðu og ég 1944 — „svikaramir í sjálfstæðismálinu“ ? Hafa þeir ekki verið fangelsaðir, reknir í út- legð eða þó a.m.k. hlotið fordæm- ingu þjóðarinnar? Rifjum upp nokkur nöfn: Sig- urður Guðmundsson skólameistari á Akureyri. Snorri Sigfússon, skólastjóri á Akureyri, ólafur Bjömsson, hagfræðingur, Gylfi Þ. Gíslason, hagfræðingur, Árni Páls- son, prófessor, Sigurður Nordal, prófessor — og síðast en ekki sízt séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, svo að aðeins örfá nöfn séu nefnd af þeim hundruðum, já, þúsundum, sem tóku sömu afstöðu og ég til skilnaðarmálsins 1944. Hvað hefir þá orðið um þessa menn, síðan þeir af háyfirdómi Vesturlands og Morgunblaðsmanna voru dæmdir sem þjóðsvikarar? Jú, Sigurður Guðmundsson lézt heiðri krýndur, og fylgdi honum til hinztu hvíldar flest stórmenni þjóðarinnar eins og verðugt var. Snorri Sigfússon er einhver mest virti skólamaður landsins og er nú námsstjóri norðanlands. Hagfræðingarnir ólafur Bjöms- son og Gylfi Þ. Gíslason hafa ver- ið gerðir að prófessorum við Há- skóla Islands, og er a.m.k. sá fyr- nefndi í ekki litlum metum hjá S j álf stæðisf lokknum. Árni Pálsson, prófessor, lifir við sæmd í hárri elli viðurkenndur sem einhver traustasti Islendingur samtíðar sinnar. Og þá er það Sigurður Nordal, prófessor. Hvað er nú orðið af hon- um? Hefir hann máske verið rek- inn í útlegð? — Nei, ekki aldeilis? En þegar finna þurfti mann í sendi- herraembættið í Kaupmannahöfn. — Mann, sem væri öðmm líklegri til að leysa torleysta hnúta í einu þýðingarmesta menningar- og sjálfstæðismáli þjóðarinnar, þá varð „þjóðsvikari“ númer eitt frá 1944 fyrir valinu. Vinaspegill. Blað framsóknarmanna, Tíminn, birti í s.l. viku forustugrein um alþingiskosninguna á Isafirði og sagði þá það, sem hér fer á eftir um vini vora íhaldsmenn og kommúnista: „Um kommúnista er það að segja, að þeir verðskulda ekki annað en fylgistap bæði vegna stefnu sinnar út á við og inn á við. Sjálfstæðisflokkurinn verðskuldar líka allt anuað en traust Is- firðinga. Reynslan af stjóm hans á Isafjarðarbæ á undanförnum áram getur engan kjósanda hvatt til að' kjósa frambjóðanda hans. Stjóra hans á fjármálum ríkisins á undanföraum árum er enn minni meðmæli með honum. Ahugaleysi hans fyrir velferð hinna dreifðu byggða getur ekki heldur aukið tiltrú lsfirðinga til hans. Hesteyri er góð áminning fyrir lsfirðinga um það, hvernig það er að treysta á framtak gróðamanna og forsjá. Isfirðingar eiga líka um það eftirminnilegt dæmi úr sinni eigin sögu.“ Hinsvegar láðist svo Tímanum að gera grein fyrir því, hvers vegna verkamenn og sjómenn á ísafirði ættu að vera að kasta atkvæðum sínum á framsókn, íhaldinu einu til þægðar, en Fram- sóknarflokknum sjálfum svo sannarlega til einskis gagns. Og svo eru sögulokin bezt. Það á að kjósa þjóðhöfðingja á lslandi það herrans ár 1952. Þreif- að hefur verið á baki og brjósti ýmsra helztu forustusauða í flokki „sjálfstæðisins“ — ólafur Thórs — Nei, ekki hann. — Thór Thórs. — Nei, ekki heldur. Báðir léttvæg- ir fundnir, enda hefði orðið að skíra þá báða upp, eins og nýju ríkisborgarana 1952, sem ekki fá að halda útlendum nöfnum sínum sem óbreyttir borgarar. — Lengi er þreifað, lengi Ieitað ... og loks ... jú, loksins fannst hann, fslend- ingurinn, sem tveir stærstu flokk- ar þjóðarinnar, og þó fyrst og fremst sjálfur Sjálfstæðisflokkur- inn taldi öllum öðrum sjálfsagðari til að verða forseti hins unga lýð- veldis vors. Og maðurinn var einn aðal „svikarinn“ í sjálfstæðismál- inu frá 1944. Sá, sem æstustu sjálfstæðishetjuraar hræktu eftir, þegar lýðveldið var stofnað og hringdu upp látlaust á nóttu og degi, án þess að segja til nafns síns, til þess eins að hvæsa að hon- um orð eins og svikari, þjóðníðing- ur, þjóðsvikari og önnur þvílík ekki fegri. — Síðan þetta var, eru bara 8 ár, en tímarnir breytast og mennirnir með. Það er sem sé engum blöðum um það að fletta, að skammaryrðið „svikarinn í sjálfstæðismálinu“, er orðið tvíeggjað sverð og mun nú engum blandast hugur um, hvert eggjar snúa. < önnur þeirra — sú bitrari, snýr að Sjálfstæðisflokknum svokall- aða. — Hin að Framsóknarflokkn- um, fóstbróður hans. Hannibal Valdimarsson. Hugsandi menn kasta ekki atkvæði sínu á glæ. Menn eru farnir að giska á, hve mörg atkvæði Gísli Sveinsson muni nú fá við forsetakjörið. Fyrst voru menn með nokkuð háar tölur, en nú eru menn yfirleitt á þeirri skoðun, að honum muni ganga erf- iðlega að halda meðmælendunum. öllum er ljóst, að í forsetakjör- inu stendur baráttan milli Ásgeirs og Bjarna, og það er nú einu sinni svona, að skynsamir og hugsandi menn vilja ekki vanvirða helgi kosningaréttarins með því að kasta atkvæði sínu til einskis. — Þess vegna gera menn það upp við sig í forsetakjörinu, hvort þeir geti heldur hugsað sér Asgeir Asgeirs- son eða séra Bjarna Jónsson í sessi þjóðhöfðingjans, og með til- liti til þess taka þeir svo afstöðu á kjördegi. Eins er það í aukakosningunni hér á Isafirði. Ýmsir góðir menn hafa að vísu mælt með því að þeir Haukur og Jón færu í framboð svona fyrir siðasakir. En alvarlega hugsandi menn í flokkum þeirra gera það vissulega upp við sig á kjördegi, hvort þeir vilji heldur stuðla að því, að Hannibal hverfi af þingi — eða að íhaldinu bætist þar atkvæði í þjónustu reykjavík- urvaldsins með komu Kjartans á þingbekki. Með því að taka nógu mörg at- kvæði samvinnumanna og verka- lýðssinna til hliðar frá Hannibal Valdimarssyni og leggja þau í glatkistu gagnslausu framboðanna — gæti svo farið, að Hannibal hyrfi af þingi, og að atkvæðis hans og áhrifa yrði þar saknað, þegar örlög þýðingarmikilla samvinnu- mála og verkalýðsmála kæmu til úrslita á Alþingi. En þá væri of seint að naga sig í handabökin. Það er í seinasta lagi á kjördegi, sem menn verða að hafa gert það upp við sig, hvort þeir telja málum sínum betur borg- ið með veru Hannibals Valdimars- sonar á Alþingi — eða með setu Kjartans J. Jóhannssonar þar á þingi í hans stað. ---------o-------- Heillaóskir í Skátaheimilinu. Eins og undanfarin ár verða heillaóskir seldar í Skátaheimilinu í sambandi við ferminguna hér um næstu helgi. Hafa verið prentuð ný eyðublöð og er myndin á þeim eftir mál- verki, er Viggó Jessen gerði fyrir mörgum árum. Er þetta mjög fal- leg mynd. Byrjað verður að taka á móti heillaóskunum í Skátaheimilinu á laugardag kl. 4 e.h., og skal fólki bent á, að afhenda sem mest af heillaóskunum á laugardag, hvort sem móttakandi á að fermast á hvítasunnudag eða annan í hvíta- sunnu, því að sjálfsögðu verða heillaóskirnar ekki bornar út, fyrr en fermingarathöfninni er lokið. Móttaka er einnig báða fermingar- dagana. Heillaóskir skátanna eiga vax- andi vinsældum að fagna, enda eru þær ódýrari en sambærilegar kveðjur, og allt er gert til þess, að viðskiptavinirnir fái sem bezta og fljótasta afgreiðslu. ------------------------------ VALIÐ ER AUÐVELT, segir Vesturlandið og segir það rétt. Sjómenn kjósa ekki flokkinn ,sem barðist gegn tog- aravökulögunum og öllum kjarabótum sjómanna fyrr og síðar. Verkamenn og verkakon- ur kjósa ekki flokkinn, sem verkalýðssamtökin hafa alltaf átt í höggi við. Iðnaðarmenn kjósa hvorugan stjórnarflokk- inn, sem í sameiningu hafa nú lagt þriðja aðalatvinnuveg þjóðarinnar — Iðnaðinn — í rúst. — Launamenn geta engir kosið dýrtíðar- og gengisfalls- flokkana, sem eyðilagt hafa efnalega afkomu allra launa- manna. Smákaupmenn eiga lieldur enga samleið með íhaldinu, sem fórnað hefur þeirra hagsmun- um fyrir ofurgróða fámennrar heildsalaklíku í Beykjavík. Valið hefur vissulega aklrei verið auðveldara en nú. ------------------------------

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.