Skutull

Árgangur

Skutull - 04.07.1952, Blaðsíða 3

Skutull - 04.07.1952, Blaðsíða 3
S K U T U L L 3 Frá aðalfundi S.I.S. tTSVÖRIN Framhald af 2. síðu. niðurjöfnunamefnd nokkuð aukið persónufrádrátt og tekið meira til- lit til ómegðar en áður. Hækkun útsvaranna ,sem þannig næst með svo að segja óbreyttum álagningarreglum er þessvegna vottur þess, að tekjur manna á s.l. ári hafa mikið hækkað frá árinu á undan, enda mun álagður tekju- skattur hér í bæ í ár vera um 60% hærri en í fyrra. Hitt er svo annað mál, að dýrtíðin hefir líka vaxið, og þó tekjur manna séu að krónu- tölu háar, þá hrökkva þær jafnvel skemur en áður. Eins er það með tekjur bæjarsjóðs: Dýrtíðin, sem vaxið hefir um 240—250 stig í stjórnartíð núverandi ríkisstjórn- ar, gerið þær stöðugt verðminni. Þetta er mikið vandamál fyrir bæjarfulltrúa, hvar í flokki sem þeir standa, og þegar þeir verða, af illri nauðsyn, að takast það hlutverk á hendur að leggja á há útsvör, þá er það fyrst og fremst gert vegna þess, að þarfir bæjar- ins eru þarfir bæjarbúa sjálfra vegna þeirra mála, sem þeim eru sameiginleg, svo sem heilbrigðis- mála, skólamála, gatnagerðar, vatnsveitu, fátækraframfæris og lýðtrygginga, svo nokkuð sé nefnt. Það fer svo mikið eftir afkomu manna á þessu ári, hvort útsvörin innheimtast, en hvort sem það tekst vel eða illa, munu bæjarfull- trúar Alþýðuflokksins eftir sem áður vinna að því, að afla bænum nýrra tekjustofna, og draga úr út- gjöldum bæjarins eftir því, sem mögulegt er, meðan svo illa árar, sem gert hefir að undanförnu. Hringdans Matthíasar og Ásbergs. Á síðasta bæjarstjórnarfundi hrópuðu þeir félagarnir Matthías Bjarnason og Ásberg Sigurðsson mikið um „stefnubreytingu" Al- þýðuflokksins í sambandi við út- svörin. Hér að framan hefir verið sýnt fram á, að afstaða Alþýðu- flokksins er óbreytt, en aðstæður- nar hafa neitt hann inn á troðnar slóðir í bili. Allt skraf og skrif þeirra M. og Á. bendir hinsvegar til, að um gjörbreytta stefnu sé nú að ræða hjá þeim, og keppast þeir við að dansa þennan hring- dans sinn frammi fyrir bæjarbú- um. En furðulítil hugkvæmni má það vera hjá þessum mönnum, að eftir að þeir urðu í minnihluta, skuli þeir ekki geta fitjað upp á öðru en að taka upp kröfur og til- lögur Alþýðuflokksins, sem þeir eru um árabil búnir að kollfella í bæjarstjórn. Hvað mikið er upp úr þessari stefnubreytingu þeirra leggjandi, mun sýna sig, þegar á það reynir, að fá „þann stóra“ til að greiða götu bæjarfélaganna, og fá þeim nýja tekjustofna, en vart er hægt að verjast þeirri hugsun, að gauragangur M. og Á. út af út- Skipakaup. Um þessar mundir hefir staðið yfir aðalfundur S.l.S. í Reykjavík, og jafnframt er minnst 50 ára af- mælis sambandsins og 70 ára af- mælis Kaupfélags S-Þingeyinga, en það er elsta kaupfélag lands- ins. Á aðalfundinum s.l. þriðju- dag skýrði Vilhjálmur Þór, for- stjóri, frá því að samið hefði verið um smíði tveggja nýrra kaup- skipa fyrir S.Í.S. Á annað að vera 900 lestir en hitt á að geta flutt um 3000 lestir fullhlaðið. Minna skipið er í smíðum í Hollandi, og verður það væntan- lega afhent Sambandinu í janúar- mánuð i næstkomandi. Er þetta skip hið fullkomnasta í alla staði, MÓTI SPARNAÐI. Sjálfstæðismenn í bæjai'stjórn greiddu s.l. miðvikudag atkv. gegn tillögu um það, að ekki yrði ráðin aðstoðarstúlka að Ilúsmæðraskólanum, en tillag- an hlaut samþykki með atkv. meirihlutans. Hefir bæjar- stjórn aldrei fengið fullnægj- andi skýringu á því, að þörf skuli vera talin á þjónustu- stúlku við kvennaskóla, skipað- an 30—40 stúlkum á bezta aldri, sem einmitt eiga að læra húsverk. Fyrir sama fundi lá tillaga skólanefndar húsmæðraskólans um kaup á leirtaui fyrir skól- ann, og vildi nefndin fá þetta skreytt með „blárri eða bleikri rönd“, en þá átti leirtauið að vera 33% dýrara en venjulegt leirtau. Þessu voru Alþýðu- flokksmenn á móti, og vildu láta kaupa venjulegt leirtau. Tillaga nefndarinnar náði þó fram að ganga með atkvæði Jóns Jónssonar, klæðskera, sem mættur var fyrir Sósíalista, og með atkv. Sjálfstæðismanna. Þessi dæmi sýna, þótt í smáu sé, ósamræmið í málflutningi Sjálfstæðismanna. — Þeir heimta lækkun tekna bæjarins en eru á móti öllum sparnaði í útgjöldum. s__________________ 1 svörunum nú sé 100% sýndar- mennska. Að öðru leyti skal ekki rúmi blaðsins að þessu sinni eytt á þennan dúett. Annar þeirra, Matthías, lét sér ýmislegt um munn fara á síðasta bæjarstjórn- arfundi, sem sýndi glöggt, eins og reyndar hefir oft áður komið í Ijós, að honum er ekki tamt að hugsa áður en hann talar. og munu meðal annars verða í botni þess olíutankar, sem hægt verður að flytja í um 300 lestir af olíu. Stærra skipið verður smíðað í Óskarshöfn í Svíþjóð. Verður það álíka stórt og Amarfell, en þannig smíðað, að það geti borið allmiklu meiri farm, eða um 3000 lestir. Skip þetta verður fullsmíðað árið 1954. Þessari frásögn Vilhjálms Þór var tekið með miklum fögnuði af fundarmönnum, enda mun aðstaða sambandsins til flutninga til hinna ýmsu kaupfélagshafna stór- batna með þessum nýju skipum. Auk þessara skipakaupa er það vitað að Eimskipafélag Islands h.f. hefir samið um smíði tveggja nýrra kaupfara. Kaupfélögin fá 3,7 milljónir. Þá var samþykkt á fundinum s.l. þriðjudag tillaga um ráðstöfun á tekjuafgangi Sambandsins fyrir árið 1951, en hann nam 4.427,882 krónur. Var samþykkt að leggja í varasjóð Sambandsins 698 þús. kr. En afganginn, 3.729,000,00 krónur, var samþykkt að endur- greiða til kaupfélaganna í hlut- falli við vörukaup þeirra á árinu og rennur þetta fé í stofnsjóð þeirra. ■.... O Unglingavinna. Þegar skólarnir hættu í vor var margur unglingurinn í vandræðum með sjálfan sig, því litla atvinnu hefir verið að hafa í bænum, sem unglingum hentar. Margir stálp- aðir piltar og stúlkur eru sjálfsagt enn í vandræðum, og hafa ekki fengið vinnu við sitt hæfi. Þetta er slæmt ástand, en þeim "mun verra er til þessa að vita, að ráðið til úrbóta hefir verið fyrir hendi, eu verið látið ónotað. Þetta ráð haía forráðamenn Isfirðings h.f. haft í hendi sér. Félagið á hér á staðnum um 1000 tonn af óverk- uðum saltfiski, sem ekki er gert ráð fyrir að verði afskipað fyr en í haust. Má því gera ráð fyrir, að á fiskinum verði mikil rýrnun, sem að nokkru leyti hefði mátt vinna upp með því að verka hann, en fiskverkun er einmitt vinna, sem getur orðið notadrjúg fyrir unglinga og stúlkur. Því mun e.t.v. verða svarað til, að félagið skorti aðstöðu til fiskverkunar, en sú mótbára er haldlítil. Félagið hefir í smáum stíl látið Ingvar Péturs- son verka fyrir sig, og er það gott svo langt sem það nær, en annar aðili á staðnum, Kaupfélagið, hef- ir fullt svo góð skilyrði til að taka að sér fiskverkun, og er auk þess einn af stærstu hluthöfum í Isfirð- ingi h.f. Ætti því að vera hægur- inn á, að semja við Kaupfélagið um verkun, en það er eins og hið blinda flokksofstæki Ásbergs framkvæmdastjóra og Matthíasar stjórnarformanns geri þeim ómögu legt að eiga eðlileg verzlunarvið- skipti við aðra en pólitíska jábræð- ur. Þama er um að ræða vandamál, sem bæjarstjóm hlýtur að láta til sín taka. Bærinn er aðaleigandi ís- firðings h.f., og þegar svo er á- statt, að stóran hóp bæjarbúa vantar atvinnu, þá er ekki hægt að þola það, að möguleikar, eins og sá, sem lýst hefir verið, séu látnir ónotaðir. -------0--------- Fyrsta síldin. Fyrsta síldin barst á land fyrir norðan í gær. Var það m.b. Sæfari frá Súðavík sem kom með 60 tunn- ur, og bátur af Suðurnesjum, sem kom með 40—50 tunnur. Síld þessi mun hafa veiðst á Skagagrunni. S.l. nótt varð lítilháttar vart við síld úti af Rauðanúp, en ekki hefir fréttzt um veiði. Knattspyrnuför. Isfirzkir knattspyrnumenn úr Herði og Vestra fara til Siglu- fjarðar í dag til keppni í knatt- spyrnu við Siglfirðinga. Munu verða leiknir tveir leikir, sá fyrri á laugardag og hinn síðari á sunnudag. Koma ísfirðingarnir heim aftur á sunnudagskvöld. Siglfirðingar unnu bæjarkeppnina. Hin vinsæla bæjarkeppni í frjálsúm íþróttum milli ísfirðinga og Siglfirðinga fór að þessu sinni fram hér á ísafirði í s.l. viku. Siglfirðingar unnu keppnina, sem ,var mjög skemmtileg og tvísýn, þar eð Siglfirðingar tryggðu sér ekki sigurinn fyrr en í síðasta stökki síðustu keppnisgreinarinn- ar, þrístökki, en það gerði hinn efnilegi þrístökkvari Siglfirðinga Friðleifur Stefánsson. Næsta bæjarkeppni fer fram á Siglufirði sumarið 1954. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Kristín Jónsdóttir og Gunnar P. ólason, ísafirði. Hjúskapur. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband af sóknarprestinum séi’a Sigurði Kristjánssyni, ungfrú Sigrún Einarsdóttir og Yngvi Guðmundsson, í'afmagnseftii'lits- maður hjá Rafveitu Isafjarðar. Andlát. t Aðfax’anótt s.l. miðvikudag and- aðis hér í bæ Kristján B. ólafsson, fyrrum bóndi að Eyri í Seyðisfirði. Prentstofan lsrún h.f.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.