Skutull

Árgangur

Skutull - 23.12.1952, Blaðsíða 3

Skutull - 23.12.1952, Blaðsíða 3
SKUTULL 3 Krafa verkalýðsfélaganna, um aukinn kaupmátt launanna, náði fram að ganga. 1 greinargerð þeirri, sem samninganefnd verkalýðsfélaganna, und- ir forustu Hannibals Valdimarssonar, þingmanns ísfirðinga, lét fylgja kröfum sínum til atvinnurekenda, dags. 12. nóvember s.l. segir m.a. svo: „Að lokum viljum við taka það fram, að þótt verkalýðshreyf- ingin sé nú, eins og svo oft áður, til þess neydd að bera fram kröfur sínar um kauphækkanir, er okkur það Ijóst, að æskilegra væri að öllu leyti, ef unnt væri að koma því til leiðar, að auka kaupmátt launanna með öðrum ráðstöfunum, og bæta afkomu- skilyrði hins vinnandi fólks með aukinni atvinnu. En hvorugt þetta er á valdi verkalýðssamtakanna. Það er á valdi Alþingis og ríkisstjórnar einnar að gera þær ráðstafanir vinnandi fólki til hagsbóta, sem jafngilt gæti þeim kjarabótum, sem í framangreindum kröfum felast“. Hannibal Valdimarsson, formaður samninganefndarinnar. Eins og framangreind tilvitnun, úr bréfi samninganefndar verka- lýðsfélaganna, ber með sér, var þaö strax í byrjun aðalkrafa verka- lýðsfélaganna að kaupmáttur launanna yrði aukinn, m.ö.o., að þeirri okurstefnu, sem ríkt hefir á verzlunarsviðinu hjá afturhalds- stjóm þeirri, sem nú situr við völd, verði einhver takmörk sett, þannig að almenningur sé ekki með öllu varnarlaus gegn álagningar- okri og braski. Það kom einnig glöggt fram í yfirstandandi vinnudeilu, að kraf- an um aukinn kaupmátt krónunn- ar, — um lækkað vöruverð, — var ekki nein sérkrafa verkafólksins, heldur sameiginlegt hagsmuna- og áhugamál mikils meirihluta þjóð- arinnar. En málgögn afturhaldsins, Tím- inn og Morgunblaðið, reyndu að gera vinnudeiluna tortryggilega í augum almennings, m.a. með því að halda þeim lygum að lesendum sínum, að verkalýðurinn vildi að eins hækkað grunnkaup . Aðal- atriðinu sögðu þessi blöð aldrei frá, því, að grunnkaupshækkunin væri neyðarúrræði, sem grípa yrði til, ef ekki fengizt í gegn ráðstaf- anir, sem ykju kaupmátt launanna. Nú kann einhver að spyrja: af hverju tók svona langan tíma að komazt að slíku samkomulagi, — þeirri lausn, sem öll þjóðin fagnar, — niðurfærslu dýrtíðarinnar? Svarið er einfalt og auðskilið. Lausn málsins á þeim grundvelli er mesta áfall, sem ríkisstjóm aft- urhaldsins hefir orðið fyrir. Með þeirri lausn er viðurkennt af öll- um, jafnvel ríkisstjórninni sjálfri, að fjármála- og verzlunarstefna núverandi stjórnar, ásamt öllum ,,bjargráðum“, gengisfalli, báta- gjaldeyrisokri, verzlunarfrelsi, „hóflegri“ álagningu o.s.frv., hefir reynzt þjóðinni svo illa, að við verður ekki unað lengur, og að verkalýðshreyfingin með þunga al- menningsálitsins að baki sér, hef- ir kúgað ríkisstjórnina til að við- urkenna mistökin og nema staðar á óheillabraut dýrtíðar og skorts, sem stöðugt þrengdi lífskjör fólks- ins meir og meir. Óefað má telja, að þessi mikli sig- ur verkalýðshreyfingarinnar marki þýðingarmikil tímamót í samtaka- sögu íslenzkrar alþýðu, og veki menn til umhugsunar um þá stað- reynd að ef verkalýðurinn ber gæfu til að standa saman í baráttu sinni fyrir bættum lífsskilyrðum, þá er ekkert afl, sem geti stöðvað þá sigurgöngu. Ennfremur ætti þessi gifturíki sigur samtakanna að vera holl og nauðsynleg ábending til aftur- haldsaflanna í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum um það, að það er með öllu vonlaust verk að ætla sér til langframa að stjórna landinu þannig, að hagsmunir al- þýðustéttanna séu ekki viður- kenndir og tillit tekið til þeirra, en ríkisstjórn sú, sem nú er við völd, er eina stjórnin, sem um langt skeið hefir gert tilraun til að hunza réttlátar og sanngjarnar óskir verkalýðshreyfingarinnar og sem hefir fylgt stefnu, í atvinnu- og verzlunalmálum, sem er and- stæð hagsmunum og vilja laun- þeganna í landinu. Eina aflið, sem var þess umkom- ið að brjóta helstefnu afturhalds- Verkfallið Trúnaðarmannaráð V.l.f. Bald- urs, en þar eiga 30 menn sæti, samþykkti á fundi 3. des. s.l. að hef ja verkfall með tilskyldum fyr- irvara, ef samningar næðust ekki fyrir þann tíma. Verkfallið hófst frá og með 16. des. s.l. Ástæðan fyrir því hve lengi var dregið að hefja verkfallið er þessi: Óskað var eftir því við Baldur að hann hæfi ekki verkfallið fyrr en önnur félög innan A.S.V. gætu orðið samferða í deilunni. En er sýnt var að sum félögin á Vest- fjörðum mundu heltast úr lestinni eða draga að fara í verkfallið hóf Baldur verkfallið einn allra félaga á Vestfjörðum. Verkamenn á Isafirði hafa orðið ærið fyrir þungum átölum fyrir hve seint þeir fóru í verkfallið og hve vægilega þeir framfylgdu því. Það eru þó ekki verkfallsmenn- irnir, sem stóðu í verkfalli frá 1. des., sem ásaka ísfirzka verkamenn um þetta, enda vissu þeir um á- stæðurnar, sem þar lágu bak við. Það er Morgunblaðið, sem ákær- ir ísfirzkan verkalýð fyrir litla bar- áttuhæfni í verkalýðsmálum — öðruvísi mér áður brá!!! Annars er hann furðulegur, tví- söngurinn í Morgunblaðinu, um verkfallsmálin, og sýnir á táknræn an hátt hvernig málgagn „allra stétta" flokksins verður að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri. Mogginn skammar Dagsbrúnar- menn fyrir að stöðva flutning mjólkur til höfuðborgarinnar. Einnig skammar hann Baldur fyrir að leyfa mjólkurflutninga. I Reykjavík er það glæpur að stöðva dreifingu eldsneytis en á ísafirði er það ósæmilegt athæfi að leyfa slíkt í verkfalli. Undarlegt fólk má það vera, sem tekur alvarlega málflutning af þessu tagi. Alvarlegasta afbrot Baldurs er þó það, að félagið skyldi verða við beiðni ísfirðings h.f. (dags. 10. des. s.l.), þar sem félagið biður um leyfi til að vinna við b.v. Sólborg fram eftir þriðjudeginum 16. des., en togarinn hafði tafizt í Þýzka- landi af óviðráðanlegum orsökum, og hefði stöðvast, ef undanþágan hefði ekki verið veitt, og útg. og stjómarinnar á bak aftur var verkalýðsfélögin, sameinuð til á- taka. Samvinna félaganna tókst og undir öruggri og farsælli forystu Hannibals Valdimarssonar, þing- manns Isfirðinga, lauk þeirri ör- lagaríku baráttu með gifturíkum sigri, sem lengi mun minnst í sögu lands og þjóðar. á Isafirði. öðrum bæjarbúum þar með skapað stórtjón, algjörlega að óþörfu og ástæðulausu. Einnig er að því fundið, að sjómönnunum skyldi leyft að halda áfram róðrum með- an olían entist, þó gegn því skil- yrði að þeir gerðu sjálfir að afl- anum, auk þess var að því fundið að leyft skyldi að ljúka vinnslu þess afla, sem barzt á land á mánu dag, fram eftir þriðjudeginum 16. des. s.l. Sú tilhliðrunarsemi, sem V.l.f. Baldur sýndi í verkfallinu er harð- lega fordæmd í Morgunblaðinu, sem jafnframt fordæmir verkfalls- menn í Reykjavik fyrir að fram- kvæma ekki í Reykjavík þær ráð- stafanir, sem hér voru fram- kvæmdar í óþökk Moggans. Nú mætti við því búast, að ís- firzka íhaldið og handlangarar þess hafi gengið ríkt eftir því, að stefnumál Moggans um harðari verkfallsframkvæmdir á Isafirði, yrðu framkvæmdar. En lítið urðu menn varir við slíkt starf. Aftur á móti bar töluvert á því, að haldið væri uppi lognum ásök- unum og áróðri gegn verkfallinu og þeim mönnum, sem með þau mál fóru f.h. Baldurs. Stöðugur áróður var rekinn fyr- ir því, af sendisveinum atvinnu- rekendaíhaldsins, að Baldur ætti ekki að fara í verkfallið, hann ætti ekki að taka þátt í sameiginlegri baráttu verkalýðshreyfingarinnar fyrir bættri afkomu alþýðuheimil- anna. Að vísu náðu þessir dyggu snat- ar íhaldsins engum ái'angri í nið- urrifs- og æsingastarfi sínu, en framkoma þeirra sýndi og sannaði hverjum var þjónað og hvaða hlut- skipti verkalýðshreyfingarinnar hefði orðið, ef verkfæri afturhalds- ins hefðu komið áformum sínum fram. Verkamenn og sjómenn eiga að vera minnugir þess, að verkalýðs- hreyfingin er þeirra öruggasta vörn og öflugasta tæki í mannrétt- indabaráttu alþýðunnar og þess- vegna er hver sá einstaklingur inn an samtakanna vargur í véum, sem lætur hafa sig til þess vitandi vits, að stuðla að því að brjóta niður samtök alþýðunnar. Baldursfélagar sýndu það nú

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.