Skutull

Árgangur

Skutull - 23.12.1952, Blaðsíða 6

Skutull - 23.12.1952, Blaðsíða 6
6 SKUTULL Rotarymót í Graninge Framhald af 1. síðu. miðjan þennan vegg eru þau graf- in, 2—3 mannhæðir yfir sjávarmál. Frá Bergen tók ég lest til Oslo, er það merkileg leið, og með ótta- legum fjölda af jarðgöngum. í Osló bjó ég hjá kunningjum í fimm daga við indælis aðbúð, og þótti mér sérlega skemmtilegt að sjá þessa ungu borg, sem geymir furðu mikið af nýrri list: Höggmyndum og veggskreytingum. Dvölin í Noregi þótti mér alltof stutt. En mótið í Stokkhólmi átti að byrja þann 30. júlí, og þangað var nú einu sinni förinni heitið, svo að í Stokkhólmi var ég kl. 7 e.h. á réttum degi, svo sannarlega réttum degi, því að alla leiðina frá Osló var glampandi sólskin yfir vötn og skóga, akra og engi. Dá- samleg ferð. En nú byrjar mótið. Við höfðum fengið bréf um að við skildum mæta þann 30. um borð í skútunni „A1 Chapman“ kl. 16, 18 eða 20, annars láta vita hvenær við kæmum. Ég kom hæfi- lega snemma fyrir síðustu ákveðnu móttökuna og hitti þar mótstjór- ann Per Axel Hildeman, ásamt nokkrum af þátttakendum. Við ókum í áætlunarbíl út fyrir borg- ina, að æskulýðskóla, sem kallast Graninge, og þar hittum við hina þátttakendurna alla nema tvo, en þeir komu daginn eftir. Við drukkum nú saman te og var heldur hljótt yfir, menn töluðu saman ósköp varlega tveir og tveir. Enginn ætlaði víst of geist af stað. Dr. Selling bauð okkur velkomna og svo fórum við að sofa. Höfðum lítið hús fyrir okk- ur með tveggja og f jögurra manna herbergjum, og bjó ég með Reiner Eich, frá Berlín. Hundrað metra fyrir neðan hús- ið var ylvolgur sjórinn, þar sem við syntum allt að þrisvar til fjór- um sinnum á dag, eða tókum her- skildi árabát, sem þama lá og rer- um um, eða dr. Selling kom á skútu sinni og fór með okkur í stutta ferð. Og í nágrenninu gátum við spilað tennis eða fótbolta; yfirleitt gátum við gert hvað sem okkur gat dottið í hug. Fyrstu dagana var því heldur lítil alvara á ferðum. Þegar við vorum ekki í einhverri verksmiðjunni eða safninu, ötuð- umst við eins og ljón þama 'að Graninge, og mikið skelfing skemmtum við okkur^vel. Síðar tóku menn að stillast svo- lítið, sérstaklega eftir að Ole Vog- elsen hafði sagt okkur svolítið frá Lýðháskólahreifingunni, hvemig hún varð til í Danmörku og breidd ist út. Urðu þá fjömgar umræður um menntun yfirleitt og sérstak- lega áhrif hennar á stéttaskiptingu o.þ.l. Bretar urðu að sjálfsögðu nokk- uð erfiðir vegna sinnar góðu að- stöðu með málið. Eftir þetta urðu margar allsnarpar kviður og blés úr mörgum áttum í senn. Oft var gaman að hlusta á Englendingana og Hollendingana. Þeim tókst ekki að koma sér saman um hvað raun- verulega gerðist 1664, þegar brezki flotinn fór hallloka fyrir þeim hol- lenzka. Þeir komu sér samán um að bera þyrfti saman kennslubæk- umar í sögu! Margt bar á góma, og margvís- leg sjónarmið komu fram. Menn þrættu eða samsinntu, en aldrei urðu alvarlegir árekstrar. Hópurinn var mjög samvalinn, allt ungir og fjömgir menn, sem höfðu allir sterkan áhuga á dag- skrármálum heimsins og kröfðust friðar. Þjóðverji hætti sér til þess að segja að eina ráðið til þess að koma á friði, væri að ráðast á Rússa strax og koma þeim fyrir kattarnef áður en þeir útrýmdu öllum andstæðingum sínum í hin- um innlimuðu löndum. Á þetta var ráðist með geysilegri hörku, sér- staklega af Brian, en hann er að læra til prests og er mjög vel máli farinn. Varð hann oftast til þess að þakka fyrir hópinn þegar með þurfti. Um kommúnisma var lítið rætt, enda enginn til þess að tala þeirra máli. Ég hitti engann komm únista í allri ferðinni, á stefnu þeirra var litið sem hreina fjar- stæðu. Margt skemmtilegt gerðist, sem tæplega væri hægt að segja frá með orðum. — Antoine gat gert margt fleira skemmtilegt en að syngja tvísöng með Claude. Hann hafði sérstakt lag á að stríða Patrick, og urðu oft dásamleg orðaskipti milli Frakkans og Eng- lendingsins. 1 lokaveizlunni varð Patrick til þess að þakka öllum Stokkholms- klúbbunum, fyrir höngi okkar allra, fyrir allt, sem við höfðum orðið aðnjótandi á mótinu. Hann gerði það sérlega skemmtilega, Sagðist ekki hafa þorað annað en að undirbúa sig með ræðu, til þess að Antoine kæmi honum ekki í ann að sinn í klípu, með því að hrópa hátt í veizlunni og heimta að hann stæði upp. Einnig sagði hann frá tveim atvikum, sem hann mundi seint gleyma. Fyrst, þegar hann, eitt kvöldið, þegar hann háttaði fann frosk í rúmi sínu, og vissi auðvitað, að þar hafði Antoine ver- ið að verki. Og svo þeim tveim fallegu sumarkvöldum, þegar hann gekk um skóginn með yndislegri, lítilli, sænskri, — svartri kisu! Við vorum samtals 27 að með- töldum mótstjóranum, en engin stúlka. E.t.v. var það þessvegna, sem dægurlag eitt varð svona vin- sælt. Það byrjar eitthvað á þá leið: að maður án konu, sé eins og skip án segla. Þessir tíu dagar að Graninge voru sannarlega ógleymanlegir, það vorum við allir sammála um, Og þó að Stokkhólmur sé ljómandi borg, söknuðum við allir Graninge, þegar við fluttum í bæinn, en þar vorum við síðustu dagana. Strax að morgni þess fyrsta ágúst hófust miklar og oft langar og strangar ferðir um borgina og nágrenni. Við skoðuðum korn- verksmiðju, súkkulaðiverksmiðju, postulínsverksmiðju og prent- smiðju Stokkholmstidningen. Alls- staðar tekið vel á móti okkur og sums staðar leystir út með gjöf- um. Einna mesta hrifningu vakti gjöf postulínsverksmiðjunnar Gustavsberg: lítill, fallegur diskur með Rotarymerkinu aftan á og dagsetningunni. Blöðin sögðu frá mótinu og birtu myndir af okkur, þó ekki mér, ég varð óvart svo utarlega á þeirri einu mynd, sem var tekin af mér, að ég var klipptur utan af!! Eftir heimsóknina í súkkulaði- verksmiðjuna Maraton, skrifaði ég í dagbókina: Óttalegt að sjá svona stórbrotna framleiðslu. Þeir moka út 30 tonnum af súkkulaði á hverjum degi og þó eru um 50 sæl- gætisverksmiðjur í Svíþjóð, en þessi er langstærst". Við skoðuðum söfn og kirkjur, gömul hús og ný, skólahús og íþróttasvæði og svo ótal margt og margt. Auk þess að horfa á allt þetta, hlustuðum við á fyrirlestra um sögu lands og þjóðar. Svíamir kepptust auðvitað við að sýna okk- ur hvað þeir væru góð þjóð og gáf- uð og öllu væri vel fyrirkomið. Þann 9. ágúst hélt Rotaryklúbb- ur Suður-Stokkhólms mikla veizlu og var þar glatt á hjalla. Við höfð- um nokkur skemmtiatriði frá ýms- um löndum. Fyrst sungum við saman, mótstjórinn og ég, Islands farsælda frón, en síðan spilaði ég þrjú íslenzk lög á fiðlu, með undir- leik Baudouin, frá Belgíu. Hann spilaði síðan sóló, Frakkamir sungu tvísöng, Þjóðverjamir, sem voru þrír, fræddu okkur á því að í Þýzkalandi syngju stúdentar allt- af mikið, þegar þeir kæmu saman og væru þeir laglausu kallaðir Bromma. Við fengum, að þeirra sögn, einstakt tækifæri til þess að heyra þessa Bromma eina. Engl- endingar sýndu okkur lítið dæmi um enska fyndni, og síðan sungu Noðurlandabúar saman nokkur lög. Nokkrir höfðu gjafir að færa frá viðkomandi klúbbum, og af- henti ég Stokkhólmsklúbb og Söd- erklúbb sína myndabókina hvor- um. 1951 Síðasta kvöld mótsins var aftur veizla, sem Kungsholmens Bromma Rotaryklúbb stóð fyrir, og voru þá nokkrar af konum með - lima með þeim, og meira að segja fáeinar dætur, en því miður að- eins fáeinar dætur. Þar var aðal- skemmtiatriðið, að einn frá hverri þjóð þakkaði fyrir sig á sínu eig- in tungumáli, og mun ég þá hafa verið sá eini, sem enginn gat skil- ið. Það er erfitt að segja hversu skemmtilegt þetta var allt saman, eða hversu fræðandi og svo frv. Það fer fyrir mér eins og Svíanum, sem þakkaði fyrir sig og landa sína í lokaveizlunni. Hann vissi ekki að hann átti að standa upp, fyrr en að honum var komið, og svo stóð aumingja drengurinn fyrir aftan stólinn sinn og reyndi mörgum sinnum að byrja á einhverjum setningum, en þær dóu allar út ein- hvernveginn. Að síðustu stundi hann upp: Ja, det glemmer vi aldrig, í alla fall! En það er líka alveg satt, þetta voru ógleyman- legir dagar, í góðum félagsskap og fallegu umhverfi. Eftir mótið ferðaðist ég, fyrst til Finnlands og síðan um Svíþjóð og Danmörku til Englands. Gisti ýmist í Farfuglaskálum, eða ódýr- um gististöðum fyrir námsfólk, sem eru svo víða. Hliðstæð mót, á vegum Rotary- félaga, voru haldin á sama tíma bæði í Englandi og Frakklandi. En getum við ekki líka gert eitthvað þessu líkt? Enn er hálfgerð hula yfir þessu landi norður í hafi, en menn eru forvitnir að vita eitt- hvað, og allt kemur þeim á óvart, sem þeim er sagt. Það er bara svo dýrt að ferðast til íslands, það er svo langt og enn er lítið um góð hótel. En geta ekki Rotary-klúbbar á nokkrum stöð- um tekið sig saman um að halda svona mót, bjóða 10—20 ungum mönnum ókeypis dvöl nokkra daga á hverjum stað og sýna þeim land- ið og segja þeim brot úr sögu okk- ar. Það mundi sjálfsagt kosta mik- ið, mótið í Stokkhólmi hefir áreið- anlega kostað geysi fé. En mér var sagt, að ýmsir einstaklingar og fyrirtæki hafi gefið peninga til þessa máls, meira að segja hafi konungur gefið 300 krónur. Ég held að þessum peningum sé vel varið. Þessir ungu menn taka með sér bjartar endurminningar um land og þjóð og marga nýja kunningja í ýmsum löndum. En þannig hefir mér skilizt að Rotary hjólið eigi að grípa sem víðast inn í, safna saman góðum mönnum, sem vilja læra og kynnast og vinna saman í einingu og friði. Ingvar Jónasson.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.