Skutull

Årgang

Skutull - 04.12.1953, Side 3

Skutull - 04.12.1953, Side 3
SKUTULL 3 / MINNIN G ARORÐ. Daníel Jónsson. skósmiður. t , , „ VIÐ EPLIN, sögðu hrossataðskögglarnir. Einræðisherra íhaldsins, Matthías Bjarnason, er búinn að útnefna bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins. Mattliíasi mun hafa veitzt valið auðvelt. Ásberg kemur ekki til greina, svo mikil var vesalmennska hans í bæjarstjórastarfinu forð- um daga. Enda er það sönnu næst, að Matthías Bjarnason þekkir aðeins einn mann, sem liann telur búinn þeim hæfileikum og mann- kostum, sem æskilegt er að bæjarstjórann prýði. Sá útvaldi, sem nýtur náðar fyrir augliti Matthíasar, heitir — Matthías Bjarnason. Hann, en enginn annar, á að verða bæjarstjóri ef íhaldið fær aðstöðu til þess eftir kosningarnar í vetur. Þessi útnefning, eða sjálfkjör Matthíasar, er ekkert leyndarmál lengur. Á bæjarstjórnarfundi 25. f.m. var kosið í niðurjöfnunar- nefnd. Þar liefir M.B. átt sæti undanfarin ár, ásamt Hannesi Hall- dórssyni. En nú brá svo við, að Matthías lét ekki endurkjósa sig í nefndina. En kaupmennirnir misstu þó ekki annan fulltrúa sinn í nefndinni, enda mun ihaldið sízt bregðast þeirri stétt. Sá, sem kos- inn var í stað M.B., lieitir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, kaupmaður, frændi Hannesar Halldórssonar. Það er því lítil ástæða til þess að ætla, að hinar „góðgjörnu og vinsamlegu“ tilllögur Hannesar í út- svarsálagningunni verði álirifaminni framvegis en verið hefir, við tilkomu þessa álirifalausa frænda lians. En því munu nú bæjarbúar fá að kynnast betur síðar. Samkvæmt reglugerð um bæjarmál þá er bæjarstjóri sjálfkjörinn í niðurjöfnunarnefnd, og þar ætlar Mattliías Bjarnason sér að sitja, — sem bæjarstjóri íhaldsins. Hitt er svo eftir að vita, hvort Isfirðingar almennt hafa sama smekk og vilja í þessu efni og erfðaprinsinn sjálfur. Þó verður að teljast heldur ólíklegt, að bæjarbúar geri ekki aðrar og strangari kröfur í þessum el'num en Mattliías gerir, bæði hvað snertir prúð- mennsku, skapstillingu, fjármálastjórn og tiltrú almennings og lánstofnanna, en alla þessa eiginleika verður bæjarstjórinn að hafa, ef málefnum bæjarins á að vera vel borgið. En það er sagt, að einu sinni hafi verið lirossataðskögglar, sein liéldu að þeir væru epli. Og Matthías Bjarnason telur sig verða ágætan bæjarstjóra. EN HVAÐ ALÍTUR ÞO, ÍSFIRZKI KJÓSANDI? Hann andaðist í Sjúkrahúsi Isa- fjarðar 21. þ.m. eftir stutta legu. Útför hans fór fram 30. s.m. að viðstöddu fjölmenni. Daníel var fæddur 20. ágúst 1879 í Huppahlíð í Ytri-Torfu- staðahreppi. Foreldrar hans voru Jón Magnúss. og Steinunn Magn- úsdóttir. Tveggja mánaða gamall missti hann móður sína. Hann var þá tekinn í fóstur af sveitarhöfð- ingjanum Daníel Jónssyni, hrepp- stjóra á Þóroddsstöðum, og var þar jafnframt í skjóli föðurömmu sinnar. Fóstra sinn missti Daníel 7 ára gamall, en eftir það mun hann ekki hafa átt neinn öruggan samastað. Þegar aldur leyfði fór hann í vinnumennsku, eins og þá var títt. Tuttugu og tveggja ára hafði honum tekizt að eignast snotran fjárstofn og þótti vel efnaður, miðað við sína stétt, enda harð- duglegur og hraustur. En þá skeði sá atburður, sem gjörbreytti lífi hans. Milli jóla og nýjárs 1901 átti hann leið úr Vatnsdal vestur í Vestur-Hóp. Hann var beðinn að lofa stúlku að verða sér samferða. Veðurútlitið var tvísýnt, gekk á með suðvestan slydduhryðjum. Er þau voru komin langt á leið, snér- ist vindáttin. Skall þegar á ofsa- leg norðan stórhríð með hörku- frosti. Eftir þriggja dægra villu og hrakning rofaði loks til um stund, svo að sást til bæjar. Allan þann tíma hafði Daníel verið á ferli á bersvæði, þar sem enga fönn festi vegna veðurofsans. sunnudaginn 22. nóv. 1953 skorar á Alþingi það sem nú situr að samþykkja frumvörp Eggerts Þorsteinssonar um félagsheimili verkalýðsfélaga og orlof verka- fólks. Ennfremur skorar fundurinn á hið háa Alþingi, að það lögfesti nú þegar ákvæði um 12 stunda hvíldartíma á sólarhring fyrir tog araháseta. Verkalýðsfélagið Bald- ur telur, að það sé alls ekki sæm- andi, að Alþingi breyti ekki nú- gildandi lagaákvæðum um hvíld- artíma togarasjómanna til sam- ræmis við þau ákvæði um það efni, sem samtök sjómannanna hafa náð í samningum sínum við útgerðarmenn“. Á fundinum urðu fjörugar og miklar umræður og var rætt um fjölmörg þýðingarmikii félagsmál. En það ber að harma, að fund- arsókn var alltof lítil og , verða Baldursfélagar að muna það, að nauðsynlegt er að fjölmenna á fundi félagsins, það gerir félags- starfið ánægjulegra og árangurs- ríkara. Þar sem stúlkan var nú þrotin að kröftum og hann svo þrekað- ur að tvísýnt var, hvort hann næði til bæjar, var eina úrræðið, að skilja hana eftir og neyta síð- ustu krafta til þess, og ná í hjálp. Hátt fannst Daníel vera upp á varinhelluna á Jörfa, en skríðandi komst hann samt að bæjardyrun- um, og báðum var bjargað. Bæði misstu þau báða fætur, og eftir langa legu og kvalafulla gréru þó sárin. — „Öri margur að utan grær, en “ — nú var sköpum skipt. Hestar voru seld- ir, fé fargað og Húnvatnssýsla kvödd í hinzta sinn. Haldið var til Reykjavíkur til þess að nema skósmíði. Umskiptin voru mikil. 1 stað athafnamikils útilífs fjármanns- ins og hestamannsins í heimahög- um, kom nú þröng vinnustofa með hlaða af slitnum skóm. Hvað gat jafnað þann mismun? Ekki gat hann tekið þátt í skemmtunum þeirra ungu og fleygu. Til Patreksfjarðar flutti Daníel 1907 og vann þar við skósmíði hjá bróður sínum Magnúsi Jó- hannssyni. Þar kynntist hann hraustri og ötulli myndarstúlku af góðum vestfirzkum ættum, Ólínu Jónsdóttur frá Skógi á Rauða- sandi. Þau hófu búskap 1910. Hingað til ísafjarðar fluttu þau 1913, og stundaði Daníel hér skó- smíði meðan sjón entist, en al- blindur var hann síðustu 9 árin. Þau hjónin eignuðust 8 börn og eru 7 þeirra á lífi. Mikið þurfti á sig að leggja til þess að fram- fleyta barnahópnum. Ekki lá hlut- ur móðurinnar þar eftir. Með frá- bærum dugnaði og dæmafárri þrautseigju vann hún einnig fyr- ir heimilinu, utan húss og innan, oft kaldleg störf, og lagði nótt með degi. Daníel var jafnan hress og reif- ur, en erfiðleikarnir settu þá sitt mark á hann, þótt þeim væri mætt með þolgæði og æðrulausri karlmennsku. Ég hygg, að þótt hann sæti í myrkri síðustu æfi- árin, hafi þau samt verið þau björtustu frá því að hann skreið upp á varinhelluna á Jörfa íyrir tæpum 54 árum, með báða fætur helfrosna. Þau ár naut hann ör- yggis í skjóli barna sinna og mik- ilsverðs stuðnings alþýðutrygg- inganna. Hann sá, að með vaxandi baráttu og skilningi alþýðunnar mundu þeir, sem yrðu að hlíta sömu örlögum og hann, eiga þar hald sitt og traust á komandi tímum. Það er gott, eftir harða baráttu, að geta kvatt í öryggri von um bjartari framtíð. Sú von má ekki bregðast. G. Fertugup. Jón H. Guðmundsson, kennari, átti fertugsafmæli s.l. fimmtudag. Hann er sonur hjónanna Guðrún- ar Magnúsdóttur og Guðmund- ar Einarssonar á Brekku á Ingj- aldssandi. Á heimili foreldra sinna ólst Jón upp við venjuleg sveitastörf, auk þess sem hann stundaði sjómennsku öðru hvoru. í tvo vetur var hann við nám í Núpsskóla, en fór svo í kennara- skólann og útskrifaðist þaðan vor- ið 1938. Hann hefir nær óslitið stundað kennslu síðan. Jón er á- gætum og fjölhæfum gáfum gædd ur og mikill hæfileika maður. Um hann má með sanni segja, að flest störf leiki í höndum hans, enda hefir hann leyst af hendi hin margvíslegustu störf af sér- stakri prýði og samvizkusemi. Jón H. Guðmundsson er efa- laust í hópi hinna beztu kennara og kann glögg skil á því vanda- sama og vanþakkláta starfi, enda náð miklum árangri sem kennari. Jón er félagshyggjumaður, sem trúir á samstarfsmátt hins vinn- andi fólks. Hann hefir valizt til forystu í mörgum félagssamtök- um alþýðunnar, enda maður vel málifarinn, prýðilega ritfær og vel til forustu fallinn. í bæjarstjórn hefir hann átt sæti fyrir Alþýðu- flokkinn undanfarin ár og hefir verið þar harðskeyttur baráttu- maður, sem staðið hefir fast á rétti ísfirzkrar alþýðu. Jón er giftur Sigríði Jóhannes- dóttur frá Flateyri og eiga þau sjö mannvænleg börn. --------o-------- Orð og athafnir. Framhald af 1. síðu. að hlutur sjómannsins er frek- lega fyrir borð borinn af núver- andi ráðamönnum þjóðarinnar. En slík ráðsmennska er allt í senn, ósanngjörn, heimskuleg og skammsýn, því hvar stöndum við íslendingar, ef enginn maður fæst til þess að stunda fiskveiðar? Að því stefnir nú óðfluga, ef ekki verður þegar í stað breytt um strik, og skyldur þjóðfélags- ins við sjómannastéttina viður- kenndar á borði, en ekki bara í orði.

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.