Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1953, Blaðsíða 3

Skutull - 24.12.1953, Blaðsíða 3
sem skín í (Jóh. 1,5) myrkrinu, Þú ferð um veginn, en vetrarbylur þér villir sjónir og þreytir fót. Hver vísar leiðir, svo ljós og ylur og Ijúfa hvíldin þer brosi mót? Með djörfung sigra þú dapurt geð þótt dimmi yfir, er Guð þér með, og heyrir bænir og blessar þann, sem biður öruggt í trausti á hann. Þú ferð um sæinn. I sorta grafið er sviðið næsta, og æst er dröfn. Hver lægir storminn og stillir hafið og stýrir ferð þinni í góða höfn? Með djörfung sigra þú dapurt geð þótt dimmi yfir, er Guð þér með, og heyrir bænir og blessar þann, sem biður öruggt í trausti á hann. Það verður bjart yfir vegum þínum og vonin ljómar þér enn á ný, ef Guð er með þér í mætti sínum, hans máttur sigrar hin dimmu ský. Með djörfung sigra þú dapurt geð; þótt dimmi yfir, er Guð þér með, og heyrir bænir og blessar þann, sem biður öruggt í trausti á hann, Séra Jóhannes Pálmason,

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.