Skutull - 24.12.1953, Page 4
4
SK.UTULL
Sextugur Hornstrendingur.
í framandi byggð.
Þín hrukkótta ásjóna, ættjörðin mín,
ber ennþá sinn tignarþokka,
hán sendir mér blíðustu brosin sín,
þótt beri hún alhvíta lokka.
Ég horfi u])j> til fjallanna og hugfanginn stend
í hámþýða góðviðrisblænum.
Um sál mína streymir sælurík kennd,
það suðar í lækjarsprænum.
Allt verður þetta þó annarieg sýn,
sem umhverfið hefur að geyma.
Ég finn, að það eru ekki fjöllin mín
og friðsæla byggðin heima.
Það eru ÞAU, sem ég þrái heitt,
1 þögninni er minningin falin.
En örlögin geta útliti breytt,
þegar æfinnar gróður er kalinn.
Hvert sem ég flækist og hvert sem mig ber,
að kvöldi er ná farið að skyggja.
f faðminum þeirra ég öruggur er,
þar óska ég dauður að liggja.
Sigmundur Guðnason.
Sigmundur Guðnason, fyrrum
bóndi í Hælavík og síðar vita-
vörður Hornbjargsvitans, varð
sextugur 13. des. s.l.
Þann drottins dag fyrir sextíu
árum fæddist Sigmundur í lág-
reista bænum í Hælavík. Vetur
konungur vandaði sveininum lítt
fyrstu kveðjurnar, því norðan-
stórhríðarbylur öskraði alla jóla-
föstuna, og æðandi brimrótið
drundi við pallskörina hjá þessum
nýfædda syni norðursins.
Þetta var aðeins fyrsta „sym-
fonían", sem Sigmundur fékk að
heyra þama norður við yzta haf,
en ekki sú síðasta, því hann ólst
upp í Hælavík og gerðist þar síð-
an bóndi um 17 ára skeið.
1 Rekavík bjó hann svo í 3 ár,
þar næst í Höfn í Hornvík í 2 ár,
og loks vitavörður á Hornbjargs-
vita í 5 ár.
Alls hafði þá Sigmundur gist
Strandirnar í hálfa öld og þó
fjögur ár betur, er hann fluttist
hingað til Isafjarðar árið 1947.
Nei, það er ekki rétt með farið,
að Sigmundur Guðnason hafi gist
þarna norður frá, — ekki í Hæla-
vík að minnsta kosti. Þar var
hann ekki gestur.
Þar átti hann heima í orðsins
fyllstu merkingu. Stórbrotin nátt-
úra æskustöðvanna gróðursetti
snemma þetta barn sitt mitt á
meðal kjarngrasanna, sem þarna
koma græn undan gaddinum á
vorin.
Órjúfandi böndum verður hann
um alla æfi tengdur við sólglitr-
andi víkur og sollinn sæ, sumar-
glaða daga og sortabyl, hlýjar
sælustundir og harðan hildarleik
lífsbaráttunnar.
Allar þessar stórfelldu andstæð-
ur hafa mótað persónuleika Sig-
mundar.
Hann getur verið broshýr og
mildur eins og sólskinsdagarnir í
Hælavík, þungbúinn og þögull eins
og vetrarnóttin, en alltaf traustur
og svipfastur eins og björgin.
Óblíð æfikjör og ógnir náttúru-
hamfaranna hafa opinberað hon-
um smæð og vanmætti einstakl-
ingsins, en gefið honum um leið
trúna á „guð í alheims geimi og
guð í sjálfum þér“. Það hefur
ennfremur sannfært hann um það,
að mennirnir verði að rétta fram
hönd bræðralags og samúðar, ef
öllum á að líða vel.
Sigmundur er gáfaður maður
og ágætlega skáldmæltur. Og
fróður er hann og vel menntaður
á sína vísu, þótt aldrei hafi hann
í skóla gengið.
Síðari árin hefur sjóndepra bag-
að hann mjög. En hugsýn hans
er óefað stórum betri en margra
þeirra, sem skarpari hafa sjónina.
Sigmundur er kvæntur æsku-
vinkonu sinni, Bjargeyju Péturs-
dóttur. Hún er ágætlega greind
kona, góður hagyrðingur eins og
eiginmaðurinn, og kann vel þá
fornu íþrótt að segja frá.
Hún hefur verið manni sínum
traustur og dugmikill lífsföru-
nautur.
Þau hjón hafa eignazt átta
börn. Ég flyt hér Sigmundi og
fjölskyldu hans innilegar ham-
ingjuóskir ásamt beztu jóla- og
nýjárs kveðjum.
Jón H. Guðmundsson.
--------O---------
iiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiininiiiiMiiiiiiiNiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiNiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiIiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiin
Með hverju ári
tekur þjóðin meira ástfóstri
við fornbókmenntir sínar.
Islendingasagnaútgáfan hefur nú sent inn á ís-
lenzk heimili tæplega 250.000 bindi af sögum, Edd-
um, riddarasögum, biskupasögum og öðrum forn-
um bókmenntum þjóðarinnar. Samt virðist ekkert
lát vera á eftirspurn eftir þessum verkum, og er
svo að sjá, sem ekkert heimili vilji án þeirra
vera. Það gerist nú þunnskipað á hillum bókhlöðu
vorrar, en von bráðar verður úr því bætt með
nýjum prentunum, svo að nóg verði til af þessum
óskabókum landsmanna.
Gleðileg jól og farsælt nýtt ár!
iilllllllllllililllllllllllllllllllliilllllilllllllliiiililllilllliiliiiiliilllllllliiliilillliiiiiillilllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllliliillllllllllii
1 Frá bankaútibúunum
■ Engin afgreiðsla í aimennum sparisjóðsbókum
| milli jóla og nýjárs.
i ÉTVEGSBANKI ÍSLANDS H.F. LANDSBANKI ISLANDS
útibúið á fsafirði. útibúið á ísafirði.
ISLENDINGASAGNAUTGAFAN H.F.
itlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
■ 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
lllllllllllllllllllllllllllllllllllll
llllllllllill lllllllllllllilllllllllll: IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII