Skutull - 24.12.1953, Qupperneq 5
SKUTULL
5
SEXTUGSAFMÆLI:
Sigrún Guðmundsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir, Tún-
götu 9 hér í bæ, er fædd á ísa-
firði, 24. desember árið 1893, og
verður því sextug á aðfangadag
jóla. Foreldrar hennar voru Guð-
mundur Jónsson, sjómaður, og
Guðmundína Sigurðardóttir, og
ólst Sigrún upp hjá þeim. Hún
byrjaði snemma að vinna alla al-
genga vinnu, og kynntist þá í
skóla reynslunnar hinum kröppu
kjörum, sem verkafólk átti við að
búa, þegar dagkaup karla var að-
eins kr. 3,00 miðað við vinnudag
frá kl. 6 að morgni til kl. 3 að
kvöldi, og dagkaup kvenna kr.
1,50 fyrir sama vinnutíma, og
oft sömu vinnu og karlar inntu
af hendi. í þeirri dýrtíð, sem ríkj-
andi var í heimsstyrjöldinni fyrri
og næstu árin þar á eftir, var
ekki hægt að veita sér roargt
fyrir slíkt kaup.
Sigrún Guðmundsdóttir var í
hópi þeirra fyrstu sem sáu það,
að aðeins félagsleg samtök verka-
fólksins sjálfs gátu losað það úr
þeirri áþján kaupkúgunar og
vinnuþrælkunar, sem það átti við
að búa á þessum árum, og hún
er ein þeirra fáu kvenna, sem
hafa tekið virkan þátt í starfi
V.l.f. Baldurs svo að segja frá
byrjun. Átti hún lengi sæti í
stjórn Baldurs og var árum sam-
an í kauptaxtanefnd félagsins og
leysti þau störf jafnan af hendi
með hinni mestu prýði.
Mér finnst það tala sínu máli
um lífskjör alþýðunnar hér á ísa-
firði fyrir 37 árum, þegar V.l.f.
Baldur var stofnað, að á fyrstu
fundum þess var ekki rætt aðal-
lega um kaupgjaldsmálin, heldur
um bjargræðis- og mannúðarmál
almennt. Rætt var um sjúkra- og
slysatryggingar og upp úr því var
stofnaður sérstakur sjúkrasjóður
innan félagsins. Ástandið krafðist
fyrst og fremst líknarstarfsemi.
Svo sem vænta mátti féll það
síðan í hlut konunnar að stjórna
sjúkrasjóði félagsins, og síðan
Sigrún Guðmundsdóttir gerðist
virkur félagi í Baldri hefir hún
verið í stjórn sjúkrasjóðsins, og
er hún enn þá formaður sjóðs-
stjómarinnar.
V.l.f. Baldur hefir kjörið Sig-
rúnu heiðursfélaga fyrir störf
hennar.
Jafnframt verkalýðsmálunum
hefir Sigrún unnið ötullega að
félagsmálum alþýðunnar í Al-
þýðuflokknum, því eins og öðrum
brautryðjendum Baldurs, skyidist
henni snemma, að einhliða kaup-
gjaldsbarátta er ekki nægileg.
Jafnframt þarf að tryggja alþýð-
unni önnur mannréttindi og fé-
lagslegt öryggi. Og þessum mál-
um vissi Sigrún, að var bezt
borgið í höndum Alþýðuflokksins,
og því hefir hún stutt hann með
ráðum og dáð. Hefir hún setið
mörg þing Alþýðuflokksins og Al-
þýðusambandsins, og jafnan fylgt
málefnum flokksins eftir af festu
og einurð. Veit ég, að ekkert
hefir glatt hana meira en hinir
miklu sigrar Alþýðuflokksins í
umbótamálunum á liðnum árum.
Á þessum merkismótum í æfi
Sigrúnar leyfi ég mér fyrir hönd
flokkssystkina hennar og ann-
arra samherja, að þakka henni
mikil og góð störf og ánægjulega
viðkynningu og samstarf. Jafn-
framt óska ég henni heilla og
blessunar á ókomnum árum, og
ber fram þá ósk, að árangurinn
af starfi hennar og annara braut-
ryðjenda alþýðusamtakanna megi
halda áfram að koma í ljós í enn
ríkara mæli í framtíðinni og að
takast megi að varðveita það, sem
áunnizt hefir, þrátt fyrir niður-
rifstilraunir afturhaldsaflanna í
þjóðfélaginu.
Birgir Finnsson.
HÁTIÐAMESSUB.
ísafjörður:
Aðfangadagskvöld kl. 8
Jóladag kl. 2 e.h. Á Sjúkrahús-
inu kl. 3 e.h.
Gamlárskvöld kl. 8 e.h.
Nýjársdag kl. 2 e.h.
Sunnudaginn milli nýjárs og
þrettánda, Elliheimilið kl. 2 e.h.
Hnífsdalur:
Aðfangadag kl. 6 e.h.
Annan jóladag kl. 2 e.h.
Gamlárskvöld kl. 6 e.h.
Skutulsf jörður:
Sunnudagur milli jóla og nýjárs
kl. 2 e.h.
---------o-------
JÓLA- OG \ V IÁIÍSSAMKOMI K
HJÁLPRÆÐISHERSINS.
1. jóladag. Kl. 8,30 sameiginleg
hátíðarsamkoma með hvítasunnu-
mönnum í kirkjunni,
2. jóladag. Kl. 8,30 jólatrés-
hátíð fyrir almenning.
Sunnudaginn 27. dés. Hjálpræð-
issamkoma.
Þriðjudaginn 29. des. Jólatrés-
hátíð fyrir Heimilissambandið.
Miðvikudaginn 30. des. Kl. 3.
Fyrir eldra fólk. (Sérstaklega
boðið).
Fimmtudaginn 31. des. (Gaml-
árskvöld). Kl. 23,00, vökuguðþjón-
usta.
Nýársdag. Kl. 8,30. Hátíðar-
samkoma.
Sunnudaginn 3. jan. Hjálpræð-
issamkoma.
Þriðjudaginn 5. jan. Síðasta
jólatréshátíðin.
FYRIR BÖRN.
Sunnudaginn 27. des. Jólatrés-
hátíð sunnudagaskólans. Fyrir
börn innan 8 ára.
Mánudaginn 28. des. Jólatrés-
hátíð sunnudagaskólans fyrir
eldri bömin. (Sunnudagaskóla-
kortið er aðgöngumiði).
Miðvikudaginn 30. des. Kl. 2 e.
h.. Kærleiksheimilið. Kl. 8,30 e.h.
Æskulýðsfélagið.
Fimmtudaginn 31. des. Kl. 3,
jólatréshátíð fyrir börn. (Aðg. 1
kr.).
Sunnudaginn 3. jan. Kl. 2 e.h.
sunnudagaskóli.
Þriðjudaginn 5. jan. Kl. 2. Síð-
asta jólatréshátíðin fyrir böm.
Verið hjartanlega velkomin á
þessar hátíðasamkomur.
Við óskum vinum vorum gleði-
legra jóla og blessunarríks nýj-
árs. Þökk fyrir hjálpina á liðna
árinu.
FORIN G JARNIR.
--------0--------
JÓLATRÉSSKEMMTUN.
Athygli bæjarbúa skal vakin á
því, að breytt hefir verið um fyr-
irkomulag á jólatrésskemmtun
stéttarfélaganna þannig, að nú
eiga börnin að koma sem hér seg-
ir: Börn innan 6 ára komi kl. 1
e.h. Börn frá 6—10 ára kl. 4 e.h.
Börn frá 10—14 ára kl. 7 e.h.
SUNDHÖLLIN er opin til kl. 11
s.d. á Þorláksmessudag og til
5 s.d. á aðfangadag. Lokað
báða jóladaganna.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiii
S. I. F.
S. I. F.
GLEÐILEG JÖL!
FARSÆLT NYJÁR!
Sölusamband
íslenzkra fiskframleiðenda.
r "i ............."-------------------- >
Hjartans þakkir færi ég þeim er auðsýndu mér hlýju og
vinarhug með heimsóknum, skeytum og gjöfum á 75 ára
afmælisdaginn. Bið ég Guð að launa þeim öllum þegar honum
þykir bezt henta.
Sólveig Jónína Hansdóttir, Hnífsdal.
t-----------------------------------------------------------------'k
Innilega þakka ég öllum þeim, er auðsýndu samúð og vinar-
hug við andlát og jarðarför systur minnar, Salóme Einarsdóttur
frá ögurnesi. Einnig þakka ég hjartanlega læknum, hjúkrunar-
konum, og hjúkrunarliði Sjúkrahúss ísafjarðar, fyrir hlýhug
og umönnun er Salóme sáluga naut fyrr og síðar í hennar löngu
veikindum. —- Guð blessi ykkur öll.
Kristján Einarsson.
-
/------------------------------------------------------------------
öllum þeim, fjær og nær, sem sýnt hafa okkur samúð við
hið sviplega fráfall okkar elskulega unnusta, sonar og bróður
EINARS KR. ÓLAFSSONAR,
sem fórst með m.s. Eddu 16. f.m. — Guð blessi ykkur öll.
Bjarnveig Karlsdóttir, Sigríður óladóttir,
Ólafur Ólafsson og systkini hins látna.
j
iiiiiiiiiiijjiuiiii:iiiiiiiiiiiiiiiiiiiJiJiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii;i:iiiiiiiiin