Skutull - 13.11.1954, Qupperneq 1
XXXII. árgangur. Isafjörður, 13. nóvember 1954.
11. tölublað.
Alþýðublaðið
er málsvari alþýðunnar og
verkalýðshreyfingarinnar.
Allir þurfa að lesa
Alþýðublaðið.
BÆJARMALASPJALL.
Vegna þess, hve blaðið hefir sjaldan komið út síðan í vor,
þykir rétt að gel'a hér stutt yfirlit yfir nokkur þau mál,
sem verið hafa efst á baugi í bæjarstjórn síðustu mán-
uðina. Að því mun verða stefnt eftirleiðls að blaðið komi
út a.m.k. hálfsmánaðarlega.
Stöðuveitingap.
Af þeim stöðum, sem losnað
hafa hjá bænum í ár, er sjúkra-
húslæknisstaðan ein sú mikilvæg-
asta. Eins og bæjarbúum er kunn-
ugt, var staðan veitt hr. Úlfi
Gunnarssyni, lækni, og tók hann
til starfa við sjúkrahúsið í okt-
óberbyrjun. Auk hans sótti Kjart-
an J. Jóhannsson, Igeknir og al-
þingismaður, um starfið. Við veit-
ingu stöðunnar réði það úrslitum,
að Úlfur læknir er viðurkenndur
sérfræðingur í handlækningum,
og uppfyllti því þær kröfur, sem
lögum samkvæmt eru gerðar til
yfirlæknis við sjúkrahúsið. Hins-
vegar uppfyllti Kjartan J. Jó-
hannsson ekki þetta skilyrði.
Það ber að fagna því, að svo
vel skuli hafa tekizt til með
ráðningu í yfirlæknisstöðuna sem
raun ber vitni. Úlfur Gunnarsson
læknir hefir aflað sér víðtækrar
menntunar í sinni grein, og hefir
framúrskarandi góð meðmæli frá
kennurum og yfirlæknum, sem
hann hefir unnið hjá. Er þess
að vænta, að bæjarbúar fái að
njóta starfskrafta hans og hæfi-
leika, sem allra lengst, en til
þess að svo megi verða, þarf að
búa honum sem bezt vinnuskil-
yrði, þannig að hæfileikar hans
fái notið sín til fulls. Ýmislegt
má sjálfsagt færa til betri vegar
í því efni, og hefir meirihluti
bæjarstjórnar fyrir sitt leyti full-
an hug á að það verði gert.
Skutull vill nota þetta tæki-
færi til að bjóða hr. Úlf Gunnars-
son, lækni, og fjölskyldu hans
velkomin til bæjarins.
Skólastjórastaðan
við gagnfræðaskólann er veitt
af menntamálaráðherra, en um-
sagnar fræðsluráðs er leitað um
umsækjendur. Þegar Hannibal
Valdimarsson sagði stöðunni
lausri, var Gústaf Lárusson, kenn-
ari, fyrst í stað eini umsækjand-
inn. Hann hafði um átta ára
skeið löngum gegnt skólastjóra-
starfinu, og s.l. vetur verið sett-
ur skólastjóri, án þess að fundið
væri að því. Sjálfstæðismenn not-
færðu sér tækifæri, sem þeim
gafst í fræðsluráði, til að fella
með jöfnum atkvæðúm tillögu um
að mæla með Gústaf í starfið,
og var það síðan auglýst á ný.
Kennarar skólans mótmæltu ein-
dregið þessari málsmeðferð, sem
Sjálfstæðisflokkurinn bar höfuð-
ábyrgð á. Barst nú einnig um-
sókn frá Guðjóni Kristinssyni, og
setti menntamálaráðherra hann í
starfið, þrátt fyrir það, að meiri-
hluti fræðsluráðs mælti með Gúst-
af.
Jafnvel þótt viðurkennt sé að
Guðjón Kristinsson sé vel hæfur
maður í þetta starf, þá verður
því á engan hátt mótmælt, að
gagnvart Gústaf er veiting ráð-
herrans á embættinu ranglát og
hlutdrægnisleg, og hefir hann þar
vafalaust farið eftir vísbending-
um flokksbræðra sinna hér heima,
en ekki eigin mati á umsækjend-
unum, og þar með er þessi em-
bættisveiting hans orðin pólitísk
misbeiting veitingavaldsins, sem
á engan hátt er afsakanleg.
Aðrar kennarastöður.
Björn H. Jónsson, skólastjóri
barnaskólans, hefur frí frá störf-
um í vetur vegna veikinda, en
settur skólastjóri er Jón H. Guð-
mundsson. Garðar Guðmundsson
dvelur erlendis við framhalds-
nám, en í hans stað kennir Stein-
þór Kristjánsson við barnaskól-
ann. Nýir kennarar við skólann
eru Guðni Jónsson og Ingi Berg-
mann Karlsson. Skólinn á rétt
á einum föstum kennara til við-
bótar þeim, sem fyrir eru, m.a.
vegna fjölgunar nemenda í skól-
anum, og var í sumar reynt að
ráða handavinnukennara stúlkna,
sem einnig gæti kennt almenn
fög, en það tókst ekki. Auka-
kennsla er því meiri í skólanum
en verið hefir, og kennir Þor-
björg Kristjánsdóttir, aukakenn-
ari, alveg einum bekk. Loks er
þess að geta, að Haraldur Leósson
kennir í vetur við gagnfræða-
skólann með sérstöku leyfi
fræðsluráðs og fræðslumálastjóra,
en hann varð sjötugur í haust,
og hefði því átt að láta af störf-
um vegna aldurs eftir langan og
góðan vinnudag, og Anna Björns-
dóttir, sem lengi og vel hefir
kennt stúlkum handavinnu í báð-
um skólunum, sem aukakennari,
er nú alveg hætt því starfi. í
hennar stað kennir Ragna Jóns-
dóttir við barnaskólann.
Yfirlögregluþjónsstaðan
losnaði 1. ágúst og var ráðinn
í hana Kristinn Helgason, ungur
maður, sem hlotið hefir ágætan
undirbúning undir starf sitt, m.a.
sem löggæzlumaður á vegum
Sameinuðu þjóðanna bæði í U.S.A.
og Palestínu.
N ónhornsvatn.
Gerð var í sumar tilraun til
að minnka leka vatnsins með á-
mokstri á lekasvæðið, og var í
því efni farið að ráðum Sigurjóns
Rists, vatnafræðings, og Sigurðar
Thoroddsens, verkfræðings. Einnig
var sponsveggurinn styrktur og
hækkaður með jarðfyllingu og
gert við þrístivatnspípur o. fl.
Þessar framkvæmdir miða að því
að auka vatnsforðann í Nónhorns-
vatni til öryggis fyrir rafmagns-
notendur. Enn þá er ekki unnt
að segja, hvort verulegur árangur
hefir orðið af framkvæmdunum í
sumar, þar eð vatnið hefir ekki
náð að fyllast eftir að fram-
kvæmdum var hætt. Sýni það sig
hinsvegar seinna, að starfið hafi
borið árangur, verður þessu verki
haldið áfram næsta sumar.
Áhaldahúsið.
í mörg ár hefir verið rætt og
ritað um að byggja áhaldahús
fyrir bæinn og rafveituna, og
hafa sjálfstæðismenn einkum ver-
ið háværir í þessu efni. Á þeim
fimm árum og nokkrum mánuð-
um, sem þeir stjórnuðu bænum
með korr.múnistum, tókst þeim
þó ekki að koma þessu í verk,
gátu ekki einu sinni ákveðið
húsinu slað. Nú er bygging á-
Yfirhjúkrunarkonustaðan
við sjúkrahúsið losnaði einnig
í ágúst og í hana var ráðin ung-
frú Ása Magnúsdóttir, dóttir
Magnúsar Eiríkssonar, vélstjóra,
og Jónu Guðjónsdóttur hér í bæ,
óvenjulega vel fær stúlka í það
starf.
Aðrar stöður.
Stöðvarstjórastaðan við raf-
stöðina í Engidal losnaði við frá-
fall Arinbjarnar Clausen, og var
Kristinn Lárusson, rafvirki, ráð-
inn í hana. Nú nýlega hefir Hall-
dór Guðjónsson, sem s.I. vetur
.var ráðinn til vinnu við skóg-
ræktarstörf á sumrin en við bók-
band á veturna, sagt lausu starfi.
Þegar hann hættir, hefir verið á-
kveðið að Sigurjón Gunnarsson
taki við af honum. Loks er þess
að geta, að bráðlega verða tvær
baðvarðastöður veittar við Sund-
höllina.
haldahúss hafin, án þess að mik-
ið hafi verið af því gumað, en
sjálfstæðismenn eru í íýlu, og
setja út á staðsetningu hússins.
Með þessu hafa þeir reynt að
hindra framgang málsins, en sem
sé: Áhaldahúsið er í smíðum og
byggingarmeistari er Daníel Sig-
mundsson.
Verkamanna skýlið,
sem sjálfstæðismenn hafa einn-
ig reynt að setja fótinn fyrir, er
verið að innrétta í rúmgóðu hús-
næði í Neðstakaupstað, og miðar
verkinu vel áfram. Á sínum tíma
hömpuðu sjálfstæðismenn því ó-
spart, að þeir ætluðu að byggja
slíkt skýli, án þess þó að staðið
væri við það loforð að þeirra
hálfu meðan að þeir höfðu tæki-
færi til þess. Nú hafa þeir það
helzt út á framkvæmd verksins
að setja, að það skuli vera falið
umsjá óla J. Sigmundssonar,
varabæ j arf ulltrúa Alþýðuf lokks-
ins. Þessi aðfinnsla er í raun og
veru ekki svaraverð, þar sem í
hlut á jafn fær iðnaðarmaður og
Óli J. Sigmundsson, sem auk
þess er bæði heiðarlegur og bráð-
duglegur. En það er önnur hlið á
þessu máli, sem vert er að at-
huga, og það er sú hliðin, sem
Framhald á 4. síðu.
Nokkrap fpamkvæmdir.