Skutull - 13.11.1954, Blaðsíða 2
2
SKUTULL
SKÍÐANÁMSKEIÐ
Skíðadeild Harðar
gengst fyrir skíða-
kennslu á Seljalands-
dal. — Bílferðir verða
frá kaupfélagshúsinu
kl. 9i/2 á sunnudögum.
Námskeiðið er ókeypis
og allir velkomnir.
SKÍÐADEILD
HARÐAR.
Tillaga Alþýðuflokksins á Alþingi:
Endurskoðað hvort lengur er þör£
á dvöl varnarliðsins í landinu.
Náist ekki samkomulag' um endurskoðun, skal samn-
ingnum sagt upp einhliða.
SKUTULL
Otgefandi:
Alþýðuflokkurinn á Isafirði
Ábyrgðarmaður:
Birgir Finnsson
Neðstakaupstað, Isaf. — Sími 13
Afgreiðslumaður:
GuSmundur Bjarnason
Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202
Innheimtumaðui:
Haraldur Jónsson
Þvergötu 3. lsaíiröi
Fáein orð um her-
námið.
Það skeði nýlega á Baldurs-
fundi, að Halldór Ólafsson, bóka-
vörður, dró upp úr pússi sínu
skjal nokkurt, sem hann kvað
vera áskorun um brottflutning
setuliðsins úr landinu, og bað
menn skrifa undir. Eigi var þetta
mál á dagskrá fundarins, en
Halldór flutti þarna ræðustúf máli
sínu til stuðnings, og gerðist und-
irritaður þá svo djarfur að lýsa
stuttlega sínu viðhorfi til þessa
máls, og út af því hefir Halldóri
fundist, að ekki dygði minna, en
að tefla á móti mér sjálfum for-
sætisráðherra Bretaveldis og enn
fremur sprenglærðum kjarnorku-
fræðingi sbr. blaðið Baldur 15.
okt. s.l., þar sem mjög villandi er
skýrt frá þessum orðaskiptum.
Ég spurði Halldór að því á
Baldursfundinum, er hann hafði
flutt áskorun sína, hvort hann
gæti nokkuð sagt fundarmönnum
um það, hvenær Sovétríkin myndu
byrja að afvopnast. Hann svaraði
hreinskilnislega, að um þetta vissi
hann ekkert, og lýsti ég þá yfir
því, að meðan óvissa væri ríkj-
andi um það atriði, væri ég fyrir
mitt leyti ekki fyllilega við því
búinn að skrifa undir áskorun um
brottflutning setuliðsins, enda
þótt mér væru eins vel ljósir og
Halldóri, þeir annmarkar, sem á
hersetunni eru fyrir þjóðina.
Halldór byrjaði þá á hernaðar-
fræðilegum hugleiðingum um það,
að okkur væri lítið hald í vörn-
um Bandaríkjamanna hér á
landi, ef til styrjaldar kæmi, og
vildi fá mig til að ræða málið
á þeim grundvelli. Ég sagði hon-
um, að ég væri enginn sérfræð-
ingur í þeim hlutum, aftur á móti
ættu bæði Bandaríkin og Sovétin
næga sérfræðinga í þeim efnum,
og vildu þeir fyrrnefndu hafa hér
herstöðvar, líklega af því að þeir
teldu sér það mikilvægt, og hinir
síðarnefndu vildu, að hér væru
engar herstöðvar, sennilega vegna
þess, að það ástand teldu þeir
haganlegt fyrir sig sjálfa, en
ekki af neinni umhyggju fyrir
íslendingum.
Hvað sem liði hemaðarlegu
gildi hersetunnar, þá hefði það
atriði, að Islendingar gengu í sam-
tök lýðfrjálsra þjóða, haft mikla
þýðingu fyrir okkur, því að það
væri einmitt vegna þessara vold-
ugu samtaka, sem nú horfði frið-
vænlegar í heiminum en oft áður,
og það svo, að nú væru stórþjóð-
irnar farnar að ræða um afvopn-
un og hagnýtingu kjamorku af
meiri sáttfýsi en að undanfömu,
og þegar í ljós kæmi jákvæður
árangur af þeim viðræðum, þá
gætum við bundið enda á her-
setuna.
Þannig lýsti ég á umræddum
Baldursfundi minni skoðun á
þessum málum, og að mínum
dómi er það mikilvægt að lýð-
frjálsar þjóðir gleymi ekki
reynslunni af viðskiptum nazista-
og fasistaríkjanna við varnar-
lausar þjóðir. Einræðisþjóðir not-
færa sér ávalt varnar- og samtaka-
leysi til ágengni og árása. Þær
ganga aldrei til friðsamlegra
samninga við þann gagnaðila,
sem er veikur fyrir. Einungis
samtök og máttur lýðræðisþjóða
getur komið að haldi gegn kúg-
unaráformum einræðisríkja, og
það er þetta, sem hefir gert það
að verkum, að hinn vopnaði
rússneski björn er til viðtals nú.
Ef til friðsamlegs uppgjörs kem-
ur á næstunni, þá styrkir það
auðvitað aðstöðu Rússa, ef and-
stæðingar þeirra byrja í upphafi
þess uppgjörs að leysa upp sam-
tök sín, og þess vegna verða lýð-
ræðisþjóðimar að fara varlega í
því efni.
Sem betur fer, er samt svo
komið, að nú virðast horfur á
samkomulagi milli stórþjóðanna
betri en oft áður, og þessar batn-
andi samkomulagshorfur meta
þingmenn Alþýðuflokksins á þann
veg, sem fram kemur í tillögu til
þingsályktunar, um endurskoðun
þess, hvort lengur sé þörf á
dvöl varnarliðsins í landinu. Þessi
tillaga birtist á öðrum stað hér í
blaðinu til glöggvunar fyrir þá,
sem vilja kynna sér afstöðu Al-
þýðuflokksins til þessa mikilvæga
máls, en tillagan er í fullu sam-
ræmi við samþykktir síðasta
flokksþings Alþýðuflokksins um
þetta efni, og er flutt af öllum
þingmönnum flokksins í samein-
uðu þingi. Birgir Finnsson.
--------O---------
Leiðréttingar.
í 9. tbl. Skutuls varð sú mis-
sögn í andlátsfregn Ármanns heit.
Halldórssonar, að foreldrar hans
væru bæði látin. Þetta er ekki
rétt. Móðir hans, Elísabet Bjarna-
dóttir, er á lífi 79 ára gömul,
og býr hún hjá Gunnlaugi syni
sínum hér í bæ. í sama blaði
var einnig sagt að Guðrún heitin
Benjamínsdóttir hafi verið gift
Pétri Bjarnasyni, en svo var ekki.
Blaðið biður velvirðingar á þess-
um leiðu mistökum.
Með tilvísun til 7. gr. varnar-
samnings milli Islands og Banda-
ríkjanna, frá 5. maí 1951, og
með hliösjón af því, að samnings-
viðræður ríkisstjórna Islands og
Bandaríkjanna fyrr á þessu ári
leiddu ekki til viðunandi breyt-
inga á nefndum samningi, ályktar
Alþingi að fela ríkisstjórninni, að
undanfarinni tilkynningu til
Bandaríkjastjórnar, að fara þess
á leit við ráð Norður-Atlantshafs-
bandalagsins, að það endurskoði
hvort lengur þurfi á að halda
aðstöðu þeirri, sem Bandaríkjun-
um er veitt á íslandi með samn-
ingi þessum. Við endurskoðunina
skal ríkisstjórnin m.a. leggja á-
herzlu á eftirfarandi atriði:
Islenzkir aðilar annist allar
framkvæmdir, sem ákveðnar
voru á grundvelli varnarsamn-
ingsins í'rá 1951 og enn er ó-
lokið.
Sá hluti Keflavíkurflugvallar,
sem engöngu eða fyrst og
fremst þarf að nota í hernaðar
þágu, skal þegar í stað girtur
og öll umferð um hann bönnuð.
Hið sama á við um þau varnar-
svæði önnur, sem þegar hafa
verið látin í té.
Kíkisstjórnin skal þegar hefja
undirbúning þess, að íslending-
ar taki í sínar hendur rekstur,
viðhald og gæzlu allra þeirra
mannvirkja, sem byggð hafa
verið eða óbyggð eru á grund-
velli varnarsamningsins frá
1951, en leita skal samninga
við stjórn Bandaríkjanna eða
Norður- Atlantshafsbandalags-
ins um greiðslu kostnaðar, sem
af því hlýzt, og enn fremur
um það, að lslendingum verði
látin í té nauðsynleg áðstoð
til þess, að þeir læri sem fyrst
þau sförf, sem hér er um að
ræða. Ekki skal þó þjálía fs-
lendingi til neinna hernaðar-
starfa.
Þegar Islendingar hafa sér-
menntað starfsmenn til þess að
taka að sér þau störf, sem um
ræðir í þriðja lið, eða ráðið
erlenda sérfræðinga til að ann-
ast þau, getur Alþingi ákveðið
með þriggja mánaða fyrirvara,
að herlið Bandaríkjanna skuli
hverfa frá fslandi. Meðan það
er enn í landinu, skal það ein-
göngu dveljast á þeim stöðum,
sem það hefur fengið til um-
ráða.
Friðvænlegra ástand.
í niðulagi greinargerðar með
tillögunni segir svo:
Þar eð samningsviðræður þær,
sem fram fóru snemma á þessu
ári milli stjórna Islands og
Bandaríkjanna, leiddu ekki til
viðhlítandi breytinga á skipan
þessara mála og horfur í alþjóða-
málum virðast nú friðvænlegri
en um langt skeið, telur Alþýðu-
flokkurinn rétt, að Alþingi feli
ríkisstjórninni í samræmi við 7.
gr. varnarsamningsins, að fara
þess á leit við ráð Norður-Atl-
antshafsbandalagsins, að það
endurskoði, hvort lengur þurfi á
að halda aðstöðu þeirri, er
Bandaríkjunum var veitt fyrir
hönd Norður-Atlantshafsbanda-
lagsins með samningnum. Við
endurskoðun þá, sem 7. gr. samn-
ingsins gerir ráð fyrir, að þá
fari fram, telur Alþýðuflokkur-
inn, að afstaða ríkisstjórnarinnar
eigi að miðast við þá stefnu, sem
mörkuð var í fyrrgreindri tillögu
til þingsályktunar. Fáist ekki
fullnægjandi samkomulag um
þessar breytingar innan þess
tíma, sem 7. gr. samningsins ger-
ir ráð fyrir, þ.e. 6 mánaða, skal
ríkisstjórnin til þess að fylgja
kröfum þessum eftir, segja samn-
ingnum upp, og fellur hann þá
úr gildi 12 mánuðum siðar.