Skutull

Volume

Skutull - 13.11.1954, Page 3

Skutull - 13.11.1954, Page 3
SK.UTULL 3 Messur. Messað í ísafjarðarkirkju kl. 2 e.h. á morgun. Séra Stefán Lárus- son prédikar. — Barnamessa kl. 11 í fyrramálið. Trúlofanir. Opinberað hafa trúlofun sína nýlega: Stella Eyrún Clausen og Sigur- vin Karlsson. Jónína Nílsen, hjúkrunarkona frá Seyðisfirði, og Gunnlaugur Ó. Guðmundsson, póstafgreiðslumað- ur, ísafirði. Hulda Jónsdóttir og Jón Krist- mannsson, Tangagötu 29, Isafirði. Guðrún Valgeirsdóttir frá Gemlufalli og Matthías Vilhjálms- son, ísafirði. Kristín Aðalsteinsdóttir, ísafirði og Bjarni Sæberg Þórarinsson, Reykjavik. Hjúskapur. Gefin hafa verið saman í hjóna- band nýlega: Unnur Pétursdóttir, Grænagarði ísafirði og Hjálmar Torfason frá Halldórsstöðum í Laxárdal. Kristín Þórarinsdóttir, Látrum og Guðfinnur Magnússon, stúdent, ísafirði. Arndís ólafsdóttir og Sigurður Th. Ingvarsson, vélsm. Isafirði. Inga Ruth Olsen, ísafirði og Jón Hermannsson, loftskeytam., Reykjavík. Guðný Einarsdóttir og Helgi Hjartarson, ísafirði. Skutull óskar þessu fólki öllu til hamingju. Gullbrúðkaup áttu 24. október Guðmundína Jónsdóttir og Guðjón Sigurðsson, Túngötu 13. Þessi valinkunnu hjón hafa af miklum dugnaði komið upp myndarlegum barna- hópi. Þau hafa jafnan ótrauð fylgt Alþýðuflokknum að málum og stutt hann af ráðum og dáð. Skutull sendir þeim hugheilar árnaðaróskir í tilefni þessa merk- isafmælis. Skemmtanir. Nýlega hafa tveir ungir og efni- legir söngvarar komið í heimsókn til bæjarins. Eru það þau Kristinn IJallsson, sem hélt hljómleika á vegum Tónlistarfélags Isafjarðar með undirleik Frit/ Weisshappel, og frú Hanna Bjr.rnadóttir, en undirleik hjá henni annaðist frk. Elísabet Kristjánsdóttir. Voru skemmtanir þeirra beggja mjög vel sóttar og þeim ágætlega fagnað af áheyrendum. Eru þau bæði, Kristinn og Hanna, mjög geðþekkir listamenn, sem tvímæla- laust geta vænzt mikils frama á á listabrautinni. Hafi þau þökk fyrir komuna til bæjarins. Slysfarir. Þann 28. maí s.l. andaðist Guð- mundur Óli Guðjónsson af slys- förum í Hombjargi, er hann var þar við sig. Hann var kvæntur Petólínu Sigmundsdóttur og læt- ur eftir sig 3 börn í æsku. Andlát. Þann 6. júní s.l. andaðist Arin- björn Clausen, stöðvarstjóri við rafstöðina í Engidal. Hann var fæddur 1. júlí 1905 og kvæntur var hann Guðfinnu Guðjónsdótt- ur. Arinbjörn heitin var lengst af vélstjóri til sjós og lands, og hinn nýtasti maður í sinni stétt. Þann 9. júlí s.l. andaðist merk- isklerkurinn Jónmundur Halldórs- son, frá Stað í Grunnavík, í Landsspítalanum. Hann var þá nýlega orðinn áttræður. Hann var jarðsettur að Stað 17. júlí, að viðstöddu fjölmenni hvaðanæfa að úr sýslunni. Þann 5. júlí s.l. andaðist í Reykjavík Svanhildur Jónsdóttir, ekkja Einars heitins Guðmunds- sonar, skósmiðs. Hún var jarðsett hér á ísafirði. Þann 27. júní s.l. andaðist Didrik Johnsen, bifreiðarstj., hér í bæ, 54 ára gamall. Hann var kvæntur Margrétu Tómasdóttur, hjúkrunarkonu. Þann 12. júlí s.l. andaðist Anna Jónasdóttir og þann 28. október andaðist maður hennar Guðjón Kristjánsson frá Skjaldarbjarnar- vík. Þau voru foreldrar Guðmund- ar Guðjónssonar vélstjóra og þeirra systkina. Hinn 12. júlí andaðist í sjúkra- húsinu Elías Árnason frá Bol- ungavík. Hann var fæddur 11. ágúst 1874. Þann 14. júní s.l. lézt að heim- ili sínu Þorbei'gur Steinsson, hi’eppstjóri á Þingeyri. Hann var fæddur í Hvammi í Dýrafirði 27. des. 1878, og var mörg ár skip- stjóri á bátum frá Isafirði. Sturlína Maríasdóttir andaðist 31. okt. s.l. Hún var fædd að Görðum í Aðalvík 6. nóv. 1882, en ólst upp í Fljótum. Hingað fluttist liún árið 1905 og bjó hér til æfiloka. — Sturlína heitin eignaðist 5 börn og ól upp einn fósturson. Hún var mesta dugn- aðar- og sómakona. Ásgrímur Kristjánsson, f. 2. sept. 1877, dó 3. ágúst s.l. Kona hans hét Sigríður Friðriksdóttir, og er einkasonur þeirra, Adolf, búsettur hér í bæ. Jón Bjarnason, smiður, lézt 19. okt. s.l. eftir langa vanheilsu. Hann var fæddur 2. júní 1872 í Engidal. Eftirlifandi kona hans er Guðbjörg Jónsdóttir. Þau eign- uðust átta dætur, sem allar eru á lífi. FRA GAGNFRÆÐASKÓLANUM Gagnfræðaskólinn var settur 1. október s.l. Guðjón Kristinsson, kennari frá Borgarnesi, hefir verið settur skólastjóri skólans. Við skólasetninguna færði hann fráfarandi skólastjóra, Hannibal Valdimarssyni, þakkir fyrir góða skólastjórn og mikilvæg störf í þágu uppeldis- og skólamála. Hannibal valdimarsson þakkaði öllum hlutaðeigandi fyrir ánægju- lega samvinnu á liðnum árum og árnaði skólanum og hinum nýja skólastjóra allra heilla. Formaður fræðsluráðs ísafjarð- ar, Björgvin Sighvatsson, flutti Hannibal þakkir fyrir vel unnin störf og gifturíka skólastjórn, en H. V. hefir verið skólastjóri gagnfræðaskólans síðan .1938, og var skólinn undir hans stjórn ætíð í fremstu röð og hin merkileg- asta uppeldisstofnun og til fyrir- myndar á mörgum sviðum, enda skólastjórinn bæði hugkvæmur op fundvís á það námsefni og kennsluhætti, sem aukið gátu á hagnýtt gildi skólastarfsins og sem nemendunum mátti til heilla verða. 1 vetur starfar skólinn í 7 deildum. Nemendur eru 150. Fast- ir kennarar eru 13 að skólastjóra meðtöldum. Stundakennarar eru þrír. Sú nýbreytni hefir verið tekin upp, að nú gefst nemendum kost- ur á að dvelja í skólanum milli kl. 17 og 19 á degi hverjum við undirbúningslestur og njóta þeir þar leiðsagnar kennara þess, sem situr þar yfir hverju sinni. Það ber sannarlega að þakka þessa nýbreytni, því hún skapar nemendum nýja möguleika til þess að hagnýta sér námið sem bezt, og þá ekki hvað sízt þeim, sem ekki geta notið nægilegs næðis heima fyrir. Unnið er nú að því að setja upp hljóðeinangrunarplötur í kennslu- stofur og ganga skólans, því að skólahúsið er eins og flestar stór- ar steinbyggingar, mjög hljóð- bært, og veldur það miklum ó- þægindum og truflunum. En eftir að hljóðeinangrunin hefir verið sett á loftin hverfur bergmálið að mestu, og hafa þegar orðið mikil umskipti til hins betra hvað þetta snertir í þeim kennslustofum, sem lokið er við að hljóðeinangra. SAUMAKONUR! Flýtið ykkur, látið okkur yfir- trekkja kjólaspennurnar og hnappana. Pantið í dag. — Sækið á morgun. Verzlun Helgu Ebenezersdóttur. VITAS SOKKAVIÐGERÐ Aðeins dags afgreiðslutímí. Vönduð vinna. Verzlun Helgu Ebenezersdóttur. ; Sparifjársöfnun | skólabarna. Bankarnir verða opnir til afgreiðslu vegna sparifjár- söfnunar skólabarna mánudag og þriðjudag næstkom- i andi frá kl. 4-—6 síðdegis. Bækur. til að líma í sparimerki svo og sparimerkin I sjálf verða einnig til sölu þá og framvegis. Landsbanki Islands, Utvegsbanki Isiands h.f., - Isafirði. Isafirði. ;

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.