Skutull

Árgangur

Skutull - 08.06.1956, Blaðsíða 6

Skutull - 08.06.1956, Blaðsíða 6
6 SKUTULL Þeir Isfirðingar, sem muna hvernig íhaldið hagaði kosninga- áróðrinum við hinar fyrri kosn- ingar, Kjartani J. Jóhannssyni til framdráttar, sjá nú glöggt hversu þingmaðurinn hefir algjörlega brugðizt vonum allra kjósenda sinna, og jafnvel helztu forystu- menn Sjálfstæðisflokksins geta nú ekki lengur leynt vonbrigðum sín- um. Eftir aðeins þriggja ára setu á Alþingi hefir Kjartani nefnilega tekizt, með sínu landskunna at- hafna- og áhrifaleysi, að losa sig við stuðning og tiltrú fjölmargra ópólitískra manna, sem studdu hann í síðustu kosningum af ýms- um persónulegum ástæðum, eða í von um batnandi tíma og vaxandi velmegun í bænum, næði hann kosningu. Vonbrigðin og sívaxandi óánægja yfir þingmennsku K. J. verka nú mjög lamandi á trygg- ustu stuðningsmenn hans, sem sjá í hvert óefni stefnir, en'sem hvorki þora né geta leyst vandann, sem þeir sjálfir hafa leitt yfir sig og Sjálfstæðisflokkinn á ísafirði, þ. e. að bjóða ekki Kjartan fram aftur. Þegar flett er Vesturlandi frá fyrri kosningum sér maður, að íhaldið hefir ekki látið kosningarn- ar snúast um vandamál og málefni þjóðfélagsins, heldur persónu Kjartans læknis. Þetta var eðlileg baráttuaðferð hjá flokki, sem átti illan málstað að verja, því læknis- vinsældirnar voru líklegri til fram- dráttar en hin spillta og misheppn- aða þjóðmálabarátta íhaldsins. En jafnvel persónulegar vin- sældir K. J. voru ekki einhlítar. Annað og hagkvæmara stökkbretti varð að smíða fyrir þennan vænt- anlega þingmann íhaldsins. Þá hófst tvísöngur þeirra Ás- bergs Sigurðssonar og Matthíasar Bjamasonar í Vesturlandi. Og fag- ur var sá söngur á að hlýða, sér- staklega fyrir þann fjölmenna hóp manna, sem átt hafði við að stríða atvinnuleysi og margháttaða erf- iðleika um langt árab'il, af völdum aflabrests og ranglátrar fjárfest- ingarstefnu íhaldsins, sem aldrei hefir séð eða viðurkennt þarfir fólksins, sem býr í hinum dreifðu byggðum landsins. Þeir félagar sungu um hinn „dugmikla athafna- og umbóta- mann“, sem mundi „laða til sam- starfs og samvinnu um hin fjöl- mörgu umbótamál bæjarbúa“, og sem „gjörþekkti þarfir Isfirð- inga“ og „mundi láta atvinnulíf- ið eflast, og afkomumöguleikana batna“, Einnig sungu þeir fögrum rómi um það, að „Kjartan Jóhannsson hefði góða aðstöðu til þess að koma fram hagsmunamálum Is- firðinga, því á bak við hann stendur voldugasti stjórnmála- flokkur landsins“, sem mim „fús- lega veita honum öflugan stuðn- ing.“ Og kveðjusöngurinn hljómaði í Vesturlandi þannig: „Með kosn- ingu Kjartans verða straumhvörf í bænum“, því „athafnir koma í stað kyrrstöðu“, þar sem „hann býður fólkinu bætta aðstöðu og bjartari framtíð“. Svona fagur var íhaldssöngurinn um Kjartan Jóhannsson, og undir tvísöng heiðursmannanna tveggja púuðu svo hinir smærri spámenn, sem sendir voru út á meðal lýðs- ins til þess að boða „fagnaðarer- indið“ um afarmennið, sem nú liti í náð sinni til Isfirðinga, og ætl- aði að ráða fram úr öllum vanda- málum atvinnulífsins í bænum og skapa hér bjarta og örugga fram- tíð. Margir létu glepjast af þessum glæstu fyrirheitum og gullnu lof- crðum, og þess vegna náði K. J. loksins kosningu. En á meðan hann komst ekki á þing, var tví- söngurinn endurtekinn óbreyttur í hverjum kosningum. Vandi fylgir vegsemd hverri. Það sannaðist þegar svo slysalega vildi til, að K. J. náði hér kosningu sumarið 1953, og ísfirðingar misstu þar með aðstöðuna til þess að halda fram sínum hlut til jafns við önnur byggðarlög, innan Fyrir skömmu hefir Samband ísl. samvinnufélaga og Olíufélagið h.f. keypt 16.730 smál. olíuskip Sambandið og olíufélagið hafa á undanfömum árum unnið að því að fá keypt olíuskip, en afla varð erl. lána til kaupanna. í des. s. 1. fékk SÍS leyfi til þess að kaupa stórt olíuskip. Lán fékkst í Bandaríkjunum í marzmánuði s.l. Leitast var því næst eftir hvort unnt væri að fá byggt skip með viðunandi kjörum. En mikil eftirspurn er eftir olíu- skipum og kom í ljós að ekki var unnt að fá olíuskip smíðað og af- hent fyrr en árið 1960 veggja Alþingis. Nú var Kjartan sannarlega bú- inn að fá hina ákjósanlegustu að- stöðu til þess að gera margt og mikið fyrir kjördæmi sitt og kjós- endur. Auk þess var Sjálfstæðis- flokkurinn voldugri en nokkru sinni áður óg réði mestu um stjórn landsins. Þess má og geta, að sjálfur forsætisráðherrann var sér- stakur vemdardýrlingur þing- mannsins og sagði á íhaldsfundi hér, að hann vildi allt fyrir Kjart- an gera. En þingmaðurinn, sem svo miklar vonir voru bundnar við, brást hrapalega, þótt hann þyrfti ekkert að gera nema senda frá sér óskalista yfir þær fram- kvæmdir og fyrirgreiðslur, sem Isfirðingar þörfnuðust svo mjög. En sá þýðingarmikli „lyfseðill", sem átti að lækna og bæta at- vinnuöryggi og afkomu ísfirzkr- ar alþýðu, var aldrei skrifaður, — hvað þá lagður fram á AI- þingi. Þess vegna er hinn fagri íhalds- söngur úr fyrri kosningunum nú hljóðnaður. Nú er aftur á móti reynt eftir mætti að fela Kjartan' Jóhannsson, — hans er ekki get- ið blað eftir blað. Sú meðferð á þingmanninum minnir á það, þeg- ar Adam og Eva földu óhreinu börnin sín fyrir Drottni forðum daga, — enda full líkindi til þess, að K. J. verði ósýnilegur á vett- Þegar athuganir voru komnar þetta áleiðis náðist samband við norskt skipafélag, sem á í smíðum 40 þús. tonna olíuskip og þurfti af þeim ástæðum að selja nýlegt skip sem það átti. Það skip heitir „Mostank“ smíðað í Hamborg árið 1952 og hefir undanfarið verið í siglingum á Kyrrahafi. Verðið á skipi þessu reyndist hagkvæmt. Skip þetta er hið vandaðasta í alla staði, búið hinum beztu og fullkomnustu tækjum og vélum. Aðalaflvél þess er 6650 ha. MAN-dieselvél, 10 strokka. Hraði skipsins, fullhlaðins, er 14 mílur. Skipshöfn verður 40 manns. vangi stjórnmálanna eftir 24. þ. m. Vegna þess að Kjartan gerði ekki minnstu tilraun til þess að standa við stóru orðin í Vesturlandi og öll fyrirheitin, sem Isfirðingum voru gefin, ef hann næði kosningu, er hann orðinn í vitund flestra ísfirzkra kjósenda misheppnaður þingmaður og kjördæminu næsta óþarfur. Og atvinnuástandið hér í bæ er þannig, að Isfirðingar hafa alls ekki efni á því lengur, að eiga slíkan fulltrúa á Alþingi. Þeim er lífsnauðsynlegt að liafa þann þingmann, sem bæði vill og getur borið fram til sigurs rétt- lát og nauðsynleg framfara- og hagsmunamál bæjarbúa, og sem hefir þá aðstöðu að bak við hann stendur vinsamlegur meirihluti á Alþingi og vinveitt, réttsýn og athafnasöm ríkisstjórn, sem tel- ur það sitt hlutverk að ráða fram úr vandamálum dreifbýlisins á i'Ijótvirkan og varanlegan hátt, svo fólk neyðist ekki til, af völd- um atvinnuleysis, að yfirgefa bernskustöðvarnar og verðlausar fasteignir sínar, eins og nærtæk dæmi samia, að íhaldsstjórnin hefir leitt yfir heil hreppsfélög. Þess vegna munu Isfirðingar hvorki kjósa Kjartan eða aðstoð- aríhaldið, — Alþýðubandalagið. Þeir kjósa dr. Gunnlaug Þórð- arson og umbótaöflin. ----oOo----- Afmæli. Frú Kristín Benediktsdóttir, ljósmóðir, kona Hallgríms Jóns- sonar hreppstjóra á Sætúni í Grunnavík varð sextug 5. þ. m. Frú Kristín er fædd og uppalin á Dynjanda í Jökulfjörðum og bjó hún þar til ársins 1953 er þau hjónin fluttu til Grunnavikur. Kristín hefir gegnt Ijósmóður- starfi í Grunnavikurhreppi í 35 ár. Austurvöllur. Útibekkir hafa verið settir í skemmtigarð bæjarins við Austur- veg, og verður garðurinn opnaður almenningi næstu daga. 1 vor hefir verið unnið að plönt- un margvíslegra blóma í garðinum og að hirðingu hans og er þess vænzt, að fólk gangi vel um garð- inn, svo hann geti orðið sú bæjar- prýði, sem til er ætlazt. Landhelgisbrot. Hinn nýi stálvélbátur, Tálkn- firðingur, sem er á togveiðum, var nýlega tekinn í landhelgi af björgunar- og varðskipinu Sæ- björgu. Var Tálknfirðingur að veiðum inni á Patreksfirði um 6 sjómílur fyrir innan fiskveiðitakmörkin. Skipstjórinn játaði brot sitt. Hann var dæmdur í 74 þús. kr. sekt og áfrýjaði hann dóminum til Hæstaréttar.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.