Skutull

Árgangur

Skutull - 22.06.1956, Blaðsíða 2

Skutull - 22.06.1956, Blaðsíða 2
2 SKUTULL Hinn trúi þjónn. SKUTULL Útgefandi: AlþýfSuflokkurinn á lsafirði Áby rgðarraafSur: Birgir Finnsson NeðstakaupstafS, lsaf. — Sími 13 Afgreiðslumaður: GuBmundur Bjarnason Alþýðuhúsinu, lsaf. — Sími 202 Innheimtumaður: Haraldur Jónsson Þvergötu 3, lsatirfiL Hræddír menn á flótta. Umbótaflokkarnir hafa haldið almenna stjórnmálafundi um land allt í þessum kosningabardaga. Fundirnir hafa sýnt vaxandi fylgi umbótaaflanna og vaknandi áhuga alls almennings á nauðsyn þess að unnt verði að mynda vinstri stjórn, sem sé þess um- komin að leysa efnahags- og at- vinnumálin úr þeim helgreipum, sem íhaldið hefur læst um þau. Á það má einnig minna, að jafn- vel kommúnistarnir hafa lagt í það, þrátt fyrir skuggann úr austri sem nú grúfir yfir hinum alþjóð- lega kommúnisma, að sýna sig og tala máli sínu viðs vegar um land- ið. Hér á ísafirði hafa umbóta- flokkarnir haldið tvo fjölmenna fundi. Einnig héldu kommarnir tvo fundi í bænum. En íhaldið hefir ekki þorað að boða til almenns kjósendafund- ar á ísafirði. I'að veit sem sé, að það hefir hörmulega brugðizt Isfirðingum í öllum málum. Það veit einnig, að þingmaður þess er duglausasti og lélegasti þingmaður Islands, maður, sem ekkert hefir gert nema að sækj- ast eftir vellaunuðum bitlingum og lúxusflakki erlendis. Þessi dæmalausi þingmanns- slóði ísfirzka íhaldsins hefir því ekki þorað að halda leiðarþing í kjördæmi sínu, þrátt fyrir þriggja ára ingsetu. Hann þorði ekki heldur, að halda almennan kjósendafund af ótta við verðskuldaða hirtingu fundarmanna, — jafnvel ekki þótt Bjarni Ben. og Gunnar Thor- oddsen yrðu látnir standa sitt til hvorrar handar honum og Ás- berg og Matthías yrðu látnir vernda bakhlutann og toppstykk- ið. En íhaldið skammaðist sín fyr- ir að viðurkenna þessa hræðslu sína við stjómmálarökræður á op- inberum vettvangi. Þeir töldu flokksmönnum sínum trú um, að vitanlega yrði haldinn hér slíkur fundur, og Matthías Eins og menn muna, þá var Guð- geir Jónsson neyddur til þess á fundi hér í bænum að viðurkenna að kommúnistamir hafi byrjað að narta í hann og gæða sér á hon- um á árunum 1942—1944, — og að endingu gleypt hann með húð og hári 1948. Ástæðuna fyrir því, að Guðgeir fómaði sjálfum sér og gerðist kommúnisti, sagði hann þá, að þeir atburðir hefðu gerzt innan verka- lýðshreyfingarinnar 1948, sem ork- uðu þannig á sálarlíf hans, að hann sá sér ekki lengur fært að vera í neinum tengslum við lýðræðissinna og Alþýðuflokkinn. En hvaða atburðir gerðust nú innan Alþýðusambands Islands árið 1948, sem þessum þátta- skiptum réðu í lífi þessa hvers- dagsgæfa en ístöðulitla manns? ísfirzk alþýða þarf sannarlega að átta sig á þeim, og þá jafnframt á afstöðu Guðgeirs til atburðanna, því hún sýnir hrverjum hann tel- ur sér skylt að þjóna, og hefir þjónað á liðnum árum. Aðdragandi þeirra atburða var þessi: Á árinu 1944 náðu kommún- istar yfirtökum í Alþýðusamband- inu, m. a. fyrir atbeina og flokks- svik Guðgeirs Jónssonar, sem þá þegar var orðinn laumukommi. Þessum illafengnu yfirráðum í A.S.l. héldu kommamir síðan í nokkur ár með skefjalausu ofbeldi og gerræðisfullri misnotkun á samtökunum, — og Guðgeir Jóns- son studdi þá dyggilega í öllu þessu. Verkalýðshreyfingunni á Vest- fjörðum var sýndur alveg sérstak ur fjandskapur af þessari ofbeldis- stjórn Guðgeirs, enda hafa komm- únistar aldrei átt vinum að mæta á Vestfjörðum. Ætlun sálufélaganna hans Guð- geirs var sú, að reka Alþýðusam- band Vestfjarða úr A.S.Í., en þá var Hannibal Valdimarsson, for- seti A.S.V. Bjarnason bað meira að segja um að fá Alþýðuhúsið leigt undir slík- an fund, og að sjálfsögðu var það auðsótt mál. Síðan eru liðnar 4 vikur. En sá íhaldsfundur hefir ekki verið boðaður ennþá og verður það víst sjálfsagt ekki úr þessu. Á það má einnig minna, að á þeim fjórum almennu stjórnmála- fundum, sem haldnir hafa verið liér í bænum, hefir enginn íhalds- maður þorað að taka til máls. Þeir bara fara í felur og fela þingmann- inn sinn að húsabaki í þeirri von að vesaldómur hans gleymist. Það er slæmt sálarástand hjá þeim, sem eru hræddir, sérstak- lega þegar menn eru eins ofsa- hræddir við sjálfa sig og ísfirzku íhaldsforingjamir eru núna. Þeir vissu, að Vestfirðingar voru manna líklegastir til þess að brjóta á bak aftur einræði þeirra í verka- iýðssamtökunum, eins og líka kom á daginn. I aðförinni að vestfirzku verka- lýðshreyfingunni beittu komm- arnir ýmsum bolabrögðum. Til dæmis sögðu þeir, að Hannibal hefði um árabil tekið y8 af skatti félaganna ófrjálsri hendi, og má minna ísfirðinga á það, að gjaldkeri A.S.l. Guðgeir Jónsson stóð að sjálfsögðu bak við þessa rógárás á Hannibal og þessa svívirðilegu aðför að verka- lýðssamtökunum á Vestfjörðum. Vinnubrögð kommúnistanna inn- an A.S.l. var með þeim endemum, að öllum lýðræðissinnum var ljós nauðsyn þess að ná heildarsam- tökunum úr höndum þeirra. Þessvegna sameinuðust lýðræð- issinnarnir undir forustu Hanni- bals Valdimarssonar, og unnu glæsilegan kosningasigur í Al- þýðusambandskosningunum haust- ið 1948, — eða hlutu 148 fulltrúa gegn 108. En hann Guðgeir Jónsson og fé- lagar hans voru nú ekki alveg á því að beygja sig fyrir löglega kosnum meirihluta. Þeir ætluðu að grípa til kjörvopnanna, sem alltaf er kommúnistum svo handhæg, þ. e. ofbeldis og valdbeitingar. Á þetta þing A.S.l. komu þeir Guðgeirsmenn þessvegna staðráðn- ir í því að beita ofbeldi gegn rétt- kjörnum meirihluta. Deilurnar risu hátt á þinginu, og er flestum enn í minni hin ein- arðlega barátta Hannibals gegn Guðgeiri og öðrum skjaldsveinum Brynjólfs og ofbeldisins. Það sem bjargaði A.S.í. úr of- ríkisklóm Guðgeirs og sálufélaga hans var tvent: 1. Skelegg barátta og órofa sam- staða lýðræðissinna gegn ofbeld- inu, — og átti Hannibal þar drýgstan þáttinn. 2. Sú drenglund og réttlætis- kennd forseta A.S.Í., Hermanns Guðmundssonar að meta meira lög A.S.I. og réttarvitund almennings, en fyrirmæli og hótanir samherja sinna í kommúnistaflokknum. Hermann Guðmundsson beygðí sig því fyrir lögum sambandsins og kom í veg fyrir að áformað valdarán kommúnistanna næði fram að ganga. En er mönnum í minni hvaða viðtökur H. G. fékk hjá foringja kommanna, þegar hann neitaði að framfylgja ofbeldisstefnunni, sem Guðgeir Jónsson var svo hjartan- lega ánægður með. Skömmu síðar skildu leiðir með Hermanni og kommúnistum, en í þessum viðskiptum óx vegur Her- manns mjög, — en það verður ekki sagt um aumingja Guðgeir Jóns- son. Viðbrögð Guðgeirs voru nefni- lega dálítið önnur en Hermanns Guðmundssonar. Guðgeir Jónsson, eins og aðrir kommúnistar, undi illa þessum lýðræðislegu úrslitum. Og til þess að láta enn frekar í ljós hryggð sína, reiði og vanþóknun vegna úrslitanna og yfir þessurn níishcppnuðu ofbeldisfyrirætlun- um Moskvaklíkunnar, sem lýð- ræðissinnarnir í verklýðssamtök- unum, undir forystu Hannibals, afstýrðu, rauk hann til og sagði sig úr Alþýðuflokknum, sem hann þó var mörguin árum áður búinn að svíkja í tryggðum. ísfirzk alþýða man það enn, að atburðirnir á þingi A.S.I. 1948, sem leiddu til þess, að Hermann Guð- mundsson sagðl skilið við kommúnista, urðu til þess að Guðgeir Jónsson gekk opinberlega til samstarfs við þá, og hefir altlaf síðan verið þeim handhægt og við- ráðanlegt verkfæri tii allra þeirra nota, sem hann gagn- ar til. Og þess vegna féll það í blut hans að gerast flugumaður komm- únista hér á ísafirði og auðvirðileg íhaldshækja. Mann með slíka fortíð í verka- lýðshreyfingunni kýs enginn, sem vill alþýðusamtökunum vel. Og virðuleiki ellinnar getur ekki breytt yfir þann eftirminnilega ólánsferil, sem þetta kommúnista- verkfæri á að baki sér. iiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiii íhaldið ekki i stjórn. | íhaldið verður ekki í ríkisstjórn að þessum kosningum afstöðnum. r | Allur landslýður er nú alveg sannfærður um þá staðreynd. Braskaralýður ihaldsins hefur nú setið í 17 ár á valdastóli § | á íslandi, — og nú er komið nóg. 1 Heiðarlegt fólk streymir nú frá þessari sérhagsmuna- og fjár- | 1 plógskliku milljónamæringanna í Reykjavík, sem öllu hafa siglt I | í strand, nema sinni eigin pyngju. I Nú eru íslenzkir kjósendur staðráðnir í því að breyta til. = | Nú fylkja þeir sér í tugþúsundatali um umbótaflokkana. 1 ísfirðingar, látið ekki ykkar hlut eftir liggja. Kjósið gegn | = íhaldi. Kjósið Gunnlaug Þórðarson. - lllllllllllllllllllllllllllllllllilliailllIllillllllllllllllllllllllllllllHlllllllllllllMllllllllllllllllllllllllllllii^iiiiiiiiiniiiiJiiiiiiiiiiiiiiiiiiigji

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.