Skutull

Árgangur

Skutull - 05.12.1956, Blaðsíða 4

Skutull - 05.12.1956, Blaðsíða 4
4 S K U T U L L I Upphaf að ósigri Þing Alþýðuflokksins Haraldur Guömundsson Fimmtudaginn 29. f. m. lauk í Reykjavík 25. þingi Alþýðuflokks- ins, en það sátu 90 fulltrúar. Við þingsetningu var þess minnst, að á þessu ári átti Al- þýðuflokkurinn 40 ára afmæli. Haraldur Guðmundsson baðst eindregið undan endurkosningu, en hann hefir verið formaður flokks- ins um tveggja ára skeið. Emil Jónsson, alþingismaður, var kosinn formaður, Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra var endurkosinn ritari flokksins og Guðmundur f. Guðmundsson var endurkjörinn varaformaður. Foringjar ísl. kommúnista hafa enn einu sinni sýnt verkalýðnum sitt rétta innræti. Þar gefur sann- arlega að líta náin ættarbönd við ofbeldisseggina og kúgarana, sem nú standa fyrir blóðbaðinu í Ung- verjalandi, og sem fótumtroða all- ar þær hugsjónir, sem alþýða heimsins hefir átt fegurstar. Á þingi ASf sviptu þeir af sér lýðræðis- og einingargrímunni, gengu á marggefin heit, rufu ein- ingu og samvinnu innan alþýðu- samtakanna. Ýmsir voru þeirrar skoðunar, að við stofnun Alþýðubandalagsins mundi verða breyting til batnaðar í herbúðum kommúnista. Sú von byggðist á þeirri trú, að lýðræðis- sinnarnir mættu sín meira en áð- ur, og þeir réðu stefnunni, sem af einlægni og heiðarleika vildu raun- verulega vinna að sameiningu vinstri aflanna innan ASf. Nú hefur bitur reynsla sannað, að engin breyting átti sér stað við myndun Alþýðubandalagsins. Það er bara auðvirðilegur grímu- búningur flokks í felum, — flokks, sem kýs að fara huldu höfði og sem sérhver heiðarlegur maður hlýtur að forsmá, ekki sízt eftir hina ægilegu atburði í Ungverjalandi og afstöðu hans til þeirra. Ofbeldi kommúnista á Alþýðu- sambandsþinginu er táknrænt fyr- ir allt þeirra starf. Það sýnir svo ekki verður um villzt, að þeim og verkfærum þeirra er aldrei hægt að trúa. Þeir svíkja öll sín loforð og ganga á gefin heit. Á- stæðan er sú, að loforðin eru að- eins gefin í blekkingaskyni og til þess að svíkja þau strax og þau hafa þjónað tilgangi þeirra, — þ. e. tryggt þeim völdin. Þeir þekkja ekki neitt til heið- arlegs samstarfs eða drengskapar, slík hugtök eru þeim framandi. Sökum þess eru þeir reiðubúnir að svíkja samstarfsmenn sína fyrir- varalaust þegar pólitískir hags- munir þeirra krefjast þess. Hér verður ekki rætt um það ömurlega hlutskipti, sem þeir menn hafa valið sér, sem ekki eru kommúnistar, en sem af misskil- inni tryggð láta hafa sig til þeirra óhæfuverka, að styðja ofbeldisað- gerðimar, — en það mun mála sannast, að ýmsir Alþýðubanda- lagsmenn hafi gengið nauðugir til þessa örlagaríka leiks. Aftur á móti hafa sumir, sem ekki hafa verið taldir kommúnist- ar, bilazt svo til sálarinnar við samneyti sitt við þá, að þeir eiga erfitt með að gera greinarmun á réttu og röngu, sem m. a .kom fram í því, að þeim þótti það fym mikil og óhæfa, að fram skyldi koma á þingi ísl. alþýðu afdráttar- laus fordæming á framferði Rússa gagnvart ungverskri alþýðu. Á þeim sannast glöggt, að það dreg- ur hver dám af sínum sessunaut. Það er spá Skutuls, að þessi naumi ofbeldissigur kommúnista og Hannibals á þingi ASf verði þeirra afdrifaríkasti ósigur og upphafið að þeirri atburðarás, sem þeir fá ekki við ráðið. Þfeim gleymdist það á þinginu, að ein- ing og samstarf alþýðustéttanna er verkalýðnum annað og meira en marklaust fleipur, framborið sem tálbeita pólitískra veiði- manna. Þetta er hjartfólgin ósk allrar alþýðu, og réttlætiskennd henn- ar er svo óbrjáluð ennþá, að hún sér hverjir það voru, sem brugð- ust þegar unnt var að Iáta drauminn rætast. Fram að þessu hafa kommúnist- arnir getað talið fólki trú um, að þeir einir vildu einingu alþýðunn- ar, það væru bara aðrir, kratam- ir, sem vildu ekki vinna að slíku. Nú hefir málið snúizt við. Kommúnistarnir og Alþýðu- bandalagsmennimir gátu mælt lausnarorðið og látið óskirnar rætast á 25. þingi ASf. En þeir brugðust hlutverki sínu og loforðum. Þeir reyndust svik- arar við málstað verkalýðsins. Þessvegna eru þeir dæmdir til þess að bíða ósigur. Og smánar- blettur kommúnistanna verður sannarlega þveginn af verkalýðs- hreyfingunni á fslandi. ^-ón Gðalbjúln Sími 130 - ísafirði LJÓSMYNDASTOFA Passamyndir teknar í dag, tilbúnar á morgun. Komið með filmur yðar til framköll- unar og þér fáið þær eftir 3 virka daga. Sendi í póstkröfu um allt land. Filmuframköllun - Copiering - Stæk.kanir. Tilkynning frá Byggingalánasjóði Isafjarðarkaupstaðar. Bæjarbúum, sem byggja íbúðarhúsnæði til eigin afnota, gefst hér með kostur á að sækja um lán úr sjóðnum. Umsóknir ber að senda bæjarráði ísafjarðar, sem annast stjórn sjóðsins. Isafirði, 3. nóvember 1956. Bæjarstjóri. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiii Jarðeign til solu Jarðeignin Hlíð I. í Álftafirði, Norður-lsafjarðarsýslu, er til | | sölu með öllum mannvirkjum, frá næstu fardögum. | Væntanlegir kaupendur snúi sér til | | Ragnars S. Helgasonar, § I Hlíð I. - Álftafirði. I ll|IIIIIIIIIIII>!lill.l|lll!llllllllil|lllllllllllllllll|lllll|llll||ll|l||li|ll|II|ll|lllll||||l|||l||||||||||i:illlllll||||Iil||||l!||||||||||||||||!l|||||l|! Il!!llll!!ll!l!!l!ll!llllllll!lllll!1111llllllll!l!lll!ll!li]llllllllllllllllllllllllll!lllll!lllll]llll[lllllllllill!llllllllIl!lllllillllll!Btlllll!ilill!itr | i élaúso ist I Fjórða spilakvöld Alþýðuflokksfélaganna verður | | í kjallara Alþýðuhússins næstkomandi sunnudags- | | kvöld, 9. þ. m., kl. 9 stundvíslega. | Auk aðalverðlaunanna eru veitt sérstök verðlaun | | fyrir hvert spilakvöld. § Dansaðáeftir. 1 Nefndin. | iiiiiii9|ii!iiuii|íi;iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiaiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.