Skutull

Árgangur

Skutull - 10.01.1962, Blaðsíða 2

Skutull - 10.01.1962, Blaðsíða 2
2 SKUTULL ipðfÉlagsvandaiMl sem alla varðar þýðusamtakanna, og þar af leið- andi stutt málið. En orð þessara leiðtoga eru alltaf þegar á reynir annað en athafnimar. Á þingi hömuðust kommaþingmennimir með sjálfan forseta A.S.I., Hanni- bal Valdimarsson, gegn málinu, og nutu að sjálfsögðu dyggilegrar lið- veizlu framsóknarliðsins eins og ævinlega, þegar þessir pólitísku tvíburar em að reyna að afstýra jákvæðri lausn einhvers vanda- máls, því svo er andstaða þeirra gegn núverandi ríkisstjórn heimskulega gerræðisfull, að þeir níðast jafnvel á þeim málum, sem sízt skyldi. En orðaskak stjórnarandstöð- unnar megnaði ekki að hindra framgang þessa langþráða rétt- lætismáls, en í minnum ætti kven- fólkið að hafa þá staðreynd, að sú kauphækkun, sem því nú fellur í skaut og sem til framkvæmda kemur næstu fimm árin samkv. þessari löggjöf, sem Alþýðuflokk- urinn bar fram til sigurs, er því veitt gegn harðri andstöðu og mót- atkvæðum kommúnistanna og Framsóknarflokksins. Og svo gæfulaus var andstaða kommún- istanna, að forseti A.S.Í. og aðrir þingmenn kommanna, létu sig hafa það, að skipa sér í sveit með Vinnuveitendasambandi Islands í andstöðunni við jafnréttismál kvennanna, en af skiljanlegum á- stæðum mótmælti Vinnuveitenda- sambandið harðlega setningu lög- gjafarinnar. Og hinn 1. janúar s.l. kom lög- gjöfin til framkvæmdar. Þá hækk- aði t.d. kvennakaup á Vestfjörð- um úr. kr. 19,00 í 19,69, kaup unglingsstúlkna 14—15 ára hækk- ar úr 13,90 í kr. 14,75, kaup ung- lingsstúlkna úr. kr. 16,25 í 16,71. Eins og venjulega veitir fólk ekki sem skyldi athygli þeim kjarabótum, sem vinnast á þennan raunhæfa hátt. Á móti þeim er tekið eins og sjálfsögðum hlut. Af- leiðingin er sú, að of margir skynja ekki til fulls þýðingu þess, að einmitt slíkar kjarabætur, grundvallaðar á traustum grunni, verða sízt aftur teknar og eru því þær, sem bezt gefast. En þesshátt- ar lausn launamáláanna er hreint eitur í beinum kommúnista og taglhnýtinga þeirra. Illindin og á- tökin, sem samfara eru hatröm- um vinnudeilum, er aðalatriðið í þeirra augum. Þess vegna kýs það lið miklu fremur sýndarkauphækk- anir, sem er „árangur" margra vikna vinnustöðvunar, og sem strax eru af alþýðunni teknar, en raunhæfar kauphækkanir, sem náðst hafa fram á friðsamlegan hátt. Fyrr en varir rekur að því, að verkalýðshreyfingin í landinu verður að marka afstöðu sína skýrt og ákveðið í þessu þýðingar- mikla máli, og ákveða hvora leið- TALIÐ ER, að nú séu hér á landi 500—600 manns, sem svo eru van- gefnir, að þeir þurfi hælisvist á sér- stökum hælum fyrir slíkt fólk. Þá er ennfremur álitið, að árlega bæt- ist 10—15 manns við þá tölu. Af þessum stóra hópi njóta nú aðeins 152 hælisvistar og 20 ný vistmannarúm bætast við á næst- unni. Er því langt í land, að öllum verði séð fyrir hælisvist. Áríð 1958 var stofnað Styrktar- félag vangefinna, sem síðan hefur unnið ósleitilega -að málefnum hinna vangefnu. Þessi félagsskapur hefur þannig tekið upp á sína arma eitt átakan- legasta vandamál þjóðfélagsins, — það er vandamál hinna hjálpar- vana fávita á ýmsum stigum og þá um leið þau átakanlegu vanda- mál, sem aðstandendur eiga við að glíma í þessu efni, þegar ekki er hægt að útvega þeim vangefnu hælisvist. Þjóðfélagið og allur almenning- ur ætti vissulega að gefa starfsemi Styrktarfélags vangefinna meiri gaum og leggja henni lið. Skutli þykir því rétt að birta hér á eftir dreifibréf félagsins, þar sem bréfið varpar nokkru ljósi á starfsemi félagsins og þau vandamál, sem það á við að etja. Geta má þess hér, að bæjar- stjóm Isafjarðar hefur áætlað 27 þúsund króna framlag til félags- ins á fjárhagsáætlun þessa árs. Bréf Styrktarfélagsins er á þessa leið: „Árið 1958 var stofnað Styrkt- arfélag vangefinna. Að því stend- ur fólk úr öllum stéttum þjóðfé- lagsins, áhugamenn, sem hafa kynnzt, og sumir af eigin raun, þeim erfiðleikum, sem því eru samfara, að ala önn fyrir vangefnu fólki í heimahúsum, fólk, sem öðrum fremur hefur fundið til þess, hve málefni hinna vangefnu hefur hér verið vanrækt. Af 500—600 vangefnum voru þá um 125 einstaklingar á hælum, er að verulegu leyti bjuggu við frum- stæð skilyrði. Framlag rikisins til ina skal halda, leið raunhæfra, friðsamlegra kjarabóta, sem mark- visst og stöðugt eykur hlutdeild launastéttanna í afrakstri þjóðar- búsins, leið Alþýðuflokksins og allra lýðræðissinna, eða fylgja kommúnistunum lengur á ógæfu- braut tilgangslausra verkfalla, sem harðast bitna á alþýðuheimil- unum, og stöðugt skerða hlut launþegans meir og meir, eins og dæmin, mörg og dýrkeypt, sanna gleggst. uppbyggingar slíkum hælum hafði undanfarið numið ca. hálfri mill- jón króna árlega. 1 Kópavogi hafði annað af tveim vistmannahúsum verið 5 ár í smíðum og var þá ekki fullgert til íbúðar. Síðan Styrktarfélag vangefinna varð til, hefur þetta gerzt: Með lögum frá Alþingi var stofnaður Styrktarsjóður vangefinna og er hann helgaður uppbyggingu hæla fyrir vangefið fólk. I sjóðinn renna vissar tolltekjur af öli og gos- drykkjum, 10 aurar af hverri flösku. Árlegar tekjur sjóðsins samkvæmt gildandi lögum eru um 1,8 milljónir króna. Á fjárlögum ríkisins er enn veittur hálfrar mill- jón króna árlegur byggingastyrk- ur. Samtals nemur það því 2,3 milljónum króna árlega, sem nú er veitt til byggingarframkvæmda í þágu vangefinna. Þá hefur Styrktarfélaginu tekizt að leggja 1,3 millj. kr. af mörkum til bygg- ingarframkvæmda. Umræddu fé hefur verið þannig varið: Lokið hefur verið byggingu síð- ara hússins í Kópavogshælinu, svo nú dveljast þar alls um 90 vist- menn. Hafin hefur verið bygging starfsmannaíbúða í Kópavogi. Vonir standa til að nokkur hluti þess húss verði tekin í notkun á þessu ári, en við það losna í hæl- ishúsunum 20 viðbótarrúm. 1 Skálatúni í Mosfellssveit er einnig starfsmannahús í byggingu. Slíkt er óhjákvæmilegt til að bæta þar rekstrarskilyrðin, en í þessu hæli eru 26 börn. 1 Reykjavík var hafin bygging leikskóla fyrir vangefin börn. Sú bygging mun rúma 30—40 böm þegar hún verður fullgerð. Þess er vænzt að Reykjavíkurbær leggi til að minnsta kosti hálfan bygg- ingarkostnaðinn. Hluti þessarar byggingar verður tekinn til afnota nú í vor. Styrkt hefur verið vinnu- skálabygging að Sólheimahælinu í Grímsnesi. Þar dvelja um 36 vist- menn. Byggingaframkvæmdir þær, sem unnið hefur verið að síðan Styrkt- arsjóður vangefinna var stofnaður munu fullgerðar kosta 12—13 mill- jónir króna. Enn vantar 5—6 millj. kr. til þess að hægt verði að ljúka þeim verkum, sem þegar eru hafin. Að óbreyttum árlegum fjárfram- lögum mundi það taka 2—3 ár. Vistmannarúm í áðurgreindum hælum eru: Kópavogshæli 90 manns Skálatún 26 manns Sólheimar 36 manns Samtals 152 manns 20 ný vistmannarúm munu væntanlega bætast við í Kópavogs- hælinu þegar hluti hins nýja starfsmannahúss verður fullgerð- ur. Verður þá fjöldi vangefinna, er hælisvistar njóta, rúmlega 170. Áður voru 20 vistmenn að Klepp- jámsreykjum í Borgarfirði. Þeir voru fluttir að Kópavogi og Klepp- járnsreykjahælið lagt niður. Auk þeirra, sem hælisvistar njóta nú, munu vera um eða yfir 400 manns, er hælisvistar þyrftu. Á sumum þeirra heimila, er annast þetta fólk, ríkir fullkomið neyðar- ástand. Árleg fjölgun hinna van- gefnu, er hælisvistar þyrftu, mun vera 15—20. Á næstu árum mun sá hópur vaxa í 200 manns. Svo mikið er þannig það verkefni, sem úrlausnar bíður, að þar nægir vart minna en bygging 40 vistmanna- rúma árlega. Athugun á kostnaði við slíkar framkvæmdir, þ.e. bygging heim- ila með nauðsynlegum vinnustof- um, rekstrarhúsrými (eldhús og þvottahús og íbúðum fyrir allt að helmingi þess fólks, er starfrækir heimilin, bendir til þess að hvert vistmannsrúm kosti um 14 millj. kr., eða að 40 vistmannarúm mundu kosta um 10 milljónir kr. Augljóst er að svo mikið fé fæst ekki frá einum. stað. Styrktarfélag vangefinna mun leita sem flestra leiða til fjáröflunar. Það verður leitað eftir hækkun framlaga í Styrktarsjóð vangefinna með hækkun tolltekna á öl og gos- drykki. Félagið mun halda áfram: f járöflun með merkjasölu og happ- drætti. Á síðasta stjómarfundi; Styrktarfélagsins var samþykkt að leita f járframlaga frá öllum bæjar- og sveitarfélögum á landinu og að þau miðist við árlegt framlag, er næmi 10 krónum á íbúa, sam- kvæmt síðasta manntali hverju sinni. Slík framlög gætu numið um 1,8 milljónum kr. fyrstu árin. Fyr- ir slíkri fjáröflunarleið er nærtækt og gott fordæmi, því að þannig leysa Norðmenn samsvarandi vandamál hjá sér, þó mun framlag sveitar- og bæjarfélaga þar vera tvöfalt hærra, (eða 40% af bygg- ingarkostnaði) en þau framlög, sem hér er verið að leita eftir. Náist aukin framlög til byggingarframkvæmdanna, mun stefnt að því, að hæli fyrir van- gefin börn verði byggð í öllum landsfjórðungum. Ekki þarf að fjölyrða frekar um það hvílík nauðsyn er á skjótri úrlausn í þessum efnum, heldur ekki að það er þjóðfélagsskylda að slíkt verði gert. Erfiðleikar vangefinna eru hverjum manni augljósir, er því vill kynnast. Þess vegna væntir Styrktarfélag vangefinna þess, að öllum ábyrgum aðilum verði ljúft iað leggja þessu máli lið.“

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.