Skutull

Árgangur

Skutull - 10.01.1962, Blaðsíða 8

Skutull - 10.01.1962, Blaðsíða 8
EMIL JÓNSSON: VIð áramót SKUTULL BLBTIB HÉB kafLa úr áramótagrein Emils Jónssonar ráð- herra og formanns Alþýðuiiokksins. Grein Emils einkennist af skynsamlegri bjartsýni athafnamannsins, sem tekst á við erfiðleikana og trúir á giftu og íramtíð þjóðarinnar. Hún er því hollur lestur fyrir þá, sem kunna að hafa villzt inn á Móðu- harðindaauðnir stjórnarandstöðuimar, þar sem úrræðaleysi og bölsýni byrgja alla útsýn. t-----------------------------------—----------N „b“-verkeíni I SlÐASTA VESTURLANDI segir b.-ið, að bæjar- stjórnarmeirihlutinn hafi „allt gert til þess að gera h.f. ísfirðingi sem erfiðast fyrir...“ Skutull skorar hér með á þennan sleggjudómara að færa þessum orðum sínum stað með rökstuddum dæmum. Meðal annars skal hann tilfæra þau erindi ísfirð- ings h.f., sem hefur verið synjað í bæjarstjórn af núverandi meirihluta. Að sjálfsögðu eru honum heimil öll gögn í bókum bæjarstjórnar, svo og eigin lögspeki, eins og hún endist. P. S. Það mundi hinsvegar vel séð, ef hann stillti sig um að vera leiðinlegur. — _______ v „Árangurinn af viðreisnarstarf- semi ríkisstjórnarinnar hefur svo orðið þessi: Sambandið milli kaupgjaids og vöruverðs hefur verið afnumið. Sparif járimilög hafa aukizt mjög verulega, og var aukningin orðin í nóvemberlok 362,7 millj. kr. á móti 197,2 millj. kr. í nóv- ember 1960, en aukningin á því ári hafði þó vaxið frá því árin áður. Eiga innlög væntanlega enn eítir að aukast til ársloka í ár. Veltiinnlánin (innlög á hlaupa- reikning), sem stjómarandstæð- ingar hafa ævinlega viljað taka með, þegar talað er um sparif jár- aukninguna, hækkuðu til nóvem- berloka í ár um rúmar 300 millj. kr. á sama tíma. Spariféð er sá eini heilbrigði grundvöllur efna- hagsstarfseminnar, sem treyst- andi er á, og bendir því þessi mikla aukning í ár greinilega í þá átt, að rétt sé stefnt. Gjaldeyrisstaða bankanna við útlönd 1. nóvember s.l. var þann- ig að bankamir áttu þá gjakl- eyrisvarasjóð að upphæð 393,6 millj. kr. á móti 126,3 millj. kr. í árslok 1960 og 150,5 millj. kr. gjaldeyrisskuld í árslok 1959. — Þó að þessi gjaldeyrisforði sé enn of Iítill, er þó mikill munur að haía hann handbæran eða skulda á annað hundrað milljónir króna og hafa samtímis notað upp allt það lánstraust, sem fyrir hendi var. Lánstraust erlendis hefur nú verið endurreist, sem bæði kemur fram á þann hátt, að við eigum nú aðgang að stutt- um bráðabirgðalánum, ef gjald- eyrisforðinn skyldi ekki nægja íyrir hlaupandi útgjöldum, og lengri lánum til verklegra fram- kvæmda. Hér er um mjög mikinn árangur að ræða í þeirri veru að koma efnahagskerfi þjóðarinnar á heil- brigðan grundvöll. Hinsvegar var öllum ljóst þegar í upphafi, að þessar aðgerðir myndu ekki verða sársaukalausar. Af gengisleiðrétt- ingunni, sem gerð var snemma árs í fyrra, leiddi vitaskuld hækkun á innfluttum varningi, sem kom fram í því að vísitafa neyzluvara hækkaði um ca. 17 stig. Hinsvegar þýddu hliðarráðstafanir, sem rík- isstjórnin gerði samtímis, til að vega á móti hækkun hins erlenda varnings, að heildarhækkun fram- færslukostnaðar hafði ekki hækk- að nema sem svaraði 5 vísitölu- stigum, þegar komið var fram á mitt ár 1961. — Launakjör höfðu þá yfirleitt haldizt óbreytt í 2 y2 ár, en kaupmáttur tímakaups auð- vitað minnkað sem svaraði til vísi- töluhækkunarinnar. Afkoma al- mennings hafði þó ekki versnað sem þessu nam, heldur hafði kaup- máttarskerðingin unnizt upp með aukinni vinnu. Það kom nefnilega í ljós, að viðreisnarstefna ríkis- stjórnarinnar, sem stjórnarand- staðan kallaði samdráttarstefnu og taldi að myndi leiða til mikils at- vinnuleysis, reyndist hafa í för með sér mjög aukna atvinnu alls- staðar á landinu, sem að verulegu leyti jafnaði metin. Þó að hægt sé að bæta að nokkru leyti upp lág laun með löngum vinnudegi, og komi sér oft vel, er það þó ekki það, sem lág- launamaðurinn fyrst og fremst stefnir að, heldur hitt að fá auk- inn kaupmátt tímakaups síns. Þeg- ar leið að miðju ári töldu þessir menn tíma til kominn að freista nokkurrar hækkunar kaupsins. Valt þá á öllu að hækkunin færi ekki út í verðlagið og gerði hækk- unina að litlu eða engu. Atvinnurekendur buðu seint og um síðir 9—10% hækkun á tveim- ur árum. Sáttasemjari vildi ganga feti lengra og taka 10% á einu ári. Má telja víst að það hafi ver- ið það ýtrasta, sem hægt var að fara án þess að grípa þyrfti til gagnráðstafana. — Kommúnistar, sem um skeið hafa tröllriðið verka- lýðshreyfingunni þannig að hún mun seint bíða þess bætur, fengu því ráðið að ekki var staðnæmst við tillögu sáttasemjara, heldur farið helmingi lengra í hækkunar- átt. Var þá sýnt, að sú hækkun myndi bera útflutningsatvinnu- vegina ofurliði og valda hækkun- um innanlands, sem fljótlega gerðu kauphækkunina að engu. Enda kom það á daginn. Ný gengislækk- un varð ekki umflúin, allt vöru- verð hækkaði, bæði á erlendri vöru og innlendri. Er þetta eitt hið mesta skaðræðisverk, sem laun- þegum hefur verið gert í seinni tíð, og eingöngu gert til að reyna að gera ríkisstjórninni bölvun, og ekkert hirt um, hvað það kostaði launþegana. Kommúnisar fengu valdastreitumenn Framsóknarfl. til þess að taka þátt í þessari þokkalegu iðju og raunar beita sér fyrir henni, með því að ýta sam- vinnuhreyfingunni á undan til þessa verks, einmitt á sama tíma og gengið var til atkvæða um til- lögu sáttasemjara, sem þar af leið- andi var auðvitað felld, þegar sam- vinnufélögin höfðu samið um helmingi meiri hækkun en sátta- semjaratillagan hljóðaði upp á. Um hug samvinnumanna sjálfra til þessa verknaðar má fara nærri af þvi að þeir höfðu nokkrum mán- uðum áður talið ómögulegt að hækka laun kvenna um 4% á ári í nokkur ár, til móts við laun karla. Atvinnureksturinn þoldi það ekki þá -að þeirra dómi, en nú gátu þeir skyndilega hækkað laun kvennanna um yfir 20% En framsóknarforustan réði með kommúnistum, þó að þeir sæju af- leiðingarnar fyrir. Þvi hef ég orð- ið svo margorður um þetta, að ég tel þessa atburði á sinn hátt einna merkasta og örlagaríkasta af því, sem gerðist á árinu hér innanlands — og ekki til eftirbreytni heldur til viðvörunar. Við vitum lítið hvað nýja árið muni bera í skauti,' en ef gengið er að lausn viðfangsefnanna af heilum huga, með heill þjóðarinn- ar eina fyrir augum, og án annar- legra aukasjónarmiða, er ekki að efa að vel ári. Við erum nú betur búnir í lífs- baráttu okkar Islendinga en við höfum nokkurn tíma áður verið. Verkefnin eru næg fyrir allar vinnufúsar hendur og möguleik- arnir miklir ef við stöndum saman í viðureigninni við þá erfiðleika, sem við er að etja. Ég þakka öllum Alþýðuflokks- mönnum innilega fyrir samstarfið á liðnu ári og óska íslendingum öllum árs og friðar. Gleðilegt ár!“ ★ Læíur af starfi Á S.L. SUMRI sagði Sverrir Guð- mundsson, bankabókari, sem um langt árabil hefur verið forstjóri Alþýðuhússins á Isafirði, upp starfi sínu við húsið frá 1. jan. s.l. að telja Þegar Sverrir tók við Alþýðu- húsinu vantaði mikið á að bygg- ingu þess væri fulllokið. Því verki lauk Sverrir og hefur jafnframt séð um ýmsar meiriháttar endur- bætur og um kostnaðarsamt við- hald húss og véla, þótt erfiðleik- arnir hafi oftast verið miklir við að etja, þar sem fjárhagurinn hef- ur verið krappur. Við bókhaldi hússins og ýmsum öðrum störfum Sverris við húsið tekur nú Sigurður J. Jóhannsson, Smiðjugötu 9. Þó mun Björgvin Sighvatsson, Norðurvegi 1, hafa með höndum fyrst um sinn leigu hússins til samkomu- og skemmt- anahalds. ★

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.