Skutull

Árgangur

Skutull - 10.01.1962, Blaðsíða 4

Skutull - 10.01.1962, Blaðsíða 4
4 SKUTULL llýir vcrkiiriianaliúMaðir á hfirði t— ......... •> SKUTULL Úlgefandi: Alþýðuflokkurinn á Isafirði Ábyrgðarmaður: Birgir Finnsson Neðstakaupstað, Isaf. — Sími 13 Innheimtumaður: Haraldur Jónsson Þvergötu 3, ísafiröi - „Mér leiðist þú“ 1 TVEIMUR blöðum Vesturlands, sem út hafa komið fyrir skömmu, er hægt að finna afkáralegustu tilburði til blaðamennsku á Islandi fyrr og síðar, og er þó þar af ýmsu að taka. Tilburðir þessa b-blaðamanns, sem nú hefur tekið að sér að skrifa Vesturlandið, eru í stuttu máli á þessa leið: £ Hann reynir að sýna manna- mannalæti, en þau reynast aðeins lélegustu strákapör. ^ Þá reynir hann að bregða fyrir sig lögspeki, en þar reynist þá botninn vera suður í Borgar- firði, svo að fáfræðin, krydduð til- heyrandi ósannindum og blekking- um, lekur niður síður blaðsins, eins og lapþunnur hafragrautur. Síðan reynir aumingja mað- urinn að vera fyndinn, en þar fer allt á sömu leið og áður. Útkoman verður sviplaus geðvonzka og fýla. £ Mest er þó áberandi, hve b- maðurinn gerir margar tilraunir til að skammast. Sú íþrótt hefur löngum verið talin láta íslenzkum blöðum vel, — ekki sízt Vestur- landi. En þetta vesalings blað er jafnvel svo illa komið í höndum nýja blaðamannsins, að það getur ekki einusinn flutt hressilegar skammir, heldur aðeins lágkúru- legt og hundleiðinlegt nöldur eða þá í annan stað ruddalegustu fúk- yrði. Þessar háskóluðu og ,,fínu“ skammir hljóða til dæmis á þessa leið: £ Bæjarfulltrúar meirihlutans eru ,,landsfífl.“ Og orðrétt úr síðasta Vestur- landi: 0 ,,Það er ýmislegt líkt með óaldarflokknum „Rauða höndin“ á ítalíu og bæjarstjómarmeirihlut- anum á ísafirði. — Til dæmis valda báðir fólksfækkun. —“ g) Það er ekki víst, að lesend- ur hafi áttað sig á þessum smekk- lega samanburði, af því að þeir eru svo blessunar fjarlægir glæpa- mannasamtökum stórþjóðanna úti í heimi, og Skutull er svo fáfróð- ur, að hann veit hreint ekki neitt um þessa ítölsku kunningja Vest- urlands. Hinsvegar gefur blaðið í BYGGINGARFÉLAG verkamanna hefur að undanförnu haft í smíð- um 12 íbúða hús við Fjarðarstræti, norðan við núverandi íþróttavöll. Er þetta fyrsta húsið, sem byggt er í nýlega skipulögðu hverfi, þar sem byggja á alis 90 íbúðir Ibúðir Byggingafélags verka- manna í hinu nýja húsi þess voru allar teknar í notkun fyrir jólin. Eru sex þeirra fjögurra herbergja um 108 fermetrar auk geymslu, en sex hafa sama herbergjafjölda, en eru nokkru minni, eða um 100 fer- metrar auk geymslu. 1 kjallara er sameiginlegt þvottahús, straustofa og reiðhjóla- og bamavagnageymslur. Húsið er steinsteypt, mjög vel einangrað og tvöfalt gler í öllum gluggum. Ein kynding er fyrir allt húsið, en hita- stillingar og hitamælar fyrir hverja íbúð. Húsið er þrjár hæðir og kjallari. Á því eru tveir inngangar og eru sex íbúðir um hvorn inngang. Kostnaðarverð íbúðanna mun verða um 400 þúsund krónur. Yfir- smiður var Ágúst Guðmundsson, húsasmíðameistari, en teikningar skyn, að hér sé um venjuleg glæpa- samtök að ræða, sem þá auðvitað stunda m.a. eiturlyfjasmygl, laun- morð og barnarán í fjárkúgunar- skyni. Hér þarf svo engu við að bæta, enda nennir Skutull ekki að eyða meira rúmi á þessar ritsmíðar b- mannsins. „Mér leiðist þú“, sagði oft kunn- ur ísfirðingur við kunningja sína, þegar því var að skipta. Þessi Isfirðingur er látinn fyrir mörgum árum, en orðtæki hans lifir, og eldri bæjarbúar muna meira að segja tóninn, sem fylgdi þeim, — Það var vingjarnlegur vorkunnartónn. Lesendur Vesturlands ljúka allir upp einum munni um þessar mund- ir og segja í sama tóni og gamli maðurinn: „Mér leiðist þú“. Fólksflutninginn úr bænum ætlar Skutull að ræða í næsta blaði. Það er alvarlegt íhugunarefni, jafnvel þótt það stafi ekki af skipulögðum mannvígum, eins og litla béið í Vesturlandi hefur gefið í skyn. voru fengnar frá Húsnæðismála- stofnun ríkisins. Tuttugu og fimm ára. Byggingafélag verkamanna á Isafirði hefur starfað í um það bil aldarfjórðung og alls byggt þrjú hús með 46 íbúðum. Eldri húsin eru með 16 íbúðum og 18 í- búðum hvort. Er nú mikil eftir- spurn eftir íbúðum á vegum fé- lagsins og hefur það hug á að halda áfram byggingum á hinu ný- lega skipulagða íbúðarhúsahverfi milli Fjarðarstrætis og Eyrargötu. Fyrsti formaður félagsins var Guðmundur G. Kristjánsson, skrif- stofustjóri hjá Rafveitu ísafjarð- ar, og sá hann um byggingu fyrsta húss félagsins, sem er við Grund- götu. Næsti formaður var Jón Guðjónsson, bæjarstjóri, og hafði hann umsjón með húsbyggingu fé- lagsins við Hlíðarveg, en núver- andi formaður er Rafn Gestsson, bankaritari, og hefur hann haft umsjón með byggingu hússins við Fjarðarstræti. Yfirsmiður við eldri húsin bæði var hinn kunni húsa- smíðameistari Jón heitinn Sig- mundsson. Hafa þau hús reynzt afbragðs vel. ★ Hryiileift slys Á gamlársdag skeði það hörmu- lega slys á ísafirði, að 10 ára telpa, Helga María, dóttir hjón- anna Finnborgar Jónsdóttur og Friðriks Bjarnasonar, málara- meistara, slasaðist á skíðasleða og beið bana af. Svo virðist sem telpan hafi misst stjórn á sleðanum, og skall hann á fleygiferð á steinsteyptan ljósastaur, en við það varð telpan fyrir áverka af öðru dragjárni sleðans með framangreindum af- leiðingum. Telpan var nærri samstundis flutt á sjúkrahúsið, þar sem hún lézt eftir stutta stund. Jarðarför hennar var gerð frá ísafjarðarkirkju 6. janúar. Mikið fjölmenni fylgdi litlu telpunni til hinztu hvílu, þar á meðal bekkjarsytskini hennar í einum hóp. Nemendur í 1. bekk Gagnfræða- skólans sungu Ó, Jesú bróðir bezti við jarðarförina. Blaðið vottar foreldrunum dýpstu samúð, vegna þessa skyndi- lega og sorglega atburðar. ÚTFÆRSLA íslenzkra fiskveiði- takmarka hefur löngum verið þyrnir í augum togaraútgerðar- manna hér á landi, enda þótt þeir hafi ekki mikið látið á sér bera í því efni. Þessi afstaða þeirra til land- helgismálsins er mjög skiljanleg að vissu marki, þar sem aðstaða íslenzkra togara til fiskveiða á grunnslóðum er úr sögunni jafnt og erlendra togskipa. Það hefur nú heyrzt, að togara- eigendur herði nú mjög róðurinn í þá átt, að íslenzku togaramir fái að fiska innan línunnar upp að 4 mílum. Hyggjast 'þeir geta með slíkri ráðstöfun bjargað togara- flotanum úr því aflaleysishallæri, sem steðjar nú óneitanlega að honum. Slíkt tiltæki væri hinsvegar hið mesta örþrifaráð, sem ekki kemur til mála að grípa til, enda þótt um framtíð togaraútgerðar á Islandi væri að tefla. -Ef ekki reynist unnt að finna grundvöll fyrir togaraútgerð á Is- landi utan fiskveiðitakmarkanna, þá verðum við að leggja árar í bát með þennan atvinnurekstur, enda. þótt skarð verði fyrir skildi fyrst um sinn. Að hleypa íslenzkum togurum inn að 4 mílum væri skaðleg og skammsýn ráðstöfun og þar að auki engin framtíðarlausn fyrir togaraflotann. Togaraútgerðarmenn verða að gera sér ljóst, að slíkt kem- ur ekki til mála. ★ Leiðrétting. 1 grein Birgis Finnssonar í jóla- blaði Skutuls „Sameinuðu þjóðirn- ar“ varð línubrengl. Þær setningar, sem brengluðust, eiga að vera þannig: „Og óneitanlega hefur dofnað yfir björtustu vonum, sem tengdar voru við stofnunina í upphafi. . .“ „Hinsvegar er fengin reynsla fyrir því í sambandi við umræður um bann við notkun kjarnorkuvopna, að Rússar hafa notað slíkar við- ræður sem skálkaskjól til þess að efla vígbúnað sinn, og þessvegna er ef til vill ekki alltof mikið upp úr því leggjandi, þótt nú verði farið að ræða víðtækari afvopnun. Orðin verða þó til alls fyrst, og meðan viðræðum er haldið áfram, má gera sér von um árangur." í sömu grein slæddist einnig sú villa, að upphaflega hafi aðildar- ríki S.Þ. verið 61. Á að vera 51. Þetta leiðréttist hér með. ★ ★ °

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.