Skutull

Árgangur

Skutull - 12.05.1962, Blaðsíða 1

Skutull - 12.05.1962, Blaðsíða 1
BIRGIR FINNSSON: Samstait sem borið liofnr ióðan árangur VESTURLANDSPILTAR eru geð- vondir yfir því, að bæjarmálasam- starf Alþýðuflokks, Framsóknar og Alþ.bandal. skuli halda áfram hér á Isafirði. Gefur þetta tilefni til lítilsháttar upprif junar. Birgir Finnsson Síðan árið 1946 hefur enginn stjórnmálaflokkur fengið nægilegt kjörfylgi við bæjarstjórnarkosn- ingar hér á staðnum, til þess að um geti verið að ræða hreinan meirihluta eins flokks í bæjar- stjórn. Það ár fóru kosningar þannig, að Aliþýðuflokkur og Sjálfstæðis- flokkur fengu kjörna fjóra fulltrúa hvor, en kommúnistar fengu einn mann kjörinn. Þá var hnekkt þeim meirihluta, sem Alþýðuflokkurinn hafði lengi haft í bæjarstjórninni, og í kosningunum skeði það, að 30 útvaldir trúnaðarmenn úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins voru látnir greiða lista kommún- istanna atkvæði, til þess að koma einum kommúnista örugglega að, en minnstu munaði þá að 4. maður Sjálfstæðisflokksins félli, því hann hafði aðeins brot úr atkvæði um- fram 5. mann Alþýðuflokksins. Þetta herbragð Sjálfstæðis- flokksins, til þess að ná yfirráðum yfir málefnum bæjarins með að- stoð kommúnista, var vandlega undirbúið, og m. p. var fyrirfram ákveðið samkomulag um bæjar- málasamstarf íhaldskomma, eins og þeir voru síðan kallaðir, og hófst það samstarf þegar, að lokn- um kosningum, og hélzt út kjör- tímabilið. Árið 1950 fengu flokk- arnir aftur sömu tölu bæjarfull- trúa, og aftur sömdu Sjálfstæðis- flokkur og kommar um stjórn bæjarins. Samstiarfstímabil líhalds og kommúnista varð, sem kunnugt er, allt hið nöturlegasta, sem um getur í sögu bæjarstjómar ísa- fjarðar, og endaði með endemum 25. apríl 1951. Komst nú á samstaf milli bæjar- fulltrúa Alþýðuflokksins og sósíal- istans í bæjarstjórn, og hélzt það út kjörtímabilið 1950—1953. Kjörtímabilið 1954—1957 átti Framsóknarflokkurinn oddamann í bæjarstjórninni, og á þvií tíma- bili hafði Alþýðuflokkurinn sam- starf við Framsókn um bæjarmál- in. Árið 1958 buðu Alþýðuflokkur, Framsókn og Alþýðubandalag fram sameiginlega, og fengu þann meirihluta, sem starfað hefur á því kjörtímabili, sem nú er að enda. Þríflokka samstarfið hefur tekizt svo vel, að í kosningum þeim, sem fram eiga að fara þann 27. þ.m., bjóða flokkarnir fram sameiginlega öðru sinni. Út af þessu eru Vesturlandspiltar úrillir. FLOKKASKIPTINGIN hér á landi veldur því, að ekki er hægt að mynda ríkisstjórn nema með sam- starfi ólíkra flokka, hliðstætt því, sem rakið hefur verið hér að fram- an um myndun meirihluta í bæjar- . stjórn Isafjarðar hin síðari ár. Þar með er þó ekki sagt, að meirihluti bæjarstjórnar þurfi endilega að vera samsettur af sömu flokkum og þeim, sem ríkisstjórnina styðja hverju sinni. Sveitarstjórnarmál og landsmál fara ekki alltaf sam- an, þó oft sé reynt að láta sveit- arstjórnarkosningar snúast um landsmálin. Það er æskilegt, að um héraðs- mál í hverju byggðarlagi sé sem víðtækast og bezt samstarf, jafn- vel þeirra, sem hafa ólíkustu póli- tískar skoðanir, og reynslan hefur sýnt, að slíkt samstarf getur tek- izt vel, samanher reynslu oldtar Is- firðinga undanfarin ár. Með svo vlíðtæku samstarfi, sem hér hefur verið síðasta kjörtíma- bil, er það einnig nokkurnveginn víst, að jafnan eigi einhver sam- starfsflokkanna í bæjarstjóminni aðild að ríkisstjórn, og geti við- haldið góðu samstarfi á þeim vett- vangi, eftir því sem á þarf að halda fyrir bæjarfélagið. Núna er það Alþýðuflokkurinn, sem við- heldur þessum tengslum, og hefur m. a. átt rikan þátt í setningu nýrra sveitarstjórnarlaga og laga um tekjustofna sveitarfélaga, sem eru mikilvægustu framfaraspor á siíðari árum, bæði fyrir Isafjörð og öll önnur sveitarfélög í landinu. Árangur af þessu er m. a. sá, að síðan 1960 hafa sveitarfélögin fengið y5 hluta af söluskattinum, og verður sú uppliæð alls á þessu ári 83,4 millj. kr. Hluti Isaf jarðar varð árið 1960 kr. 864.402,00, 1961 kr. 1.090.000,00 og á þessu ári er hann áætlaður kr. 1.150.000,00. Þessi nýi tekjustofn hefur átt drjúgan þátt í því, að imnt hefur verið að ráðast í meiriháttar fram- kvæmdir, eins og vatnsveitu og malbikun gatna í bær.um, en jafn- fraint hefur verið hægt að stilla útsvörum svo í hóf, að þau munu óvíða annarsstaðar lægri vera í landinu. Sjálfstæðismenn hafa einnig séð, lað samstarf meirihlutaflokkanna hefur borið góðan árangur, og þessvegna hafa þeir yfirleitt haft frekar hægt um sig í andstöðu sinni innan bæjarstjórnar. En eftir Framhald á 4. síðu. Natthíasarllðið hefur ofnæmi fyrir ráðdeild og athafnasemi BÆJARSTJÓRINN, Jón Guðjóns- son, hefur aldrei verið í miklu uppáhaldi hjá sumum bæjarfull- trúum sjálfstæðismanna. Þeirra aðalstarf í bæjarstjórninni hefur stundum snúizt um það eitt að ráðast að honum í ræðu og riti á hinn ósanngjarnasta og ódrengi- legasta hátt. En skýringin er ósköp einföld. Þessir piltar eru ekki hrifnir af því, að andstæðingar þeirra í bæj- arstjórninni hafi bæjarstjóra, er gegni starfi sínu með slíkum fyrir- myndarbrag sem Jón Guðjónsson. Þeir hafa fyrir löngu komizt að raun um, að Jón Guðjónsson hef- ur allt í röð og reglu. Þeir vita líka, að hann nýtur hvarvetna trausts og virðingar, ekki aðeins hér í toænum, heldur hvarvetna, þar sem hann kemur, í erindum bæjarfélagsins. Þeir muna meira að segja, eins og það hafi skeð í gær, þegar Jón Guðjónsson, bæjar- stjóri, tók við þeirra botnlausu ó- reiðu og átti sinn ríka þátt í að koma fjármálum bæjarins á rétt- an kjöl og ávinna bæjarfélaginu tiltrú og traust lánastofnana. Þeim ,,grikk“ gleyma þeir seint, þessir ungu og athafnasömu ráð- deildarmenn ísfirzka íhaldsins!! Einn er þó sá bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna, sem ýmist alls ekki eða þá sárnauðugur hefur tekið þátt í þessum bjánalátum og óartarskap félaga sinna, og skal Jón Guðjónsson hann njóta sannmælis. Þessi bæjarfulltrúi er Marsellíus Bernharðsson. Hann hefur setið heima og neitað að mæta á bæjar- stjórnarfundum, þegar Matthíasar- liðið hefur haft á prjónunum ruddalegar og tilefnislausar árásir á bæjarstjórann. Framhald á 2. síðu.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.