Skutull

Árgangur

Skutull - 12.05.1962, Blaðsíða 2

Skutull - 12.05.1962, Blaðsíða 2
2 SKUTULL „Þó er tðnnin eftir ein“ Frambaldssaga VESTUBLANDS K J ÓSEND AFUNDUR D-listans var boðaður að Uppsölum síðastl. fimmtudagskköld með miklum glæsibrag. Skrautritaðar götuaug- lýsingar með nöfnum ræðumanna blöstu við vegfarendum og prent- aðar auglýsingar voru bornar í hvert hús í bænum. — En fyrir- tækið misheppnaðist. Bæjarbúar mættu ekki til fund- arins. Miili 20 og 30 sálir að ræðu- mönnum meðtöldum sveimuðu lengi vel um fundarsalinn, án þess fundur hæfist. Ljósmyndari var iþarna til stað- ar að taka myndir af hinu glæsi- lega fylgi listans!! Þær myndir birtast sennilega í næsta Vestur- landi, enda hefur blaðið búið til framhaldssögu um þennan átakan- lega fund eymdarinnar og von- leysisins! „Hverju reiddnsí 00ðin“ ÞAÐ ER SKILJANLEGT, að tals- menn Matthíasar-listans eigi nú í erfiðu sálarstríði vegna gjaldiþrots ísfirðings h.f., svo mjög er þeim það þungt í skauti. Hitt er furðulegra og athyglis- verðara, að helzta gremjuefni þeirra félaga virðist vera það, að bæjarfélagið hafi eliki tapað nógu miklu á gjaidþrotinu. Út af þessu, að bærinn skyldi ekki tapa meiru en raun er á, eru þeir bæði sárir og reiðir. 1 augum okkar, sem útsvörin greiðum og lítum á hagsmuni bæj- arins sem hagsmuni almennings og okkar eigin hag, er þessi afstaða ekki aðeins undarleg, heldur óaf- sakanleg með öllu. Þetta sjónar- mið gæti verið skiljanlegt frá sjónarsviði f jármálamanna, sem þyrftu að ná sem mestu upp í milljónatöp, en svona geta alls ekki bæjarfulltrúar hugsað, — hvað þá látið slíkt uppskátt. Hitt er öllum fsfirðingum ljóst, að ef þessir félagar hefðu stjómað ■ ■ S K U T U L L Cftgefa ndi: Alþýðuflokkurinn á tsafirði Ábyrgðarmaður: fíirf/ir Finnsson Neðstnknupstnð, Tsof. — Sími 13 Innheimtumaður: Haraldur Jónsson Þvrrgöhi 3, hnfiröi •________________ J ÉG SÉ ÞAÐ á Vesturlandi, sem út kom í gærdag, að blaðið er eitthvað sárt út í mig þessa dagana. Það hefur því gripið til sinna gömlu kjörvopna, og trúir því máske enn, að ódrengskapur og rangar ásak- anir geti styrkt vondan og von- lausan málstað. Vesturland segir: „að íþrótta- menn hafi gengið á fund forráða- manna Alþýðuhússins og óskað eftir að fá leigða eina íbúð af þremur á efstu hæð hússins". Blaðið segir einnig, að tveir af ráðamönnum hússins hafi tekið beiðninni vel, en einn, -— þ.e. und- irritaður, — hafi ekki mátt heyra á það minnzt. Um sannleiksgildi frásagnarinn- ar veit ég ekki til fulls, nema hvað mig sjálfan snertir. Engir fulltrú- ar hafa á minn fund gengið þeirra erinda, sem hér um ræðir. Auk mín eru tveir af fjórum húsnefnd- armönnum Alþýðuhússins í bæn- um. Mér er kunnugt um, að ekkert hefur verið við annan þeirra rætt, hinn hefur ekki á þetta mál minnst við mig, svo ekki virðist mikið hafa verið til hans leitað um fyr- irgreiðslu. Fjórði húsnefndarmað- urinn hefur dvalið í vetur í Kefla- vík, og geri ég ekki ráð fyrir, að til hans hafi verið leitað. Þess skal þó getið, að Friðrik Bjarnason spurði mig að því skömmu eftir áramótin síðustu, hvort íbúð væri til leigu í Alþýðu- Jíilíns lii'iriniiiiilssiiii fyrrum bóndi að Atlastöðum í I,''ljótavík andaðist í Fjórðungs- sjúkrahúsinu 6. þ.m. Hann var fæddur 26. maí 1884 í Stakkadal í Sléttuhreppi. Á Atla- stöðum bjó hann með konu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur, til ársins 1946, er þau fluttust til Isafjarðar, þar sem hún lézt 1951. Þau hjón eignuðust 12 böm, og eru 10 þeirra á lífi. Tveir synir þeirra eru búsettir hér í bæ, Þórð- ur og Jóhann. bænum s.l. 4 ár, að þá hefði bær- inn tapað margfalt hærri upphæð við gjaldþrotið. Þá hefðu forkólfar Matthíasar-listans líka verið glað- ari, en ekki er nú líklegt, að gjald- endurnir í bænum hefðu samfagn- að þeim félögum, því almenningur hefði orðið að borga Isfirðings- tapið. Ekki einu sinni kjósendur Sjálf- stæðisflokksins vilja taka á sig slíkar greiðslur, jafnvel þótt þær gætu eitthvað minnkað geðvonzk- una í Vesturlandi. húsinu. Sagði ég honum þá, að húsnefndin hefði ákveðið, — á fundi 6. jan. s.l. — að leigja ekki íbúðarhúsnæði fyrst um sinn. Á- stæðan er sú, að það kostar stórfé að setja umrætt húsnæði í viðun- andi horf, auk annarra áforma, sem í athugun eru í sambandi við hagnýtingu efstu hæðarinnar. Fyrir ca. hálfum mánuði spurð- ist Sigurður Jóhannsson fyrir um það, hvort Friðrik Bjarnason mætti athuga ákveðið húsnæði í húsinu, og var það að sjálfsögðu fúslega veitt, en Friðrik hefur enn ekki látið sjá sig. Þetta er sannleikur málsins, enda kveðst Friðrik ekki hafa veitt Vesturlandi neinar þær upplýsing- ar, sem gætu gefið blaðinu ti'lefni til þessa fréttaflutnings. Það er því greinilegt, að hér eru Vesturlandspiltamir sjálfir að verki og hika hkki við í gremju- fullu vonleysi sínu að vega að and- stæðingum sínum á svona ó- drengilegan hátt, svipur þeirra segir til sín. Furðufréttinni, að ég vilji leggja niður íþróttakennslu í ísfirzkum skólum, ætla ég alls ekki að svara, enda er hún heimatilbúningur þeirra Vesturlandsmanna. Enda hygg ég, að framlag mitt til skóla- málanna í bænum, bæði um það atriði og önnur, jaifnist fyllilega á við þeirra hlut í þeim málum, enda þarf Iþar ekki mikið til. Viö sliiran aíl sakasi i VESTURLANDI í gær er þessi broslega málsgrein: ,, — höfuð- kjarninn í baráttu þeirra (þ. e. samstarfsflokkanna) er, að úti- loka stærsta flokkinn í bænum frá því að hafa áhrif á bæjarmálin."! Það mætti næstum skilja þessa eymdarklausu þannig, að D-lista- menn séu svo svartsýnir, að þeir búist ekki einu sinni við að koma einum fulltrúa inn í bæjarstjórn- ina. Eða hvað meina piltarnir? Ætl- ast þeir til, að þeim verði færður meirihlutinn í bæjarstjórn næstu 4 ár á silfurdiski og það meira að segja fyrir kosningar? Það geta engir flokkar útilokað Matthíasarliðið úr bæjarstjórn. Þeir einir, sem það geta gert, eru kjósendumir í bænum, og þeir munu vissulega hugsa sig tvisvar um, áður en þeir fela Matthíasar- liðinu umsjá og forræði bæjarfé- lagsins næstu 4 árin. Það var einu sinni gert og gafst svo illa, að slíkt mun um langa framtíð verða talið stórslys. En lítilmannlegt er nú það að ljúga upp slíkum fréttum í þeirri von, að níðið kunni að bíta. Slíkur verknaður dæmir sig sjálfur. Björgvin Sighvatsson. x H Stuðningsfólk H-listans á Isafirði er hvatt til þess að kjósa hjá bæj arí'ógetanum, ef það fer úr bænum og ger- ir ráð fyrir að vera ekki heima á kjördegi. x H Framhald af 1. síðu. Og þess er skemmst að minnast, að í vetur greiddi hann einn sjálf- stæðismanna atkvæði með 425 þús. króna lántöku, sem bæjarstjóri útvegaði til malbikunar gatna. Hinir voru með hundshaus yfir því, að bæjarstjóra skyldi takast að fá þetta lán og höfðu ekki geð í sér til að samþykkja lántökuna. Marsellíus er sjálfur athafna- maður og stjórnar sínum rekstri þannig, að allt er í röð og reglu og stendur traustum fótum. Hann mun því kunna vel að mefca Jón Guðjónsson, bæjarstjóra, sem um langt árabil hefur unnið ómetanlegt starf fyrir bæjarfélag- ið. Hitt er svo annað mál, að Marsellíus fær sjálfsagt ekki að láta slíkar skoðanir uppi. Það er ómetanlegt fyrir hvert bæjarfélag að hafa traustan og góðan bæjarstjóra eins og Jón Guðjónsson, — mann sem er sí- starfandi að velferðar- og fram- faramálum bæjarins og kappkost- ar að ávinna honum tiltrú og traust innávið og útávið. íhaldið hafði hér á sínum tíma þrjá bæjarstjóra í röð, sem ekki reyndust starfi sínu vaxnir, — og því fór sem fór. Jóni Guðjónssyni geta allir bæj- arbúar treyst. Og hans störf meta ailir sanngjarnir menn þeim mun meira, sem þeir kynnast þeim bet- ur. Hann er afburða starfsmaður og bæjarfélaginu til mikils sóma. Þess vegna er skynsamlegast fyrir Matt-híasarliðið að leggja á hilluna hinn ómaklega og andstyggilega rógburð um bæjarstjórann, því iað slíkur ódrengskapur mun hitta þá sjálfa, en ekki bæjarstjórann.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.