Skutull

Árgangur

Skutull - 18.05.1967, Blaðsíða 6

Skutull - 18.05.1967, Blaðsíða 6
Frá Barnaskóla ísafjarðar Barnaskóla Isafjarðar var sagt upp í Alþýðuhúsinu 17. þ.m. Skólstjórinn, Björgvin Sig- hvatsson, gerði grein fyrir skólastarfinu á liðnu skóla- ári. í skólanum voru 383 nemendur, 208 drengir og 175 stúlkur, 7—9 ára börnin voru samtals 198, þ.e.s. 100 drengir og 98 stúlkur. 10—12 ára börnin voru samtals 185, þ.e. 108 drengir og 77 stúlkur. Alls starfa við skólann 13 kennarar auk skólastjórans. Þessir kennarar létu af störf- um á sl. hausti: Elín Jónsdótt ir, Hólmfríður Guðmundsd. og Ásthildur Hermannsdóttir. 1 þeirra stað voru þessir kenn arar ráðnir að skólanum: Kristjana Magnúsdóttir, Erla Sigurðardóttir og Kristín Guð mundsdóttir. Kennsludagar yngri barna — 7, 8 og 9 ára urðu alls 183, en eldri barn- anna 159. Kennslutilhögun var í öllum aðalatriðum óbreytt frá fyrra skólaári, en þá var sú ný- breytni upp tekin að lesgrein- unum, Islandssögu, náttúru- fræði, landafræði og kristin- fræði, var skipt niður á náms- tímann, þannig að aðeins tvær þeirra voru á stundaskránni samtímis, — lokapróf í tveim þeirra var tekið á miðsvetrar- prófi, hinar tvær kenndar frá miðsvetrarprófi til vorprófs. Þetta fyrirkomulag hefir gef- izt mjög vel. Þá var tekin upp kennsla í dönsku í öðr- um 12 ára bekk skólans. Yfir- kennari skólans, Marinó Þ. Guðmundsson annaðist þá kennslu. Um tilraunakennslu var að ræða, en nú fara fram athuganir á því í ýmsum skólum hvenær hagkvæmast sé að hefja kennslu í erlend- um tungumálum. Vorpróf hófust í skólanum í apríllok og lauk þeim föstu- daginn fyrir hvítasunnu. Undir fullnaðarpróf- bama próf- gengu 58 nemendur og stóðust allir prófið nema einn, sem ekki náði tilskilinni lág- marks einkunn í réttritun og lestri. Ágætiseinkunn — yfir 9,00 — fengu 7 fullnaðarprófsbörn, allt nemendur í 12 ára M. I. einkunn — (7—9) — fengu 41 bam, en II. einkunn — (5—7 ) — fengu 9 börn. Hæstu einkunn á barnaprófi fékk Margrét Gunnarsdóttir, 9,31, sem jafnframt var hæsta aðaleinkunn yfir skólann á þessu vori. Næst hæstu eink- unn fékk Margrét Oddsdóttir, 9 22 og þriðja í röðinni var Lilja Stefánsdóttir með 9,15 1 hinum 12 ára bekknum voru ivo born svo tii join meo næsiu meoaiemkunn, pau Aini uuomunusson meo 8,02 og Maria Kristjánsaóttir meö £>,o0. Aö venju gengu allir nem- endur skóians imdir árspróf. í 11 ára bekkjunum voru þessi böm hæst: 1 11 ára G Eiisabet Þorgeirsdóttir meö 9,24. 1 11 ára G pær Fanney Maríasdóttir og Sigriður Erla Jóhannsdóttir með 8,42 í 11 ara M Ingvar Sigurðsson með 5,91. í 10 ára bekkjunum voru þessi börn hæst: í 10 ára K Elín Arthúrsdóttir með 8,56 og í 10 ára M Arnar Óskarsson með 7,62. Þau böm, sem fengu yfir 9,00 i meðaleinkunn á bamaprófi fengu bókarviðurkenningu frá skólanum, einnig þau börn, sem voru hæst í 12 ára S. Að venju fengu einnig þau böm, sem fengu ágætiseink- unn í reikningi eða réttrit- un, sérstakt viðurkenningar- spjald fyrir góða frammistöðu í téðum námsgreinum. Við skólauppsögnina sungu börnin undir stjóm söngkenn- ara síns, Ragnars H. Ragnar. Einnig léku nemendur úr skól anum, sem eru í Lúðrasveit skólanna, nokkur lög á blásturshljóðfæri. Stjórnandi skólalúðrasveitarinnar er Er- ling Sörensen. Inríritun 7 ára barna var í dag, fimmtudag og hefst vorskólakennslan á morgun. Óvenjulega mörg sjö ára börn komu nú í skólann, eða alls 85, en það er 19 börnum fleira en vorið 1966, og verður þetta því lang fjölmennasti ár gangur í skólanum. Sundnámskeið á vegum skól ans fyrir 7 ára börnin hófst 2. maí sl. x A KUTULL flflinn á Vestfjörðum í - Yfirlit Fiskifélaos Isiands Góðar gæftir voru mest all an aprilmánuð. Afli var yfir- leitt tregur hjá netabátunum, sem stunduðu nú eingöngu veiðar á Breiðafirði. Hefir afh flestra netabátanna brugð izt á þessari vertíð. Hjálínu- bátunum var aftur á móti upp gripa-steinbítsafli allan mán- uðinn. Var sá afli nær ein- göngu sóttur suður á Látra- röst, en afli var einnig ágæt- ur á nyrðri miðunum, út af Skálavíkinni, Barðanum og Kópnum, þótt ekki væru sömu uppgrip og á Röstinni. 1 apríl bárust á land 8.767 lestir af fiski í fjórðungnum, en á sama tíma í fyrra bár- ust á land 9.567 lestir Veldur hér mestu um, hvað afli netabátanna er miklu minni. Meðalafli 10 afla hæstu netabátanna er nú 752 lestir, en var 946 lestir 1966 og 1030 lestir 1965. Heildaraflinn frá áramótum er nú orðinn 24.346 lestir, en var á sama tíma í fyrra 28.865 lestir. Aflahæstur neta bátanna er Sólrún frá Bol- ungavík með 297.3 lestir, en í fyrra var Þrymur frá Pat- reksfirði aflahæstur með 487,9 lestir. Aflahæstur línu- bátanna og jafnframt afla- hæsti bátur í mánuðinum er Brimnes frá Tálknafirði með 312.6 lestir í 21 róðri, en það hefir róið með 42 bala. Er þetta einstakur afli á aðeins 34 lesta bát og vafa lítið algjört aflamet á línu. Mestan afla frá áramótum hefir nú Helga Guðmundsdótt ir frá Patreksfirði 1117 lestir, en í fyrra var Framnes frá Þingeyri aflahæst með 1112 Kosningaskrifstofa A-listinn hefur opnað kosningaskrifstofu í Alþýðu- húsinu, Isafirði, kjallaranum. Sími er 702. Þar verða gefnar allar upplýsingar varðandi kosn- ingarnar. — Utankjörfundakosning er hafin. Stuðningsfólk A-listans er hvatt til þess að hafa samband við kosningaskrifstofuna. ALÞÝÐUFLOKKURINN. lestir á sama tíma. Guðný frá ísafirði er aftur á móti aflahæst iínubátanna frá ára- mótum með 647 lestir. Ailmargir netabátar drógu upp net sín um mánaðarmót- m og hættu veiðum, en þrir bátar byrjuðu aftur róðra meö línu. Færafiskur var ekkert farinn að gefa sig til og engir bátar byrjaðir hand- færaveiðar. Engir bátar voru heldur byrjaðir hrognkelsa- veiðar. Aflinn í einstökum verstöðvum: apríl 1967 Guðrún Guðleifs. 181.4 - -12 • Mímir 1/n 164.2 - -13 ■ Pólstjarnan 1. 117.2 - -16 ISAFJÖRÐUR: PATREKSF JÖRÐUR: Jón Þórðarson 278.31 Helga Guðm. 203.8 - Þorri 195.3 - Heiðrún 154.0 - Þrymur 152.4 - Dofri 85.1 - Svanur 1/n 86.0 - T ALKNAFJÖRÐUR: Brimnes 1. 312.6 - Jörundur III. 132.4 - Freyja 1. 125.6 - Sæfari 80.2 - BILDUDALUR: Pétur Thorst. 173.9 - Andri 1/n 170.3 - Þórður Ólafss. 1. 153.9 - ÞINGEYRI: Sléttanes 175,2 - Framnes 143.9 - Fjölnir 103.2 - FLATEYRI: Ásgeir Torfason 1 169.4 - Sóley 138.5 - Þorsteinn 1. 127.0 - Hinrik Guðm. 75.0 - Hjallanes 1. 69.0 - SUÐUREYRI: Sif 1. 295.9 - Barði 1. 205 - Stefnir 1. 199.4 - Páll Jónsson 1. 191.2 - Ólafur Friðberts. 166.0 - í 14 r -14- -12- -12 - -14- -12- -11 - -21- -11- -14- -12- -10- -13- -17- -13- -13- -13- -20- - 9- -13- - 7- -14- -23- -21- -23- -21- -10- Friðbert Guðm. 141.1 - -10 - Vilborg 1. 122.3 - - 20 - BOLUNGARVÍK: Sólrún 297.3 - -12 - Heiðrún n. 1. 285.8 - - 22 - Guðm. Péturs 229.8 - -12 - Einar Hálfdáns 1. 225.1 - - 22 - Hugrún 207.3 - -12 - Húni 1. 60.6 - -13 - Guðrún 1. 49.0 - - 8 - Sædís 1. 32.0 - -13 - Bergrún 17.3 - - 6 - HNIFSDALUR: Ásgeir Kristján 210 - -12 - Guðný 1. 307.0 - -24- Víkingur II. 1. 264.8 - -22- Hrönn 1. 228.6 - -22- Gunnhildur 1. 180.0 - -23- Guðbj. Kristján 171.7 - - 11 - Guðbjörg 137.8 - - 5- Guðrún Jónsd. 133.0 - -10- Dan 123.0 - - 9- Júlíus Geirm. 112.3 - - 9- Straumnes 87.3- - 8- Gylfi 14 --5- SÚÐAVIK: Svanur 143.3 - -13- Trausti 129.7 - - 17 - HÓLMAVÍK: Eingöngu rækjuveiðar DRANGSNES: Eingöngu rækjuveiðar. Aílahæstu batarnir frá ára- mótum til aprilioka:: 1. Helga Guðmundsdóttir, Patresksf. 1117.11 í 52 r 2. Jón Þórðarson, Patreksf. 933.4 - - 59 - 3. Þorri, Patreks- firði 748.4 - - 38 - 4. Jörundur HI., Tálknafirði 748.0 - - 43 - 5. Sólrún, Bol- ungarvík 724.4 - - 32 - 6. Þrymur, Pat- reksfirði 683.9 - - 39 - 7. Guðbj. Kristján, ísafirði 669.9 - - 53 - 8. Pétur Thorsteinsson, Bíldudal 644.2 - - 34 - 9. Andri, Bíldudal, 633.6 - - 33 - 10. Ólafur Friðbertsson, Suðureyri 615.9 - - 33 - Aflahæstu bátarnir, sem eingöngu hafa stundað línu- veiðar: 1. Guðný, ísa- firði 647.71 í 69 r 2. Sif, Suðureyri 617.7 - - 63 - 3. Heiðrún II., Bol- ungarvík 605.4 - - 64 - Al'linn í einstökum ver- stöðvum í apríl: 1967: 1966: Patreksfj. 1.1551 (1.5511) Tálknafj. 651 - ( 477-) Bíldudalur 498 - ( 519-) Þingeyri 422 - ( 889 -) Flateyri 579 - ( 549-) Suðureyri 1.321 - (1.179 -) Bolungavík 1.426 - (1.397-) Hnífsdalur 683 - ( 816 -) ísafjörður 1.759 - (1.832 -) Framhald á 4. síðu.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.