Skutull

Ukioqatigiit

Skutull - 01.05.1968, Qupperneq 2

Skutull - 01.05.1968, Qupperneq 2
2 SKUTULL Breytt umferðarmerki Á H-daginn 26. maí í vor, verða tekin í notkun níu breytt og ný umferðarmerki, og hefur Dóms- og kirkju- málaráðuneytið nú nýlega gef ið út reglugerð þar að lútandi, eftir að umferðarlaganefnd hafði gert tillögu um hin nýju og breyttu merki. Eitt nýtt merki verður tekið upp, og gefur það til kynna hvenær banni við framúrakstri er lokið. Þá verður gerð tveggja merkja breytt, en breyting- araar á hinum merkjunum eru aðallega fólgnar í því að örvarnar á þeim breytast til samræmis við hægri umferð. Bannmerkið „Banni við framúrakstri lokið (B 4a)“ er algjörlega nýtt hér á landi. Þetta er hringlaga merki, gul- ur flötur þar sem á eru sam- hliða bílar, í ljósgráum lit, en fjórar mjóar svartar samhliða línur eru dregnar á ská yfir bílana. Merkið ,,Hringakstur“ (A5) breytist lítið. Örvunum þrem er aðeins breytt til samræmis við hægri umferð. Merkið „Bann við framúr- akstri“ (B4) breytist þannig, að skástrikinu sem var áður, er sleppt, en í staðinn kemur rauður bíll'vinstra megin við hlið þess svarta, og táknar sá rauði að bannað sé að aka fram úr. Þá verður vega- lengdin sem bannið nær yfir, ekki letruð á sérstakt spjald, heldur kemur nýja merkið „Banni við framúrakstri lok- ið“ í þess stað. Merkið sem ber heitið „Sérstakri takmörkun hám- arkshraða lokið“ (B12) breyt- ist. Verður það þannig, að þau hraðatakmörk sem lokið er, verða letruð með ljósgráum stöfum á gulan flöt merkis- ins, og strikað yfir töluna með fjórum mjóum svörtum strikum eins og á nýja merk- inu B 4a. Boðmerkin tvö „Akbrautar- merki“ (C2) og „Aksturs- stefnumerki“ (Cl) breytast þannig að hvítur jaðar verð- ur nú á merkjunum, til að þau skeri sig betur úr um- hverfinu, og jafnframt breyt- ist gerð örvanna lítið eitt. Leiðbeiningarmerkin „Um- ferð á móti“ (D5) og „Ak- brauta,rskipti“ (D6 og D7) breytast aðeins þannig að örv- amar eru færðar til samræm- is við hægri umferð. 1 reglugerðinni um breyt- ingu á umferðarmerkjum, eru einnig ákvæði um merkingar á yfirborði vega og er þar um að ræða breytingar á varúð- arlínum, akreinalínum og bif- reiðastæðum, til samræmis við hægri umferð. öll ákvæði reglugerðarinnar öðlast gildi á H-daginn 26. maí í vor. Merkin verða kynnt nánar í útvarpi og blöðum og bækl- ingum sem Framkvæmda- nefnd hægri umferðar gefur út, og ættu allir að leggja hin nýju merki vel á minnið, jafn framt því sem umferðarmerk in sem verið hafa í gildi að undanförnu eru rifjuð upp. ------------★------- Alúðar þakkir til allra, sem sýndu mér vinsemd á 70 ára afmæli mínu þann 6. febrúar síðastliðinn. Ég óska Isfirðingum og ísafjarðarbæ allra heilla og blessunar. Sigurjón Sigurbjörnsson. Raftækjavinnustofan STRAUMUR auglýsir: önnumst alla raflagnavinnu og raftækjaviðgerðir. Höfum einnig umboð fyrir hin vinsælu ELECTROLUX heimilistæki. Komið og reynið viðskiptin. Heiðar Guðmundsson, Hreinn Pálsson, sími 321. nkelsanet Sandfell lif. Sími 570 ísafirði. SKUTULL ó s k a r 1 a n d s - m ö n n u m öllum gleðilegs s u m a r s Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki' Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Bifreiðaljós fyrir Lfí -umferð Allar bifreiðir skulu vera komnar með ljós fyrir hægri umferð 1. ágúst 1968. Bifreiðir fá ekki fullnaðarskoðun við aðalskoðun 1968, nema þær séu búnar ljósum fyrir hægri umferð. Notkun hægri ljósa er heimil frá 1. maí. SKIPTIÐ UM TIMANLEGA! Mishverf ljós Beztu akstursljósin, og sérstaklega heppileg fyrir jeppa og aðrar bifreiðir, sem rísa mikið upp að framan við eðlilega hleðslu. Samhverf ljós Ensk-amerísk gerð ljósa FRAMKVÆMDANEFND HÆGRI UMFERÐAR BIFRKIDAEFTIRLIT RÍKISINS Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki -H 5Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki Ki KiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKiKi

x

Skutull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.