Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 1992, Blaðsíða 3

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 1992, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI 3 Jón Sæmundur Sigurjónsson; formaður Síron Að vera Siglfirðingur Einhver vitur maður sagði, að það væri ekki hægt að forðast samtímann og ekki heldur uppruna sinn. Hvoru tveggja er nokkuð sem loðir við mann alla tíð. Annað er stöðugum breyting- um undirorpið, en hitt ekki. Uppruni okkar breyt- ist auðvitað ekki og við, sem höfum það umfram annað fólk að vera frá Siglufirði, vitum það auðvitað vel að það verður ekki frá okkur tekið. Um samtímann gegnir öðru máli. Sá sem nú er að líða er svo fljótt orðinn að fortíð, og hins nýja samtíma bíða stöðugt ný verk- efni. Glæst fortíð Siglufjörður á sér fortíð sem ekki er sambærileg við neitt sem gerst hefur á íslandi fyrr eða síðar. Síldaræfintýrið á fyrri hluta aldarinnar er þjóðfélagslegt fyrir- bæri sem ekki á sér neinn líka í íslands- sögunni og Siglufjörð- ur á þar ríkari þátt en nokkur annar staður. Flest sjávarþorp á íslandi eru kyrrlát og friðsæl. Á Siglufirði gerðust hlutirnir hratt. Uppbyggingin, verksmiðjurnar, sölt- unarstöðvarnar, aðkomufólkið, fjöl- breytt mannífið, mannfólkið hvaðan- æfa að, ekki síst frá útlöndum. Þetta skapaði andrúmsloft, sem annars staðar var óþekkt og það er sagt að umhverfið skapi manninn. Siglfirðingar hafa því ætíð borið höfuðið hátt og verið frjálslyndari í fasi en margur annar. Kring- umstæðurnar gáfu Siglfirðingum ekki tækifæri til að vera heimóttarlegir. Yfir þeim hefur ætíð verið reisn þess fólks, sem séð hefur og upplifað mannlífið frá mörgum hliðum. Það var baráttufólk sem kom hvaðanæfa að til að ganga á vit síldaræfintýrisins á Siglufirði. Það var því visst úrval, viss kjarni af þjóðinni sem sótti til Siglufjarðar. Úr þessu umhverfi erum við komin. Við eigum því góða arfleifð, sem við getum verið stolt af. Barátta nútíðar Siglufjörður er að rétta aftur úr kútn- um eftir langa og erfiða baráttu eftir- síldaráranna. Allt ei komið nú í fastari skorður og horfir til meira jafnvægis en áður. Siglfirðingar, sem koma heim eftir langa fjarveru þekkja bæinn ekki aftur, miðað við það sem áður var. En það þýðir ekki að berja höfðinu við steininn. Það hefur kostað mikla bar- áttu og sterk bein til að finna jafnvægi í atvinnulífinu eftir æfintýrið mikla. Siglfirðingar, sem fluttir eru burtu, eru þakkláti heimafólk- inu fyrir það að standa vörð um arfleifðina og að finna Siglufirði nýjan veg. Siglfirðingar, sem fluttir eru burtu, eru fjölmennir. Ef til vill of fjölmennir. Það væri gaman að sjá bæinn okkar stóran og sterkan með alla Siglfirðinga heima- við að leik og starfi. En þótt síldar- æfintýrið sé á enda, þá heldur æfintýrið um bæinn okkar áfram. Þarna hefur aldrei verið sterk byggð fyrr en á þessari öld. Við getum öll stuðlað að því að svo verði áfram. Brottfluttir Siglfirð- ingar sýna mikinn samstöðuvilja og virðingu fyrir upp- runa sínum og arfleifð. Það kemur fram með ýmsu móti. Félagið á suð-vestur horni landsins er sterkt og félag Siglfirðinga í Skagafirði er í mótun eftir að stofnfundur var haldinn fyrir nokkru. Fjölmargir Siglfirðingar annars staðar á landinu hafa haft samband við þessi félög og vilja vera með í hópnum. Um leið og við treystum samstöðu okkar, þá eigum við að leita þess að halda lifandi sam- bandi við fjörðinn okkar fallega. Verk- efnin eru næg.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.