Brautin - 01.05.1936, Page 1

Brautin - 01.05.1936, Page 1
X J I. árg. H Siglufirði, 1. maí 1935. ^ 1, tbl. TIL LESENDANNA. Áður hafa siglfirzkir kommúnistar gefið hér út tvö blöð — auk „Ung- kommúnistans", sem FUK gefur út fjölritaðann öðru hvoru — fyrst „Mjölnir" og síðar „Baráttuna". Nú þegsr þetta blað hefur göngu sína, verður sú breyting á, að í stað þess að eingöngu flokksmenn skrifi blaðið, hefir verið leitað sam- vinnu við ýmsa frjálslynda menn í bænum. Blaðið mun fúslega birta greinar frá öllum afturhaldsandstæðingum, þó að skoðanir þeirra falli ekki að öllu leiti sa'man við skoðanir kommúnista. Enda er markmið blaðsins, að sameina alla alþýðu til baráttu fyrir bættri fjárhagsafkomu og þar með auknum möguleikum til að njóta menntunar og annara gæða, sem Iífið hefur að bjóða, og að endingu að koma á í þessu landi socialismanum, sem er eina leiöin fyrir alþýðuna til að tryggja sér og afkomendum sínum bjarta og örugga framtíð þar sem skortur, arðrán, skipulagsleysi. íhald og menningarleysi heyra að- eins fortíðinni til. Sem lið í þessari baráttu mun blaðið skoða baráttuna gegn áfenginu. Bæjarstjórnormálin munu verða tekin fyrir mjög ítarlega og vægðar- laust flett ofan af því ófremdarástandi, sem nú ríkir, en barist fyrir að reisa við fjárhag bæjarins á heilbrigðum grundvelli, þar sem skorin verða niður tugir þúsunda af bitlingum og allskonar óþarfa útgjöldum en verklegar framkvæmdir auknar stórlega og tekjur bæjarsjóðs auknar á kostnað þeirra ríku. Hvort alþýðu bæjarins tekst að koma áhugamálum sínum i fram- kvæmd byggist að miklu leiti á hvort samkomulag næst um að sameina verklýðsfélögin á lýðræðisgrundvelli. Pessvegna skoðar blaðið það, sem sem mál málanna nú. Blaðið heitir á alla alþýðu og frjálslynda og góða menn og konut til stuðnings. Útgef. 1. ma í 1936. Þegar vér höldum 1. maí hátíð- legan að þessu sinni, þá eru ástæð- urnar að miklum mun breyttar frá því sem verið hefir áður. Bæði hér á landi ogeins etlendis hefir ástand- ið breytzt. Aldrei hefir kreppan legið með slíkum heljarþunga, sem nú, á íslenzku alþýðunni, aldrei hafa árásir auðvaldsins og ríkis- valdsins verið hatramari á kjör hinna vinnandi stétta en einmitt núna. Nægir þar að minna á hækk- andi tolla og skatta, allskonar hömlur á inuflutningi og gjaldeyris- verzlun, sem leiðir af sér okur með lífsnauðsynjar almennings og svo síðast en ekki sízt má nefna frumvarpið til vinnulöggjafar, sem fram er komið á Alþingi. Vinnu- löggjöfin er hin svívirðilegasta árás, sem enn hefir verið gerð á alþýð- una í landinu, þar sem á að svifta hana frelsinu til að berjast þeirri baráttu, eem hún hefir háðogheyir og sem hefir fært henni svo marga sigra. Það á að svifta hana hin- um einföldustu mannréttindum, réttindunum til að ráða verðinu á vinnuafli sínu. Og það er alveg óhæit að slá því föstu, að þessi lög ná fram að ganga, svo framarlega sem verkalýðurinn og öll alþýða ekki vekur slíkan mctmælastorm gegn þeim, að atvinnurekendavald- ið í landinu verður undan að láta. En sem betur fer, höfum við ekki aðeins þessar sorglegu stað- reyndir að baki okkar, Við höfum aðrar gleðilegar og glæsilegar. Við höfum að baki okkar sigra samfylk- ingarinnar erlendis, bæði á Spáni, Frakklandi og víðar, þar sem tek- ist hefir að hrekja fasismann til undanhalds, og t. d. á Spáni er verkalýðsbyltingin og alræði öreig- anna að komast á dagskrá. Einnig hér á íslandi höfum við sigra að að baki okkar. Við höfum bílstjóra- verkfallið, sem núna hefir beygt okurvald olíuhringanna, og við höf- um séð hvernig samfylkingin hefir farið sigurför um landið, hvernig samfylkingaraldan rís núna í Reykja. vík og er að verða að því regin- afli. sem afturhaldsöflin í verkalýðs- hreifingunni eru nú byrjuð að láta undan og eiga eftir að láta betur undan. En <þeir sigrar, sem náðst hafa, eiga ekki að verða til þess að verka- lýðurinn nemi staðar og lini á sókninni, heldur eiga þeir að verða til þess að gefa honum nýtt þrek og nýjan kraft. Og ef ekki á að tapast það sem áunnist hefir og ef alþýðan á að geta komist úr því eymdarástandi, sem hún núna á

x

Brautin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Brautin
https://timarit.is/publication/628

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.