Alþýðublað Vestmannaeyja - 01.06.1931, Side 2
2
i
Alpýðoblað Vestmannaeyja
„Eiga verkamenn
að vera jafnaðarmenn ?“
Til alpýðu
i Vestmannaeyjum.
Alþýðuflokkurinn á nú í harðri
kosningabaráttu um land alt við
Pramsóknar- og Sjálfstæðis-í-
höldin. 1 Vesttmannaeyjum verður
aðalbaráttan milli Þorsteins Víg-
lundssonar, fram.bjóðanda Ai-
þýðuflokksins, og Jóhanns Jós-
efssonar, frambjóðanda Sjálf-
stæðisíhaldsins. Þeir, sem kjósa
kommúnista, klofningsframbjóð-
endur, eða Framsóknar, kasta
með því atkvæði sínu á glæ og
gera sitt til að koma íhalds-
manninum að. Þeir sem kjósa Jó-
hann Jósefsson, kjósa pann flokk,
er trúir á rétt hins sterkasta og
er fjandsamlegur stéttar- og um-
bóta-málum alþýðunnar. Alþýðu-
flokkurinn einn allra flokka berst
fyrir rétti og völdum alþýðynnar
í þjóðfélaginu og fyrir atvinnu
hennar á hinum erfiðu timum
sem nú standa yfir. Þorsteinn
Viglundsson er réttur frambjóð-
andi alþýðunnar í Eyjum og eng-
inn annar. Hann mun berjast fyr-
ir bættum kjörum verkalýðsins
á sjó og landi og alþýðufólk í
Vestmannaeyjum.
Standið með verkalýðnum og
jafnaðarmönnum um Jand ait,
Vestmannaeyingar. Kjósið Þor-
stein Víglundsson!
, Jón Baldvinsson.
Kommúnistaburgeisar.
Það er haft eftir Einar Olgeirs-
syni kommúnista, að hver sá
maður, sem taki við meira en 6
þús. króna árslaunum, steli því,
sem umfram er. Sjálfur tók hann
síðar við 12 þús. króna árslaun-
um af síldareinkasölunni mót-
þróalaust.
Meðan isleifur Högnason
stjórnaði verkamannakaupfélag-
inu „Drífandi" með þeirri dáð
og ráði, sem kunnugt er orðið,
og var jafnframt útsölumaður
Spánarvínanna, hafði hanu árs-
laun sem hér segir:
Laun kaupfélagsstjóra kr. 7500,00
Hreinar tekjur af vín-
sölunni 10780,00
Árslaun samtals 18280,00
Átján þúsund tvö hundruð og
áttatíu krónur. Hreinar tekjur
hans af áfenginu byggjast á
þessu:
16»/o af útsöluverði vínanna
123000 kr. — gera £rá dregst: 19680
Laun vínbúðarmanns 3600
Otsvar 2700
Flöskubrot 600
Flutningur 2000 8900
Hreinar tekjur 10780
Isleifur segir á verkamanna-
fundi: „Ég hefi anskotan ekkert
upp úr áfengisverzluninni!“
Hvenær myndi sál þín full, is-
Leifur ?
R. K.
Málgagn íhaldsins hér hefir ao
undanförnu birt eftirtektarverða
greinarstúfa, þar sem reynt hef-
ir verið, af veikum mætti þó, að
svara þessari spurningu neitandi.
Þó fullyrðir greinarhöfundur, að
margir álíti, að þegar sé fengin
full reynsla fyrir ágæti jafnað-
arstefnunnar. Það er meir en lít-
il dirfska og ófyrirleitni að ætla
sér þá dul, að hrekja reynslu
fjölmargra með innantómu orða-
gjálfri og segja þekta reynsluna
ósannindi.
Auðvitað er greinin skrifuð í
þeim tilgangi að blekkja ykkur,
verkamenn, og tæla til fylgis við
Ihaldsflokkinn við í hönd farandi
kosningar og vera þannig sjálf-
um ykkur verstir, vera böðlar
ykkar eigin hugsjónar og vel-
ferðar.
Greinarhöfundur heldur því
fram mjög ákveðið, að jykkur
verkamönnúm beri að standa
saman í verkalýðsfélögum. Hann
segir: „Verkalýðssamtökin eru
ekki nema sjálfsögð og eðlileg
ráðstöfun til þess að efla verka-
lýðinn til sóknar og varnar um
hagsmunamál sín. Með því að
hafa öflugan félagsskap gcta
verkamenn komið mörgu í fram-
kvæmd sér til hagsbóta, séð um
að þeir fái það kaup, sem þeim
ber, rætt áhugamál sín og yfir-
leitt látið til sín taka eins og rétt
er aö sú stétt geri, sem er fjöl-
mennust stétt flestra þjóðfélaga.
Með þessum samtökum hefir
verkalýðurinn þokað sér og sín-
um málum svo langt áleiðis, að
þess er engin von, enda óráð hið
mesta, að þeim verði hætt eða
dregið úr þeim.“
Þessi ofanritaða klausa er
rnjög svo eftirtektarverð' fyrir
ykkur, verkamenn, ekki sízt sök-
um þess, að höfundur hennar er
smherji ölafs Thors og Jóns Ól-
afssonar í stjórnmálum og þæg-
asti þjónn „Tangans" og annara
atvinnurekenda hér, sem . brjóta
vilja öll samtök verkalýðsims á
bak aftur og ráðla Iaunum hans
sjálfir. En nú fara kosnimgar í
hönd, og því telja foringjar »
haldsmanna það rétt vera, að
„klóra ykkur dálítið á bringunni“,
hæla kaupgjaldssamtökum ykk-
ar og mýkja ykkur þannig og
tæla til fylgis við sig og sinn
flokk.
Eiga verkamenn a'ö vera jafn-
aðiarmenn? Þessa spurningu má
orð'a á margan þann hátt, að
Ijósara yrði öllum þorra íslenzkr-
ar aJþýðL, hvað um er spurt.
Vil ég gera það með nokkrum
spurningum og nefna síoían nokk-
ur dæmi úr íslenzkri alþýðupóli-
tík, alþýðtu manna til hugleið-
ingar, en jafnframt hafa hliðf
sjón af stefnu íhaldsmanna, sök-
um markmiðis greinarinnar. Það
skal tekið fram, að þessi spurn-
ing á auðfvitað ekki fremur er-
indi til verkamanna en sjómanna
og smáútvegsbænda, sem allir
eru meiri og minni rangindum
beittir í löggjöf og atvinnulífi.
Spurninguna má t. d. orð|a
þannig:
1. Eiga verkamenn að neyta
starfsorku sinnar til eigin hags-
bóta með bróðurlegri sameign og
samvinnu, og njóta þannig alls
arðts vinnu sinnar, eða ala viissa
stétt manna á vinnu sinni og
lifa sjálfir við sult og seyru?
2. Eiga verkamenn að 'unna
frelsi, jafnrétti og bræðralagi, eða
vera sínir eigin böðlar og „höf-
uðóvinir“ sinnar eigin hugsjónar?
3. Eiga verkamenn að stefna
að því, að þeir með sömu starfs-
orku og dugnaði geti Jifað vió
sæmilega afkomu alt árið, eða
láta það viðgangast framvegis
eins og hingað til, að konur
þeirra og börn lifi við skort og
nauð alt að 5 mán. ársins sök-
u;m atvinnuleysis ?
4. Eigið þið verkamenn ýog
smáútvegsbændur) að líða það
lengur, að tekið sé hvert millj-
ónalánið eftir annað handa stór-
brasklýð Ihaldsflokksins tiJ að
tapa á misheppnuðum fyrirtækj-
um af illri stjórn, eða tii að
kasta í blað-útgáfu sína eða eyða
í stjórnlaust óhóf og drykkju-
svall. — Sjálfir fáið þið margir
hverjir ekki einn eyri tii láns.
hvað sem við liggur, heldur verð-
ið þið að styðjast við „hjálp-
semi“ lánskaupmanna, sem taka
af ykkur fimtu hverja krónu
eða meira í þóknun ■ fyrir
„greiðann“. En töpuðu milljón-
irnar fáið þið að borga refjalaust
með óbærilega háum sköttum og
tollum — og bankavöxtum, þeir
sem lán fá.
Mikill hluti verkamanna og
sjómanna verður sökum fátækt-
ar að hýrast með fjölskyldur sín-
ar í þröngum og rakafullum
kjaJlaraholum, þar sem börnin
verða heilsulaus af óhollustu í-
búðanna, meðan einstaka menn
byggja hallir til íbúðar sér fyrir
arð af vinnu þeirra. Árið 1929
fengu , jafnaðarmenn samþykt
frumvarp um verkamannabústaði
til mikilla hagsbóta fyrir verka-
lýð landsins. íhaldsmenn beittu
sér leynt og ljóst gegn frumvarp-
inu og náðu að setja sín fingra-
för á það, verkamönnum til ó-
hags auðvitað.
Lögin um verkamannabústaði
miða að því, að verkamenn geti
eignast hús yfir höfuðið á sér
og sínum, þar sem þeir geta
notið allra nútíma þæginda og
búið heilsusömu lífi.
Verkamenn! Hvort kjósið þið
heldur að búa í eigin húsi með
öllum nútíma þregindum og
borga 85 hundruðustu hluta húss-
ins á 42 árum með 6% á ári í
rentu og aflrorgun, eða greiða
framvegis okurleigu fyrir þröag-
ar og rakafullar kjallaraholuf
eða súðarkompur, þaT sem þið
megið vita börnin ykkar tærast
og veiklast ár frá ári, og heilsu
sjálfra ykkar og kvenna hættu
búna?
Kynnið ykkur lögin um verka-
mannabústaði.
Ef fátæklingur neyðist til að
þiggja sveitarstyrk til framfæris
sér og sínum, sökum heilsuleys-
is eöa ómegðar eða þá atvinnu-
leysis og annars böls, sem þjóð-
skipulagið kann að valda honum,
þá ier hann sviftur kjörgengi og
kosningarétti í þjóðfélaiginu.
Hann er ekki lengur frjáls mað-
(pr í frjálsu landi, heldur réttlaus
útlagi. Jafnaðarmenn á alþingi
hafa beitt sér mjög fyrir útrým-
ing þessa óréttar og fengið því
ágengt, að þurfalingar hafa nú
orðið rétt til að kjósa fulltrúa í
sveita- og bæja-stjórnir, en enn
verða þeir að heyja harða bar-
áttu til þess að sami réttur fáist
við þingkpsningar.
íhaldsstefnan hefir verið sú, að
hamra gegn þessum sjálfsagða
rétti fátæklinga, kosningaréttin-
um, og halda í þau lög, sem
heimila að flytja þurfaling nauð-
ugan landshorna á milli, ef svo
ber undir.
Eins og nú ér hagað atvinnu-
háttum þjóðfélagsins má þykjá
gott, ef verkamaður og sjómaður
hefir sæmdlega nóg til hnífs og
skeiðar handa sér og sínum mest-
an hluta ársins. Ekkert af laun-
um hans verður lagt til hliðar til
tryggingar fjölskyldunum þegar
atvinnuleysi eða heilsuleysi í eiin-
hverri mynd steðjar að, eða ellin
færist yfir. Þetta sem annað er
sameiginlegt fyrir hina stritandi
stétt allra landa. Þess vegna hafa
menningarþjóðimar komið á hjá
sér elli- og atvinnuleysis-trygg-
ingum, sjúkra- og örorku-trygg-
ingum. Fyrir tryggingamálunum
hafa jafnaðarmenn einnig barist
á alJjingi, en litlu sem engu feng-
ið um þokað enn fyrir andstöðu
íhaldsins, nema hvað unnist hef-
ir, að dánarbætur, saimanber
sJysatryggingalögin, ná nú til
verkamanna sem sjómanna og
hafa fengist hækkaðar úr 400 kr.
upp í 3000 kr.
Eyjabúum er það kunnugt, að
fyrirliðar ihaldsins hér halda því
fram,, að skynsamlegra sé að
fyrirbyggja atvinnuJeysi i land-
inu heldur en tryggja verkamenn
og sjómenn fyrir því með Jög-
gjöf um atvinnuleysistryggingar.
Þetta er skraf, sem á að sefa
verkalýðinn í kröfum hans um
atvinnuleysistryggingar, þvi at-
vinnuleysi hlýtur ávalt að fylgja
núverandi þjóðskipulagi; fyrir