Alþýðublað Vestmannaeyja

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Alþýðublað Vestmannaeyja - 01.06.1931, Qupperneq 4

Alþýðublað Vestmannaeyja - 01.06.1931, Qupperneq 4
4 A1 pýðnhlað Vestmannaeyja Dórshamar er félag allra Alpýðaflokksmanna. Það er styrkasta stjórnmálafélagið í Vestmannaeyjum. Gangið í Þórs- hamar og starfið par að sigri verka- lýðsins. ar. Hann er beztur fyrir sjálfan sig og Kveldúlf, þennan erki- fjanda okkar, og fylgir ólafi Thors í hverju máli á alþingi. Jó- hann getur ekki þjónað 'tveim herrum, og okkar hag ber hann því fyrir borð. Nú kjósum við jafnaðarmann- inn við þessar kosningar! Niður með miJliliðastefnuna og fulltrúa hennar! Upp með pá imenn, sem vilja hlúa að okkur hinum smáu! Smáútoegsbóndi. Hafnargeiðin i Vestmannaeyjum. Eyjabúar eru leiguliðar ríkisins. Hvert handtak til aukinnar rækt- unar er „vatn á mylnu pess“; hvert handtak til hafnarbóta er einnig beinlínis „vatn á mylnu þess“, eykur eign þess og skapar rikissjóði möguieika til mieiri arðs af Eyjunum. Það er sorglegt til þess að vita, að leiguliðar' ríkisins skuli vera verst með farnir, séu þraut- píndir undiir byrðum af mann- virkjum, sem varða aldna og ó- borna og miða tii aukins auðs landsdrottins í fasteign og af- rakstri, Svo er um hafnargerð Vestmannaeyja-kaupstaðar. Þegar athugað er, hversu ríf- legan styrk alþingi hefir veitt til hafnargerða út um Iand, þar sem tekjuvonir ríkisins eru sára- litlar á móti tekjum þess af Vestm.eyjakaupstað, þá grernst manni rangsleitnin gagnvart Eyjabúum, ekki sízt þegar á það er litið, að lóðir og lendur að ríkisstyrktum hafnargerðmn út um land eru ýmist eign einstak- Hnga eða hreppsfélaganna (kaup- túnanna, kaupstaðanna) sjálfra. Árið 1929 var t. d. samþykt frum- varp um hafnargerð á Skaga- strönd, þar sem ákveðið er að ríkissjóður skuli leggja fram 2/5 kostnaðar. Hafnargerð í B-orgar- nesi hefir ríkið kostað að helan- ingi o. s. frv., en til Vestmanna- eyjahafnar, sinnar eigin hafnar, hefir það að eins veitt 1/3 hluta. En þó er ekki alþingi að saka um slíkt, því fýrverandi þingmaöur kjördæmisins hefir alls ekki feng- ist til þess að fara fram á hærri styrkveitingu. Þó hefði verið í lófa lagið að koma slíku fram, þar sem jafnaðarmennimir í þinginu hafa ávalt verið reiðu- búnir að fylgja fram hærri styrk- veitingu og Jóhann Jósefsson hef- ir sjálfur staðið með fjölmenn- an þingflokk að baki sér. Síðan bætir það eigi lítið aðstöðuna, þegar „Fram&óknarflokkurinn“ hefir flutt frumv. um hærri styrk til hafnargerða út um land en Vestmanneyjabær hefir fengið. Talið er, að tekjur ríkissjóðs af kaupstöðum úti um land, öðr- um en Vestmannaeyjakaupstað, hafi síðastliðin 10 ár verið 5-faIt hærri en 1913, eða fyrir stríð; en af Vestmannaeyjabœ hafa tekjur ríkisins áttfaldast. Þessa gífur- legu tekjuhækkun má þakka hafnargerðinni. 3/8 hlutar af tekj- um ríkissjóðs af Vestmannaeyja- kaupstað eru því beinaT tekjur af hafnargerðinni. Þessir 3/8 hlutar teknanna námu ekki minna en 215 þúsundum eitt árið, eða þre- földum styrk rikissjóðs til hafn- argerðarinnar það ár. Nú nema tekjur rikissjóðs af Vestm.eyjakaupstað um 4 millj. króna síðustu 10 árin. 3/8 hlutar af 4 millj. er 1V/ milljón kr., sem reiknast þá beinar tekjur ríkis- sjóðs af hafnargerð Vestm. síö- ustu 10 árin. Við árslok 1928 hafði ríkið borgað 1/2 millj. kr. fyrir Vest- mannaeyjabæ af ábyrgðum, sem það tók á sig vegna hafnarinnar, og 350 þúsundir í beint framlag og 300 þúsundir kr. samkv. sam- þyktum. Þessar upphæðir verða til samans / milljón og 150 pús- undir kr. Dragist það frá bein- um tekjum rikissjóðs af hafnar- gerðinni, U/2 millj., verða eftir 350 pús., sem teljast þá hreinar tekjur ríkissjóðs af hafnargerð Vestmannaeyjabæjar. Glöggir menn telja þó, að þessi upphæð sé raunveruíega hærri, eða alt að 1/2 millj. kr. Hvaða réttlæti er í slíku, að ríkissjóður beri úr býtum stórfé í hreinar tekjur af mannvirki. sem þjakar þá efnalega, sem stritast við að ko.ma því upp? Jóhanni Jósiefssyni hlýtur að vera það Ijóst, að reikningsstaöa Vestmannaeyjahafnar gagnvart ríkissjóði er sú, sem hér hefir verið sýnt fram á. Er þá nokkur undur þótt spurt sé; Hví hefir Jóhann eigi fengist til þess að krefjast hærri styrks til haínargerðarinnar? Hví hefir hann horft upp á það þegjandi, að hlutur Eyjabúa hefir verið fyrir borð borinn í þessu máli? Hvað á maður aö hugsa? Hverju á maður að trúa, þegar tekin er hJiðsjón af hinni ágætu aðstöðu dóhanns í þessu máli? Valda hér um kolakaupmenn Reykjavíkur, nokkrar máttarstoðii íhaldsins þar? Þorsteinn Þórdur Viglundsson. Karlinn, sem skaut á pok- ana. Karl einn á Vesturlandi fór dag nokkurn einn á báti yfir fjörð. Ætlaði hann að sækja ull- arpoka, er hann átti hinum meg- in og geymdir voru í flæðar- málinu. Er hann lagði af stað að heiman var fjara, og reiknaði hann svo út, að hann myndi ná yfir fjörðinn áður en hásævi yrði, því að á því reið að hann næði pokunum. Karlinum gekk illa róðurinn, og er hann var kom- inn hálfa leið út á fjörðinn, sér hann einhverjar þústur skamt frá sér og hyggur þaö Vera seli. Þreáf karl þá byssu sína og skaut mörgum skotum á þústirnar. Síð- an réri hann alt hvað af tók að þústunum, en er hann kom að þeim sá hann, að þar voru pok- amir komnir á móti honum. Svona ferst nú íhaldsflokkun- um. Framsóknaríhaldið skítur á Sjálfstæðisíhaldið, en bæði eiga þau hvort annað eins og karlinn pokana. Bæði vilja lækka laun verkamanna, stöðva allar verk- legar framkvæmdir, banna verka- mannasamtök, leggja skatta og tollabyrðarnar á alþýðuna, drepa Alþýðuflokkinn, haida í konung- Inn, halda í skölagjöldin og auka atvinnuleysi og skort alþýðu- heimilanna. Vestfirdingur. Klofningsmennirnir Kommúnistar hafa nú klofið: Alþýöluflokkinn. Fyrst klufu þeir verkamannafélagið „Drífanda", svo á síðásta Alþýðusambands- þingi vildu þeir mynda sérstakt verklýðls.samband og kljúfa þann- ig verklýðssmtökin um alt land, en það tókst ekki. Þá kljúfa ]>eir hio pólitísku samtölc flokksins og leggja þannig íhaldinu lið. Þeir bjóða fram lista í Reykjavík til þess að fella Sigurjón Á. Ólafs- son formann sjómannanna og kom að Magnúsi Jónssyni prests- efnakennara. Þeir bjóða fram rnann á Akureyri til þess að fella Erling, formann verkamannafé- lagsins þar, og koma á þing Is- berg íhaldsmanni og þeir bjóða fram hér í Vestmannaeyjum til þess að styrkja Jóhann Jósefs- son. Alþýða manna skilur það. að hjálpin við íhaldið verkar eins, hvort sem dregin eru t. d. 100 atkvæði frá Alþýðuflokknum eða þeim bætt við íhaldið, kos- ið með því. Hér í Vestmannaeyjum hefir ísleifur og þeir félagar klofið öll verkalýðssamtökin. Verkamanna- félagið, sjómannafélagið, kaupfé- lagið „Drífandi“ og stjómmála- samtökin. Alt hefir hann klofið og sett kaupfélagið á hausinn. Atvinnurekendur hafa gaman af. Þeir vita mátt samtakanna þrot- inn eins og sýndi sig í Gullfoss- verkfallinu í vetur. Ekkert er gert til þess 41Q hækka (kaup verkakvenna, sem er lægra hér Gangið í Félag nngra jafnaðarmanaa. en alls staðar annar Btaðar í kaupstöðum landsins. Og kaup .verkamanna hefði stórum lækk- að ef Alþýðuflokksforinginn, Héðinn Valdimiarsson, hefði ekki komið tii skjalanna og þvingað atvinnurekendur. Hann bjargaði einnig því, að verkakvennakaup- ið færi ekki niður í 60 aura um klukkustund. Nú þorir ekki stjórn verka- mannafélagsins að hreyfa hönd né fót. Atvinnurekendur ráða sjálfir taxtanum um fiskþvottinn. Alt er í höndum þeirra. Engir samningar. Verkamanna- og verkakvenna-samtökin eru að verða að engu eins og sjómanna- samtökin undir stjórn Jóns og ísleifs. Bergur galar á gatnamót- umv — og búið. Einn af peim, sem ninnur, bœdi á sjó og landi. Láfum ekki b'ekkjast. Enginn alþýðumaður lætur blekkjast á frambjóðanda „Tím- ans“ hér í Eyjumi. Þótt hann sé sjálfur mætur maður, þá stend- ur að baki honum stjórnmála- stefna, &em nálgast í mörgu svartasta ílialdið. Tímamenn eru á móti réttlátri kjördæmaskipun, þeir vilja halda i þá ósvinnu, að þurfalingar Jxafi hvorki kosn- ingarétt né kjörgengi og þeir séu fluttir landshorna milli ef harð- svíruðum oddvitum þykir þörf á. Tímamenn vilja halda skatta- byrðinni á bökum alþýðu og hlífa auðmönnunum, þeir skapa atvinnuleysi í landinu með sóun fjár o. s. frv. o. s. frv. Látum' ekki blekkjast, alþýðumenn! Kjósandi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublað Vestmannaeyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Vestmannaeyja
https://timarit.is/publication/631

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.