Vesturland - 10.08.1926, Page 2
2
VESTURLAND.
lista, sein auðkendur er á þeiin kjörseðl-
uin. Oddviti tekur kjörseðlana úr bunkan-
um einn aí öðruin, sýnir þá fyrirsvars-
rnönnum listans og les upp nöfnin ásamt
raðatölu þeirri, er þeim ber eftir kjörseðl-
inum, en rneðkjörstjórar rita upp atkvæð-
in eftir þvf. Sá, sem fremstur stendur eða
talan 1 er mörkuð við, fær heilt atkvæði.
Þeir, sem eru aftar i röðinni, fá hver um
sig brot úr atkvæði, er sé jafnt tölu full-
trúa þeirra, er kjósa skal, að frádregirmi
tölu þeirra fulltrúaefna sem framar standa
eða lægri tölu fá á kjörseðlinuin, deilt
nreð fulltrúatölunni. Slðan skulu atkvæða-
tölurnar lagðar saman. Ef sami maður
hefir fengið atkvæði á fleirum en einum
lista, sem til greina kemur eflir atkvæða-
magni, þá skal leggja hinar lægri atkvæða-
tölur hans við atkvæðatölu þá, er hann
hefir fengið á þeirn iista, er hann hefir
mest á, og telst sú samanlagða atkvæða-
tala honum þar að fullu, en naín hans
strikast út af hinum listunum. Þeir, sem
hæstar haía alvkæðatölur, eru kosnir, svo
rnargir af hverjuin lisla, sem honum ber
samkvæmt þvl, sem áður greitiir. Lýsir
kjörstjórn þá kosna í þeirri röð, sem upp-
hæð útkomutalnanna til segir.
Ef jöfn verða atkvæði lista eða fulltrúa-
efna og úr þarf að skera, skal hlutkesti
ráða. Kjörstjórnin varpar hlutkesti á þann
hátt, að hún ritar bókstaf þeirra lista eða
nöfn þeirra fulltrúaefna, sem jöfn atkvœði
hafa, á jafnstóra seðla, lætur seðlana sam-
anbrotna i hylki, sem yfir er breitt, og
kveður til einhvern óviðkomandi mann
að draga einn seðil úr hylkinu. Sá seðill,
er dreginn er, segir þá til, hvern taka
skal.
19. gr. Þegar einungis á að velja einn
fulltrúa, er hann kosinn listakosningu eftir
framanskráðum regluin, að því leyti, sem
við getur átt.
20. gr. Hreppsnefndarmenn skal kjósa
i heyranda hljóði. Hver, sem neyta
vill kosningarréttar, verður sjálíur að
sækja kjörfund og skýra munnlega frá
því, hvern hann kýs eða liverja. Kjörstjórn
ritar atkvæðin jafnóðum í kjörbók. Þá er
allir viðstaddir kjósendur hafa átt kost á
að greiða atkvæði og þau eru öll bókuð,
skal atkvæðagreiðslu lokið, þó ekki fyr en
að minsta kosti 2 klukkustundir eru liðn-
er írá þvi, er hún liófst. Pormaður kjör-
stjórnar les þá upp öll greidd atkvæði,
en meðkjörstjórar rita þau upp og telja
sainan. Þeir, sem flest atkvæði hafa feng-
ið, eru rétt kjörnir hreppsnefndarmenn.
Hlutkesli ræður, ef fleiri hafa jafnmörg
atkvæði.
21. gr. Rétt er að hafa hreppsnefndar-
kosningar leynilegar, ef hreppsnefnd kveð-
ur svo á eða l/:í kjósenda lýsir ósk sinni
um það skriflega fyrir oddvita kjörstjórn-
a'r 2 viknm fyrir kjörfund.
Kjósandi hver kýs svo marga menn
sem kjósa skal..
22. gr. Nú hefir leynileg kosning ver-
ið ákveðin satnkv. 21. gr., og skal kjör-
stjórn þá hafa til hæíilega marga kjörseðla
alla jafnstóra, með saina lit, gerða úr
strikuðum pappír þannig:
Nr. á kjörskrá.
svo og lokaðan atkvæðakassa, með rifu
á lokinu, og skrá yfir alla kjörgenga
menn i hreppnuin.
Framan við nöfn manna á kjörskránni
skuiu standa tölurnar 1, 2, 3 o. s. frv.,
eftir því sem hver er i röðinni.
23. gr. Við liúsið, þar seni kosning
fer fram, skal vera annað herbergi áfasl
svo lagað að eigi verði gengið í það
neina úr kjörstofunni, Ef þess er eigi
kostur, má tjalda fyair eitt hornið á kjör-
stofunni, svo að eigi sjáist þangað.
í kjörklefa skal vera borð, sem skrifa
má við, og á því skrá yfir alla kjörgenga
1 Hessian. 1
i
w
i
8 onz, 50—52 og 54”
bindigarn, saumgarn og
tómir pokar.
Avalt fyrirliggjandi í heild-
sölu hjá undirrituðnm.
Verðið hefir lækkað að mun.
Jón Grimsson
1
1
3S0n.
Hráolia
hrein, minerölsk, 10500
kaloriur.
Ágæt mótorolía.
Nokkur föt óseld.
Ól. Guðmundsson.
menn I hreppnum, og ritblý til afnota
handa kjósendum.
24. gr. Þá er kosning hefst, visar for-
maður kjörstjórnar einum kjósanda I senn
inn f kjörklefann, eftir sömu röð og kjós
endur standa á kjörskrá, og fær honum
einn kjörseðil.
Kjósandinn fer slðan inn I kjörklefann
að borði þvi, er þar stendur, og athug-
ar hvaða tala stendur á kjörskránni fyrir
framan nafn þess eða nöfn þeirra, ef fleiri
en einn á að kjósa, er hann vill velja, og
skrifar þær íneð ritblýi á kjörseðilinn,
hverja tölu fyrir neðan aðra. Sfðan brýtur
kjósandinn seðilinn einu sinni saman, svo
að letrið snúi inn, gengur inn að kjör-
borðinu og stingur sjálfur seðlinum f at-
kvæðakassann og gætir þess, að enginn
sjái hvað á seðlinum er. Að öðrum kosti
er seðillinn ógildur, og má ekki láta hann
í atkvæðakassann.
25. gr. Kjörseðill er ógildur, ef einhver
merki eru sett á hann, sem ætla má að
gert sé til þess að gera seðilinn þekkjan-
legan frá hinum seðlunuin, eða ef annar
seðill er notaður.
Ef kjörseðill ónýtist hjá kjósanda, skal
kjörstjórnin láta hann fá annnan seðil.
Nú færir kjósandi ástæðu fyrir þvi, er
kjörstjórn tekur gilda, að hann geti ekki
kosið á fyrirskipaðan hátt, og skal þá
maður úr kjörstjórn, sá er kjósandi neín-
ir til, veifa honum aðstoð til þess f kjör-
klefanum.
26. gr. Meðkjörstjórar skulu hafa fyrir
sér hvor sitt eftirrit af kjörskránni og
gera merki við nafn hvers kjósanda uin
leið og hann hefir neytt kosningarréttar
sins.
Þá er allir viðstaddir kjósendur hafa
átt kost á að greiða atkvæði, skal atkvæða-
greiðslu lokið, þó ekki fyr en 2 klukku-
stundir eru liðnar frá þvf er hún hófst.
27. gr. Formaður kjörstjórnar skal þá opna
atkvæðakassann, er hann hefir hrist liann
rækilega. Tekur hann þvf næst upp einn
og einn kjörseðil í einu, les upp töluna
eða tölurnar, sem á honum standa, og
réttir hann svo meðkjörstjórum til
athugunar, en þeir ínerkja jafnótt á blað
atkvæðatöluna við nafn hvers, sem kos-
inn er.
Sá eða þeir, sein flest atkvæði hafa
fengið, eru rétt kjörnir.
.Ef fleiri hafa jafnmörg atkvæði, ræður
hlutkesti.
+
28. gr. Hreppsnelnd liikynnir sýslu-
manni jafnan kosningarúrslit.
Fyririnæli 2.-4. málsgr. 16. gr. gilda
um leynilagar kosningar utan kaupslaða.
29. gr. Oddviti sýslunefndar ákveður
hlutbundnar kosningar í hreppsnefnd, ef
skrifleg krafa uin það kemur frá að minsta
kosti svo mörguin kjósendum, sein sam-
kvæmt kjörskrá mundi þurfa til þess að
koma með hlutfallskosningum einum
manni í hreppsnefnd þar 1 hreppi. Kosn-
ingar fara þá með þeim hætti, sem segir
í 10.—18. gr. laga þessara.
30. gr. Lausa borgarstjórastöðu (bæjar-
stjórastöðu) skal auglýsa ineð að irinsta
kosti 6 vikna fyrirvara. Umsóknir ásamt
meðmælum að minsta kosti 100 kjósenda
i Reykjavík og 30 annarsstaðar skal senda
til kjörstjórnar, enda auglýsir hún kosn-
ing með hæfilegum fyrirvara. Við kosn-
inguna, skal fara eftir gildandi kjörssrá
við bæjarstjórnarkosningar. Kosning er
Ieynileg. Skal kjörstjórn láta prenta nöfn
frambjóðenda á kjörseðil, og verður sá
kosinn, er flest gild'atkvæði fær. Hlutkesti
ræður, ef tvcir frambjóðendur eða fleiri
fá jöfn atkvæði. Að öðru leyti skal fara
eftir fyrirmælum 11. —18. gr. laga þess-
ara, svo sem við á.
31. gr. Kosningar þær, er að framan
segir, má kæra skriflega innan 14 daga
fyrir bæjarstjórn í kaupstöðum og hrepps-
nefnd utan kaupstaða. Skal leita umsagn-
ar kjörstjórnar um kærur, og skal hún
láta uppi álit sitt innan viku f kaupstöð-
um og 14 daga f hreppum frá þvf að
hún fékk kæruna, og hreppsnefnd kveða
upp úrskurð sinn innan 14 daga og
bæjarstjórn innan viku þar frá. Úrskurði
hreppsnefndar má skjóta til oddvita sýslu-
neíndar innan 14 daga frá dagselningu
hans og úrskurðum bæjarstjórnar til
alvinnuinálaráðherra innan viku.
32. gr. Kosningar f nefndir, er bæjar-
stjórn kýs, skulu jafnan vera leynilegar
og hlutbundnar, ef fleiri skal kjósa en
einn mann. Skal beita hlutfallskosningu
sem hér segir: Þeir bæjarfulltrúar, er
komið hafa sér saman um að kjósa allir
söinu menn f sömu röð, afhenda for-
manni bæjarstjórnar, þegar til kosninga
kemur, Usta yfir þá í þeirri röð. Þegar
hann hefir tekið við listunum, rnerkir
hann hvern þeirra bókstaf, A., B., C.
o. s. frv., eftir þvf, sem hann sjálfur
ákveður eða ákveðið hefir verið með
samkomulagi eitt skifti fyrir öll þann
kjörtfma. Sfðan les formaðurinn upp
stafnafn hvers lista og nöfn þau, er á
honum standa. Þá kjósa bæjarfulltrúarnir
þannig, að hver rilar á kjöriniða aðeins
stafnafn (A., B., C. o. s. frv.) þess lfsta,
er hann vill kjósa eftir. Kjörmiðarnir eru
afhentir formanni, og nefnir hann upp-
hátt bókstaf hvers miða, en skrifarar rita
jafnóðum og telja sainan, hve mörg at-
kvæði hafi fallið á hvern lista, hve mörg
á A., hve inörg á B. o. s. frv. Tölu þeirri,
sem hver listi þannig fær, er svo skift,
fyrst ineð 1, síðan með 2, sfðan með 3,
o. s. frv., eftir þvi sem með þarf. Hluta-
tölur hvers lista eru ritaðar f röð, hver
niður undan annari, og yfir dálkinuin er
ritaður bókstafur þess lista.
Kosningin fcr eftir hlutatölunum, þannig
að sá listi fær fyrsta mann, er hæsta á
hlutatöluna, sá listi næsta mann, er á
næst hæsta hlutatölu, o. s. frv., þar til
fullskipað er. Ef jafnháar hlutatölur koma
á tvo eða fleiri lista, skal varpa hlutkesti
um, hver listinn skuli koma að manni.
Af hverjum lista skulu menn liljóta
kosningu í þeirri röð, sem þeir standa á
‘listanuin. Sé ekki stungið upp á fleiri
nefndannönnuin en kjósa á, lýsir for-
maður þá rétt kjörna án atkvæðagreiðslu.
33. gr. í hreppi hverjum skal kjósa
einn sýslunefndarmann á manntalsþingi
til 6 ára, og einn varamann til sama
tfma. Sýslumaður er oddviti kjörstjórnar,
og skipa hana með honum 2 hreppsbúar,
er sýslunefnd kýs.
Kosningu skal haga eins og segir í
20. gr., enda má leynilega kosning hafa
samkvæint 21.—27. gr.
Kæra má kosning skriflega innan 14
daga, og sker sýslunefnd úr.
34. gr. Hehningur sýslunefndarmanna
og varasýslunefndarinanna gengur úr
sýslunefnd 3. hvert ár, ef tala hreppa f
sýslu cr jöfn, en ella meiri hluti og minni
liluti á vfxl 3. hvert ár,
35. gr. Nú er hrcppi skift, og gengur
þá sýslunefndarmaður hans og varasýslu-
nefndarmaður þegar úr sýslunefnd. Á
næsta manululsþingi á eftir skal kjósa
sýslunefndarmann og varasýslunefndar-
inann I liinum nýju hreppum, og fara
þeir úr nefndinni, næst er skifti verða,
eftir hlutkesti, annar ef jöfn er tala hinna
nýju hreppa, en ella meiri hlutinn. Sá
eða þeir, er þá verða eftir, fara næst, er
skifti verða.
36. gr. Kjósendur, sem ekki geta verið
viðsladdir á kjördegi, mega neyta atkvæðis-
réttar sfns 1 skrifstofu bæjarfógeta i kaup-
stöðum og hjá hreppstjóra f svéitum, svo
og á skipum, er úr hreppi eða kaupstað
ganga, eftir sömu regluin sem gilda um
kosningartil Alþingis, þegar eins stendur á.
IV. kafli
Niðurlagsákvæði.
37. gr. Lög þessi öðlast gildi 1, jan
1927. Þeir, setn kosnir hafa verið fyrir
þann tíma, lialda sætum sfnum, þar til
þeir skyldu vfkja úr þeini eftir eldri lög-
uin.
Frá þeiin tima, er lög þessi öðlast
gildi, eru úr lögum numin:
Tilsk. 20. apr. 1872, uin bæjarstjórn f
kaupstaðnuin Reykjavfk, 9. og 10. gr. og
11. gr. 2. málsgr., að þvl leyti sem þar
segir uin nefndarkosningar.
Lög nr. 22, 8. okt. 1883, um bæjarstjórn
á Akureyri, 5.—10. gr., ásamt lögum nr.
65, 14. nóv. 1917, um breyting á þeim
lögum, 2.—5. gr.
Lög nr. 43, 10 nóv. 1905 (sveitarstjórn-
arlög), 6.—23., 55.—59. 1. málsgr. og
61.—64. gr.
Lög nr. 75, 22. nóv. 1907, um bæjar-
stjórn f Hafnarfirði, 4.—11. gr., að þvf
leyti sem þær eru enn f gildi.
Lög nr. 49, 30. júlf 1909, um breyting
á lögum, er snerta kosningarrétt og kjör-
gengi I málefnuin kaupstaða og hrepps-
félaga.
Lög nr. 19, 20. okt. 1913, um kosn-
ingar til bæjarstjórna 1 kaupstöðum.
Lög nr. 49, 30. nóv. 1914, um breyt-
ing á tilsk. 20. apjíl 1872, um bæjarstjórn
f kaupstaðnum Reykjavlk, 1.—4. gr., að
þvf leyti sem þær eru enn f gildi og
varða kosningar.
Lög nr. 49, 3. nóv. 1915, um viðauka
við sveitarstjórnarlög frá 10. nóv. 1905.
Lög nr. 67, 14. nóv. 1917, utn bæjar- .
stjórn ísafjarðar, 4.—11. gr.
Lög nr. 26, 22. nóv. 1918, um bæjar-
stjórn Vestmannaeyja, 6.—13. gr.
Lög nr. 58, 28. nóv 1919, um breyt-
ingar á löguin nr. 30, 22. nóv. 1918, um
bæjarstjórn á Siglufirði, 4.—11. gr.
Lög nr. 61, s. d. um bæjarstjórn á
Seyðisfirði, 4.—9. gr.
Lög nr. 19, 19. júnf 1922, um breyt-
ing á tilsk. um bæjarstjórn f kaupstaðn-
urn Reykjavík 20. apr. 1872.
Rög nr. 30, 4. júnf 1924, um kosning-
ar f bæjarmálefnum Reykjavikur.
Lög nr. 33, 27. júni 1925, um viðauka
við lög nr. 22 frá 8. okt. 1883, uin
bæjarstjórn á Akureyri.
Svo og öll önnur fyrirmæli f Iög-
um, sem fara I bága við ákvæði þessara.
Samþykt á Alþingi 10. mail026.
Taugaveikin áísafirði.
Hinn 23. júli og eftirfarandi
daga birti Morgunblaðið hugleið-
ingar Guðmundar Björnssonar
landslæknis, er hann nefnir: Frá
ísafirði. Tilefni þessara hugleið-
inga er för hans hingað í slðast-
liðnum mánuði og inngangurinn
er helgaður frásögn um tauga-
veikisfaraldur, er gaus hér upp
haustið 1925, og þá sýkti 19
manns, og svo í síðast liðnum
maímánuði, og þá tðk 51 mann.
Það leiðir af sjálfu sér að ótta
og óhuga slær á íbúa þeirra bæja
og bygðarlaga, er slikur vágestur
heimsækir þá, og vænta menn —
vissulega með fullum rétti, — að
heilbrigðisstjórn og Iöggæsla geri
það, er nægi, til að taka fyrir
kverkar þeim ófögnuði og upp-
ræta hann, sbr. lög um varnir
gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma.
Faraldurinn á hausti var talinn
eiga rætur sínar á ákveðnu heimili