Vesturland

Árgangur

Vesturland - 14.02.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 14.02.1927, Blaðsíða 2
2 VB8TURLAND. Þvottur »e strauning. María frá Kirkjubæ Sundstr. 23. Fallegir grímubúningar ásamt grímum fást til leigu hjá frú Simson. — Pantið i tíma. vegna, sem vafalaust er óhagstæð- ara hjá oss en Norðmönnum. ísvarinn fiskur. Öðru máli er gegna með ísfisk- sölu. Með henni væri hægt að takmarka saltfiskframleiðsiuna, án þess að þurfa að draga úr útgerð- inni. 26 ár eru nú liðinn síðan að reglubundnar vikuferðir hófust fyrst frá Vesturlandi með nýjan ís- varinn fisk til Englands. Var það fyrir forgöngu fyrv. bankastjóra Björns Sigurðssonar, sem þá var framkvstj. I. H. F. félagsins. En aðal áherslan var þá lögð á kola og lúðu. Tveir togarar enskir héldu uppi ferðunum og tóku veið- ina á þrem stöðum, Patreksfirði, Þingeyri og Flateyri. í þá veiddu 4 togarar, Vídalínstogararnir svo- kölluðu, ífig „Þór" (núverandi strandvarnarskip) sem I. H. F. þá átti, var nýbygður og stærsta skip í togaraflotanum þá. Ennfremur stunduðu veiði fyrir þessi flutn- ingaskip, nokkrar hreyfla-skútur frá Esbjerg, með dragnót og ís- lenskir smábátar með net. — Til- raun þessi sem stóð í nokkra mán- uði,„bar sig því miður ekki fjár- hagslega, og varð þvi ekkert á- framhald á henni. Hugmyndin var þá góð, en nú er framkvæmd á henni orðin nauð- syn, með svo miklum hraða sem útgerðin og framleiðslan hefir auk- ist siðan. Mér þótti það því góð tíðindi er Kr. Torfason sagði mér að hann hefði beitt sér fyrir að enskt tog- arafélag byrjaði vikulegar ferðir með 2 togurum og keypti i þá nýjan fisk allskonar. Og þó æski- legast hefði verið að íslendingar hefðu sjálfir getað riðið hér á vað- ið, þá á Kr. þakkir og heiður skilið tyrir þessar framkvæmdir. Og þó þessar ferðir I vetur séu aðeins frá ísafirði og Flateyri, þá er vonandi að menn hafi skilning á að styðja fyrirtækið sem allra best, svo að það eigi langt líf fyrir höndum og geti fært útkví- arnar til fleiri staða. — Og þó búast megi við að við nokkra örðugleika verði að stríða fyrst I stað, er óskandi að forgöngu- mennirnir, sem hafa yfir nægu fé að ráða, ekki gefist upp á miðri eið. Niðursuða. Það |er kfurðanlegtj£aðJJandi, sem á jafn greiðan aðgang að fiskmeti, sem ísland, að engir skuli liaía orðið til þess að beita sér fyrir niöursuðu á allskonar fisk- meti (og kjötmeti jafnframt) til meiri háttar útílutnings. Tilraunir, sem geröar hafa ver- ið hér á landi í þá átt, liafa verið altoí ófullkomnar, enda til þeirra stoíað af vanefnum, eða kannske Nýkomið: Ostar 3 teg., Pylsur 6 teg., Flesk, Hangikjöt, Leverpostej, Egg. Ólafur Pálsson. S ^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiip Jón Sigurðsson = lAusturstræti 7 Rvik. Sími 836. 1 I Utvegar og setur upp raf- = 1 stöðvar traustari og ó- 1 dýrari en nokkur annar hér á landi. llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllÍH Nýkomið: Handsápur, tnargar tegundir, hvergi ódýrari, r Olafur Pálsson. mest til að fullnægja aðeins þörf- inni hér heima fyrir. í Noregi er sægur af svona verksmiðjum, og sem dæmi upp á hvaða þýðingu þær hafa fyrir sölu fiskafurðanna, má geta þess, að auk þess sem selt var frá þeim í landinu sjálfu, þá fluttu þær út, siðastliðið ár, ekki minna en ná- lægt 40 þúsund smálestum af aiis- konar niðursoðnu fiskmeti, eða sem svarar lj4 af samanlögðum útflutningi saltfisks og sildar. Það er augljóst hve mikið það gæti létt á, með saltfiskssölunni, ef vér gætum komið því svo fyr- ir að töluverður hluti af því, sem nú er verkað og saltað, gæti dreifst á erlenda markaði, sumpart ísvar- ið eða varið skemdum með nýjum aðferðum, sem nú eru að riðja sér til rúms, og sumpart niður- soðið og reykt. í sambandi við þetta, má minn- ast á, hve sárt er til þess að vita, að megninu af öllum fiskúrgangi skuli vera fleygt. Flestar verstöðv- ar eru að vísu of smáar til þess að stærri verksmiðjur geti þrifist, en víða ytra, þar sem svo hagar til, eru notaðar smávélar, sem búa til fiskimjöl úr öllum úrgangi. Sára- litla þekkingu þarf til að nota þær og engri verstöð væri um megn að kaupa þær og nota. Ennþá eru framkvæmdir, á þvl sem hér er talið, draumar, en þeir rætast fyr eða síðar, eins og líka hitt, að farið verði að gefa nýjum saltfisksmörkuðum meiri gaum en undanfarið. Knýjandi þörfin sprengir þá stíflu, sem þarf til að hrinda þessu í íramkvæmd. Eg óttast mest að sá mikli drátt- ur, sem orðið hefir á tilraununum með útflutning á nýja sölustaði, verði til þess, að þegar stíflan loks springur, verði farið of geyst af stað, ókerfað og án nægilegr- ar tilsjónar, og þá er eins við- búið að seinni villan verði hinn fyrri argari. Reykjavík, 17. jan. 1927. Niels Bukh og leikfimi hans. Næstkomandi þriðjudag á að sýna í Bíóhúsinu, kvikmynd af leikfimisflokki Níels Bukhs. Mynd þessi var tekin af flokki hans i Þýskalandi, sumarið 1922. Einnig kafla úr annari mynd, er tekin var af leikfimisflokki Bukhs, á ferð hans í Bandarikjunum, sum- arið 1923. Báðar þessar myndir eru ágæt- ar. Niels Bukh hefir tekist snild- arlega að raða niður bæði falleg- um og alhliða líkamsæfingum, er skólum og æskulýðsfélögum mætti koma að sem mestu gagni. Við æfingarnar eru notuð sem fæst áhöld er framast verður. Flestir eða ailir iþróttamenn þekkja Niels Bukh að nafni, ef ekki af æfingum hans. Þær hafa náð áliti alstaðar útum hinn ment- aða heim og altaf fjölgar þeim, sem þær stunda. Niels Bukh kallar leikfimiskerfi sitt Grund-Gymnastik, eða Prime- tiv-Gymnastik, það er „Frumleik- fimi“. Kerfið er að dómi margra eitt hið besta leikfimiskerfi sem þekk- ist, til þess að þroska líkama og sál; og undir stjórn góðs kennara, eru æfingarnar öllum öðrum betri, til þess að gefa hraða og alhliða líkamskrafta og fegurð. Tilgangur þess er því sá, að bæta líkams- lýti, er koma af of einhiiða vinnu, þvi líkaminn verður of einhliða þroskaður af þeim hreyfingum, er menn fá daglega við vinnu sina. Menn verða stirðir og busalegir og hafa lítt vald á líkama sínum, þar eð sumir hlutar líkamans hafa náð að þroskast til fulls, en aðrir orðið útundan. Þetta lagar kerfi Niels Bukhs bæði fljótt og vel. Það gerir menn þá, sem æfa með skynsemi og áhuga, bæði beina og vel vaxna, fagurlega limaða og sterka, þrekna, liðuga og ákveðna í öllum hreyfingum. Æfingarnar veita flestum öðrum æfingum frem- ur, góðan og mikinn þroska á hinn sálræna hluta mannsins. Út- breiðsla þeirra gæti því orðið miljóna arður fyrir þjóð okkar I framtíðinni. Niels Bukh er danskur, og upp- alinn að mestu eða öllu leyti á Sjálandi. Snemma hafði hann á- huga fyrir líkamsæfingum. Hann sá hvílíkt gagn það gat orðið fyr- ir la'nd og þjóð, að iþróttalifið efldist. Hann gekk því fyrst á leik- fimisskóla i Stockhólmi og þtfí næst í Kaupmannahöfn og lærði þar þær fullkomnustu og bestu æfingar, er þar voru á boðstólum. En honum fanst þær ekki vera nógu fljótvirkar eða fullkomnar. Hann endurbætti því nokkuð af hinum eldri og bjó sjálfur til nýjar æfingar, er voru áhrifameiri en hinar eldri. Æfingar þessar setti hann svo í eitt kerfi. Árið 1914 byrjaði hann fyrst að kenna ungum mönnum og stúlkum á Fjóni í litlu sveitar- þorpi, nálægt Sveinborg, er Olle- rup heitir. Fyrst framan af hafði hann litið skólahús, til þess að kenna I, en 1919 var byrjað að byggja hið núverandi skólahús, skamt frá hinu. Árið 1925 endur- bætti hann og stækkaði skólann og byrjaði þá jafnframt á bygg- ingu sundhallar áfastri við hann, og má ganga út í hana úr leik- fimissalnum. Er það fyrsta sund- höllin í Danmörku. Hún er hituð upp með miðstöðvarhitun, svo vatn mun vera 20—25° C heitt. Sundhöllin var vígð 1 júlí síð- astliðið sumar að viðstöddum 8000 mönnum. Við það tækifæri glímdi íslenski glimuflokkurinn. Sumarið 1922 lét N. Bukh búa til stóran og fagran íþróttavöll. Er hann sporöskjulagaður með upphækkuðum breiðum akvegi í kring. Vegurinn er 400 m. á lengd. Fé til skólans, hallarinnar og vall- arins, hefir hann sumpart fengið fyrir leikfimissýningar sínar, er hann hefir haldið bæði utanlands og innan, og sumpart að láni hjá einstökum mönnum og félögum. Námsgreinar eru flestar hinar sömu og eru á lýðskólum viðs- vegar í Danmörku, en mest áhersl- an er lögð á leikfimis- og iþrótta- kenslu, jafnframt góðri þekkingu í líffærafræði. * Skólinn stendur á veturna frá því fyrst í nóvbr. og til síðasta mars, og þá eingöngu fyrir karl- menn. Eiga þeir að vera orðnir færir um að kenna öðrum kerfið, að þessu námi loknu. Yfir sumar- timann frá því fyrst í maí til síð- asta júlí er skólinn aftur á móti handa stúlkum. Er kenslan hin sama. Tíminn á mflli námskeið- anna er svo notaður til þess að halda leikfimiskennaranámskeið og ferðast um með flokka til sýn- inga, bæði innanlands og utan. Aðsókn að skólanum eykst árlega. Nú sióastliðinn vetur voru þar um 140 piltar. Stúlkur sem fastar náms- meyjarsiðasta sumar voru 170-180 Þar að auki var haldið námskeið þar í sumar, er fjöldi manns tók þátt i, þar á meðal 30 kenslukon- ur frá Ameriku, ásamt fjölda af útlendum karlmönnum frá ýmsum löndum. í ráði er að hafa þar næst- komandi aprílmánuð alheims nám- skeið. Skólinn virðist því vera að verða miðstöð allra Iþrótta. Menn frá öllum Norðurlöndum hafa sótt skólann. Auk þess frá Ameriku, Englandi, Austurríki og Palestinu. Veturinn 1924—25 var t. d. kennari frá Jafa, og sumar- ið 1925 var þar gift kona frá Jerúsalem. Síðan á stríðsárum hefir Niels Bukh farið með flokk leikfimis- manna fyrir danska ríkið á 01- impisku leikana. Hefir flokkur hans verið talinn best æfði leikfimis- flokkur, er þar hefir verið. Auk þess hefir hann sótt heim æsku- lýðsfélög ýmsra landa, eftir tilmæl- um þeirra. 1 Þýskalandi hefir hann verið tvisvar sinnum. Fyrst 1942. Þá fór hann einnig til Austurríkis, og sýndi í báðum þessum löndum á mörgum stöðum, og svo aftur árið 1925. Til Bandaríkjanna fór hann sumarið 1923, og ferðaðist víða. Einnig hefir hann ferðast með flokk til Englands, Svíþjóðar og Finnlands. í öllum þessum löndum hefir leikfimiskerfi hans verið tekið á- gætlega, sérstaklega þó hjá Þjóð- verjum og Ameríkumönnum. Þar eru leikfimiskennarar frá Ollerup . mikið eftirsótlir. Heima í Dan- mörku er leikíjmi hans orðin mjög

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.