Vesturland

Árgangur

Vesturland - 14.02.1927, Blaðsíða 3

Vesturland - 14.02.1927, Blaðsíða 3
VESTURLAND. 3 EB191912 IIr^ r^ r^ I r^ I r^ r^ 1 r^ ■ r^ Ir^lr^ kj ki Ui ki UiKilkiEkjUi Vélskip til sölu. Eftirtöld vélskip eru til sölu FRIGG 27,60 — — eik, — 48 HK Alphavél. GYLFI — 25,60 - — — eik, — 45/50 HK Finnöjvél. SÆFARI 26,91 — — eik, — 36 HK Alphavél. PERCY 43 — — eik, — 55 HK Greivél. KVELDÚLFUR 23,55 — — eik, — 40 HK Bolindervél. HELENA 35,89 — — fura, — 40 HK Bolindervél. KARI — 27,68 — — fura, — 60/70 HK Finnöjvél. SNARFARI 26,65 — — fura, — 36 HK Alphavél. BIFR0ST 27,16 — — fura, — 40 HK Skandiavél. Væntanlegir kaupendur snúi sér til stjórnar íslandsbanka i Reykjavík eða stjórnar ðtbús íslandsbanka á ísafirði, sem gefa all- ar nánari upplýsingar. 9 9 9 Utbú Islandsbanka á Isafirði. r^|r^|r^|r^|r^|r^|r^|r',i|r^|r',i|r^ r^|r^|r^|r^|r^|r^ I I ka I I kj I KA Yfirlýsing. Eg undirrituð lýsi því hér með yfir að Húsfrú Ingibjörg Björns- dóttir á Minnibakka í Skálavik er ekki orðsök í veikindum barnsins mfns, sem liggur veikt á spitala ísafjarðar. Barnið var með þeim veikleika, þegar það kom í hennar hendur og þar með er þvi á- mæli hnekt, að barlfið sé veikt fyrir hennar handleiðslu. ísafirði, 10. jan. 1927. Guðlaug Kjartansdóttir. útbreidd. Hefir likamsmentun þar farið mjög í vöxt á sfðari árum og má af því marka álit Dana á N. Bukh; er nú svo komið, að tæplega fær nokkur nýr leikfimis- kennari stöðu f þeirri grein, nema hann hafi lært hjá Bukh. Vér íslendingar höfum ekki lát- ið okkar eftir liggja með að heim- sækja Niels Bukh, þvf frá því árið 1921—22 hafa nú í vor eð kem- ur verið 16 karlmenn og 2 stúfk- ur á skólanum. Af þeim eru nú 5 fastir kennarar við skóla hér á landi, við búnaðarskólana á Hól- um í Hjaltadal og á Hvanneyri, og við lýðskólann á Hvitárbakka. í Reykjavik og á Akureyri er einn- ig kend leikfimi Bukhs af nem- endum hans. íslendingur einn úr skóla hans hefir verið leikfimis- kennari hjá Dönum í Amerfku. Er gott tif þess að vita, að við, svo fámenn þjóð, fylgjumst með stórþjóðunum f þessu efni. Eigum við nú þegar mikið Nies Bukh að þakka og leikfimisskóla hans. Það er ósk mfn og þrá, að við með tíð og tíma eignumst hraust- an, fagran og vinnuglaðan æsku- lfð, sem verður fær til þess að taka við af hinum eldri og færa land og þjóð á hærra menningar- stig. íslendingar! munið það að f höndum æskulýðsins hvflir fram- tíð fands vors. Ingólfur Kristjánsson. Símfréttir. Innlendar: Alþingi var sett 9. febrúar. For- seti sameinaðs þings Magnús Torf- ason. Hann og Jóhannes Jóhann- esson fengu 21 atkvæði hyor og skar hlutkesti úr. Forseti Neðri- deildar Benedikt Sveinsson, Efri- deildar Halldór Steinsson. Til Efrideildar kosinn Einar Jónsson f stað Eggerts Pálssonar. Á fjárlagafrumv. eru áætlaðar tekjur 10494600 og gjöid 10391508 Áætlaðurtekjuafgangurþví 103092 Helstu gjaldaliðir 285 þús. til nýrra akvega, viðhalds og um- bóta eldri , vegum 200 þús.; 225 þús. til brúagerða, tif símalagn- inga 275 þús.; til nýrra vita 75 þús. og 50 þús. samkvæmt jarð- ræktarfögunum. Stjórnarfrumvörp lielstu: Stjórn- arskrárbreyting, aðalbreyting: þing annað hvort ár. Sérleyfislög Tit- ans virkja Urriðafoss. Atvinnu- HJálpræðisherinn heldur hljómleikahátid föstudaginn 18. febr. kl. 8V2 s.d. Inng. fyrir fullorðna 50 aura, fyrir börn 25 aura. Nánar auglýst á götunum. málaráðherra kveður samnings- grundvöll þann, að Titan fái leyfi tif að virkja og starfrækja Urriða- foss og leggi járnbraut frá Reykja- vfk til Þjórsár. Áskilið að lagn- ingin byrji snemma sumars 1929 og sé lokið á 4 árum. Rikið leggi til þriðjung kostnaðar, þó aldrei yfir 2 miljónir. Önnur skilyrði af hálfu stjórnarinnar m. a. að stjórn- in ráði flutningstöxtum og geti telpð að sér brautina er henni Iýst. Frumvarp seðlabanka nálega sama og samþykt var í Neðri- deild í fyrra. Frumvörp til sveita- stjórnarlaga og fátækralaga, mikl- ir lagabálkar. Frumvarp um alls- herjarútrýmingu fjárkfáða. Frum- varp til heimildar ríkisstjórninni byggja heimavistarhús fyrir menta- skóla, samskóla, er verði fyrst um sinn samsteypa gagnfræða- iðn- vélstjóra- verslunar- og siðan stýri- manna- og kennaraskóla. Reysi ríkisstjórnin hæfilegt hús handa þeirri stofnun, þegar Alþingr, iðn- aðarmannafélag og verslunarráð Ieggja fram nauðsynlegt fé. Nefndakosningar fóru fram 10. þ. m. íhaldsmenn minnihluta öll- um nefndum í Neðrideild, hafa 13 sæti, en sameinuð andstaða 15. Hæstiréttur staðfesti fógetaúrskurðinn, sem ncitaði að setja Sigurð fv. búnaðar- inálastjóra aftur inn f stöðu hans. Oddur Hermannsson skrifstofustjóri i stjórnarráðinu er látinn. Útfluttningur i janúar nam 2507728 gullkrónum; i sama niánuði i fyrra 2867857 gullkr. Fiskbirgðir 1. febrúar 58f30 skpd. Útlendar. Frá Lissabon er sitnað, að uppreist sé hafin i Portugal. Tafið óvíst að uppreist- arinönnum takist að hrynda einvaldsstjórn- inni, enda þótt þeir um skeið hefðu O- portoborg á sinu valdi. Viða i landinu er barist með mikilli.grimd. Frá tsafirði. Lagarfoss korrj, að sunnan 29. f. m. Skipinu hlekktist á, á Dýrafirði, sem nú er kunnugt orðið. Sigldi breskur togari á það, þar sem það lá fyrir akkerum á firðinum utan- Snjógleraugu, — 11 tegundir fyrirliggjandi — best og ódýrust á Apotekinu. verðum. Gat kom á skipið, og má telja tilviljun eina að ekki varð þar stórslys. Svo vildi til, að skip- ið hallaðist mjög á það borð, er fyrir árekstrinum varð, og kom af þeim sökum ekki leki að þvf. Mun og togarinn hafa lent þar á, er allramgjör bindingur var fyrir. (Blaðið Skutull gerir gis að þess- um árekstri, og mun fátitt að menn hafi I flimtingi það, að fjöldi manna sleppur óvænt frá bráðum bana). Samverjinn byrjaði starfsemi sína í dag, mánudag. Gestir hans eru að þessu sinni um 70. Menn ættu að minnast þessarar starfsemi með þvl að senda henni gjafir, þær eru ábyggilega kærkomnar, hvort heldur er I peningum eða mat- vælum.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.