Vesturland


Vesturland - 06.03.1927, Blaðsíða 1

Vesturland - 06.03.1927, Blaðsíða 1
ST LAN Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgartgur. ísafjörður, 6. mars 1927. 8. tölublað. Frá Albingi. Yfirlít. Stjórnarfrumvörp. Á öndverðu þinginu lagðistjórn- in fyrir 20 frtunvörp auk fjárlaga-1 frumvarps fyrir árið 1928, frv. til fjáraukalaga 1925 og írv. um samþ. landsreikningsins 1925. Merkust stjórnarfrumvarpanna • eru:' Frumvarp til laga um Lands- banka íslands. Þetta er uær því óbreytt frv. er samþykt var í neðrideild Alþ. í fyrra. Var svo mikið um það rætt þá, bæði á þingi og í blöð- um, að ætla verður að mönnum sé alment kunnugt um það fyrir- komulag bankamálanna, sem þar er áformað. Höfuðatrioið er það, og uin leið ágreiningsatriðið, að eftir frumvarpinu á að afhenda Landsbankanum seðlaútgáfuna. Frv. til stjórnarskipunarlaga — um breytingar á stjórnarskránni — er annað merkasta frumvarpið. Helstu breytingarnar, sem gert er ráð fyrir, eru þær, að reglulegt þing komi saman annað hvort ár, og fjárliagstímabilið verði þá tvö ár, og að kjörthnabil þingmanna verði sex ár. Kjörtími lándkjörinna þingmanna skal vera sami og kjördæmaþingmanna og þeir kosn- ir allir um leið og kjördæmaþing- menn. Nær þingrof einnig til þeirra. Frv. til laga um heimiid handa atv.málaráðuneytinu til að veita n sérleyfi til járnbrautarlagningar miHi Reykjavíkur og Þjórsár og að virkja Urriðafoss, erallmerki- legt frumvarp. Eins og skýrt er frá áður hér í blaðinu, er það hlutafélagið Titan sem sérieyfiðer ætlað. Er áform félagsins að virkja Urriðafoss í Þjórsá og framleiða saltpétur, (köfnunarefnisáburð) og selja raf- orku almenningi til ljóss, hita og smáiðnaðar eftir þörfum. Félagið ætlar einnig að leggja járnbraut frá Rvík til Þjórsár, og reka hana . á eigin ábyrgð, gegn því, að ríkið leggi til Va stofn- kostnaðar, þó aidrei hærri fjár- hæð en tvær miljónir. Mörg skilyrði fylgja sérleyfinu, svo sem um skatt til sveitar- og ríkissjóðs, og er hanh i frv. ákveð- inn 3 kr. af hverri nýttri hestorku fyrstu 10 árin, en 5 kr. á hest- oku árlega úr því. Útfluiningsgjöld (af saltpétri þeim, sern fluttur verður út) skulu ekki vera hærri cn nú er. Raforka sú, sem seld er lands- mönnum, má ekki vera dýrari en 55 kr. árshestorkan, og er sá hhiti orkunnar skattfrjáls. Sérleyfistíminn sé alt að 70 ár. Stjórnarráðið skal samþykkja flutningagjöld með járnbrautinni og hafa eftirlit með rekstri liennar. Skal ríkið hafa rétt til að taka við brautinni og öilti er henni tilheyr- ir, hvenær sem er á sévleyfistíman- um, gegn því að endurgreiða frarn- lag félagsins. Frv. til fátækralaga og írv. til sveitastjórnarlaga eru hvorttveggja miklir lagabálkar. Þingið í fyrra samþykti lög um kosningar í málefnum sveita og kaupstaða og um útsvör. Var það samkvæmt ályktun frá þing- inu. 1925, um það að skora á stjórnina að endurskoða löggjöf alla um málefni sveita og kaup- staða. Þessir tveir iagabálkar eru framhald þess verks, og er þá að- eins eftir að endurskoða lög bæj- anna, svo þingsályktuninni verði fullnægt. Eitt af frumvörpum stjórnarinnar er um rétt erlendra manna til að stunda atvinnu á íslandi. Mönnum er það sjálfsagt minn- isstætt frá Krossanesofsóknunum gegn Magnúsi Guðmundssyni ráð- herra, að ein höfuðsökin á hend- ur honum var sú, að hann hefði ekki vísað úf landi erlendum verkamönnum, er unnu við verk- smiðjuna á Krossanesi, eða bann- aði hingaðflutning þeirra. Þeir sern stóðu fyrir þeim of- sóknum, tóku ekkert tillit til þess, að um þetta vantaði algerlega lög hér á landi, sem að sönnu var bagalegt. Úr þessu á þetta frum- varp að bæta. Er þar bannað að hafa crlenda inenn í þjónustu sinni hér á' iandi fyrir kaup, hverju nafni sem sú átvinna nefnist, nema um sérfræðileg störf sé að ræða, svo ekki sé kostur þeirra manna innan lands, er þau geti af hendi leyst. Undanþegnir eru þeir menn, sem þegar hafa hér á hendi störf eða stöður, svo og þjónustumenn erlendra sendiherra og þeir er öðlast hér ríkisborgararétt. Fjárhagur ríkissjóðs. Eins og venja er til, gaf fjár- málaráðherra skýrslu um fjárhag ríkissjóðs og afkomu umliðna árs- ins uni leið og hann lagði fjár- lagafrumvarpið fyrir þingíð. Var skýrsla ráðherrans að vanda glögg og mjög eflirtektarverð. Sýndi hún að svo nákvæm athug- un er nú höfð á öllum fjárreiðum ríkissjóðs, aö ráðherrann veit ná- kvæmlega strax um áramóthvernig hver liður fjárlaganna hefir staðist, og hverjar horfur eru um komandi ár. Er nokkru auðveldara að gera áætlanir um tekjur og gjöld komandi ára, þegar á svo glöggum athug- unum er að byggja, sem hér liggja fyrir, heldur en þegar fjármála- hefir ekki einu sinni hug- stjórnin mynd um, hvernig ástandið er, hvað þá að hún viti hvernig það hefir verið á hverjum tíma og hverjar orsakir þess eru og hafa verið, eins og stundum hefir átt sór stað. Ber nú víst öllum mönn- um með fullu viti saman um það, hvort sem eru með- eða mótflokks- menn, að undirbúningur fjárlag- auna hafi verið fullkomin fyrir- mynd síðan Jón Þorláksson tók við fjármálastjórninni. Eins og landsmenn mun reka minni til, voru fjárlögin fyrir árið 1926 afgreidd með nær þvr l./a miljón tekjuhalla. Þótti víst mörg- unt utan þings og innan allóvar- lega skilið við þau fjárlög. Úr þessu hefir ræst betur en á horfð- ist, því eftir reikningsýfirliti ráð- herrans er tekjuafgangur nú 48 þúsund r. En útkoman er ennþá betri en þetta. Á árinu hafa verið greidd- ar utan fjárlaganna eftir sérstökum lagaákvæðum nál. 1 niiijón og 300 þús. til ýmsra fyrirtækja. Sagði ráðh. að hann hefði ekki séð á- stæðu til að draga þær fram- kvæmdir, er metast urðu allað- kallandi, þegar fé var handbært. Stærstir þessara liða eru: Til kæli- skipsins kr. 350 þús. Til ræktuti- arsjóðsins kr. 275 þús. Til Flóa- áveitunnar kr. 226 þús. Vegna hafnarinnar í Vestmannaeyjum kr. 108 þús. Til síma kr. 354 þús. til vega kr. 261 þús. til vita kr. 159 þús. til berklakostnaðar kr. 179 þús. til óvissra gjalda kr. 130 þhs. Tillagið til kæliskipsins var ætl- ast til að tekið yrði'af tekjuaf- gangi ársins 1925, en þess hefir ekki þurft. Árið 1926 hefir borið öll þessi gjöld og þó aukið held- ur sjóðinn. Þeir liðir sem mest fóru fram úr aætlun eru tekju- og eingna- skattur um 400 þús. Tóbakstollur 685 þúsundir (-:- áætlaðar tekjur af tóbaksversluninni kr. 275 þús.) og verðtollur kr. 492 þús. - Ráðherrann benti á, að þessi góða fjárhagsafkoma ársins 1926 stafaði af því, að árið 1925 hefði verið hagstætt og hefði þess not- ið r tekjum fram á næsta ár. Var- aði hann við ofntikilli bjartsýni út af þessu og benti á það, að gjöldin hefðu verið svo óvarlega áætluð, að þau hefðu farið rúml. 2 miljónir fram úr því sem áætl- að var. (Þar af þó aðeins 7—8 hundruð þúsund á fjárlagaútgjöld- um). Sparaðist þó á 7 gr. gjalda- megin 320 þús. kr. I vaxtagreiðslu og 530 þús. kr. af áætluðuin af- borgunum. Hvort tveggja staf- andi af því, að lausu skuldirnar voru greiddar að íullu á árinu 1925. Og þó tekjurnar færu um 2Va miljón fr,ain úr áætlun, urðu þær þó meir en 4 miljónum lægri en næsta ár á undan — árið 1925. — Bendir þetta ótvírætt á Kaupið Vesturiand! Borgið Vesturlnid! Auyiýsið í Vesturlandi! það, að tekjurnar fara hraðlækk- andi, og rná sérstaklega vænta þess eítir erfið ár, eins og það sem ntí er tiýafstaðið og það ný- byrjaða lítur út fyrir að verða, Sýndi ráðh. fratn á að sumir tc-kjuliðir fjárlaganna fyrir yfir- standancii ár væru bersýnil. of 'hált aætiaðir, t. d, úlflutningf- gjaldið, setn er áætíað 1 miljón en samkvæmt reynslu ársins 1926 getur var'a orðið eihu s'nni l/2 miljón. Fjárlagairumvarpið. Tekjur eru áætlaðar 10 miij. 494'þús. en gjöld 10 tnilj. 391 þús. Tekjuafgangur því áæílaður rúmar 100 þús. kr. Nær því 2 miljónir króna sam- tals eru æílaðar til verklegra fram- kvæmda. Þar I er þó talið ýmis- legt sem ekki gengur beint til framkvæmdanna. Taldist fjármála- ráðh. svo til, að 1 mit}ón 320 þús. kr. væru æílaöar til nýrra niann- virkja. Eu á fjáriögunum fyri'r yf- irstandandi ár er til hins sama ætlaðar 1 miijón 567 þús. kr. Geröi ráðh. ráð fyrir að vinná mætti éngu minna verk fyrir þá upphæð sem nú er áætluð, vegna lækkandi verðlags. Helstu liðiinir tii nýrra mann- virkja eru þessir: Til nýrra akvega og brúa 510 þúsund krónur. Til nýrra símaiína 275 þús. kr. Til nýrra víta 100 þús. kr. Til sjúkra- húsbygginga 270 þús. kr. Viðhald á vegum og símalínum, svo og tiilög til sýsluvega, fjalla- vega og rtí. fl. svo sem t. d. stjórn þessara mála, er að sönnu verkl. framkvæmdir eða kostnaður við þær, þó ekki teljist með í kostn- aði við ný verkl. fyrirtæki. 340 þúsund eru ætlaðar til sam- gangna á sjó, þar af 60 þús. kr. til Eimskipafélagsins. 180 þúsund eru ætlaðar íii strandferðanna og 100 þi'ts. til bátaferða á flóum og fjörðum. Búnaðarfélagi íslands eru ætl- aðan 200 þús. kr. og auk þess til sandgræðslu 40 þús. kr. Gjöld samkv. IJ. kafla jarðrækt- arlaganna eru áætluð 50 þús. kr. og 'oúnaðarfélögum og tii jarð- ræktartiírauua (sem veitast bún- aðarfélögunr eða einst. mönnum í samráði við Bf. ísl.) eru ætlaðar 30 þús. kr. Fiskifélaginu etu ætlaðar 65 þús. kr. Til bryggjugerða og iendingar- bóta gegn tillagi annarsstaðar frá eru ætlaðar 35 þt'is. kr. Til fram- halds landmælinga eru ætlaðar 40 þús. kr. Ræktunarsjóðnum eru ætlaðar lúml. 100 þús. kr.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.