Vesturland

Volume

Vesturland - 12.04.1927, Page 3

Vesturland - 12.04.1927, Page 3
VESTURLANÍ). 3 •♦•♦•♦©♦•♦•♦•♦•♦•♦©♦•♦•♦•♦ A K R A - smjörií ki þykir ágætt viðbit og fæst í öllum matvöruverslunum. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ^■■■■■■■■■■■■■■■■il !§■■■■■■ ■ SÓLARSMJÖRLÍKIÐ J fáið þér ætíð nýtt á borðið, það er því j ljúffengast og næringarmest. K E L VIN-mótorinn. Á það vil eg hérmeð minna alla þá er þurfa að fá sér mótor- vélar, að Kelvinvélin hefir flesta kosti af öllum mótorvélum sem á markaðinum eru. Gangviss og sparneytin. Þeir sem ætla að, panta vélar ættu sem fyrst að tala við und- irritaðan og fá verðlista og myndir. Stærðir frá 3—60 hesta og af- greiðast með 3—4 vikna fyrirvara. Ísafirði, 6. apríl 1927. Jón Brynjólfsson. Lögregluþj ónsstaðan er laus frá 1. n. m. Laun 2500 kr. á ári auk dýrtíðaruppbótar og fatastyrks 200 kr. Umsóknir stílaðar til bæjarstjórnar sendist bæjarfógeta innan 25. þ. m. Bæjarfógetinn á ísafirði, 1. apríl 1927. Oddur Gíslason. Frá niðurjöfnunarnefnd. Hér með er skorað á alla þá menn og allar þær stofnanir, sem útsvör eiga að greiða á ísafirði og ekki hafa talið fram til skatta- nefndar þetta ár tekjur sínar og eiguir og aðrar ástæður, að senda niðurjöfnunarnefnd ísafjarðar fyrir 20. þ. m. skýrslu um alt það er hag þeirra varðar og til greina skal taka við niðurjöfnun útsvara, samkvæmt lögum um útsvör frá 1. jan. 1927. Niðurjöfnunarnefndin. HEIÐRUÐU VIÐSKIFTAMENN! M U N I Ð að þar sem þér sjáið að auglýst er lágt verð á vörunni, þar sjáið þið mitt verð. S. B. Gnðmundssou. Verkfallið í Hnífsdal. 1. þ. m. hófu verkamenn og sjó- menn í- Hnífsdal verkfail. Aðdragandi verkfallsins er þessi, eftir því sem Vesturlandi er best knnnugt: Eftir miðjan s. 1. mánuð tikynti Verkamannafélag í Hnífsdal vinnu- veitendum þar, að félagið hcfði samþykt eftirfarandi kröfur: Kaupgjald karlmanna i dagvinnu hækki úr 75 aurum í 90 aura á tímann, í eftirvinnu frá kl. 6 til 10 í kr. 1.20, í nætur- og helgidaga- vinnu í kr. 1.50. Kaup kvenna í dagvinnu hækki úr 50 aurur í 65 aura á tímann, í eftirvinnu kl. 6 til 10 í 75 aura, í helgidaga- og næturvinnu í kr. 1.00. Fiskur með hrygg greiðist með 15 til 16 aurum, og teljist mál- fiskur allur sá fiskur sem nær 18 tommum. Eins og hér er sagt, hefir dag- kaup karlmanna í Hnífsdal verið 75 aurar á tímann, og kvenna 50 aurar. Vinnudagur hefir talist 12 timar, en krafa verkamanna er sú, að hann verði framvegis 10 tímar. Fiskur með hrygg hefir verið greiddur með 14 aurum kg. Vinnuveitendur svöruðu þessari tilkynningu svo, að þeir mundu borga karlmönnum 60 aura á tím- ann i dagvinnu, en kvenfólki 40 aura. Ekki mun þetta þó hafa verið staðfastur ásetningur, því á fundi, sem þeir áttu með sendi- mönnum verkalýðsfélagsins rétt á eftir, létu vinnuveitendur sendi- mennina vita það, að þeir ætluðu að greiða jafn l\átt kaup framveg- is, eins og verið hefði í vetur, og önnur kjör óbreytt. 30. mars tilkynti verkalýðsfél. vinnuveitendum, að ef ekki yrði af þeirra hálfu fullnægt kröfum félagsins, yrði verkfall hafið þann 1. april. Þessu svöruðu vinnuveit- endur engu. Verkfall hafið. Þegar að morgni 1. apríl var öll alm. vinna í Hnífsdal lögð niður. En ekkert markvert gerðist þó, fyr en skipa átti út fullverk- uðum fiski í Goðafoss. Kaup hef- ir altaf verið greitt hærra við slíka vinnu en algenga landvinnu, og ætluðu vinnuveitendur að borga kr. 1.25—1.50 á tímann; en verka- menn vildu ekki hlíta þvi. Fiskur þessi var 60 tons, og höfðu bankarnir hér á ísafirði haft með sölu hans að gera í fé- lagi, því fiskurinn er eign ýmsra viðskiftamanna þeirra. Eins og kunnugt er, heíir fisksala gengið ákaflega erfiðlega, og liggja út- gerðarmenn hér vestra með mikið af fiski, er þeir ekki geta selt og helst lítur út fyrir að verði verð- lítili eða óseljanlegur. Þennan fisk höfðu bankarnir getað selt með ■ Vorvörurnar a m eru komnar. Afar ódýrar. f§§ Komið og skoðið. jg H Versl. S. Jóhannesdóttur.H mikilli fyrirhöfn. Var þeim og eig- endum ákaflega mikils virði að verða ekki af sölunni, og ætluðu þeir því, eigendurnir, að skipa út fiskinum sjálfir í félagi, með heima- mönnum sínum, er verkafólk ekki fékst. En er verkið skyldi byrja, söfnuðust verkalýðsfélagsmenn að geymsluhúsinu og tilkynti foringi þeirra, sem er sveitabóndi, eig- endum fisksins, að þeir væru þar komnir til að stöðva vinnuna. Fór þvi fram og varð fiskurinn eftir af skipinu. Fiskeigendur telja þetta stór- kostlegt tjón fyrir sig, og mun þetta atvik ekki hafa dregið aðila nær sáttum. Sáttatilraunir. Verkamenn sneru sér til sókn- arprestsins Sigurgeirs Sigurðsson- ar og báðu hann að leita um sættir. Fór hann þegar til Hnífs- dals og átti umræður við máls- aðila hvora fyrir sig. Leit sáttvæn- lega út er hann fór þaðan, þó samkomulag væri ekki á komið. En ófriðarbliku dró brátt upp. Um kvöldið lögðu þeir bræður póstmeistari og bæjargjaldkeri af ísafirði leið sína til Hnífsdals. Mættu þeir á fundi verkamanna og er talið að umræður hafi ekki orðið í hóglegra lagi, né hnígið til sátta. Stóðu málsaðilar mjög öndverðir að fundi þessuin lokn- um. Það er vitanlegt, að þó að bóndi sá, er áður var nefndur, sé að nafninu foringi verkfalls- manna, þá er því þó stjórnað héð- an af ísafirði, og er áformið að koma því til leiðar, að nú þegar bjargræðistíminn byrjar fyrir al- vöru, verði verkfall hafið í öllum veiðistöðvunum hér í nágrenninu. Það eru starfsmenn ríkis og bæjar, sem skilja á þennan veg embættisskyldur sínar. Að sönnu munu þeir ekki hafa um þetta bein skipunarbréf frá stjórnarvöld- unum, en þögnin, og ýmislegt sem á undan er gengið, gefur þeim nokkurn rétt til þessa skilnings. Söngur. Eggert Stefánsson söng hór öðru sinni 3. þ. m. við niikla aðsókn. Ungfrú Anna Jóhannsdóttir aðstoðaði söngvarann bæði skiftin, en auk þess nú 1 seinna skiftið hjónin Jónas Tómasson og Anna Ing- varsdótlir mað samspili við sum lögin. Söngskráin var miklu veigaineiri nú en fyrra skiftið, var og söngnum að makleg- leikum vel tekið, þvf söngvarar cins og Eggert njóta sln þá fyrst, er þeir tiafa viðfangsefni við sitt hæfi, en það eru ekki fyrst og fremst smálögin. Úr þeim verð- ur oftasl lítið, að nianni finst, hjá þeim, sem hafa lærdóm og rödd fyrir stærri viðfangsefni. Eggerf þarf varla að kvlða því, að hann skorti áheyrendur á fsafiði, ef hann bæri hór að garði öðru sinni. Kórsöngur. ísfirðingar eru undarlegir menn i vali skemtana. Þeir eru áreiðanlega mjög skemtanahneigðir. Það iná sanna með slðustu dæmum: Nú er harðæri hér og skotsilfur almennings hlýtur að vera mjög til þurðar gengið. Þó tókst að hafa hér 30 opinberar samkomur i janúar, flestar fyrir inngangseyri og allvel sóttar. f febr- úar voru á sama hátt haldnar 28 opinber- ar samkomum nær allar llka fyrir inn- gangseyri. Líkt hefir verið síðan. Kórsöngur lieíir ekki lieyrst hér opin- berlega meir en árlangt, en nú kom loks að því s. 1. sunnudag. Jónas Tómasson hefir æfl blandað kór, í allan vetur og gaf nú bæjarbúum tækifæri til að njóta þessarar skemtunar, sem cr að verða svo fágæt hér. En hvað skeður? Sárfáir komu. Og var þó söngskráin fjölbreytt og flokk- urinn æfður heilan vetur. Blandað kór söng 7 lög. Kvennakór. 3 lög og auk þess voru sungin 2 tvisöngslög. Lögin voru vel valin, mörg ljómandi íalleg. En auðvitað var ekki jafnvel með þau öll farið. Best fór kvennakórið með sin lög. Kvenraddirnar eru llka mjög fall- egar; karlaraddirnar miður. Eru þær margar slitnar og grófar og fara við inar mjúku kvenraddir líkt og togsokkar við silkikjól. Ungfrú Anna Jóhannsdóttir lék á piano við kvennakórið og tvisöngslögin. Söngur þessi verður endurtekinn n. k. fimtudag kl. 5 siðd. og viil Vesturland ráðleggja bæjarbúum að hlusta á hann. Prentsmiðja Vesturlands Ísaíirði.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.